Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 41 MINNINGAR ✝ Þorvaldur Þor-valdsson fædd- ist á Mörk í Lax- árdal hinn 5. september 1913. Hann lést á Dval- arheimili aldraðra á Sauðárkróki hinn 4. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þor- valdur Guðmunds- son kennari og hreppstjóri á Sauð- árkróki, f. 13.10. 1883, d. 10.10. 1961, og Ingibjörg Salome Pálmadóttir húsfreyja, f. 7.10. 1884, d. 21.4. 1957. Þeim Þor- valdi og Salóme varð fjögurra barna auðið og var Þorvaldur næstelstur þeirra. Systkini hans Börn Þorvaldar og Huldu eru: 1) Erla, f. 1933, d. 12.6. 1935, 2) Hreinn, f. 5.6. 1937, d. 17.2. 2006, kvæntur Guðrúnu Vagnsdóttur, og 4) Erla Gígja, f. 13.2. 1939, gift Jónasi Þór Pálssyni málara á Sauðárkróki, f. 15.4. 1930. Dóttir Þorvaldar er Sigurlaug Alda Þorvaldsdóttir, f. 5.5. 1944, gift Ólafi Arnarssyni. Þorvaldur bjó mestan hluta ævi sinnar á Sauðárkróki. Hann rak framan af Bifreiðastöð Sauð- árkróks ásamt Birni Guðmunds- syni en mestan hluta ævi sinnar rak hann verslunina Vísi á Sauð- árkróki. Þorvaldur var gæddur listrænum hæfileikum, söng m.a í kirkjukór Sauðárkróks í yfir 40 ár og lék með Lúðrasveit Sauð- árkróks og hafði mikið yndi af allri tónlist og var ávallt hrókur alls fagnaðar. Þorvaldur var einnig hestamaður af lífi og sál og átti hann margan gæðinginn. Útför Þorvaldar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. voru: 1) Svavar Dal- mann Þorvaldsson bifreiðastjóri í Reykjavík, kvæntur Dagrúnu Halldórs- dóttur, þau eru bæði látin, 2) Ingibjörg Börge Hillers hús- freyja á Selfossi, gift Börge Hillers, þau eru bæði látin, og 3) Guðbjörg Þor- valdsdóttir hús- freyja í Reykjavík, áður í sambúð með Sveini Guðmunds- syni, en giftist síðar Erlendi Þórðarsyni, þau slitu samvistum. Guðbjörg er einnig látin. Kona Þorvaldar var Hulda Jónsdóttir húsfreyja á Sauðár- króki, f. 2.6. 1914, d 9.1. 1992. Elsku hjartans afi minn, nú ert þú horfinn yfir móðuna miklu eftir langa og farsæla ævi. Á svona kveðjustund langar mig að þakka þér svo ótalmargt, það hrannast upp margar og skemmtilegar minningar. Allar skemmtilegu sög- urnar sem þú sagðir mér þegar ég kom á Aðalgötuna lítil stelpa og fékk að gista hjá ykkur ömmu, sögur frá því þú varst lítill strákur í sveitinni. Allar skemmtilegu bíl- ferðirnar í sveitina með þér og ömmu, samverustundirnar okkar í versluninni þinni Vísi, þar sem ætíð var nóg vinna handa stelpu- skotti eins og mér. Öll skemmti- legu jólin okkar saman, kakóveisl- ur og stórveislur hjá ykkur ömmu og síðar veislur hjá mömmu og pabba þar sem þið amma voruð ætíð ómissandi og svo þú einn eftir að hún elsku amma fór frá okkur. Heimsóknirnar til þín á Aðalgöt- una síðustu árin þín þar, alltaf notalegt að koma til þín, þar héldu sögurnar áfram og þar gátum við setið og spjallað og hlustað á tón- list saman og spáð í lífið og til- veruna. Og síðast samverustund- irnar okkar á Dvalarheimilinu á Sauðárkróki þar sem þú bjóst síð- ustu árin. Já, við áttum margar ljúfar stundir saman, elsku afi minn, og ávallt var væntumþykja þín í fyr- irrúmi. Áhugi þinn á velferð minni og síðar á velferð barna minna, þetta skilaði sér allt til okkar enda þótti þeim Hreindísi Ylvu og Yngva Rafni svo óendanlega vænt um hann langafa sinn. Ég er al- mættinu ólýsanlega þakklát, elsku hjartans afi minn, fyrir að hafa átt þig sem afa og fyrir þann langa tíma sem þú dvaldir hér meðal okkar. En nú ertu lagður upp í langferð til fundar við hana ömmu og alla hina sem bíða þín með opin faðm. – Þar mun sálin þín lifa um ókomna tíð. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson.) Minningin um elsku afa minn mun ætíð lifa í hjarta mínu. Guð geymi þig, elsku hjartans afi minn, hafðu hjartans þakkir fyrir allt. Hulda Jónasdóttir. Hinsta kveðja til elsku langafa. Hann elsku langafi er dáinn. Okkur langa bara að biðja góðan guð um að geyma hann vel. Hann er nú kominn til hennar langömmu og þar líður honum örugglega vel. Minningin um elsku besta langafa mun lifa í hjörtum okkar, sálin hans er núna hjá guði og mun lifa þar um ókomna tíð Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Guð geymi elsku besta langafa. Hreindís Ylva og Yngvi Rafn. Búbbi frændi er farinn ferðina miklu. Ungur var hann mikill ferðagarpur, en síðar á ævinni varð hann varfærnari og vildi helst ákjósanlegt veður og færi þegar lagt skyldi í ferðalög. Áreiðanlega hefði hann sjálfur kosið að fara síð- ustu ferðina sína á hásumardegi. Sú varð raunin og það fór vel. Í nálega þrjá áratugi var ég tíð- ur gestur á heimili þeirra Búbba og Huldu, hans yndislegu konu sem lést árið 1992. Allaf var mér tekið opnum örmum, hvernig sem á stóð. Brosið sem ævinlega kvikn- aði í augunum á Búbba og breidd- ist þaðan um allt andlitið, hlýja þeirra og rausn sýndu að vináttan var óbrigðul. Stundum dvaldi ég aðeins skamma stund, stundum næturlangt. Þá var margt skrafað. Frændi var fróður og kunni frá mörgu að segja sem hann kynntist á langri ævi. Aldrei heyrði ég hann hnjóða í nokkurn mann, en hann hafði næma kímnigáfu sem honum nýttist vel í góðlátlegu tali okkar um menn og málefni. Þetta voru dýrðarstundir og ég stend í mikilli þakkarskuld við hann og þau hjón bæði sem velgjörðamenn mína um áratuga skeið. Þorvaldur Þorvaldsson, Búbbi frændi, ákvað ungur að verða sem mest sinn eigin herra í lífinu. Hann hóf snemma bifreiðaútgerð, bæði til fólksflutninga og vöruflutninga, einkum innan héraðs en þó stund- um á langleiðum. Á þeim tíma gat reynt mjög á þrek og útsjónarsemi ökumanns því vegirnir voru víða ekkert annað en vegleysur. Eftir farsælan feril á þessum vettvangi gerðist hann kaupmaður og rak verslunina „Vísir“ í tugi ára. Hann gekk sjálfur í öll störf og annaðist m.a. bókhald á kvöldin og um helg- ar. Ég hygg að hann hafi átt tryggan hóp viðskiptavina og traustið á milli þeirra og kaup- mannsins hafi verið gagnkvæmt. Búbbi var hestamaður og starf- aði lengi í félagi hestamanna á Sauðárkróki. Honum þótti vænt um hrossin sín, eignaðist marga gæðinga um dagana og átti í fórum sínum viðurkenningar sem sumir þeirra höfðu hlotið á kappmótum. Hann hafði yndi af tónlist og söng m.a. lengi í kirkjukór Sauðárkróks- kirkju. Búbbi var glæsilegur maðurog fágaður í framgöngu. Hann var einstakt prúðmenni og snyrti- menni. Hann var gleðimaður og sérstæður ljúflingur í góðra vina hópi. Ógleymanlegt verður mér geislandi blikið í augum hans sem oft lýsti glettni, gleði eða hlýju. Að sama skapi hygg ég að það hafi getað túlkað annað það sem honum bjó í hug því að hann hafði líka fast mótaðar skoðanir, var rökvís til sóknar og varnar ef honum þótti við þurfa og lét hvergi undan síga þótt að væri sótt. Nokkur síðustu árin dvaldi frændi minn á Heilbriðisstofnun- inni á Sauðárkróki og naut fram- úrskarandi umönnunar. Síðustu eitt til tvö misserin tók minnið að bila og þrekið að láta sig. Þó hafði hann lengst af fótavist. Hann kvaddi að morgni dags, hniginn að aldri og saddur lífdaga. Að leiðarlokum flyt ég frænda mínum þakkir fyrir dýrmætar minningar sem hann gaf mér við kynni okkar, ég þakka órofa vin- áttu hans og velgjörðir. Ég bið þess að fararheill hafi fylgt honum er hann lagði af stað „í morg- unljómann“. Blessuð sé minning Þorvaldar Þorvaldssonar, Pálmi Jónsson, Akri. ÞORVALDUR ÞORVALDSSON Elsku litla frænka okkar. Nú ertu farin frá okkur, þú sem stopp- aðir svo stutt við. Litla fallega og fullkomna stelpan sem fékkst ekki að vaxa úr grasi og verða stór. Þú fékkst aldrei að fá fyrstu tönnina, taka fyrstu skrefin, segja fyrsta orðið eða einu sinni fella fyrstu tárin. Það er svo sannarlega hægt að segja að hönd þín hafi snert sálu okkar og að fótspor þín liggi um líf okkar allt. ELFA GUÐRÚN REYNISDÓTTIR ✝ Elfa GuðrúnReynisdóttir fæddist á Akureyri 19. júní 2006. Hún lést á vökudeild Barnaspítala Hringsins 20. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Húsavíkur- kirkju 29. júní. Fegurðin er frá þér barst, fullvel þótti sanna, að yndið okkar allra varst, engill meðal manna. Hlutverk þitt í heimi hér, þú hafðir leyst af hendi. Af þeim sökum eftir þér, Guð englahópa sendi. Sú besta gjöf er gafst þú mér, var gleðisólin bjarta, sem skína skal til heiðurs þér, skært í mínu hjarta. Vertu sæl, litla vina. Þínar frænkur, Guðrún Arndís, Ragnheiður og Guðný.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.