Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 36
16 4. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Eitthvað segir mér að þú sért spenntur fyrir þessari drottningu þarna! Jú, en hvernig brýtur maður ísinn hjá svona gyðju? Á gullaldarárum mínum á djamm- inu notaði ég alltaf eitt trix. Og virkaði það einhvern tímann? Nei! Hvar er mappan mín? Ég lagði hana á gólfið og nú er hún horfin! Slappaðu af Palli! Ég setti albúmið þitt upp í hillu eftir að ég datt um það og fótbraut mig næstum því! Nú. Sumt fólk getur verið svo tillitslaust! Hvað með þennan? Í guðanna bænum! Veldu bara eina og drífum okkur! Gulrætur Þetta er mjög sætt plakat! Já! Það lítur mjög vel út. ÖRYGGI ER EKKERT SLYS! Viltu rétta mér límbyssuna? Gjörðu svo vel, meistari! Hvar lærð- irðu að skrifa svona vel? Þú skrifaðir, ég skyggði bara letrið! Mér sýnist þú vera að verða búin með plakatið þitt. Kúl! Stóð ég mig vel? Mjási Lalli Lalli Þú verður að ná mér héðan út! Hvað á ég að gera? Skrifaðu forsetanum og biddu um náðun. SLEIK! Eftir að kreppan skall á hafa fatamark-aðir og bílskúrssölur notið sívaxandi vinsælda. Kolaportið er alltaf troð- fullt og margir halda nú sína eigin markaði úti um allan bæ. Nemendur, félagasamtök og fleiri halda nú ýmiss konar markaði til fjáröflunar í stað þess að selja annan varn- ing sem áður rauk út. Klósettpappírssala verður reyndar seint úreld, en færri vilja eyða pening í rækjur eða humar eins og verð á matvælum er í dag. Það er gaman að fylgjast með því hvað hlutirnir geta breyst á stuttum tíma. Sumir hafa reyndar alltaf lagt það í vana sinn að kaupa notað frekar en nýtt ef það er hægt, en ég veit um nokkra sem höfðu ekki svo mikið sem stigið fæti inn í Kola- portið, Góða hirðinn eða annars konar markaði áður en kreppan skall á. Það var kannski ekki af því að þeir höfðu eitthvað á móti því, heldur sáu þeir einfaldlega enga ástæðu til þess fyrr en nú. Sumir þeirra áttu ónotaðar flíkur inni í fataskáp með merkimiðanum á, en hafa í dag sópað út úr skápunum hjá sér og gefið föt í safnanir eða haldið eigin markaði. Sjálfri finnst mér ótrúlega skemmtilegt að gramsa á slíkum mörkuðum og fæ miklu meira út úr því að finna flotta notaða flík eftir mikla leit, heldur en að kaupa nýja út úr búð. Mér finnst ekki einungis jákvætt að fólk sé að hugsa um að endurnýta föt og aðra muni, heldur er gott að finna viðhorfs- breytinguna sem þessu fylgir. Lífsgæða- kapphlaupið er á „hold“, fólk er þakklátt ef það hefur vinnu og það skammast sín eng- inn fyrir að reyna að afla sér aukatekna, hvort sem það felst í að selja gömul föt eða öðru. Nýtt, notað og endurnýtt NOKKUR ORÐ Alma Guðmunds- dóttir Hart í bak Þrettándakvöld Skoppa og Skrítla í söng-leik Eterinn Kardemommubærinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Sýningarnar eru opnar virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16 Leiðsögn fyrir hópa. Netfang: gerduberg@reykjavik.is s. 575 7700 Gerðubergi 3-5 ı 111 Reykjavík ı Sími 575 7700 ı www.gerduberg.is Miðvikudaginn 4. mars kl. 20 Nýjar hugmyndir fyrir veisluborðið! Sonja Sanum Tittor verður með sýnikennslu í ávaxtaútskurði að hætti Tælendinga Fimmtudaginn 5. mars kl. 12:15 Klassík í hádeginu Flytjendur eru Hanna Dóra Sturludóttir, sópran og Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari Sunnudaginn 8. mars kl. 14 Alli Nalli og tunglið Möguleikhúsið frumsýnir leikrit byggt á sögum Vilborgar Dagbjartsdóttur. Fyrir áhorfendur á aldrinum 1-7 ára. www.moguleikhusid.is Kvæðamannafélagið Iðunn Kvæðalagaæfing miðvikudaginn 4. mars kl. 20 Aðalfundur 6. mars kl. 20: Chris Foster og Bára Gríms- dóttir flytja þjóðlög, hagyrðingar láta gamminn geisa og fl. Allir velkomnir A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.