Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 30

Réttur - 01.01.1993, Page 30
að nefndin ætti að skila nógu snemma „til þess að málið geti fengið afgreiðslu á næsta Alþingi." Var það ætlan meirihlutans að ganga frá málinu á sumarþinginu 1942. Úrslit kosninganna urðu sem hér segir: Alþýðuflokkur fékk 6 þingmenn. Framsóknarflokkur fékk 20 þingmenn. Sjálfstæðisflokkur fékk 17 þingmenn. Sósíalistaflokkur fékk 6 þingmenn og tvöfaldaði þannig þingmannatölu sína. Einar og Brynjólfur „aðstoða44 ríkisstjórnina En nú varð gatan ekki eins greið og menn höfðu gert ráð fyrir er þinginu lauk í maímánuði; Bandaríkin sem höfðu her- numið landið lýstu andstöðu við lýðveld- isstofnunina. Ástæðan var sögð sú að það kæmi illa við hagsmuni Bandaríkjamanna í Evrópu ef þeir ekki lýstu andstöðu við aðgerð á íslandi sem kæmi aftur illa við Dani sem voru hernumdir af Þjóðverjum. Þetta taldi ríkisstjórnin auðvitað mjög alvarlegt mál og boðað var til lokaðs fundar í þinginu 4. ágúst þar sem forsæt- isráðherra kynnti þingmönnum málaleit- un Bandaríkjamanna. Þingnefnd allra flokka samdi svar til Bandaríkjastjórnar. Varð niðurstaðan sú að meirihluti alþing- is, þrátt fyrir heitar yfirlýsingar, kaus að hægja á lýðveldismálinu. Lagði milli- þinganefndin niður störf en í staðinn var stofnuð 8 manna nefnd sem var eins skip- uð og milliþinganefndin að viðbættum Haraldi Guðmundssyni frá Alþýðu- flokknum og Einari Olgeirssyni og Brynj- ólfi Bjarnasyni frá Sósíalistaflokknum. Nefndin „aðstoðaði stjórnina í leit nýrra úrræða sem samþýðst gætu bendingum Bandaríkjastjórnar.“ (BÞ, bls. 513). Þannig var með öðrum orðum ákveðið að 30 utanríkisstefnan væri mótuð af fulltrúum ALLRA flokka. Stjórnarskrárfrumvarpið um breytta kjördæmaskipan kom nú til meðferðar á sumarþinginu. Að auki var lagt til að undirbúin yrði breyting á stjórnarskránni er tæki eingöngu til sjálfstæðismálsins. Þar var kveðið á um að breytt skyldi stöðu konungs í stöðu forseta íslands og að öðru leyti gerðar þær breytingar einar er leiddi af breyttri stöðu íslands og að- skilnaði þess frá Danmörku og stofnun lýðveldis. Framsókn lagðist að sjálfsögðu gegn kjördæmabreytingunni. Þinginu var svo slitið, ákveðið að millþinganefndin starfaði áfram og efnt var til nýrra kosn- inga. En nú fóru að berast boð annars staðar að. Fyrst frá Bandaríkjastjórn um að hún félli frá mótmælum sínum. Danir láta hins vegar enn í ljós efasemdir um málið, en ríkisstjórnin fer sínu fram og tilkynnir eindreginn vilja alþingis með bréfi 14. október 1942 og sama dag mælir forsætis- ráðherra Ólafur Thors fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á alþingi. Málið var afgreitt frá efri deild, síðari deild, 15. des- ember og þar með lá fullnaðarafgreiðsla alþingis fyrir á kjördæmamálinu, en auk þess var opnað fyrir breytingu á stjórnar- skránni með þessum hætti: »1- gr. Aftan við 3. málsgr. 75. gr. stjórnar- skrárinnar bætist ný málsgrein svo hljóð- andi: „Þegar alþingi samþykkir þá breyt- ingu á stjórnskipulagi íslands sem greinir í ályktunum þess frá 17. maí 1941, hefur sú samþykkt eins þings gildi sem stjórnskipunarlög, er meiri hluti allra kosningabærra manna í landinu hefur með leynilegri atkvæðagreiðslu , samþykkt hana. Þó er óheimilt að gera

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.