Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 19
Auglýsingasími – Mest lesið EFNI BLAÐSINS Hringdu í síma ef blaðið berst ekki MIÐVIKUDAGUR 4. mars 2009 Hefur stjórnskipun Íslands brugðist sam-félaginu í grundvallaratriðum? Hefði kvótakerfi í fiskveiðum, stóriðjuframkvæmd- ir, einkavæðing fjármálafyrirtækja, eftirlit með fjármálafyrirtækjum, breytingar á skatta- lögum, stjórn peningamála og ríkissjóðs – svo einhver dæmi séu tekin um ætlaða sökudólga – orðið með öðrum hætti ef stjórnskipun Íslands hefði verið „lýðræðislegri?“ geymt ákvæði um „sameign þjóðarinnar á auðlindum“, umhverf- isvernd, o.s.frv.? Ef miðað er við stjórnlög, eins og þau tíðkast í hinum vestræna heimi, verður ekki séð að önnur og nútímalegri stjórnskipan hefði nokkru breytt um þessi atriði. Það stenst ekki heldur samanburð við önnur vestræn sam- félög, sem kenna sig við lýðræði og mannrétt- indi, að halda því fram að stórkostleg slagsíða hafi verið og sé enn á íslenskri stjórnskipun hvað þessi atriði varðar. Mikið í húfi Eitt af því sem nú er teflt fram sem viðbrögð- um við efnahagslegu áfalli landsins er flýti- meðferð til ákveðinnar breytinga á stjórn- arskrá lýðveldisins en að því loknu einhvers konar allsherjarendurskoðun stjórnskipunar- innar á vettvangi stjórnlagaþings. Í þessu sam- bandi hefur í almennri umræðu verið vísað til hugsanlegs afnáms þingræðisreglunnar, fyr- irmynda í bandarískri stjórnskipun eða hug- mynda Vilmundar Gylfasonar heitins af ótrú- legri léttúð, þar á meðal af lögfræðingum. Þótt hugmyndin um stjórnlagaþing kunni að hljóma aðlaðandi, sefa reiði almennings með því að svara kalli um róttækar og umsvifa- lausar breytingar, eru hér miklir hagsmunir lagðir að veði. Við Íslendingar eigum nefni- lega stjórnskipun sem í öllum meginatriðum er skýr, jafnvel þótt texti stjórnarskrárinnar sjálfrar kunni í sumum tilvikum að vera gam- all og lítt aðgengilegur. Þessi eign er ekki eins sjálfsögð og margir kunna að ætla. Einmitt við núverandi aðstæður ætti mönnum þó að vera ljóst gildi þess að eiga stjórnskipun sem er skýr um skipan valdsins, valdmörk, ákvarðanatöku, o.s.frv., þannig að unnt sé að veita samfélaginu ábyrga og skynsama stjórn með langtímahags- muni að leiðarljósi. Það er engin góð ástæða til að rífa stjórn- skipun Íslands upp með rótum við núverandi aðstæður þar sem stjórnvöld þurfa að setja sér skýr markmið til lengri og skemmri tíma – sum eflaust sársaukafull og misvinsæl – og hafa styrk og þol til þess að vinna að þeim. Við munum ekki leysa aðsteðjandi vandamál með breytingum á stjórnskipun Íslands. Saga stjórn- arskráa bendir raunar til þess að endingartími og tilætluð samfélagsleg áhrif þeirra aukist í öfugu hlutfalli við lengd þeirra og lagatækni- lega fágun. Texti stjórnarskrár er í besta falli einn þátt- ur í þeirri viðleitni að koma á ákveðinni samfé- lagsskipan. Ef stjórnarskrá er ekki framfylgt og hlýtt af heilindum af öllum þeim sem í hlut eiga, ekki síst (en þó ekki eingöngu) valdhöfum, duga hástemmdar valdreifingar-, lýðræðis- og mannréttindayfirlýsingar skammt. Án hollustu við grunngildi stjórnskipunarinnar – tilgang hennar, grunnrök, þá grundvallarhagsmuni sem hún á að þjóna – verður engin stjórnarskrá samfélaginu til bjargar, hversu ítarleg og vel orðuð hún er. Þetta mætti styðja með dæmum úr almennri sögu stjórnarskráa en auk þess er íslensk stjórnarskrársaga ekki síður lærdóms- rík að þessu leyti. Það er hættulegur barna- skapur að halda að ný og fögur stjórnarskrá muni verða allra meina bót. Ekki úrelt plagg Íslenska stjórnarskráin er ekki úrelt plagg þótt á henni séu ýmsir annmarkar sem fræðimenn og flestir aðrir sem til þekkja eru raunar að mestu sammála um hverjir séu og hvernig beri að mæta. Sjálfsagt er því að umræða um stjórn- arskrána haldi áfram og sé leidd til lykta í opnu, lýðræðislega og stjórnskipulega réttu ferli. Hins vegar er engin ástæða til að taka í skyndi stefnu út í óvissuna, gefa upp boltann fyrir allsherjarendurskoðun stjórnarskrárinn- ar með tilheyrandi fjárhagslegum kostnaði og ófyrirséðum afleiðingum. Efnahagskreppa og stjórnskipuleg ringulreið eru slæmur kokteill, svo ekki sé sterkar tekið til orða. Um stjórnar- skrána gildir líkt og margt annað að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Enginn veit hvað átt hefur … Á ÞESSUM SÍÐUSTU OG VERSTU Þessir ófrýnilegu gestir litu við í Landsbankanum á dögunum. Getur verið að jafnvel hungurvofan þurfi að arka í bankann og kría út yfirdrátt til að láta enda ná saman? FRÉTTABLAÐIÐ/ VALGARÐ Hvað er persónukjör? Þorkell Helgason: Í þjóðmálaumræðu hefur per- sónukjör borið á góma, þ.e. möguleikar kjósenda til að velja sér þingmannsefni í kjörklefanum. Þorkell Helgason, reiknimeistari Landskjörstjórnar, segir hið íslenska fyrirkomulag falla í þann hóp þar sem áhrif kjósenda eru lítil. Hann setur saman helstu lykilatriði og valkosti í þeim efnum. Frumkvæði Alþingis Bryndís Hlöðversdóttir: Við heildarendurskoðun á stjórn- arskránni er brýnt að huga að stöðu Alþingis og hlutverki þess í stjórnskipaninni. Í nágrannalönd- um okkar hefur verið lögð mikil vinna í það á síðari árum að efla eftirlitshlutverk þinganna, en ekki hefur verið fjallað mikið um það í íslenskum stjórnskipunarrétti. Lýðræði og flokksræði Bjarni Harðarson: Innan gömlu flokkanna er því á tyllidögum haldið fram að flokkarn- ir sjálfir séu lýðræðislegar stofnanir enda geti hver sem er tekið þátt í starfi þeirra. Staðreyndin er aftur á móti sú að aðeins prósentubrot kjósenda tekur raunverulegan þátt í starfi stjórnmálaflokka og þeir sem reynt hafa vita að ótrúleg hending, baktjaldamakk og hrossakaup ráða niðurstöðum stofnana flokkanna. Þetta á jafnt við um þá alla. Skáld á villigötum? Þórólfur Matthíasson: Það er rétt sem Steinunn Sigurð- ardóttir rithöfundur segir í nýlegri grein í Fréttablaðinu, að finna má hæfa Íslendinga til að stýra Seðlabankanum og Fjármálaeftir- litnu. Nú ríður hins vegar á að segja skýrt og greinilega að við ætlum að endurreisa okkar helstu fjármála- stofnanir. Ekkert mælir gegn því að útlendingar séu ráðnir til verksins. Eldhúsdagur er nýtt vikulegt fylgirit Fréttablaðsins sem leggur áherslu á umræðu og skoðanaskipti um stjórnmál og þjóðmál. Leitast verð- ur við að birta vandaðar og upp- lýsandi greinar um ýmis álitamál. Leitað verður eftir sjónarmiðum valinkunnra einstaklinga auk þess sem senda má gagnorðar greinar á netfangið greinar@frettabladid.is. SKÚLI MAGNÚSSON LÖGFRÆÐINGUR Stjórnarskráin og sjónlagaþing Saga stjórnarskráa bendir raunar til þess að end- ingartími og tilætluð samfélagsleg áhrif þeirra aukist í öfugu hlutfalli við lengd þeirra og laga- tæknilega fágun.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.