Morgunblaðið - 14.07.2006, Page 28

Morgunblaðið - 14.07.2006, Page 28
28 FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. NÝIR KUNNINGJAR VERÐBÓLGUNNAR Kynslóð, sem aldrei hefurkynnzt verðbólgu svonokkru nemi, er nú að komast að því hvað það þýðir að verðbólga sé í landinu. Síðustu tólf mánuði hefur verðlag hækkað um 8,4%. Í gær birtist á forsíðu Morgun- blaðsins frétt með fyrirsögninni „10 milljóna lán hækkað um 540 þúsund á árinu“. Ungt fólk, sem tók tíu milljóna lán til húsnæðis- kaupa í lok síðasta árs, hefur horft upp á það hækka um hálfa milljón aðeins það sem af er þessu ári. Margir tóku því fagnandi fyr- ir tæpum tveimur árum þegar bankarnir byrjuðu að bjóða fast- eignalán með lægri vöxtum en Íbúðalánasjóður hafði boðið. Hætt er við að margir, sem þá tóku lán og reiknuðu út afborg- anir miðað við tveggja til þriggja prósenta verðbólgu, súpi nú hveljur þegar þeir átta sig á að höfuðstóllinn fer hækkandi þrátt fyrir stöðugar afborganir og mánaðarlega afborgunin hækkar líka. Fyrir nokkrum dögum birti Morgunblaðið útreikninga sem sýndu að afborganir af 20 millj- óna króna láni á 4,5% vöxtum til 20 ára eru 7–8 þúsund krónum hærri á mánuði miðað við 10% verðbólgu en þegar verðbólgan er 4% sem er reyndar vel yfir verð- bólgumarkmiði Seðlabankans. Tuttugu milljónir króna er ekki óalgeng lánsupphæð. Það eru jafnvel dæmi um að fólk sem hef- ur nýlega keypt sína fyrstu íbúð skuldi slíkar upphæðir. Þegar við bætist að afborganir annarra lána, svo sem bílalána, hækka að sama skapi og verðbætur leggjast við höfuðstólinn blasir við hvílík kjaraskerðing það er fyrir fjöl- skyldur í landinu þegar verðbólg- an nær því stigi sem nú er. Við aðstæður sem þessar er það fólki lítil huggun að því sé spáð að verðbólgan minnki á næsta ári. Unga fólkið, sem nú finnur í fyrsta sinn fyrir verðbólgunni, mun styðja hvers konar aðgerðir til að ná tökum á henni. Þetta fólk mun hafa skilning á aðhaldsað- gerðum ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga sem halda að sér höndum í framkvæmdum um sinn. Jafnvel þótt það finni fyrir hækkandi vöxtum á t.d. yfirdrátt- arlánum mun það hafa skilning á vaxtastefnu Seðlabankans því að henni er ætlað að ná verðbólgunni niður á það stig sem það gerði ráð fyrir að hún yrði þegar það und- irgekkst skuldbindingar upp á margar milljónir króna vegna húsnæðiskaupa. Þetta fólk mun sýna því skilning að aðhalds verði gætt við fjárlagagerðina í haust. En fólkið, sem finnur nú ræki- lega fyrir verðbólgunni í eigin buddu, mun jafnframt taka tillit til þess við þingkosningarnar næsta vor hvernig ríkisstjórninni hefur tekizt til í glímunni við verðbólguna. Það skiptir gríðar- lega miklu máli fyrir núverandi stjórnarflokka að þeim takist að sýna fram á það þegar nær dreg- ur kosningum að farið sé að draga úr verðbólgunni og stöðugleiki byrjaður að færast yfir efnahags- líf þjóðarinnar á nýjan leik. Eins og svo oft áður munu efna- hagsmálin leika lykilhlutverk í kosningabaráttunni sem fram- undan er. Og rétt eins og á árum áður verður verðbólgan eitt títt- nefndasta orðið í stjórnmálaum- ræðum næstu mánaða. „FÓLKIÐ HJÁ BORGINNI Á AÐ GERA ÞETTA“ Bragð er að þá barnið finnur,segir gamalt máltæki. Jafn- vel yngsta kynslóðin í Reykjavík áttar sig á því hvað borgin er orð- in sóðaleg og hversu illa borgaryf- irvöld hafa staðið sig undanfarin ár í að halda henni hreinni og snyrtilegri. Í Morgunblaðinu í gær er frétt af fjórum níu ára stelpum, sem efndu til söfnunar meðal íbúa við Haðarstíg til að skipta um sand í sandkassanum á róluvelli við göt- una. Þær gagnrýna borgaryfir- völd fyrir sinnuleysi og skora á nýja borgarstjórann að veita þeim aðstoð við að koma róluvellinum í viðunandi horf. Þær eru raunar skrefi á undan borginni; hafa not- að peningana úr söfnuninni til að kaupa nýjan sand og strengt net yfir sandkassann til að koma í veg fyrir að kettirnir í hverfinu noti hann sem klósett. „Fólkið hjá borginni á að gera þetta en ekkert hefur gerst og þess vegna stönd- um við í þessu,“ segja stelpurnar í samtali við Morgunblaðið í gær. Um alla borg má finna fólk, ungt og gamalt, sem ofbýður hvernig umhverfi þess er orðið. Borgaryfirvöld eiga að nýta sér áhuga íbúanna á að hreinsa borg- ina og bæta umgengni. Frum- kvöðlar á borð við stelpurnar við Haðarstíg eiga að fá stuðning borgarstjórnarinnar við að fegra hverfið sitt. Með samstarfi þeirra, sem stjórna borginni og íbúanna má á skömmum tíma gera Reykjavík hreina og fallega á nýj- an leik. F ramkvæmdir við Kárahnjúka- virkjun eru samkvæmt áætl- un, að undantekinni gerð að- rennslisganganna, að sögn Sigurðar Arnalds upplýs- ingafulltrúa virkjunarinnar. Impregilo er búið að setja 95% af fyll- ingunni í stóru stífluna og er búið að steypa rúmlega helming af klæðningunni sem verður vatnsmegin á stíflunni. Varn- arstíflan sem reist var ofar í árfarveg- inum, þegar framkvæmdir hófust, verður látin standa og fyllt á milli hennar og stóru stíflunnar með jarðefnum. Virkar sú fylling sem aukaþétting fyrir aðalstífl- una þar sem hún rís hæst, að sögn Sig- urðar. Gerð voru tvenn hjágöng í bergið við enda stóru stíflunnar og hefur ánni verið hleypt um þau meðan á stíflugerðinni hefur staðið. Fyllt verður í stærri göngin en þeim minni verður breytt í varanlega botnrás sem er fóðruð með steypu. Í botnrásinni verða einnig lokar og verða þeir notaðir m.a til að stýra því hvað Hálslón fyllist hratt. Gerð botnrásarinn- ar lýkur í haust, en þá hefst fylling lóns- ins. Þegar Hálslón hefur náð fullri vatns- hæð verður yfirfall við annan enda stíflunnar þar sem vatn rennur í safnþró og síðan um rennu út í gljúfrið. Nú er ver- ið að steypuklæða rennuna. Þá er langt komin vinna við að búa til „þéttitjald“ undir sjálfri stíflunni. Það er gert með því að bora úr jarðgöngum und- ir stíflutánni allt að 100 metra djúpar hol- ur. Niður í þær er þrýst sementsefju til að þétta berggrunninn og styrkja. Þessi göng undir stíflunni verða notuð í fram- tíðinni til eftirlits og eins ef þarf að þétta berggrunninn enn frekar. Aðspurður sagði Sigurður að gert hefði verið ráð fyr- Arnarfell vin ganganna og b út úr bergvegg helgi. Þá halda sprengja sig 37 ars eru aðalver kvæmdir austa fyrst samning u kílómetra í Jök km veitugöng áleiðis í norður um einum kíl áfanga. Þetta er risabor þarf að frá Kárahnjúku Arnarfell er Ufsarstíflu í Jö neðan við Eyja aveitu, það er þar fyrir austan anlega botnrás fer í þar til stífl ir þessari styrkingu og þéttingu bergsins og eins jarðvegsfyllingunni á botni lóns- ins ofan við stífluna. Hafði hann á orði að menn væru með „mörg belti og axlabönd“ til að tryggja þéttleika stíflunnar. Hæstu stíflur landsins Suðurverk úr Hafnarfirði vinnur að gerð tveggja stíflna, Desjarárstíflu og Sauðárdalsstíflu, sem eru beggja vegna stóru stíflunnar. Byggingu þeirra lýkur í haust. Báðar stíflurnar eru svipaðrar gerðar og t.d. stíflur Blönduvirkjunar. Það eru jarðvegsstíflur með kjarna úr þéttum, leirkenndum jökulruðningi sem klæddur er möl og grjóti eftir kúnstar- innar reglum. Desjarárstífla verður 60 metra há og því næst hæsta stífla á Ís- landi, en Kárahnjúkastíflan verður sú langstærsta, 200 metra há, og ein af tíu hæstu stíflum sinnar tegundar í heimin- um. Framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun gang Kárahnjúkastíflan er langt á veg komin, þar sem hún liggur yfir Hafrahvammagljúfrið frá Fremri-Kár Allt nema gö Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is Horft yfir aðalstífluna að norðanverðu, þeim megin sem bú

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.