Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 8
8 4. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 Hve oft flaug forsetinn með einkavélum á árunum 2005 til 2008? 2 Hvaða þingmaður Sjálf- stæðisflokksins hefur beðist afsökunar á að hafa ekki staðið sig betur í vinnunni? 3 Í prófkjöri hvaða flokks tekur fjölmiðlakonan Sirrý þátt? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 BORGARMÁL „Við hugsum þetta ekki sem gagnrýni heldur vilj- um við einfaldlega efla samstöðu meðal kaupmanna á svæðinu. Félagið Miðborg Reykjavíkur hefur ekki skilað þeim árangri sem lagt var upp með í byrj- un og því verður að beita nýjum og nútímalegri vinnubrögðum,“ segir Borghildur Símonardóttir, eigandi Vinnufatabúðarinnar við Laugaveg. Tæplega þrjátíu kaupmenn í miðborginni hafa lýst yfir þeim vilja sínum að félagið Miðborg Reykjavíkur verði lagt niður og þess í stað stofnað nýtt félag, með stuðningi borgarinnar, sem kaup- menn og aðrir viðskiptaaðilar stýri og beri alla ábyrgð á. Félagið Miðborg Reykjavík- ur var stofnað árið 1997 og tók af Þróunarfélagi Reykjavíkur. Skilgreint markmið félagsins er að efla miðborgina sem miðstöð stjórnsýslu, menningarlífs. For- maður félagsins er Áslaug Frið- riksdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Oddný Sturludóttir, borgarfull- trúi Samfylkingar og fyrrum for- maður félagsins Miðborg Reykja- víkur, situr nú í stjórn félagsins. Hún segir þá hugmynd sína að efla starf félagsins með því að tengja það við Höfuðborgarstofu hafa strandað við síðustu meiri- hlutaskipti. „Ég lýsi eftir áhuga meirihlutans á þessu félagi,“ segir Oddný. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- seti borgarstjórnar, segist kunna vel að meta kraftinn í kaupmönn- um miðborgarinnar og vilja þeirra til samstarfs við Reykja- víkurborg. „Mér líst vel á þessar hugmyndir og býst við að fljótlega verði skipaður vinnuhópur, með fulltrúum úr hópi kaupmanna og frá borginni, til að ræða þessi mál,“ segir Vilhjálmur. - kg Kaupmenn í miðborginni vilja leggja niður félagið Miðborg Reykjavíkur: Vilja nútímalegri vinnubrögð ODDNÝ STURLUDÓTTIR VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON NÝ SALATLÍNA FRÁ SÓMA SEM BYGGÐ ER Á LANGRI REYNSLU AF SAMLOKUGERÐ DANMÖRK Íbúar á Norðurbrú í Kaupmannahöfn hafa þurft að laga líf sitt að breyttum veruleika, þar sem skotárásir og morð eiga sér stað á fárra daga fresti núorðið. Á kvöldin er fátt um að vera, menningarhúsi, íþróttasal og bóka- safni er lokað strax og skyggja tekur, öfugt við það sem áður tíðk- aðist. Skólar hafa komið sér upp neyð- aráætlun, sem felst meðal annars í því að nemendur haldi sig fjarri gluggum og fari ekki út úr húsi. Frá þessu er skýrt í blaðinu Politiken og fleiri dönskum fréttamiðlum. Stjórnvöld virðast ráðalaus, en í gær kynnti Hanne Bech Hansen, yfirlögreglustjóri í Kaupmanna- höfn, fyrir Brian Mikkelsen dóms- málaráðherra tillögur lögreglunnar um úrbætur, sem hún telur þurfa að gera á bæði löggjöf og starfshátt- um lögreglunnar. Meðal annars vill lögreglan strangari lög um vopn. Síðan í ágúst hafa innflytjenda- gengi og vélhjólasamtök átt í stríði, sem hugsanlega snerist í upphafi um yfirráð í glæpaheimi borgarinn- ar en hefur snúist upp í gagnkvæm- ar hefndaraðgerðir. Þær virðast þó einkennast meira af taugaveiklun en markvissum árásum því sjaldn- ast verða liðsmenn glæpagengj- anna fyrir árásunum. Um síðustu helgi voru tveir menn myrtir og fjórir særðust í samtals þremur skotárásum í borginni. Ekk- ert af þessu fólki virðist hafa haft nein tengsl við glæpagengin. - gb Gagnkvæmt hefndarstríð glæpagengja í Kaupmannahöfn torveldar íbúum lífið: Stjórnvöld virðast ráðalaus NEYÐARÁSTAND Á NORÐURBRÚ Lögreglan fylgist með umferðinni og stöðvar óspart bifreiðar til að leita í. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra og Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráð- herra hafna ásökunum formanns Framsóknarflokksins um að rík- isstjórnin dragi lappirnar í mik- ilvægum málum. Jóhanna segir að þvert á móti sé unnið hörðum höndum að málum sem snúa að heimilunum, fyrirtækjunum og stjórnarskránni og að fyllilega sé staðið við það samkomulag sem gert var við Framsóknarflokkinn við myndun ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, sendi ríkisstjórninni tóninn í pistli í fyrradag. Jóhanna viðurkennir þó að með- ferð sumra mála hafi ekki gengið jafn hratt í nefndum þingsins og hún vildi og kvaðst hún vonast til að verklagi yrði hraðað. Á reglulegum fundi með frétta- mönnum í gær fóru Jóhanna og Steingrímur yfir þau frumvörp sem ríkisstjórnin hefur afgreitt á sinni tíð. Eru þau 30 og von á tveimur til viðbótar. Frumvörpin eru mislangt á veg komin; sum til meðferðar í þingflokkum en önnur í hefðbundnu ferli þingsins. Óvíst er hvenær þingið lýkur störfum fyrir kosningarnar sem áformaðar eru eftir rúmar sjö vikur. Hitt er víst að öll 32 frum- vörp ríkisstjórnarinnar verða ekki samþykkt. Jóhanna og Stein- grímur sögðu að ná þyrfti sam- komulagi við aðra flokka um for- gangsröðun mála. Höfðuðu þau til samvisku stjórnarandstæð- inga og spurðu hvort þeir ætluðu að standa í vegi fyrir framgangi ívilnandi stuðningsaðgerða fyrir heimilin og atvinnulífið. Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi á mánudag góð mál ekki stranda á sínum flokki. Þá létu ráðherrarnir í veðri vaka að það stæði upp á þing- ið að hafa hraðar hendur. Spurð hvort þingið ætti að samþykkja mál ríkisstjórnarinnar þegjandi og hljóðalaust, sögðu þau svo ekki vera. Vitaskuld þyrfti þingið sinn tíma. „En við erum að berjast hér upp á líf og dauða við mjög erfiðar aðstæður í samfélaginu. Það kall- ar á ákveðið hugarfar og ákveð- in vinnubrögð sem ekki endilega eru hefðbundin eða eiga við þegar menn hafa allan heimsins tíma og geta velt hlutunum fyrir sér fram og til baka,“ sagði Steingrímur. Meðal þeirra mála sem komin eru í þingið og snúa að heimilun- um eru útgreiðsla séreignarsparn- aðar og greiðsluaðlögun. Jóhanna Sigurðardóttir upplýsti í gær að von væri á sérstökum aðgerðum vegna skuldugustu heimilanna. Verið væri að ljúka kortlagningu á stöðu þeirra og sagði hún að aðgerðirnar yrðu kynntar öðru hvorum megin við helgina. bjorn@frettabladid.is Við erum að berjast upp á líf og dauða Ríkisstjórnin vill semja við stjórnarandstöðuna um framgang mikilvægra mála á Alþingi. Steingrímur J. Sigfússon segir ástandið í samfélaginu kalla á óhefð- bundin vinnubrögð þingsins. Meira en 30 stjórnarfrumvörp bíða meðferðar. STJÓRNSÝSLA Guðrún Erlendsdótt- ir, fyrrverandi hæstaréttardóm- ari, er formaður þriggja manna nefndar sem dómsmálaráðherra hefur falið að móta nýjar reglur um skipan dómara við Hæstarétt og héraðsdóm. Með Guðrúnu sitja í nefndinni Hákon Árnason hæstaréttarlög- maður og Ómar H. Kristmunds- son stjórnmálafræðingur. Er miðað við að nefndin skili tillög- um fyrir 1. september. Fulltrú- um almennings og félagasamtaka verður gefinn kostur á að koma að starfi nefndarinnar og verður sér- stakur samráðshópur skipaður í því augnamiði. - bþs Breytt lag við dómaraskipan: Guðrún stýrir endurskoðun FORYSTAN Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon vilja að stjórnarandstaðan greiði fyrir fram- gangi ívilnandi stuðningsaðgerða fyrir heimilin og fyrirtækin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Auglýsingasími – Mest lesið VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.