Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 14
14 4. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR JOHN CANDY LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1994. „Ég held að ég hafi gerst leikari til að flýja sjálfan mig.“ John Candy var kanadísk- ur leikari. Hann lék aðallega í gamanmyndum en tók einn- ig að sér nokkur dramatísk hlutverk. Candy lést úr hjarta- áfalli 43 ára að aldri. Þennan dag árið 1968 var fyrsta íslenska sjónvarpsleik- ritið, Romm handa Rósalind, sent út á RÚV. Leikritið, sem er eftir Jökul Jakobsson, ger- ist á verkstæði skósmiðs. Þar staupar gamall skósmiður sig á rommi og gefur Rósalind, fatlaðri stúlku sem býr í ná- grenninu, með sér á meðan þau ræða um líf sitt. Leikstjóri leikritsins var Gísli Halldórsson og upp- töku stjórnaði Andrés Indriða- son. Leikarar voru Þorsteinn Ö. Stephensen, sem lék skó- smiðinn, Anna Kristín Arn- grímsdóttir, sem lék Rósalind, og Nína Sveinsdóttir, sem lék konu skósmiðsins. ÞETTA GERÐIST: 4. MARS ÁRIÐ 1968 Fyrsta sjónvarpsleikritið timamot@frettabladid.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristín Ólafsdóttir Stangarholti 5, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 25. febrúar, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 6. mars kl. 13.00. Örn Guðjónsson Sigurósk Garðarsdóttir Vilhelm Valgeir Guðbjartsson Guðrún Ragnarsdóttir Ólöf María Guðbjartsdóttir Jónas Pétur Sigurðsson Svanur Guðbjartsson Ólöf Magnúsdóttir Þröstur Guðbjartsson Patiwat Deepaen Guðrún Guðbjartsdóttir Benedikt Bjarni Albertsson Unnur Guðbjartsdóttir Garðar Benediktsson Kristín Þóra Guðbjartsdóttir Sigurður Stefán Jónsson Birna Guðbjartsdóttir Sölvi Rúnar Sólbergsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Kristján Björnsson efnaverkfræðingur, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju föstudaginn 6. mars kl. 13.00. Lovísa H. Björnsson Árni Gunnarsson Daniela Ilea Gunnarsson Rannveig Gunnarsdóttir Tryggvi Pálsson Sigurjón Gunnarsson Sigríður Olgeirsdóttir Gunnar Örn Gunnarsson Olga Bergljót Þorleifsdóttir Halldór Gunnarsson Anna Persson Þórarinn Gunnarsson Berglind Garðarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra, Anna Kragh Olsen Christensen áður til heimilis að Álftamýri 54, er látin. Útförin fer fram frá heimabæ hennar, Horbo, föstudaginn 6. mars. Sveinn Christensen Unnur Birgisdóttir Björn Christensen Sigfríður Friðþjófsdóttir og börn. Bróðir okkar, mágur og frændi, Arnór Karlsson fyrrum bóndi á Bóli, síðar Arnarholti í Biskupstungum, Bjarkarbraut 10 í Bláskógabyggð, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi mið- vikudaginn 25. febrúar sl., verður jarðsunginn frá Skálholtsdómkirkju laugardaginn 7. mars og hefst athöfnin kl. 14.00. Jarðsett verður í Torfastaðakirkjugarði. Systkini hins látna og aðrir venslamenn. Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir og afi, Jón Björnsson arkitekt, Langagerði 17, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju 6. mars kl. 13.00. Birna Jenna Jónsdóttir Björk Jónsdóttir Jenna Lilja Jónsdóttir tengdasynir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Laufey Torfadóttir til heimilis að Hjaltabakka 16, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, föstudaginn 6. mars kl. 14. Guðrún G. Bergmann Guðni Guðjónsson Hrafnhildur Steingrímsdóttir Hermann Guðjónsson Guðný Ólafsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Halldór B. Stefánsson Lautasmára 3, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 25. febrúar, verður jarðsung- inn frá Háteigskirkju fimmtudaginn 5. mars kl. 13. Hallgerður Pálsdóttir Ólafur Halldórsson Auður Sigurðardóttir Páll Halldórsson Sólveig Ásgrímsdóttir Ásta Halldórsdóttir Einar Erlendsson Elín Ýrr Halldórsdóttir Kristján M. Baldursson Ólöf Eir Halldórsdóttir Jenni Guðjón Clausen barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Stefán Jón Steinþórsson andaðist á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð, fimmtudag- inn 26. febrúar. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 10. mars kl. 15.00. Steinþór Stefánsson Hildur Pétursdóttir Andrea Steinþórsdóttir Hrannar Jónasson Friðberg Stefánsson Áslaug Birna Ólafsdóttir Þórdís Friðbergsdóttir Heimir Björnsson Stefanía Heimisdóttir Atli Friðbergsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, barnabarn og tengdasonur, Árni Jakob Hjörleifsson Smáratúni 33, 230 Keflavík, lést hinn 28. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Geirþrúður Ó. Geirsdóttir Kristófer Örn Árnason Sigríður Árnadóttir Arna Björk Hjörleifsdóttir Högni Sturluson Ingvi Þór Hjörleifsson Aðalheiður Ó. Gunnarsdóttir Halldór H. Hjörleifsson Þuríður Halldórsdóttir Geir Þorsteinsson Linda Kristmannsdóttir Ósk Sigmundsdóttir og aðrir ástvinir. Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Guðrún Birna Gísladóttir, forstjóri Grundar – dvalar og hjúkrunarheimil- is, hlaut þakkarviðurkenningu Félags kvenna í atvinnurekstri í byrjun árs. Hún er vel að heiðrinum komin enda hefur hún alið manninn á Grund frá blautu barnsbeini og hlúð af alúð að þeim sem byggðu landið. Guðrún fæddist á Grund árið 1944 og er meira og minna alin upp innan veggja heimilisins. Afi hennar, séra Sigurbjörn Ástvaldur Gíslason, var einn af stofnendum Grundar og faðir hennar, Gísli Sigurbjörnsson, gegndi starfi forstjóra í 60 ár. Guðrún hefur lengst af búið og starfað á Grund ef frá eru talin nokkur ár í Neskaupstað og Njarðvík þar sem fyrri maðurinn henn- ar var prestur. „Ég gifti mig meira að segja á Grund,“ segir Guðrún en afi hennar gaf hana og séra Pál Þórðarson saman en hann lést árið 1978. Guðrún tók við starfi forstjóra árið 1994 þegar faðir hennar féll frá. Hún lætur vel af því að hafa alist upp á Grund og vill hvergi annars staðar vera. „Ég lærði að prjóna og drekka kaffi af gamla fólkinu ung að árum og var í miklum samskiptum við mér eldra fólk. Það varð eflaust til þess að mér líður mun betur með eldra fólki en yngra.“ Aðspurð segist Guðrún hafa litla þörf fyrir það að taka sér frí frá Grund. „Maðurinn minn Júlíus Rafns- son, sem er framkvæmdastjóri Grund- ar, segir að ég sé orðin svo samofin starfseminni að varla sé hægt að greina á milli mín og heimilisins. Það er ef- laust eitthvað til í því en mér finnst ég bera ábyrgð á starfinu og heimilisfólki og fer helst ekki út fyrir 101.“ Guðrún segir starfsemina ganga vel og að hún hafi verið heppin með starfsfólk sem sumt hefur unnið á Grund í áratugi. „Ég hef mjög gaman af því þegar starfsfólk frá fyrri tíð kemur aftur á Grund sem heimilisfólk og vona að það segi eitt- hvað um heimilið. Sjálf á ég svo auðvit- að frátekið pláss,“ segir hún kímin. Grund má líkja við lítið samfélag en þar er að finna alla almenna læknis- þjónustu, hársnyrtistofu, kaffihús, leik- fimisal, sundlaug, bókasafn, danssali og fleira. Heimilisfólk hefur því ým- islegt fyrir stafni og reynir Guðrún að þekkja það með nafni. „Við erum svo stöðugt að endurbæta húsnæðið þannig að rýmra verði um heimilisfólk- ið okkar og nú er svo komið að öll her- bergin okkar eru til dæmis með net- tengingu.“ Guðrún segist hafa orðið nokkuð hissa þegar henni var tilkynnt að hún myndi hljóta þakkarviðurkenninguna. „Ég lít ekki beint á mig sem konu á framabraut. Ég er bara hérna og geri mitt besta en mér þótti gaman að þær skyldu stinga upp á mér og lít á þetta sem viðurkenningu til heimilisins og þeirra kvenna sem hér starfa. Þá ber þetta kannski vott um að gömul gildi séu komin aftur í tísku.“ Guðrún segist bera nokkurn ugg í brjósti sökum efna- hagsástandsins. „Við reynum að fara vel með þá fjármuni sem við höfum úr að spila en það höfum við svo sem allt- af gert og erum eflaust nokkuð gamal- dags.“ vera@frettabldid.is GUÐRÚN BIRNA GÍSLADÓTTIR: HLAUT ÞAKKARVIÐURKENNINGU FKA GÖMUL GILDI AFTUR Í TÍSKU FER HELST EKKI ÚT FYRIR 101 Guðrún (fyrir miðju), sem er fædd og uppalin á Grund, vill hvergi annars staðar vera. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.