Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 2
2 4. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR EFNAHAGSMÁL Skattrannsóknar- stjóri er með nokkur mál til rannsóknar sem tengjast dóttur- félögum sem gömlu bankarnir stofnuðu í Lúxemborg á sínum tíma. Þau mál gætu farið sem skattsvikamál til lögreglu. Henni væri þá mögulegt að reyna að fá upplýsingar um þessi félög frá saksóknara í Lúxemborg á þeim forsendum. Þetta segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknar- stjóri. Íslensk skattyfirvöld hafi enn ekki getað nálgast upplýsingar um viðskipti eða önnur málefni dótturfélaga gömlu bankanna þar ytra. Ekki einu sinni um hvaða einstaklingar eða önnur félög standi að baki þeim. Erfitt sé að kasta tölu á félögin sem um ræðir, en embættið hafi rekist á ýmis nöfn, sem það vilji skoða betur. „Við fáum ekki upplýsingar um þetta gegnum gömlu bankana. Og í Lúxemborg ríkir banka- leynd. Skilanefndir gömlu bank- anna beita þeim rökum að þetta séu dótturfélög, skráð og staðsett þar og íslensk löggjöf nái því ekki til þeirra,“ segir Bryndís. Spurð um aðstoð stjórnvalda í þessari leit, segist Bryndís ekki hafa orðið vör við annað en fullan vilja þeirra til að opna fyrir flæði slíkra upplýsinga. Þetta lýsi sér meðal annars í væntanlegu þingfrumvarpi fjár- málaráðherra sem fjallar um breytingar á skattalögum. Þar séu lagðar auknar kröfur á móð- urfélög til að afla upplýsinga um viðskipti dótturfélaga sinna. Þá sé sett upplýsingaskylda á endur- skoðendur og lögmenn innan- lands, þannig að skatturinn geti nálgast upplýsingar sem nú leyn- ist hjá þeim. Öll ákvæði um þagnarskyldu víki fyrir skattalöggjöf. Verði frumvarpið að lögum væri það til mikilla bóta fyrir skattyfirvöld, segir Bryndís, en tekur fram að það veiti ekki aðgengi að gögnum í Lúxemborg. - kóþ Skila- nefndir gömlu bank- anna beita þeim rökum að þetta séu dótt- urfélög, skráð og staðsett þar og íslensk löggjöf nái því ekki til þeirra. BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR SKATTRANNSÓKNARSTJÓRI www.bjarniben.is Bjarni Benediktsson á opnum fundi í Mosfellsbæ Bjarni Benediktsson verður gestur á fundi Sjálfstæðisfélags Mosfellsbæjar í kvöld kl. 20.00, í Háholti 23. Bjarni Benediktsson í 1. sæti Maðurinn sem lést í bílslysi á Akrafjallsvegi sunnudag- inn 1. mars síðastliðinn hét Ragn- ar Ólafsson. Hann fædd- ist í Vest- mannaeyj- um hinn 26. nóvember 1963. Ragnar var búsettur í Reykjavík en starfaði við Grundartanga. Hann var barnlaus en lætur eftir sig unnustu. Lést í bílslysi Skattrannsóknarstjóri rannsakar mál dótturfélaga gömlu bankanna ytra: Gætu farið til saksóknara í Lúx Jóhann, leita margir til þín í afréttara? „Nei, ég er ekki rétti maðurinn til þess.“ Réttingaverkstæði Jóa, Jóhanns Arnar Jóhannssonar, stækkaði nýverið við sig. Jóhann segir meira að gera í kreppunni en áður. Skipaður saksóknari Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra skipaði í gær Björn Þorvaldsson í embætti saksóknara við ríkissak- sóknaraembættið til fimm ára frá 1. apríl næstkomandi. Björn hefur gegnt stöðu aðstoðarsaksóknara og staðgengils saksóknara efnahagsbrota hjá Ríkislögreglustjóra. DÓMSMÁL LÖGREGLUMÁL „Þetta er sigur fyrir mótapókerinn,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður og talsmaður Pókersambands Íslands, um þá niðurstöðu ríkissaksóknara að ákæra ekki vegna pókermóts sem lögreglan stöðvaði 16. júní 2007. Í bréfi sem Sindri Lúðvíksson, sem stóð fyrir mótinu, fékk frá ríkis saksóknara kemur fram að málið hafi verið látið niður falla þar sem ekki þyki líklegt að sak- felling náist. „Ég get ekki verið annað en sátt- ur,“ segir Sindri. „Það er samt ekki hægt að segja annað en að lögreglan hafi hlaupið á sig með því að stöðva mótið.“ Sveinn Andri segir að það sé skýr niðurstaða ákæruvaldsins í landinu að mótapóker sé löglegur. Um 150 pókerspilarar tóku þátt í mótinu og lögðu 4.000 krónur í pott hver. Verðlaunaféð, um 600 þúsund krónur, átti að deilast niður á efstu spilarana. Lögregla stöðvaði mótið áður en niðurstaða fékkst og lagði hald á verðlaunafé, spil og spila- peninga. Sindri segir að hann fái nú varn- ing og peninga til baka. Nú þurfi að ákveða hvort mótinu verði haldið áfram eða hvort verðlaunafé verði deilt niður á spilara eftir stöðu mótsins þegar það var stöðvað. Þó nokkur pókermót hafa verið haldin frá því að mótið í júní 2007 var stöðvað, og segist Sindri ekki eiga von á öðru en að áfram verði haldið eftir þessa niðurstöðu. - bj Telja ekki ástæðu til ákæru vegna pókermóts sem lögreglan stöðvaði árið 2007: Segir lögregluna hafa hlaupið á sig STÖÐVAÐ Fjöldi lögreglumanna stöðvaði pókermót í júní 2007. Til greina kemur að halda áfram með mótið þar sem frá var horfið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ALÞINGI Vinnumálastofnun fær auknar heimildir til að leita eftir upplýsingum um hagi umsækj- enda atvinnuleysisbóta, sam- kvæmt frumvarpi um breytingar á lögum um atvinnuleysisbæt- ur, sem Ásta R. Jóhannesdótt- ir, félags- og tryggingamálaráð- herra, hefur lagt fram. Þetta er gert til að sporna við misnotkun á atvinnuleysisbótum. Samkvæmt frumvarpinu fær stofnunin sérstaka heimild til að óska upplýsinga og gagna frá vinnuveitanda ef talin er þörf fyrir nánari rökstuðning um sam- drátt í rekstri miðað við starfs- hlutfall. - kóp Félagsmálaráðherra: Spornað við bótasvindli HEILBRIGÐISMÁL Allir ráðherrar í ríkisstjórninni fengu þrílit bindi og slaufur í gærmorgun í tilefni af átakinu Karlmenn og krabba- mein, sem Krabbameinsfélag Íslands stendur fyrir. Það var Guðrún Agnarsdótt- ir, forstjóri Krabbameinsfélags- ins, sem afhenti ráðherrunum hálstauið. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók við gjöfinni og hrósaði Krabbameinsfélaginu fyrir átakið, sem hófst á sunnu- dag. Átakinu er ætlað að fá karl- menn til að huga að heilsu sinni og læra að bera kennsl á fyrstu einkenni krabbameins. - bj Átakið Karlar og krabbamein: Allir ráðherrar fengu bindi HÁLSTAU Steingrímur J. Sigfússon tók að sér að hnýta bindishnút fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VEÐUR „Þetta er langmesti snjór sem komið hefur í mörg ár í einu skoti,“ segir Halldór Sveinbjörns- son, ljósmyndari á Bæjarins besta á Ísafirði. Nokkrir bæir í dreifbýli voru rýmdir vegna hættu á snjó- flóðum og þá var atvinnuhúsnæði á Ísafirði rýmt og íþróttamann- virkjum var lokað. Ekki var talið óhætt að leyfa fólki að flytja aftur í hús sín í gærkvöldi. Geir Sigurðsson, hjá Vegagerð- inni á Vestfjörðum, segir að Óshlíð og Súðavíkurhlíð hafi verið lokað strax á mánudag eftir að flóð féllu á vegina. Þá féllu einnig flóð á Eyrarvík, frá Ísafirði út í Hnífs- dal, og var veginum lokað í gær og Flateyrarvegi einnig, þótt engin flóð hefðu fallið þar. Lögreglan og björgunarsveitir stýrðu umferð undir Grænagarðshlíð og atvinnu- húsnæði þar undir var rýmt. Umferð um Skutulsfjarðarbraut var hleypt í hollum. Geir segir að leiðir verði opnaðar snemma í fyrramálið. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær voru fjögur hús á Bolungar- vík rýmd á mánudagskvöld. Í gær var fólki gert að fara af nokkr- um bæjum á norðanverðum Vest- fjörðum; Fremstu-húsum í Dýra- firði, Geirastöðum í Syðridal við Bolungarvík, Höfða og Kirkjubæ í Skutulsfirði, Tankinum innan Flateyrar, Hrauni í Hnífsdal og Fremri-Breiðdal. Alls hafa 34 þurft að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu. Leifur Örn Svavarsson, hjá snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, segir að mikið hafi safnast upp af lausasnjó síðustu daga og það, auk ofankomunnar, hafi orðið til þess að mikill snjór þyrlaðist um svo ekki sást á milli húsa. Hann átti von á að veðrið gengi niður með morgninum. Engin óhöpp höfðu orðið á fólki samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni. Ökumaður bíls á Ísafirði missti stjórn á honum svo hann rann á hús við íþróttavöllinn, en ekki hlutust meiðsl af. Sigurður Kjartan Hálfdánar- son var enn með fjölskyldu sína hjá móður sinni, en þau þurftu að rýma hús sitt í Bolungarvík á mánudag, líkt og Fréttablaðið greindi frá. Hann sagði ágætt að koma sér af hættusvæðinu, en alla væri farið að lengja eftir að kom- ast heim. kolbeinn@frettabladid.is Snjóflóðahætta í nótt á Vestfjörðum Á fjórða tug þurfti að dvelja fjarri húsum sínum í nótt á Ísafirði og í Bolungar- vík vegna hættu á snjóflóðum. Flestar samgönguæðar á milli þéttbýlisstaða eru lokaðar. Veðrið lægði í gærkvöldi en búist var við vindhviðum fram á nótt. FANNFERGI Á ÍSAFIRÐI Ekkert ferðaveður var fyrir vestan í gær eins og þeir sem hættu sér út fengu að kenna á. Björgunarsveit lokaði umferð þar sem hætta var á snjóflóðum en gangandi vegfarendur börðust við skaflana. MYND/HALLDÓR SVEINBJÖRNSSON Í FARARBRODDI Bernódus, átta ára, leiðir fjölskylduna af heimilinu í Bolung- arvík. MYND/HAFÞÓR GUNNARSSON SLYS Nokkur fjöldi skíðafólks hafði rennt sér framhjá fjórtán ára stúlku sem hafði dottið og misst meðvitund í Bláfjöllum um klukkan átta í fyrrakvöld. „Fjöldi þeirra voru reyndar krakkar en þarna var líka mikið um fullorðið fólk,“ segir Ragnheiður Sigurðar- dóttir sem kom að þeirri slös- uðu. Þá var vinkona að huga að stúlkunni en henni féllust hendur þegar hún sá að vinkona sín var ekki með meðvitund. „Ég tók af mér skíðin og fór að athuga málið og hringdi síðan strax í 112 þegar ég sá að hún var ekki með meðvitund. Það er kannski skiljanlegt að fólk átti sig ekki á því að svona nokkuð hafi gerst en það kostar heldur ekkert að stoppa og athuga það því þetta getur skipt verulega miklu máli.“ Hún segir að sjúkrahjálpin hafi verið fljót að berast. Á leiðinni á spítala komst stúlkan svo til með- vitundar og er, samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins, ekki alvar- lega slösuð. - jse Skíðaiðkendur í Bláfjöllum: Skíðuðu hjá meðvitundar- lausri stúlku Bílvelta við Hallormsstað Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í hálku og fór út af Upphéraðsvegi, rétt við Hallormsstað, í gær. Ökumaður var einn á ferð og slapp ómeiddur. Bíllinn var færður með kranabíl til Egilsstaða og er talinn ónýtur. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.