Réttur


Réttur - 01.07.1966, Page 69

Réttur - 01.07.1966, Page 69
KETTUK 269 kreppu þá, sem yfirstéttir Belgíu glíma nú við. Juri Shukow og Viktor Majewski, blaðamenn Pravda, rita um áhrifin af samningi Indlands og Pakistan í Taschkent, er gerður var að ráðum sovézkra forystumanna. Aziz Al-Hadscli, rithöfundur i Irak, ritar grein þá um baráttu Kurda, er birtist í þessu hefti Réttar. A. Farhadi ritar grein þá um pers- nesku (írönsku) föðurlandsvinina er birtist í þessu hefti Réttar. IVorld Murxist Review. — 5. hefti 1966. — Prag. World Marxist Review, tímarit kommúnistaflokka og annarra verka- lýðsflokka, flytur í 5. hefti sínu m. a. þessar greinar: Fyrsta greinin er helguð 23. þingi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna og heitir „Ilefjum hátt fána einingar- innar.“ Er þar og birtir útdrættir úr ýmsum ávörpum erlendra gesta á flokksþinginu. Gus Hall, einn helzti foringi banda- i íska kommúnistaflokksins, ritar grein um hina nýju stefnuskrá flokksins: „Stefnuskrá baráttunnar fyrir lýð- ræði og gegn yfirdrottnun einokunar- bringanna." F. Fiirnberg, ritari austurríska kommúnistaflokksins, ritar um kosn- ingarnar í Auslurríki þann 6. inarz þar sem austurríski borgaraflokkur- inn sigraði og myndaði einn ríkis- stjórn, en sósíaldemókratar töpuðu |irátt fyrir stuðning kommúnista. Lýs- ir hann þeirri liættu afturlialds, er nú vofir yfir Austurríki, og rekur orsak- irnar lil taps sósíaldemókrata. Henry Hojf, einn af forystumönn- um norska kommúnistaflokksins, rit- ar grein um „norsku verkalýðshreyf- inguna eftir Stórþingskosningarnar" 1965. John Gibbons, brezkur blaðamaður, ritar unt „ósigur íhaldsins í Eng- landi.“ Erkki Salomaa ritar um þingkosn- ingarnar í Finnlandi, er leiddu til myndunar vinstri stjórnar. Malijmout Diop ritar um stjórn- máhtflokka í Senegal og einingu föð- urlandsvina. Václav Oplustil ritar um „ýmsar merkingar sósfalisma í hitabeltis- löndum Afríku.“ Michail Pankin ritar um reynslttna af efnahagslegri samvinnu Sovétríkj- anna og þróunarlandanna. Orlands Millas ritar greinina „Ný skilyrði fyrir hugmyndafræðilegum viðræðum kommúnista og kaþólskra.“ Edvin Chleboun ritar greinina: Verkalýðsfélög heimsins standa með þjóð Vietnam í baráttu ltennar. TIJE AFRICAN COMMUN- IST. 2. hefti 1966. — London. Forystugrein þessa ágæta tímarits er að þessu sinni helguð Abrant Fisher og á kápu er santa mynd af lionitm og í Rétti nú. Síðan kemur hver greinin annarri betri og skal aðeins minnst á nokkrar: Dennis Ogden var blaðamaður við Thc Spark, vikublað sósíalista í Accra í Ghana frarn að valdarátti hershöfðingjanna. Hann skrifar: „Skýrslu um Ghana. — Sósíalistar í Ghana týgja sig til sóknar.“ Er öll þessi grein þrungin staðreyndum um þau verk, er þar voru unnin í stjórn- artíð Nkrumah m. a.: 1) Bezta höfn af manna höndum, sem til er í Afriktt, var þá byggð. 2) Hið voldttga raforktt- ver við Volta-á var þá reisl. 3) Hafin var bygging alumínvers, er kostar 50 milljónir dollara. — Og allar vortt þessar framkvæmdir miðaðar við að varðveila samt og efla sjálfstæði landsins. Gerbreytt var unt í mennta-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.