Réttur


Réttur - 01.04.1983, Qupperneq 22

Réttur - 01.04.1983, Qupperneq 22
Þjóðviljanum. Þeim var neitað um birt- ingu á aðvörunarorðum sínum í öðrum blöðum, Morgunblaðinu, blaði allra lands- manna, Vísi, Alþýðublaðinu. Það mátti ekki nefna hugsanlega mengun frá þessu fyrirtæki. Þeir vísindamenn sem beittu sér fyrir því að ræða um mengunina frá álverinu í Straumsvík voru hundeltir. Það var ekki nóg með að það væri reynt að frysta það sem þeir höfðu að segja, loka það inni, heldur voru þeir hundeltir og taldir tortryggilegir útsendarar heims- kommúnismans. Svona menn gætu í raun og veru ekki verið á vegum neinna annarra en þess sem kallað hefur verið heims- kommúnismi hér í þessu landi þegar borgarastéttin verður algerlega rökþrota og veit ekkert hvað hún á að segja. Þá reynir hún að bregða fyrir sig gömlum grýlum frekar en engu. Magnús Kjartansson fyrirskipar mengunarvarnir í reglugerð! Við umræðuna um álmálið, þá þótti umræðan um mengun í raun og veru beint aukaatriði og það var ekki fyrr en mörg- um árum seinna, að Magnús Kjartansson, heilbrigðisráðherra 1971-1974 tók á þessu máli. Hann gerði það með því að setja reglugerð um eituret'ni og hættuleg efni. Þessi reglugerð kvað á um hreinsitæki og hreinsun frá verksmiðjum og starfsleyfi fyrir slíkar verksmiðjur. Síðan hafa starfs- leyfi verið gefin út fyrir verksmiðjur hér á landi og í hitteðfyrra gerðist það í lyrsta sinn, að ákveðin lög voru sett í landinu um það hvernig ætti að taka á slíkum málum varðandi starfsleyfi til verksmiðja. Það voru lögin um hollustuhætti og heil- brigðiseftirlit. Svo langt tókst að ná þessu máli, aö á lö ára afrnæli þeirrar yfirlýsing- ar að í raun og veru væri þetta ómerkilegt Majjnús Kjartansson tal, sem Alfreð Gíslason var með og hótanir um að hér ættu Hafnfirðingar að detta niður í tugum og hundraðatali stein- dauðir áður en varir og röðin kæmi að Reykvíkingum næst, á 15 ára afmæli þessara skilningsríku ummæla voru sam- þykkt hér lög samhljóða um að taka á fyrirtækjum af þessum toga. Það hefur verið komið upp hreinsitækjum við álver- ið í Straumsvík og þeirri framkvæmd var lokið í tíð núverandi ríkisstjórnar. Orð Asgeirs Bjarnasonar Einn af þeim mönnum sem ræddi ál- bræðsluna í Straumsvík var Asgeir Bjarna- son. háttvirtur þingmaður, sem seinna varð forseti sameinaðs þings. Hann var síðastur þeirra ræðumanna sem töluðu í umræöunum um álbræðsluna i Straums- \ ík og ég nefni hann hér sérstaklega vegna 86
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.