Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 42
22 4. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is SENDU SMS ESL MDVÁ NÚMERIÐ1900 OGÞÚ GÆTIR UNNIÐ!VINNINGAR ERU MEET DAVE Á DVD,TÖLVULEIKIR, AÐRAR DVD MYNDIR,PEPSI OG MARGT FLEIRA. 9. HVERVINNUR! LENDIRÍ ELKO5. MARS! EDDIE MURPHY ER INN Í EDDIE MURPHY Í FRÁBÆRRI GAMANMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! Vin nin ga r v er ða af he nd ir h já EL KO Li nd um – Sk óg ar lin d 2 . M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S M S k lúb b. 14 9 k r/s ke yt ið. > Katrín mætt í 5. sinn á Algarve-bikarinn Íslenska kvennalandsliðið hefur leik á Algarve- bikarnum í dag þegar liðið mætir Noregi klukkan 15.00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið fær nú að taka þátt í aðalkeppninni í fyrsta sinn en íslensku stelpurnar hafa síðustu tvö ár verið með í neðri hluta Algarve-bikarsins. Nú keppa þær við bestu kvennalandslið heims. Katrín Jónsdóttir, fyrirliði liðsins, hefur spilað alla 16 leiki íslenska landsliðsins í Alg- arve-bikarnum frá upphafi. Hún var með í fyrstu tvö skiptin, 1996 og 1997, og hefur síðan verið fyrirliði liðsins undan- farin tvö ár þar sem stelpurnar okkar hafa unnið sex af átta leikjum sínum. KÖRFUBOLTI Karlalið Keflavík- ur tapaði fjórða heimaleik sínum í röð á mánudagskvöldið þegar liðið fékk nágranna sína í Njarð- vík í heimsókn í Toyota-höllina. Keflavík hefur ekki tapað fleiri heimaleikjum í röð í úrvalsdeild karla síðan liðið tapaði fimm leikjum í röð 1983-84 eða fyrir 25 árum. Það má segja Keflavíkurlið- inu til varnar að í síðustu fjórum heimaleikjum sínum hefur Kefla- vík spilað á móti KR (1. sæti), Grindavík (2. sæti), Snæfell (3. sæti) og Njarðvík (5. sæti). Þetta er aðeins í þriðja skiptið í sögu úrvalsdeildar sem Kefla- vík tapar þremur heimaleikjum í röð. Keflavík er einnig búið að tapa jafnmörgum heimaleikjum í deildinni í vetur eins og liðið var búið að gera síðustu fimm tímabil á undan. - óój Heimavöllur Keflvíkinga: Versta gengi í aldarfjórðung EKKERT GENGUR HEIMA Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Enska úrvalsdeildin Liverpool-Sunderland 2-0 1-0 David N’Gog (52.), 2-0 Yossi Benayoun (65.) Portsmouth-Chelsea 0-1 0-1 Didier Drogba (79.). West Brom-Arsenal 1-3 0-1 Nicklas Bendtner (4.), 1-1 Chris Brunt (7.), 1-2 Kolo Touré (38.), 1-3 Nicklas Bendtner (44.) Staða efstu liða: Enska B-deildin Blackpool-Burnley 0-1 Jóhannes Karl Guðjónsson sat allan tímann á bekknum hjá Burnley. QPR-Norwich 0-1 Heiðar Helguson lék fyrstu 74. mín. hjá QPR Sheff Wed-Reading 1-2 Brynjar Björn Gunnarsson var skipt útaf á loka mínútunni hjá Reading. Enska C-deildin Crewe-Carlisle 1-2 Gylfi Sigurðsson lék allan leikinn með Crewe. Þetta var fyrsta tap lærisveina Guðjóns Þórðar sonar í fimm leikjum. Iceland Express kvenna KR-Grindavík 64-57 (27-35) Stig KR: Hildur Sigurðardóttir 20 (11 frák., 5 stoðs.), Margrét Kara Sturludóttir 16 (8 frák., 5 stolnir), Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 15 Guðrún Ósk Ámundadóttir 11, Helga Einarsdóttir 2 (6 varin), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 12 fráköst (8 í sókn). Stig Grindavíkur: Lilja Ósk Sigmarsdóttir 11, Ólöf Helga Pálsdóttir 11, Petrúnella Skúladóttir 11 (8 frák., 7 stolnir), Ingibjörg Jakobsdóttir 8 Íris Sverrisdóttir 7 (8 stoðs.), Berglind Anna Magnúsdóttir 6, Jovana Lilja Stefánsdóttir 3. KR er 1-0 yfir í einvíginu en það þarf að vinna tvo leiki til að komast í undanúrslitin. ÚRSLITIN Í GÆR Höskuldur Eiríksson er genginn til liðs við æskufélagið sitt, KR. Þaðan fór hann árið 2003 til Víkings en er nú kominn „heim“ eins og hann segir sjálfur. „Það var annaðhvort að hætta í fótbolta eða fara í KR,“ sagði Höskuldur. „Ég er uppalinn KR-ingur og sá ekki fyrir mér að spila með öðru liði í úrvalsdeildinni en með KR.“ Hann fór fyrst til Víkings og þaðan til FH þar sem hann lék síðasta sumar. Þaðan fékk hann sig lausan undan samningi sínum nú fyrir skömmu. „Þegar ég fór frá Víkingi var fyrsta hugsunin að fara í KR. En það strand- aði á því að það þurfti að losa mig undan samningi við Víking og þar strandaði málið hjá KR. Fljótlega eftir það kom FH til sögunnar og fannst mér það spennandi tækifæri.“ Höskuldur varð Íslandsmeistari með FH í sumar en spilaði þó ekki nema sjö leiki þar sem hann var oft meiddur. „Ég spilaði eins mikið hjá FH og ég mögulega gat og alltaf þegar ég var heill. Ég gat því ekkert kvartað undan fáum tækifærum.“ Höskuldur varð að fara í aðgerð vegna meiðsla sinna nú í vetur og segir hann að það hafi verið upphafið að endinum hjá FH. „Það eru allir klúbbar að draga saman seglin og þeir fóru fram á að við myndum ganga frá þessu máli á þennan hátt. Þeir sáu fram á að ég yrði aftur í meiðslavandræðum í sumar. En ég stend í þakkarskuld við FH og fyrir allt það sem þeir gerðu fyrir mig. Ég vildi ekki vera baggi á þeim og við gengum frá þessu máli í góðu.“ Höskuldur er nýbyrjaður að hreyfa sig á nýjan leik eftir aðgerðina. „Ég skokkaði í fyrsta skipti í vikunni og sú áætlun sem ég er með nú gerir ráð fyrir því að ég verði kominn á fullt í byrjun apríl. Ef ekkert annað kemur upp á fram að móti kem ég vonandi sterkari til leiks en í fyrra.“ Hann segir það alltaf hafa verið ætlunin að koma aftur einn daginn í KR. „Mér finnst eins og ég sé kominn heim. Það var draumurinn að fara aftur í KR áður en ég myndi hætta þessu. Mér finnst ég eiga óklárað erindi þar og vil sýna að ég get plummað mig með KR.“ HÖSKULDUR EIRÍKSSON: SKRIFAÐI UNDIR ÞRIGGJA ÁRA SAMNING VIÐ KR Var alltaf draumurinn að koma aftur í KR KÖRFUBOLTI KR-konur eru komnar í 1-0 í einvígi sínu á móti Grindavík í 1. umferð úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna eftir sjö stiga sigur, 64-57, í sveiflukennd- um og stórskemmtilegum leik í DHL-Höllinni í gær. Grindavík kom baráttuglatt og fullt af sjálfstrausti til leiks með Petrúnellu Skúladóttur í farar- broddi og var átta stigum yfir í hálfleik, 27-35. KR-liðið er þekkt fyrir frábær áhlaup í þriðja leikhluta en Grinda- vík stóð það af sér þrátt fyrir að hafa ekki skorað fyrstu fjóra og hálfu mínútu hálfleiksins. Útlitið var allt annað en bjart fyrir KR-liðið þegar tæpar 9 mín- útur voru eftir af leiknum og Grindavík var þrettán stigum yfir, 39-49. Þá læstu KR-konur aftur vörninni, skoruðu 11 stig í röð og komust loks yfir í 57-56 með þriggja stiga körfu frá Hildi Sigurðardóttur. KR endaði leikinn síðan á því að stela tveimur boltum á úrslitastundu og vann að lokum með sjö stigum eftir að hafa skor- að síðustu 7 stigin. Hildur Sigurðardóttir (20 stig, 11 fráköst, 5 stoðsendingar) átti frábæran leik hjá KR og dreif sitt lið áfram í gegnum allt mótlætið. Sigrún Ámundadóttir (15 stig, 9 fráköst) og Margrét Kara Sturlu- dóttir (16 stig, 8 fráköst, 5 stolnir) voru einnig öflugar. Þá voru Helga Einarsdóttir og Guðrún Gróa Þor- steinsdóttir frábærar í vörninni með 8 varin skot og 6 stolna bolta saman. Hjá Grindavík var Petrúnella frábær í fyrri hálfleik en stigalaus í þeim seinni. Lilja Ósk Sigmars- dóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir voru báðar í góðum gír í sókninni en enginn tók af skarið þegar sókn- in stirðnaði upp í lokin. - óój Úrslitakeppni Iceland Express-deildar kvenna í körfu: KR-liðið vann upp 13 stiga forskot í lokin KOMU TIL BAKA Helga Einarsdóttir og félagar í KR unnu síðustu 8 mínúturnar með 20 stigum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Það tók bæði Liverpool og Chelsea langan tíma að brjóta á bak aftur varnir Sunderland og Ports mouth í leikjum liðanna í ensku úrvalsdeildinni í gær en á endanum tókst báðum liðum að skora og eru þau því enn þá með jafnmörg stig í öðru sæti deildar- innar. Arsenal minnkaði forskot Aston Villa í baráttunni um 4. sætið með 3-1 sigri á West Brom- wich. Didier Drogba og Nicolas Anelka hafa verið duglegir að skora sigur- mörk síðan að Gus Hiddink tók við stjórastöðunni hjá Chelsea. Stór- sókn Chelsea í fyrri hálfleik bar ekki árangur og það var ekki fyrri en á 79. mínútu leiksins að Drog- ba náði að skora. Jose Bosingwa sendi þá boltann fyrir á Drogba sem afgreiddi boltann meistara- lega í netið. Hiddink hefur stjórn- að Chelsea í fjórum leikjum og þrír þeirra hafa unnið 1-0 og sá fjórði vannst 2-1 með marki frá Frank Lampard í uppbótartíma. Hermann Hreiðarsson lék allan tímann í vörn Portsmouth og rétt eftir leik var það tilkynnt að Paul Hart myndi halda áfram sem stjóri liðsins út tímabilið. Portsmouth er nú tveimur stigum frá fallsæti og það stefnir því í harða fallbaráttu hjá Hemma og félögum. Liverpool hefði vel getað bætt við fleiri mörkum gegn Sunder- land og reynt að vinna upp forskot- ið sem Chelsea hefur í marktölu. Liverpool lét sér tvö mörk nægja í 2-0 sigri. Chelsea hefur því sjö marka forskot á Liverpool. David Ngog braut ísinn hjá Liverpool með sínu fyrsta marki í úrvalsdeildinni eftir að fyrirlið- inn Steven Gerrard skallaði fyr- irgjöf Albert Riera til hans. Ngog átti einnig þátt í öðru markinu en Martin Fulop, markvörður Sund- erland, missti þá klaufalega fyrir- gjöf hans frá sér og Yossi Benayo- un skoraði í tómt markið. Forskot Manchester United á Chelsea og Liverpool minnkaði í fjögur stig í gær en ensku meistar- arnir geta aftur aukið það í sjö stig með sigri á Newcastle í kvöld. Nicklas Bendtner fann loksins skotskóna í 3-1 útisigri Arsenal West Brom. Daninn skoraði fyrst mark leiksins eftir aðeins fjórar mínútur og kom Arsenal í 3-1 fyrir lok fyrri hálfleiks. West Bromwich jafnaði skömmu eftir að Bendtner skoraði fyrsta markið en Rússinn Andrej Arsjavin lagði upp mark fyrir Kolo Touré sem kom Arsen- al aftur yfir. Eftir þennan sigur munar aðeins þremur stigum á Arsenal og Aston Villa en Villa- liðið á leik inni. ooj@frettabladid.is Mörkin létu bíða eftir sér í gær Chelsea og Liverpool eru áfram jöfn í öðru sætinu eftir sigra í ensku úrvalsdeildinni í gær. Liverpool vann Sunderland 2-0 og Didier Drogba tryggði Chelsea þriðja 1-0 sigurinn í fjórum leikjum undir stjórn Hiddink. MIKILVÆGT MARK Didier Drogba fagnaði vel sigurmarki sínu í gær. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.