Morgunblaðið - 08.07.2006, Side 19

Morgunblaðið - 08.07.2006, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚLÍ 2006 19 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20% afsláttur af öllum vörum í dag Opnum nýja og glæsilega verslun á Laugavegi 82 í dag! Laugavegi 82-101-Reykjavík-Sími: 551 4473 Afgreiðslutími verslunar 9 - 18 virka daga 10 - 16 laugardaga Ný og spennandi VORUM HÉR NÝ BÚÐ Laugavegur 82 Sn o rr ab ra u t HverfisgataHverfisgata Laugavegur 4 Skólavörðustígur Njálsgata Fr ak ka st íg u r Grettisgata B ar ó n ss tí g u r VERÐ á hráolíu náði hámarki á al- þjóðlegum olíumörkuðum í gær. Í New York fór verð á hráolíu til af- hendingar í ágúst í 75,78 Banda- ríkjadali tunnan. Í London fór verð á Brent Norðursjávarolíu til afhend- ingar í ágúst í 75,09 Bandaríkjadali tunnan. Verðið nú jafnast þó ekki enn á við það, sem sást eftir íslömsku byltinguna í Íran 1979, en þá svaraði verðið til 85 Bandaríkjadala miðað við verðbólguleiðréttingu. Í frétt á vef Financial Times segir að sérfræðingar telji hækkunina stafa af tveimur þáttum; annars veg- ar sé hún tilkomin vegna aukinnar spennu í samskiptum Írans og Norð- ur-Kóreu við aðrar þjóðir heims og hins vegar megi rekja hækkunina til þess að sumarleyfistíminn sé hafinn í Bandaríkjunum en þá eykst eftir- spurn eftir bensíni umtalsvert. Í Bandaríkjunum hefur eftirspurn eftir bensíni aukist um 1,4% á síð- ustu fjórum vikum þegar miðað er við síðasta ár, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Bandaríkjastjórnar sem gefin var út á fimmtudaginn, samkvæmt frétt FT. Haft er eftir sérfræðingum í frétt FT að líklegt sé að Seðlabanki Bandaríkjanna, sem og aðrir seðla- bankar á heimsvísu, muni koma til með að hækka stýrivexti á næstunni, sérstaklega þar sem ekki verði séð fram á að olíuverð muni fara lækk- andi í bráð en hækkandi olíuverð veldur auknum verðbólguþrýstingi. Þá er haft eftir Robert Laughlin, miðlara orkugjafa í London, að talað sé um að olíuverð muni fara í 80 Bandaríkjadali tunnan. „Í sannleika sagt þá lítur út fyrir að það verði fyrr en seinna, sérstak- lega ef stór fellibylur gengur yfir Mexíkóflóa á næstu tveimur mánuð- um,“ segir Laughlin í samtali við FT. Í byrjun ársins 2005 var tunnan af hráolíu seld á um 40 dali en verðið var í kringum 20 dalir í ársbyrjun 2002. Olíuverð aldrei hærra Hámark Mikið var um að vera á olíumörkuðum í gær þegar olíuverð náði hámarki. Myndin er frá New York Mercantile Exchange. Á AÐALFUNDI Eddu útgáfu hf. í vikunni skrifuðu stærstu hluthafar félagsins sig fyrir 555 milljóna króna hlutafjár- aukningu. Í fréttatilkynningu segir að félagið hafi um árabil átt við erfiðan rekst- ur að etja en verulega hafi þó miðað í rétta átt á síðustu árum. Til þess að treysta fjárhagslegan grunn félags- ins í núverandi rekstrarumhverfi töldu hluthafar rétt að endurskipu- leggja allan fjárhag félagsins með því að auka hlutafé þess. Þá hefur Páll Bragi Kristjónsson, forstjóri Eddu útgáfu, hefur ákveðið að láta af störfum. Páll Bragi hefur verið forstjóri félagsins undanfarin þrjú ár og var þar áður starfandi stjórnarformaður í eitt ár. Hann mun áfram vinna á vegum Ólafsfells ehf., félags í eigu Björgólfs Guðmundsson- ar, kjölfestufjárfestis í Eddu útgáfu. Páll Bragi mun gegna störfum for- stjóra Eddu þar til stjórn félagsins hefur ráðið eftirmann hans. „Umsnúningur fyrirtækisins und- anfarin ár hefur reynst gríðarlega erfitt verkefni og honum hefur fylgt mikið álag,“ segir Páll Bragi. „Við höfum þurft að selja óarðbærar rekstrareiningar og neyðst til að segja upp fólki og það er lýjandi til lengdar. Nú hefur hins vegar tekist að snúa við rekstrinum, og með hluta- fjáraukningunni er eiginfjárstaða Eddu útgáfu orðin ásættanleg og framtíðarhorfur góðar. Ég get því með góðri samvisku látið stjórn fyr- irtækisins öðrum eftir,“ segir Páll Bragi. Hlutafjár- aukning hjá Eddu Páll Bragi Kristjónsson ENGLANDSBANKI ákvað á fundi sínum í fyrradag að halda stýrivöxt- um sínum óbreyttum í 4,5% en þetta er ellefti mánuðurinn í röð sem vext- irnir haldast óbreyttir. Niðurstaðan var í takt við væntingar samkvæmt könnun Bloomberg. Hagvöxtur var 2,3% í Bretlandi á fyrsta ársfjórð- ungi þess árs en verðbólga mældist 2,2% í maí og hefur hún verið innan þolmarka verðbólgumarkmiðs Eng- landsbanka að undanförnu. Í Morgunkorni Glitnis segir að efast sé um að bankinn hækki vexti sína frekar eins og staða mála sé í dag. Fólgnir framvirkir vextir gefi þó til kynna minniháttar vaxtahækk- un á næstu mánuðum. Þá segir að vextir hafi hækkað í helstu viðskipta- löndum Íslands að undanförnu vegna verðbólguhættu og að fólgnir vextir á markaði gefi almennt til kynna væntingar um frekari vaxta- hækkanir á næstu misserum. Vextir óbreyttir í Englandi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.