Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 27 UMRÆÐAN SÆLL Sveinn Rúnar! Grein þín í Morgunblaðinu þann 11. júlí er heldur óhugguleg lesning eins og flestar þínar greinar um Palestínu og Ísrael. Hatursfullur lygaáróður gegn Ísrael, þrátt fyrir að um markmið félagsins Ís- land – Palestína segi í annarri grein stofn- skrár félagsins: „Að stuðla að jákvæðum viðhorfum meðal Ís- lendinga til ísraelsku og palestínsku þjóð- anna og vinna gegn aðskilnaðarstefnu og hvers kyns mismunun á grundvelli uppruna, ætternis eða trúar- bragða.“ Húrra, þetta eru falleg orð, en hvar koma þessi jákvæðu viðhorf til ísraelsku þjóðarinnar fram í þessari grein þinni eða öðrum? Ég hef leitað með logandi ljósi og finn þau hvergi! Haturs- og lygafullyrðingar þín- ar í greininni eru „legíón“: Þú seg- ir að ísraelski herinn IDF ráðist með loftárásum og fullkomnustu vopnum gegn lögreglu- og örygg- issveitum. Þetta er hreinn tilbún- ingur af þinni hálfu, til þess gerður að koma því inn hjá almenningi að Ísraelar berjist á löglausan hátt, séu sjálfir hryðjuverkamenn. Einu skotmörk Ísraelshers eru hryðju- verkahópar og tilfallandi árás- armenn. Lögreglu- og örygg- issveitir heimastjórnar Palestínu hafa lítið eða ekkert haft sig í frammi í bardögum hingað til og hefur það vakið sérstaka athygli. Órökstudd og algjörlega röng fullyrðing þín um að árásir hersins bitni fyrst og fremst á óbreyttum og óvopnuðum borgurum er greini- lega sett fram af þinni hálfu í sama tilgangi, að koma því inn hjá ís- lensku þjóðinni að Ísraelar séu sjálfir hryðjuverkamenn. Þetta gerir þú, þrátt fyrir að það hafi skýrt komið fram í fjölmiðlum í marga mánuði að Ísraelar skjóti sprengikúlum sínum fyrst og fremst á óbyggð svæði, þaðan sem hryðjuverkamenn skjóta Qassam- flaugum sínum inn í Ísrael. Þú segir að síðustu fjóra daga, frá 5–9. júlí, hafi Ísraelsher drepið 44 Palestínumenn. Þér finnst ekki taka því að minnast á það að síð- ustu fimm árin hafa Palestínumenn drepið um eitt þúsund Ísraela í árásum sem beinast fyrst og fremst að óbreyttum borgurum, konum og börnum. Þú hæðist að ótta og skelfingu 200 þúsund Ísraela, sem allt síð- asta ár hafa þurft að búa við dag- legar eldflaugaárásir, með því að kalla eldflaugarnar „rakettur“ og segja að þær valdi litlum skaða, þó að raunin sé sú að þær hafa oft valdið miklum skaða og meiðslum. Árásir á óbreytta borgara stríðsglæpir Þessi millifyrirsögn í grein þinni fannst mér skondin, þar sem hún lýsir að mínu mati ljóslega hern- aðartækni Palestínumanna, ekki Ísraelsmanna. Ein málsgrein í grein þinni vakti sérstaka athygli mína, vegna þess að í henni kristallast hinn algeri samhljómur, sem er með þínum málflutningi og öfgafyllstu hryðju- verkasamtaka Palestínumanna og lýsir vel áróðursaðferðum ykkar: „Ísraelsher ástundar hreina hryðjuverkastarfsemi sem sýnir sig meðal annars með hávaða- sprengjum er valda ærandi og óþolandi hávaða. Þessi sál- fræðihernaður skellur fyr- irvaralaust á, gjarnan að nóttu til eða eldsnemma morguns, og skelf- ir fólk og þá ekki síst börnin, þannig að þau eru í þúsundatali farin að pissa aftur á sig, börn sem annars eru löngu vaxin upp úr slíku.“ Nú efast ég ekki um að hávaða- flug Ísraela í gegnum hljóðmúrinn yfir Gaza sé óþægilegt fyrir íbúana og valdi því að börn pissi und- ir, jafnvel Hamas-liðar líka, en eru það hryðjuverk? Er það ekki frekar mjög mannúðleg aðferð til að reyna að koma vit- inu fyrir þessa þjóð sem í janúar á þessu ári varð fyrst allra þjóða í heiminum til þess að kjósa yfir sig grimma hryðjuverka- hreyfingu, sem hefur það að meginmarkmiði að útrýma annarri þjóð? Síend- urteknar fullyrðingar þínar og annarra áróðursmeistara Palest- ínuaraba um hryðjuverk Ísraela eru til þess gerðar að fela þá stað- reynd og þann augljósa sannleik að það eru Palestínuarabar, ekki Ísr- aelar, sem beita miskunnarlausum hryðjuverkum málstað sínum til framdráttar. Ísrael, sem lýðræðis- og réttarríki, reynir aðeins að verja sig með tiltækum ráðum, sem oft reynast nokkuð harkaleg þó því fari víðsfjarri að þau hafi nokkurn tíma í heimssögunni verið kölluð hryðjuverk. Palestínuarabar hafa gripið til þess örþrifaráðs vegna skorts á raunverulegum hryðjuverkum Ísraela að ýmist ljúga þeim upp á þá, eins og upp- login fjöldamorð í Jenin, sem Sam- einuðu þjóðirnar staðfestu að hefðu engin verið, eða að ýkja stórkost- lega minniháttar óþægindi og mannréttindabrot eða einfaldlega að kalla allar varnaraðgerðir Ísr- aela hryðjuverk. Þetta hefur svín- virkað hjá þeim. Þeim hefur tekist að fá heiminn allan til að trúa því;  að biðraðir við eftirlitsstöðvar, sem settar hafa verið upp vegna hryðjuverka þeirra sjálfra, séu hryðjuverk.  að brotthreinsun á runnagróðri, sem skýlir þeim í árásarferðum þeirra, sé hryðjuverk.  að niðurbrot á húsum palest- ínskra hryðjuverkamanna sé hryðjuverk.  að fangelsun palestínskra hryðjuverkamanna sé í sjálfu sér meiriháttar hryðjuverk, mannrétt- indabrot og níðingsskapur.  að það að fá ekki rafmagn sé hryðjuverk og stórfellt mannrétt- indabrot.  að það að fá ekki bensín sé mannréttindabrot og hreint níð- ingsverk.  að varnarveggir, sem reistir eru til að vernda saklaust fólk í Ísrael fyrir þessari palestínsku hryðju- verkaþjóð, séu í sjálfu sér hryðju- verk og erkiníðingsskapur og þar að auki alheimsmannréttindabrot (sjálfur Mannréttindadómstóllinn í Haag dæmdi að svo væri!). Þeir hafa fengið allan heiminn til að trúa því að öll þau nútímaþæg- indi og vestrænu lífskjör, sem Ísr- ael og nábýlið við það góða ríki hefur á undanförnum áratugum veitt þeim, séu helgur réttur þeirra, sem engin ástæða sé til að þakka Ísrael fyrir. Samt voru lífs- kjör Palestínuaraba áður en ógn- arstríð þeirra (intifadah) gegn Ísr- ael hófst með því besta sem gerðist meðal arabaþjóða, utan ol- íuríkja. Þrátt fyrir það bergmála nú áróðursmeistarar þeirra og hat- ursöskurapar, þú Sveinn Rúnar Hauksson og fleiri, að það séu stórfelld mannréttindabrot, erki- hryðjuverk og stríðsglæpir ef Ísr- aelar dirfast að skerða þessi lífs- kjör arabanna til að reyna að koma þeim í skilning um að hryðjuverk borgi sig ekki. Kæri Sveinn Rúnar! Ég skil vel áhyggjur þínar af heyrnardeyfu og þvagleka hjá lýðræðiskjörnum Ha- mas-liðum, en ég skil ekki þessa blindu þína gagnvart hagsmunum og rétti gyðinga í Ísrael, rétti þeirra til að lifa í friði í hinu forna gyðingalandi feðra sinna, sem áttu þar sjálfstætt og fullvalda ríki í næstum þúsund ár og hafa nú vitj- að arfleifðar sinnar í hinu seinna meiriháttar landnámi sínu er snertir nú þrjár aldir, hálfa nítjándu öld, alla þá tuttugustu og það sem af er þeirri tuttugustu og fyrstu. Hvað getum við gert til að stöðva lygaáróður þinn gegn Ísrael, Sveinn Rúnar? Hreiðar Þór Sæmundsson svar- ar grein Sveins Rúnars Haukssonar um málefni Palestínu og Ísraels ’ Einu skotmörk Ísraelshers eru hryðjuverkahópar og tilfallandi árásarmenn. Lögreglu- og öryggissveitir heima- stjórnar Palestínu hafa lítið eða ekkert haft sig í frammi í bardögum hingað til og hefur það vakið sérstaka athygli.‘ Hreiðar Þór Sæmundsson Höfundur er kaupmaður. HÖFNUN er til- finning sem allir hafa einhvern tímann fund- ið fyrir. Hún getur m.a. komið í kjölfar vinslita, uppsagnar úr vinnu eða annarra slíkra straumhvarfa í lífinu. Ástarsorg er eitt dæmi um slík straum- hvörf. Að finna fyrir ást- arsorg í kjölfar sam- bandsslita er algengt og yfirleitt mjög erf- iður tími fyrir flesta. Margir upplifa reiði, ringulreið og depurð. Misjafnt er hversu sterkar tilfinning- arnar eru og það er jafnframt afar ein- staklingsbundið. Það er hins vegar eðlilegt að finna fyrir mjög sterkum tilfinningum. Það getur reynst fólki erfitt að slíta ást- arsambandi jafnvel þó það sé sátt við sam- bandsslitin. Þeir sem eiga frumkvæðið að sambandsslitunum finna einnig oft fyrir sorg og vanlíðan yfir því að valda hinum aðilanum hugarangri, auk þess sem þeir fá stundum yfir sig reiði vina eða vandamanna fyrir að valda þessum sársauka og/eða breytingu sem óhjá- kvæmilega verður. Algengt er að fólk í mikilli vanlíð- an einangri sig og treysti sér ekki til að umgangast aðra. Andlegir erf- iðleikar geta gert vart við sig, sál og líkami eru undir miklu álagi og það kemur m.a. niður á svefni, fólk á erfitt með að umgangast aðra af ótta við að verða spurt út í sam- bandsslitin og verður jafnvel fé- lagsfælið. Matarlystin breytist gjarnan, ýmist eykst hún og fólk borðar til að deyfa sáru tilfinning- arnar eða hún verður engin og ein- staklingurinn nærist ekki nægilega. Þeir sem ekki hafa sjálfir upp- lifað ástarsorg eða vanlíðan í kjölfar sambandsslita þekkja oftast ein- hvern sem hefur þessa reynslu. Þeir taka eftir breytingum á geðs- lagi fólksins, finnst það virka dap- urt og utangátta. Stundum er talað um ástarsorg sem sorgarferli vegna brostinna væntinga og missi á því sem hefði getað orðið. Sjálfsásökun er einnig algeng og fólk á það til að ganga með sektarkennd vegna sam- bandsslitanna og finnast það vera einskis virði. Eftir áföll eins og þessi getur reynst erfitt að byggja sig upp og finna tilgang með lífinu á ný og óör- yggi getur hreiðrað um sig hjá ein- staklingnum og hann forðast að mynda ný tengsl af ótta við að fá höfnun. Mánaðarlega hringja hundruð manna með ýmsan vanda í Hjálp- arsíma Rauða krossins 1717 til að létta á hug- anum. Árið 2005 bárust ríflega 15 þúsund hringingar og þar af voru yfir 750 símtöl sem tengdust sam- skiptaerfiðleikum, skilnaði og ástarsorg. Ástarsorg ungmenna er oft vanmetin. Þau fá að heyra að þetta líði hjá, þau séu nú svo ung og þetta sé nú ekki svo alvarlegt. Sem bet- ur fer komast lang- flestir í gegnum þetta ferli með tímanum með hjálp fjölskyldu og vina. Ferlið þarf að fá að hafa sinn gang og þau þurfa á viðurkenn- ingu að halda, við- urkenningu á því að þetta séu raunveruleg- ur sársauki og erfitt skeið sem þau eru að ganga í gegnum. Dæmi eru um að fólk grípi til örþrifaráða í örvilnan sorgarinnar og því ber að vera vakandi yfir merkjum örvæntingar og láta þau vita að þú sért til staðar til að hlusta og um leið hvetja þau til að ræða málin við aðra sem þau treysta. Hvernig kemst ég yfir þetta? Sem betur fer geta margir leitað til vina sinna, ættingja eða annarra sem þeir treysta til að spjalla við. Sumir vilja til að byrja með ekki ræða við neinn. Til að létta á sér er best að umgangast annað fólk sem vill manni vel og maður treystir og góður vinur sem hlustar getur gert kraftaverk. Umfjöllun um ástarsorg og fleiri aðstæður sem upp geta komið hjá ungu fólki má sjá á vef Rauða krossins www.redcross.is/ efbara. Ef viðkomandi finnst hann ekki ráða við aðstæður eða þekkir ein- hvern í þeirri stöðu er mikilvægt að leita aðstoðar. Hjá Hjálparsímanum 1717 eru starfsfólk og sjálfboðaliðar til staðar fyrir fólk í vanlíðan. Fólk sem er tilbúið að hlusta og ræða málin. Hjálparsími Rauða krossins 1717 er opinn allan sólarhringinn fyrir alla, með nafnleynd og trúnað að leiðarljósi. Ókeypis er að hringja í 1717 úr öllum símum. Ástarsorg – vanmetin sorg? Elfa Dögg S. Leifsdóttir fjallar um ástarsorg og Hjálparsíma Rauða krossins Elfa Dögg S. Leifsdóttir ’Dæmi eru umað fólk grípi til örþrifaráða í ör- vilnan sorg- arinnar og því ber að vera vak- andi yfir merkj- um örvæntingar og láta það vita að þú sért til staðar til að hlusta og um leið hvetja þaað til að ræða málin við aðra sem það treystir.‘ Höfundur er verkefnastjóri Hjálparsíma Rauða krossins 1717.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.