Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 4. mars 2009 17 Um síðustu helgi fór fram í annað sinn kvikmynda- og menningar- hátíðin Northern Wave í Grundar- firði. Um 200 manns sóttu hátíðina heim, bæði erlendir gestir sem og heimafólk og var öll gistiaðstaða í Grundarfirði fullbókuð um helg- ina en bærinn býr bæði að hóteli og farfuglaheimili. Hátíðin var opnuð með kokkteil í boði Grundarfjarð- arbæjar. Sýningar hófust svo með erlendum stuttmyndum. Gjörn- ingahópurinn The Weird girls tók upp myndband og heimildarmynd meðan á hátíðinni stóð og frum- sýndu brot úr henni á laugardegin- um en þá voru sýndar teiknimyndir og tónlistarmyndbönd. Á hátíðinni voru ekki aðeins sýnd- ar stuttmyndir heldur voru einn- ig haldnir fernir tónleikar, með hljómsveitunum Dlx Atx, Sykur, Anonymous og ameríska harmon- ikkuleikaranum Matt Rock en á laugardagskvöld sáu Dj Kiki-OW og DJ MOKKI úr Weird girls um tónlistina. Á laugardeginum hélt franski leikstjórinn og gestadómari hátíðarinnar í ár, Bertrand Mandico, fyrirlestur fyrir fullu húsi og sýndi brot úr myndum sínum. Á sunnudeg- inum voru svo sýndir tveir klukku- tímar af íslenskum stuttmyndum. Hátíðin var haldin í samkomu- húsi Grundarfjarðar en hápunkt- ur hátíðarinnar var á sunnudaginn þegar verðlaunin voru kynnt. Fyrstu verðlaun að upphæð 100.000 krónur voru veitt stuttmyndinni Smáfugl- um eftir Rúnar Rúnarsson. Önnur verðlaun að upphæð 70.000 krón- ur fékk pólska klippimyndin The Wedding eða Giftingin eftir Maciek Salomon sem var viðstaddur hátíð- ina ásamt vini sínum Maciek Szupi- ca sem vann verðlaun á hátíðinni í fyrra fyrir besta tónlistarmynd- bandið. Sérstaka viðurkenningu fékk svo myndin Harmsaga eftir Valdimar Jóhannsson. Fyrstu verð- laun í flokki tónlistarmyndbanda fékk myndbandið Hair eftir Milos Tomic frá Tékklandi. Verðlaun- in voru styrkt af tveimur stærstu fyrirtækjum Grundarfjarðar, Guð- mundi Runólfssyni hf. og Soffaníasi Cecilssyni hf. Hátíðin hefur nú feng- ið styrk frá Menningarsjóði Vestur- lands fyrir næsta ár svo allt bendir nú til þess að Northern Wave festi sig í sessi árlega á þessum fyrstu vetrarmánuðum í Grundarfirði. - pbb Smáfuglar vinna í Grundarfirði KVIKMYNDIR Stuttmynd Rúnars heldur áfram að sópa að sér verðlaunum. Annað kvöld heldur áfram ein- leikssyrpa í Borgarleikhúsinu sem hófst fyrir fáum vikum með frumsýningu á Sannleika Pét- urs Jóhanns. Nú kemur Margrét Helga Jóhannsdóttir fram í ein- leik, en nú eru liðnir tveir ára- tugir síðan hún sló í gegn á Litla sviði Borgarleikhússins í Sigrúnu Ástrósu. Einleikurinn sem Mar- grét flytur heitir Óskar og bleik- klædda konan eftir Éric-Emm- anuel Schmitt sem er vel kunnur íslenskum leikhúsgestum af fyrri verkum hans sem hér hafa verið flutt: Abel Snorko (Þjóðleikhús- ið 1998), Gestinum (LR/Þýbilja 2002) og Hjónabandsglæpum (Þjóðleikhúsið 2007). Verkið fjallar um Óskar, tíu ára dreng sem þjáist af hvítblæði og bíður hins óhjákvæmilega á spít- ala. Eldri kona sem er sjálfboða- liði á sjúkrahúsinu, virðist vera sú eina sem hefur þroska og þor til að ræða hið óumflýjanlega við Óskar og ráðleggur honum að skrifa bréf til Guðs. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. Leikmynd og búninga annast Snorri Freyr Hilmarsson. Frumsýning er annað kvöld kl. 20. - pbb Margrét Helga í einleik Á laugardag kl. 13 verða barna- og fjölskyldutónleikar í Salnum í Kópavogi þar sem flutt verð- ur verkið Karnival dýranna eftir Camille Saint-Saëns. Verkið er víðkunnugt, eins konar tónlist- ardýragarður þar sem leikari og hljóðfæraleikarar sameinast og skapa heim sem auðvelt er fyrir unga sem aldna að lifa sig inn í. Flytjendur á tónleikunum eru kennarar í Tónlistarskóla Kópa- vogs ásamt leikurunum Guð- rúnu Ásmundsdóttur og Sigur- þóri Heimissyni. Þetta er ellefu manna hljómsveit og í henni eru á ferðinni hænur og hanar, asnar og skjaldbökur, fíll og kengúrur og er þá ekki allt talið. Hljómsveitin flytur fleiri verk, til dæmis Flug býflugunnar eftir N. Rimskí-Kor- sakov. Sérstakur kynnir á tónleik- unum er Maxímús Músíkús. Frá klukkan 12.30 verða fjöl- listamenn frá Götuleikhúsinu og einnig tveir andlitsmálarar sem bjóða upp á ókeypis andlitsmálun. Börn eru beðin að koma klædd í grímubúninga á tónleikana ef þau geta. Karnival dýranna TÓNLIST Guðrún Ásmundsdóttir er sögu- maður á barnatónleikum á laugardag. LEIKLIST Margrét Helga Jóhannsdóttir frumsýnir einleik annað kvöld. Aðeins Bayonne skinka kr./kg. merkt verð 1.198 kr./kg. 1.078

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.