Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.03.2009, Blaðsíða 22
 4. mars 2009 MIÐVIKUDAGUR2 „Málið er að hafa þetta kasúal. Um það eru náttúrlega allir að hugsa í þessari kreppu. Áhersl- an verður því á svört fermingar- föt í ár. Reyndar er svart á lín- una, en litir á undanhaldi bæði hvað fermingarfötin varðar og svo almennt,“ segir Gunnar. Viðar tekur í sama streng. „Dökk, aðsniðin og strákaleg ferming- arföt eru áberandi í ár. Langt í frá karlaleg eins og var kannski stundum áður.“ Félagarnir segja nokkurt frelsi leyfast í skyrtum og fylgihlut- um, þar brjótist litagleðin frem- ur fram. „Skyrtur í rauðu, bláu, svörtu og hvítu eru málið,“ bend- ir Viðar á. „Og við þær hægt að nota mjó bindi í ýmsums litum.“ Gunnar bætir við að bleikt og órans komi sterkt inn í bindum og sömuleiðis mynstur og mynd- ir, til dæmis hauskúpur. Þá er við- búið að einhverjir skarti slaufum og axlaböndum sem eru nýjung í ár, eins og Viðar bendir á. Ráðgert er að fleiri láti hag- sýni stjórna ferðinni en áður og eru Viðar og Gunnar sammála um að velja beri fermingarföt sem nota megi við fleiri tæki- færi. „Hægt er að kaupa stakan jakka við gallabuxur og grófgerða skó,“ bendir Gunnar á. „Nota svo gallann eftir fermingu og skipta skyrtunni jafnvel út fyrir hettu- peysu,“ segir Viðar, sem hallast að stílhreinum, svörtum ferming- arskóm. „Ég vil svo bæta við að nýjung í ár eru vesti, sem kaupa má stök eða með jakkafötunum.“ Þá fæst í báðum verslunum gott úrval jakkafata á feður ferming- arbarna, þar sem sama virðist gilda í litavali. Dökkt á línuna og litríkt í bindum og fylgihlutum. roald@frettabladid.is Frjálslegt við ferminguna Dökk jakkaföt og litríkir fylgihlutir verða áberandi í fermingarfatnaði drengja í ár að mati þeirra Gunnars Levíssonar, eiganda Herra Hafnarfjarðar, og Viðars Haraldssonar, verlsunarstjóra Retro. Bertoni-jakkaföt á 28.900 krónur, skyrtur á 4.900 krónur, skór á 9.900 og bindi á 3.900 krónur. Fáanlegt í Herra Hafnarfirði. Þar er líka hægt að fá svört jakkaföt með vesti frá 19.900 krónum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Öll jakkaföt kosta 19.900 í Retro, skyrta 4.900, skór eru frá 9.900, slaufa er á 2.900. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM NÁMSKEIÐ geta verið góð fermingargjöf. Alls konar námskeið eru í boði fyrir þennan aldurshóp og er til dæmis hægt að gefa myndlistar-, ljósmynda- eða tungumálanámskeið. Laugavegi 87 • sími: 511-2004

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.