Réttur


Réttur - 01.10.1931, Side 11

Réttur - 01.10.1931, Side 11
Rjettur'J RÉTTUR 203 að sjávarþorpið eignaðist veglega kirkju. Þórunn gamla, móðir oddvitans, sagði að sálarheill sinni væri beinlínis hætta búin af þessu tiltæki Geirmundar, því hún var svo farlama, að hún komst aldrei til kirkjunn- ar á staðnum. Ja, kaupmaður hefði bara átt að biðja mig að selja sér húsið mitt, sögðu sumir kumbaldaeigendurnir og hugsuðu til- þess að hafa fengið nokkur hundruð krón- ur inn í reikninginn sinn. Það hefði ekki verið nein smáræðis úttekt í kaffi og beinakexi, sem þeir hefðu getað gert. Smámsaman fór þessi kirkjubyggingarhugmynd að taka á sig ákveðnari mynd. Kaupmaður sagði prest- inum og formanni skólanefndar frá þessari fyrirætlun sinni og kvað ekkert annað til fyrirstöðu en að hann fengi ekki þessa lóð, sem hann hefði kosið sér undir kirkjuna. Allir dáðust að höfðingsskap kaupmanns, en Geirmundur hafði fyrirlitningu flestra þorpsbúa. Pí-esturinn gerði sér einu sinni ferð til Geirmundar til þess að tala um fyrir honum. Feitur og mikillátur stóð hann á hlaðinu á Mel í reiðstígvélum, með silfurbúna svipu i hendi, bjartur í andliti og gljáandi af svita og kennimennsku. Þrátt fyrir búhyggju og bóndavinnu hafði hann varðveitt sitt geistlega útlit. Nýrakaður og handþveginn í hempunni hefði hann vel geta álitizt koma til mála sem vígslubiskup, hvað útlitið snerti. Þér sjáið það sjálfur, Geirmundur minn góður, að þér megið ekki standa á móti þessari rausn kaup- mannsins. Þér eruð orðinn gamall maður og ættuð ekki að binda hugann svona mikið við jarðneska muni. Geirmundur skaut því út úr sér, að andvirðið, sem hann fengi fyrir eignina, mundi vera álíka jarðneskt og hún, en prestur virtist ekki geta aðhyllst þá rök- fræði, heldur fór að tala um sáluhjálp og drottins ó- rannsakanlegu vegi. Það ætti að vera yður kærkomin hugsun í ellinni, Geirmundur minn góður, að hafa svo

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.