Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 33 MINNINGAR Elsku Sigrún, fyrstu tilfinningar við svona hræðilegu slysi einkennast yfirleitt af reiði. Hvort sem hún beinist að Guði, ósanngirninni, eða öðru. Hvers vegna svona gerist er aldrei hægt að skilja. Maður þarf bara að læra að lifa með því. Við fórum strax að sjá eftir hlut- unum. Af hverju höfðum við ekki meira samband eftir grunnskóla? Af hverju héldum við aldrei Backstreet Boys „reunion“. Allar minningarnar sem við héld- um að væru löngu týndar hafa hrann- ast upp seinustu daga. Allir dansarnir sem þú samdir og kenndir okkur svo við gætum troðið upp og leikið eftir Spice Girls og Backstreet Boys við hvert tækifæri. Þú varst alltaf Brian, annað kom ekki til greina. Þú ætlaðir meira að segja að giftast honum, já eða Keith Flint, það var ekki alveg ákveðið. Svo videoin tvö sem við tók- um upp og ætluðum að senda til þeirra Backstreet stráka og fá að koma í heimsókn. Þau eru frábær minning frá þessum tíma. Við töluð- um um það fyrir ekki allt svo löngu að við yrðum að hittast og horfa á þau saman. Við eigum það enn eftir. Við hinar horfum bara á þetta saman og vonum að þú sért hjá okkur. Þá er ekkert eftir nema að trúa. Þeir sem ekki geta trúað geta þá að minnsta kosti vonað. Trúað eða von- að að þú sért með öllum hinum á góð- um stað, dansandi og syngjandi, og að við komum til með að hitta þig aft- ur seinna. Við kveðjum þig því í bili, elsku Sigrún og á meðan lifir falleg minn- ingin um þig með okkur. Við sendum fjölskyldu og vinum Sigrúnar innilegar samúðarkveðjur. Aníta, Rakel og Stefanía. Elsku Sigrún, fallegi engillinn minn. Nú er komið að kveðjustund.. Þú varst tekin frá okkur alltof snemma. Ég spyr mig ennþá af hverju. Ég bara get ekki skilið það en þetta er víst eitthvað sem okkur er ekki ætlað að skilja. Ég er alltaf að rifja upp eitthvað gamalt og fal- legt um þig.. Ég man svo vel eftir fal- lega brosinu þínu og augunum þín- um. Fallegri augu hef ég aldrei séð! Hláturinn þinn og röddin þín óma í höfðinu mínu, ég mun aldrei gleyma röddinni þinni. Þú varst ákveðin og gerðir og sagðir það sem þér datt í hug hverju sinni, alveg eins og ég. Mér fannst við alltaf vera svolítið lík- ar í skapinu. Elsku Sigrún, ég gæti endalaust talið upp góðar og skemmtilegar minningar um þig. Þú varst gull. Mér finnst ég svo heppin að hafa fengið að kynnast þér og fá að vera ein af þínum bestu vin- konum. Ég var búin að ímynda mér okkur allar verða gamlar saman, sitja á elliheimili og slúðra og njóta lífsins í botn. Það hefur verið höggv- ið stórt skarð í vinahópinn sem aldr- ei neinn getur fyllt. Það verður ekk- ert eins án þín. Elsku engillinn minn, ég trúi ekki að ég eigi ekki eftir að sjá fallega andlitið þitt aftur. Ég mun hugsa um þig á hverjum degi þangað til við hittumst á ný. Ég sakna þín svo mikið. Elsku yndið mitt, ég kveð þig nú með tár í aug- unum og söknuð í hjarta. Takk fyrir allt. Ég mun alltaf elska þig! Ég sendi fjölskyldu Sigrúnar mínar dýpstu samúðarkveðjur og megi góður guð veita ykkur styrk á þess- um erfiðu tímun. Sof þú vært vina mín kær, vakir á himni stjarna þín skær. Þín vinkona Anna María. SIGRÚN KRISTINSDÓTTIR ✝ Sigrún Kristins-dóttir fæddist í Reykjavík 12. mars 1986. Hún lést í um- ferðarslysi að morgni 2. júlí síðast- liðins og var útför hennar gerð frá Ak- ureyrarkirkju 12. júlí. Ég kynntist Sig- rúnu fyrir þrem árum þegar hún kom í skól- ann og svo meira í Vill- anova. Við skemmtum okkur saman í mörg skipti og áttum marg- ar góðar stundir. Það verður erfitt að fá aldrei að faðma hana og kyssa hæ og bæ aft- ur. Það er svo erfitt og skrítið að sitja hérna og skrifa minningar- grein um svona góða vinkonu sem var tekin frá okkur allt of fljótt. Ég er ánægð að hafa fengið að vera partur af hennar lífi. Kæra vinkona, hvíldu í friði. Jóhanna Sigurlaug. Fallega Sigrún mín, ég trúi því ekki að þú sért farin frá mér. Ég missti þig svo snögglega, án þess að geta sagt allt sem ég vildi segja. Þetta voru ekki örlögin sem ég ósk- aði þér. Ég á svo erfitt með að trúa þessu þar sem við höfum verið bestu vinkonur og þú hefur verið svo stór partur af tilveru minni svo lengi. Þú ert það besta sem hefur komið fyrir mig, þú hafðir svo sterkar skoðanir, svo sterka nærveru og kenndir mér svo margt. Þú átt heiðurinn af því hvaða manneskja ég er í dag. Þú kenndir mér að standa upp fyrir sjálfri mér og geta sagt það sem ég meinti, án þín veit ég ekki hver ég væri. Ég vildi að ég gæti faðmað þig einu sinni enn og sagt takk fyrir allt og kysst þig bless. Þú ert án efa ein sú allra fallegasta manneskja sem ég hef þekkt, bæði að innan og að utan. Þú gafst svo mikið af þér og varst svo opin og það var svo auðvelt að elska þig. Guð hvað ég sakna þín mikið, fallegi eng- illinn minn, og mun gera alltaf. Ég get huggað mig við það að ég mun sjá þig aftur, við lokin á mínu lífi, þó svo að ég viti ekki hvenær það verð- ur, þá veit ég að þú bíður eftir mér og við verðum saman á ný. Sigrún og Elva. Því ef það er eitthvað sem þetta hefur kennt mér þá er það það að lífið er stutt og ég ætla mér að helga þér líf mitt. Ég mun ávallt minnast smitandi hláturs þíns og stóra fallega brossins. Þú varst mér allt. Því þó svo að þú sért farin úr þessum heimi þá lifirðu í minning- unni og ætíð í hjarta mér. Því ég elska þig og mun alltaf gera það. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Takk fyrir allt, Sigrún mín. Ég kveð þig nú og hvíldu í friði, ástin mín. Elva Rún. Elsku stelpan mín. Ég verð víst að sætta mig við þetta, raunin er sú að þú ert farin. En ástin mín, þú veist ég elska þig. Minningarnar flögra á stundum sem þessari. Ég var svo heppin að fá að kynnast þér sem vinkonu hennar Hrafnhildar minnar (Sabbóar) eins og þið vinirnir kallið hana. Ég var svo glöð þegar að Hrafnhildur kynnti þig fyrir mér, þú komst eins og þruma úr heiðskíru lofti og gafst lífinu svo sannarlega gildi. Jafn skjótt varstu horfin. Þið voruð ótrú- legar saman, ýmislegt brallað, litli prakkarinn minn, þú varst ávalt tilbúin að grínast. Ég sé þig fyrir mér sem fallegan engil sem horfir á okkur með þínum björtu og fallegu augum. Ég veit að þú heldur utan um alla góðu vini þína. Þú varst og ert ómetanleg, Sigrún mín. Takk fyrir að vera Hrafnhildi minni sann- ur vinur. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig með kossum og knúsi nokkrum klukkutímum áður en þú fórst í þitt langa ferðalag. Fal- legu orðin sem þú sagðir við mig þegar við kvöddumst eru mér dýr- mæt. Þú sagðir mér svo margt þetta kvöld, elskan mín. Stundum hélt ég hreinlega að ég ætti þig, þú ein veist hvað ég meina. Ég vil votta þínum yndislegu for- eldrum, aðstandendum og öllum þín- um frábæru vinum mína dýpstu samúð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem) Þú lifir í huga mínum, stelpan mín. Kveðja Dagmar. Elsku Sigrún mín. Ég trúi því ekki að ég sé að skrifa minningargrein um þig, allra bestu vinkonu sem ég hef átt. Þó að við höfum bara verið svona góðar vin- konur í u.þ.b. ár þá finnst mér ég hafa þekkt þig alla ævi og ég hef aldrei fundið svona sterk tengsl við neina manneskju áður. Ég á eftir að sakna þín svo mikið, að tala við þig á hverjum degi í há- degismatnum þínum, þegar við fór- um í bíó á einhverjar hryllingsmynd- ir og þú hélst svo fast í höndina á mér, allar ferðirnar okkar saman og meira að segja þegar þú stalst til að láta braka í tánum á mér, sem mér fannst svo vont. Þú varst svo dugleg að segja mér hvað þér þótti vænt um mig og ég er svo glöð yfir því hvað við sögðum það oft hvor við aðra. Þú komst einmitt til mín á laug- ardeginum og knúsaðir mig og sagð- ir mér hvað þér þætti vænt um mig. Þú ert svo ótrúlega falleg og söngst svo vel, þú áttir svo bjarta framtíð. En þér var bara ætlað svo miklu meira og núna ertu orðin fal- legasti engillinn á himnum og á þess- um erfiðu tímum þá hugga ég mig við það að þegar minn tími kemur þá tekur þú á móti mér, svo eigum við líka bestu vinkonur í heiminum og við hjálpum hvor annarri í gegnum þetta. Ég gæti rifjað upp skemmtilegar minningar í allan dag og það er svo margt sem mig langar að segja, en ég ætla að enda þetta á fallegu ljóði sem ég fann. Nú söknuðurinn mikill er því þú ert ei lengur hér. Og alltaf okkar hugur dvelur hjá þér. En ég veit að einn dag við hittumst á ný. Og að móttaka þín verður hlý. Sofðu rótt engillinn minn, þú verð- ur alltaf besta vinkona mín. Ég elska þig. Hrafnhildur Erlingsdóttir. ✝ Sigrún HjördísEiríksdóttir fæddist á Ísafirði 1. júní 1930. Hún and- aðist á hjúkrunar- heimilinu Víðinesi föstudaginn 7. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Eiríkur Stefánsson, myndskeri í Reykja- vík, f. 13. júlí 1903, d. 16. desember 1975, og Kristrún Þorleifsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja í Reykjavík, f. 27. júní 1905, d. 8 júní 1982. Systkini Sigrúnar eru Karólína húsmóðir, f. 13. mars 1932, Stefán bókbindari, f. 29. desember 1934, og Leifur þjónn, f. 27. febrúar 1941. Sigrún giftist 21. maí 1957 Gunnari Haraldssyni, sjómanni úr Reykjavík, f. 20. janúar 1929, d. 7. ágúst 1994. Þau eignuðust tvo syni, þeir eru: a) Eiríkur sjómaður, f. 6. júní 1956, fórst 1. mars 1979 með vélbátin- um Ver VE-200 austur af Bjarnarey, og b) Haraldur húsasmiður, f. 6. ágúst 1962, kvæntur Lilju Hólm Ólafs- dóttur húsmóður, f. 1. september 1962, synir þeirra eru Ei- ríkur, f. 9. nóv. 1981, og Ólafur Aron, f. 13. júlí 1985. Sigrún var aðstoðarmaður bók- bindara í Félagsbókbandinu frá 1944–1955, síðan í Leiftri og loks aftur í Félagsbókbandinu. Útför Sigrúnar verður gerð frá Kapellunni í Fossvogi í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku mamma. Ég heimsótti þig á fimmtudag fyrir viku og þá varstu svo kát og hress. Daginn eftir fékk ég slæmu fréttirnar um að þú væri dáin. Ég á góðar minningar um þig og þú varst svo góð við mig og börnin mín. Ég á alltaf eftir að minnast þín, elsku besta mamma í heimi. Þinn sonur Haraldur. Mig langar að minnast tengda- mömmu minnar Sigrúnar með örfá- um orðum. Elsku Rúný mín, það er skrýtið að þú sért farin og ég á erfitt með að trúa því. Ég kynntist þér fyrst þeg- ar ég var 14 ára gömul og ég gleymi aldrei hvað þú varst góð við mig og sýndir mér mikinn stuðning og hlý- hug. Einnig varstu sonum mínum yndisleg, þeim Eika og Óla. Þú lifðir fyrir þá. Ég veit að ævi þín var erfið en alltaf fannstu broslegu hliðina á hlutunum. Ég gleymi ekki glettninni eða húmornum þínum. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þér og á góðar minningar um þig og ég á alltaf eftir að sakna þín, elsku Rúný mín. Þín tengda- dóttir, Lilja. Leiddir þú forðum lítinn dreng. Titrar við ómur af tregastreng. Safnast í vestri svipþung ský. Veturinn nálgast með veðragný. Berst fyrir laufsegli ljóð til þín: Kemst yfir hafið kveðjan mín? (Ólafur Jóhann Sigurðsson.) Elsku amma, við eigum alltaf eftir að sakna þín. Þú varst alltaf svo góð og yndisleg við okkur. Við gleymum þér aldrei. Eiríkur og Ólafur. SIGRÚN HJÖRDÍS EIRÍKSDÓTTIR Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð, vinarhug og hlýju við andlát og útför elsku- legrar eiginkonu, móður, systur, mágkonu og tengdadóttur, DÓRU KONDRUP, Vegamótastíg 9, Reykjavík. Kæra þökk fær starfsfólk heimahlynningar Krabbameinsfélagsins og líknardeildar Landspítalans í Kópavogi. Trausti Þór Sverrisson, Jóhann Meunier, Júlía Margrét Traustadóttir, Ólafur Sverrir Traustason, Jóhanna Kondrup, Sigurlinni Sigurlinnason, Bryndís Kondrup, Sigurður Bergsteinsson, Ásrún Kondrup, Ófeigur Freysson, Sverrir Júlíusson, Guðrún Dagný Ágústsdóttir. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sonar míns og bróður okkar, HARALDAR ELÍASAR WAAGE, Hafnarbraut 22, Kópavogi. Arnbjörg J. Waage, Halla Waage, Ágústa Waage, Ingólfur Tryggvason, Guðný Waage.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.