Réttur


Réttur - 01.04.1983, Side 43

Réttur - 01.04.1983, Side 43
Óiafur átti sæti í fyrstu miðstjórn Al- þýðubandalagsins og síðar í framkvæmda- stjórn þess, um tíma sem formaður. Hann var í framboði fyrir Alþýðubandalagið í Suðurlandskjördæmi við kosningarnar 1971 og í Reykjaneskjördæmi 1974. Ólaf- ur átti sæti sem varamaður í útvarpsráði 1972-75 og aðalmaður síðan. Formaður þess 1978-80 og varaformaður síðan. Þá átti hann sæti í byggingarnefnd útvarps- hússins og í útvarpslaganefnd. Ólafur var formaður Æskulýðssambands íslands 1968-70 og sótti þá margar ráð- stefnur á vegum þess í Evrópu og Banda- ríkjunum. Hann var í stjórn Aðstoðar við þróunarlöndin 1971-81. Þar störfuðu þeir mikið saman Björn Þorsteinsson bæjar- ritari í Kópavogi, og einnig við gerð útvarpsþátta og fl. Hafa þau hjón Björn og Sigurlaug kona hans reynst Ólafi og Jóhönnu sérstaklega vel, eins og raunar fjölmargir aðrir, fyrir það eru bornar fram hugheilar þakkir. Ég var svo lánsamur að kynnast náið í upphafi míns stjórnmálaferils stjórnmála- garpinum og öðlingnum Ólafi Thors. Það sem fljótlega vakti athygli mína var hve hlýtt honum lá orð til Einars Olgeirssonar og mat hann mikils persónulega, þó voru þetta höfuðandstæðingar í íslenskum stjórn- málum. Ég sat svo eitt kjörtímabil með Einari á Alþingi og fann þá fljótt tilfinn- ingaríkt og hlýtt hugarþel undir brynju hins vígreifa stjórnmálamanns. Síðar þeg- ar við Einar kynntust nánar fann ég hlýja hugarþelið og virðinguna fyrir Ólafi Thors og persónuleika hans. Hvernig þessir hörðu baráttumenn og andstæðingar mátu livor annan er aðalseigin mikilla stjórn- málamanna, sem gnæfa hátt yfir meðal- mennskuna. Ólafur kvæntist Jóhönnu dóttur minni 5. október 1968. Hann vann hugog hjörtu okkar hjóna með prúðmennsku sinni og drenglyndi. Það varð fljótlega mjög náið og innilegt samband milli hans og tengda- móður hans, Guðrúnar. Þau voru á marg- an hátt líkt skapi farin, hæg og dul, þolinmóð og traust. Jóhanna er jarðfræð- ingur frá HÍ og kennir við Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Þau eignuðust tvo syni, Gísla Rafn, 14 ára og Þorvarð Tjörva, 6 ára. Ólafur og Jóhanna eignuðust sitt eigið húsnæði að Þverbrekku 2 í Kópavogi 1972. Var unun að fylgjast með hve sam- hent þau voru í að byggja upp glæsilegt menningarheimili, þar sem á skemmtileg- an hátt er fléttað saman nútíð og fortíð. Ólafur unni bókum, enda alinn upp á mili bókaheimili. Bókasafn þeirra hjóna hefur að geyma margar verðmætar bækur inn- lendar og erlendar. Ólafur hafði mikinn áhuga á að efla norræna samvinnu í sem víðustum skiln- ingi, hann flutti hér erindi fyir ferðahópa frá Norðurlöndunum, sótti þing Norður- landaráðs sem fulltrúi ungra manna í stjórnmálaflokkunum. Kenndi hér við Norræna sumarháskólann og var ávallt reiðubúinn til að veita aðstoð ef til hans var leitað um að efla kynni milli íslands og hinna Norðurlandanna. Það er með ólíkindum hvað Ólafur var athafnasamur við ritstörf, þar sem að þau voru að mestu unnin í hjáverkum. Éátt eitt skal tilgreint: Upphaf íslenskrar verka- lýðshreyfingar 1887-1901, útg. MFA 1970. Bernska reykvískrar verkalýðshreyfingar frá 1887-1916. Reykjavík í 1100 ár, útg. Sögufélagið og Reykjavíkurborg 1974. Frá landnámi til lútherstrúar, þœttir úr íslands- sögu fram til 1550. Kennslubók, útg. 107

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.