Réttur


Réttur - 01.04.1983, Síða 61

Réttur - 01.04.1983, Síða 61
I Umskiptin Þaö sem hefur gerbreyst á 30 árum ólöglegri hersetu frá 1951 er að smátt og smátt er verið að heilaþvo þjóðina, telja henni trú um að verið sé að verja ísland, þegar ísland er gert að skildi fyrir Banda- ríkin — og að árásarstöð — en íslensku þjóðinni fórnað, ef til þess atómstríðs kemur, sem valdaklíkan vestra alla tíð síðan 1945 liel'ur undirbúið kerlísbundið: Stríðið gegn „kommúnismanum“ — víg- orð Hitlers tekið upp óbreytt — og árásin á Sovétríkin skipulögð. Forustumenn íhalds og Framsóknar ganga ekki lengur hikandi og tregir til landráðasamninganna. Þeir jafnvel sækja á að fá að afhenda enn fleiri herstöðvar til hernámsliðsins, þessara fjandmanna íslands, sem hafa hertekið landið, svikið alla eiða, en blekkt vissa menn með áróðri — og ef til vill keypt aðra með hermangs- samningunum við „Sameinaða verktaka“, þar sem helmingaskipti á gróðanum fara fram milli vissra forkólfa íhalds og Fram- sóknar. í stað manna, sem enn höfðu tilfinningu fyrir sjálfstæði íslands — og gengu því trauðir til ills leiks — en vonuðu sumir að geta gert ísland frjálst áður þeir dæu, — er nú komin ný kynslóð í forustu íhalds og Framsóknar, sem auðsjáanlega er heila- þvegin af amerískum áróðri, en stein- blind fyrir hagsmunum og lífi íslensku þjóðarinnar. 125

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.