Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 37
Við Guðrún vorum systradætur og vinkonur frá blautu barnsbeini. Hún var strax í bernsku eftirminni- lega skemmtileg, orðheppin, fyndin og sjálfstæð í skoðunum og athöfn- um. Við vorum svo heppnar að vera fjórar nánast á sama aldri, við Lalla systir, Guðrún og Gunnþórunn syst- ir hennar, dætur þeirra samhentu og samrýndu systra Margrétar og Halldóru Friðriksdætra sem stýrðu búum sínum á Kópaskeri um langt skeið, mamma skólanum með heimavist og öllu, Magga fjölmennu og barnmörgu heimili sínu þar sem aldrei var gestalaus dagur. Þær eignuðust þar börn sín, mamma fjögur og Magga níu. Bernskuárin fyrir norðan voru sæl og ljúf, alltaf eitthvað að gerast og gera, traust og góðvild ríkjandi einkenni. Mamma okkar virðuleg, stillt, glaðvær, stjórnaði öllu án þess svo mikið sem að hækka róminn, Magga spaug- söm, reyndar ólýsanlega fyndin, framtakssöm og öflug, næstum á flugi í verkum sínum og orðum. Þegar Guðrún var níu ára og ég tíu fengum við að fara til Þórnýjar frænku sem var forstöðukona Hús- mæðraskólans á Hallormsstað. Guð- rún systir var með okkur, fyrirliði hópsins, enda rígfullorðin mann- eskja að okkar áliti, tæpra sextán ára. Við fórum með strandferðaskip- inu Esju til Reyðarfjarðar, síðan með snjóbíl yfir Fagradal og gistum á Egilsstöðum og svo næsta dag með bíl upp í Hallormsstað. Þannig var nú ferðamáti þeirra daga. Dvölin á húsmæðraskólanum næstu vikurnar var lærdómsrík og skemmtileg. Við ófum, saumuðum og prjónuðum, bjuggum allar þrjár saman í herbergi og kynntumst frá nýrri hlið. Við áttum oft eftir að minnast þessara góðu og eftirminni- legu daga. Við systurnar fluttumst með for- eldrum okkar til Reykjavíkur 1954 og þá fækkaði fundum um sinn en við tóku bréfaskriftir sem geyma margt gullkornið – og ekki spillti stílnum rithönd Guðrúnar sem var ein sú fallegasta og listrænasta sem ég hef séð um mína daga. Hún stundaði nám í Verslunar- skólanum og Samvinnuskólanum á Bifröst og vann síðan við skrifstofu- störf um nokkurra ára skeið á Kópa- skeri, í Kaupmannahöfn og Reykja- vík auk þess sem hún var flugfreyja um tíma. Þar kemur að hún tekur þá ákvörðun að flytjast til Bandaríkj- anna og giftast Tom sem við áttum eftir að kynnast og eignast að vini. Þar er hún búsett tæpan áratug og eignast eldri börn sín tvö, Margréti og Brand. 1976 flytjast þau svo til Íslands og setja á stofn garðyrkju- býlið Klöpp í Reykholtsdal. Þá varð nú margur glaður, þar á meðal ég og hugði gott til glóðarinn- ar að geta hitt þau oftar. Þegar mér bauðst hlutdeild í sumarbústað í Borgarfirði tók ég því tveim hönd- um og sá mér leik á borði að hitta þau sem og varð. Margar góðar stundir áttum við með þeim og börnum þeirra Margréti, Brandi og Klöru Regínu á Klöpp. Fyrir nokkrum árum hitti ég á förnum vegi konu sem hafði verið kennslukona á Hallormsstað. Hún bað fyrir kveðju til Guðrúnar og sagðist aldrei á ævi sinni hafa kynnst skemmtilegri og betri krakka en henni. Hún hefði borið af að skemmtilegheitum, myndarskap, framtakssemi, fjöri og samvisku- semi. Merkilegt þótti mér að heyra hversu vel hún mundi þetta allt svo mörgum áratugum síðar og lýsti eiginleikum sem einkenndu Guð- rúnu alla hennar ævi. Hvar sem hún fór hlúði hún að fólki og sýndi skilning, víðsýni og óeigingirni. Hún var oft kát og óvenjulega fyndin en eins og margir húmoristar undir niðri alvörumann- eskja og hugsaði mikið um hin sönnu verðmæti lífsins. Guðrún og síðan Tom með henni gerðust dagforeldrar og stóðu að því af þvílíkum ágætum að lengi verður við brugðið. Marga hef ég hitt bæði skylda og óskylda sem áttu vart nógu sterk orð til að lýsa ánægju sinni með það lán að hafa komið barni í vist hjá þeim. Ég sá það líka sjálf í þau skipti sem ég átti þess kost að koma í heimsókn og dást að þessu litla en fullkomna samfélagi í Fossvoginum. Guðrún og Tom héldu margar fagrar veislur, sú síðasta var núna í janúar. Fyrir þær samverustundir verð ég ævinlega þakklát – eins og svo margt annað gott. Tom, Margrét, Brandur og Klara Regína. Við Vikar samhryggjumst ykkur af öllu hjarta sem og tengda- börnunum Björgvin og Önnu og barnabörnunum Emilíu Rún, Ölmu Líf og Tómasi Mikael. Minningin um fágæta manneskju mun lifa í huga okkar og hjarta. Vilborg Sigurðardóttir. Með þakklæti í huga langar mig til þess að minnast Guðrúnar frænku minnar með örfáum fátæk- legum orðum. Þakklæti fyrir það góða starf sem hún, ásamt manni sínum Tom, vann í þágu barnanna smáu sem þau gættu sem dagfor- eldrar. Ég er þakklát fyrir þann þátt sem þau áttu í að móta dóttur mína, sem var svo lánsöm að komast að í dag- vistina hjá þeim frá eins til þriggja ára aldurs. Í vistinni hjá þeim var alltaf glatt á hjalla, sungið og trallað og mikið brallað. Góður grunnur lagður hjá ungu einstaklingunum, allt svo kjarngott og traust. Börnin mættu með tilhlökkun og kvöddu glöð, Guðrún og Tom í miklu uppá- haldi. Guðrún kvaddi of fljótt. Fyrir ör- fáum vikum hittumst við, Guðrún svo glaðleg og bjartsýn um að mein- ið væri frá. Við mæðgurnar þökkum þá samfylgd sem við áttum með henni og vottum Tom, börnum þeirra og fjölskyldum, okkar fyllstu samúð. Guðrún og Vera Björg. Elskulega vinkona, örfá kveðju- orð sem þakklætisvottur fyrir ómet- anlega vináttu. Fyrir mig að alast upp með ykkur Gunnþórunni sem vinkonum fyrir lífstíð og öllu ykkar fólki í Sandhólum, undir verndar- væng mömmu ykkur og pabba hefur verið mér ómetanlegt veganesti. Heima hjá mér tolldi ég sjaldan og var öllum stundum hjá ykkur. Að hittast reglulega í okkar félagsskap „Andagift“ síðustu 14–15 árin hefur gefið okkur öllum svo mikið, þú varst að sjálfsögðu upphafsmann- eskjan að því, og höfum við vinkon- urnar notið mikilla dýrindis veitinga og góðra stunda hjá ykkur Tom. Þú varst einstök með þína um- hyggjusemi fyrir öllu og öllum, gekkst kannski of mikið á þinn eigin forða. Mörg voru litlu börnin hjá ykkur Tom í ykkar frábæru umönnun, sem hefur verið ykkar atvinna í 13–15 ár. Hvað þú ert búin að líða í þínum veikindum, Guðrún mín, vita fáir nema þínir alnánustu, þú varst svo jákvæð að við vonuðum öll að þú hefðir betur, en guð hefur trúlega þurft á þér að halda. Kæri Tom, þú ert búinn að vera styrk stoð Guðrúnar og guð gefi þér, Clöru Regínu, Margréti, Brandi, tengda- og barnabörnunum styrk til að takast á við framtíðina. Missirinn og söknuðurinn er svo mikill, litlu barnabörnin sem fá ekki að njóta ömmu sinnar, það er sárt. En minningarnar eru líka svo marg- ar og góðar til að ylja sér við. Njótið þeirra! Takk fyrir allt, hvíl í friði. Guðbjörg (Gudda vin- kona) og Olfert (Diddi). Í dag kveðjum við yndislega vin- konu og skólasystur frá Samvinnu- skólanum á Bifröst, Guðrúnu Þór- hallsdóttur Ludwig. Leiðir okkar hafa legið saman í hartnær hálfa öld og þráðurinn aldrei slitnað þótt stundum hafi verið vík milli vina einkum þegar Guðrún og Tom bjuggu vestan hafs í um áratug. Að skrifa minningargrein um Guðrúnu er að vissu leyti erfitt. Henni féll alls ekki vel að vera hrós- að því hún var afar hógvær og lít- illát. Engu að síður er óhjákvæmi- legt að fara um hana fögrum orðum, slík perla sem hún var. Lund hennar var tær, hún var ljúf í framkomu en ávallt hrein og bein. Tryggð hennar var einstök og meðal þess sem ein- kenndi hana var góðsemi, hjálpfýsi og umhyggja í annarra garð. Allir þeir sem kynntust Guðrúnu vissu að þar fór heilsteypt kona sem aldrei fór í manngreinarálit og mat kjarnann meira en umbúðirnar. Sjálfsvorkunn var henni ekki að skapi og kom það berlega í ljós í veikindum hennar þar sem hún sýndi einstakt æðruleysi. Trú henn- ar var einlæg og veitti henni ómæld- an styrk. Guðrún naut þeirrar gæfu að eiga yndislegan eiginmann sem studdi hana og stóð við hlið hennar alla tíð. Hún var léttlynd og hafði afar góða kímnigáfu sem var henni svo eðlislæg að oft virtist sem hún áttaði sig ekki á því hvað hún gat verið fyndin. Við vitum auðvitað að Guðrún er ekki alls kostar sátt við að mann- kostir hennar séu dregnir svo skýrt fram þar sem það var henni víðs fjarri að halda fram eigin ágæti. En hún verður að fyrirgefa okkur það, á þessari stundu verður ekki orða bundist. Við vitum að Guðrún dvelur nú í ljósi hins æðsta og við biðjum Guð að styrkja ástvini hennar hér á jörðu. Blessuð sé minning Guðrún- ar, hennar er sárt saknað úr hópn- um. Vinkonurnar úr Samvinnuskólanum. Mikið vorum við félagsmenn í Barnavistun, félagi dagforeldra, heppnir að hafa hana Guðrúnu Lud- wig í félaginu. Guðrún var fé- lagsmaður í Barnavistun frá stofnun þess 1993, mjög virkur félagi frá fyrsta degi og ómetanlegur sem gjaldkeri frá fyrstu árum félagsins til dauðadags. Hún hélt vel utan um peningana okkar, félagaskrána og fréttabréfin og ekki stóð hún sig síð- ur í að auðga okkur félagsmenn með andlegri næringu og hollum ráðum. Við sem sátum með henni í stjórn kynntumst festunni, trúmennskunni og göfuglyndinu sem hún hafði í rík- um mæli og máttum við oft mikið af henni læra. Guðrún og Tom, hennar maður, unnu sitt starf sem dagfor- eldrar saman, af alúð og einlægni í hvívetna svo að stéttinni er sómi að. Tom, börn, tengdabörn og barna- börn, megi guð veita ykkur styrk á erfiðum tímum. Fyrir hönd Barnavistunar Snjólaug Óskarsdóttir. Ég vil minnast skólasystur minn- ar og vinkonu Guðrúnar Þórhalls- dóttur Ludwig, sem lést úr illvígum sjúkdómi. Við byrjuðum nám í Bif- röst 1959, 38 ungmenni og þetta var þá fjölmennasti bekkurinn til þessa. Við vorum allsstaðar að af landinu og augljóslega úr mismunandi um- hverfi. Ég tók fljótlega eftir því að Guðrún var þroskaðri og fágaðri en við mörg hin. Það að kaupfélags- stjóradóttirin frá Kópaskeri var okkur sumum fremri í mannlegum samskiptum og prúðmennsku, sagði mér að það skiptir engu hvaðan þú kemur, heldur hjá hverjum þú elst upp. Guðrún var í eðli sínu foringi, og því kom það í hennar hlut að halda bekknum saman, eftir að leiðir skildu frá Bifröst. Þetta gerði hún af ósérhlífni, í fjölda ára, og engum datt í hug að breyta því. Þegar hún ákvað svo sjálf að hvíla sig á þessu, þá tóku þrír skólabræður þetta að sér, en við lítinn orðstír. Því fór það svo að hún sleppti ekki af okkur hendinni. Þetta kom best í ljós í fyrra, þegar að við héldum upp á 45 ára útskriftarafmæli frá Bifröst. Hún var iðinn við að hvetja skóla- systkinin að mæta norður að Mý- vatni, þar sem skólabróðir hafði skipulagt dagskrá. Þar áttum við yndislega daga, og kynntumst sveit- inni, sem ferðamenn eru ekki vanir að upplífa. Þarna geislaði Guðrún, þrátt fyrir að hún væri í meðferð, og þegar ég hitti hana ári síðar, þá ákvað ég með sjálfum mér að Guð- rún hefði haft sigur. En því miður, og nú sit ég uppi með söknuð og leiða, yfir að hafa ekki notið og þró- að frekar vinskapinn við þau mætu hjón, Guðrúnu og Tom. Það var mikil gæfa í lífi Guðrúnar að eignast þennan frábæra eiginmann, og við Bryndís biðjum að guð gefi fjöl- skyldunni styrk til að takast á við sorgina. Gissur Karl. Við fjölskyldan viljum þakka Guð- rúnu fyrir umhyggju hennar og vin- áttu. Við vorum svo heppin að eiga Guðrúnu og Tom að um tíma þegar börnin dvöldu hjá þeim. Sá tími var okkur mjög mikilvægur og við geymum hlýju þeirra og kærleik í hjarta okkar um ókomna tíð. Þú varst sú hetja svo hlý og góð það hugljúfa vildir þú sýna. Ég tíni í huganum brosandi blóm og breiði á kistuna þína. (S.G.) Kæri Tom, við sendum þér og fjölskyldu þinni innilegar samúðar- kveðjur og biðjum guð að styrkja ykkur. Elín Bl., Þorsteinn, Eiríkur og Steinunn Katrín. Þreyttur leggst ég nú til náða, náðar faðir, gættu mín. Alla mædda, alla þjáða endurnæri miskunn þín. Gef þú öllum góða nótt, gef að morgni nýjan þrótt öllum þeim, þú aftur vekur, eilíft líf, þeim burt þú tekur. (Ólafur Indriðason.) Þegar við Guðrún skólasystir mín töluðum saman í síma fyrir nokkr- um vikum bjóst ég ekki við að það yrði okkar síðasta samtal. Hún er 11. bekkjarfélaginn úr ár- gangi 1960 frá Bifröst sem fellur frá fyrir aldur fram og mann setur hljóðan við tilhugsunina. Tíminn á Bifröst leið hratt í glöðum hópi við nám, félagsstörf og tómstundaiðk- un. Guðrún var einstaklega sam- viskusöm og nákvæm í öllum sínum athöfnum og lét hvergi sitt eftir liggja. Ég minnist þess að eitt sinn stóðum við Þingeyingarnir fyrir kvöldvöku; fluttum tónlist og fleira til skemmtunar og þar munaði um Guðrúnu. Þegar bróðir hennar kvæntist mágkonu minni mynduðust ný tengsl milli okkar og ég minnist m.a. ánægjulegrar heimsóknar okkar hjónanna til þeirra Thomasar í Borgarfjörðinn þegar þau stunduðu þar garðyrkjubúskap. Þegar við bekkjarfélagarnir og makar hitt- umst hér við Mývatn á síðasta ári og nutum einstaklega skemmtilegra samverustunda var það ekki síst að þakka Guðrúnu, sem lagði fram mikla vinnu við undirbúning móts- ins. Það var dæmigert fyrir hana. Hún lagði sig alla fram og var heil í því sem hún tók sér fyrir hendur. Mér er minnisstætt þegar við áttum hljóða stund í kirkjunni í Reykjahlíð og minntumst félaganna 9 sem þá voru fallnir frá. Síst grunaði mig að tvö til viðbótar, Guðrún og Gunnar Sigurðsson, yrðu horfin sjónum að einungis rúmu ári liðnu. En núna blasir sá bitri veruleiki við. Hvílíkt lán að við skyldum þó koma saman í fyrra (hefðum reynd- ar mátt vera fleiri) og bæta þessum góðu dögum í safnið. Minningin um þá yljar. Þökk sé Guðrúnu fyrir hennar hlut í því. Ég vil leyfa mér fyrir hönd bekkj- arfélaganna að þakka allar góðu stundirnar sem við áttum saman og senda Thomasi og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Guðrúnar. Jón Illugason. Elsku Guðrún, ég get varla trúað því að þetta sé að gerast. Það var mikið áfall fyrir fjölskylduna að fá þessar fréttir. Ég trúi því ekki einu sinni enn að þú sért farin. Þú varst alltaf svo traust og trygg og þú stóðst á þínu hvað sem það var. Allt var skipulagt hvort sem það var að skipta á börnunum, láta þau fara að sofa eða eitthvað miklu stærra og meira. Þegar ég hugsa um þig kem- ur alltaf í huga minn stórt bjarg eða klettur sem myndi alltaf standa, hvað sem á dyndi. Ég hef þekkt þig alla mína ævi og það er alveg ljóst að þú ert ein af þeim allra ótrúlegustu, traustustu, tryggustu og yndislegustu mann- eskjum sem ég hef kynnst. Ég á mér svo margar yndislegar minningar um ykkur Thom, rétt eins og allir hinir krakkarnir sem hafa verið hjá ykkur. Þær eru svo margar minningarnar að ef ég myndi reyna að koma þeim niður á blað þyrfti að höggva niður heilu skógana til að fá blöð í þær allar. Ég mun þó hripa niður nokkrar af þess- um minningum hér á eftir. Þú ert fyrirmynd mín í öllu sem ég geri og þú hefur kennt mér svo margt. Ég er alveg handviss um það að ef ég hefði ekki farið til ykkar í pössun þegar ég var sjö mánaða væri ég ekki með eins málfar og ég er með í dag og kynni ekki eins margar barnagælur og sögur. Þetta lærði ég allt af ykkur Thom. Þar sem ég var hjá ykkur til sex ára aldurs lærði ég auðvitað mikið um barnapössun og hefur það nýst mér mjög mikið þar sem ég passa þó nokkuð sjálf í dag. Ég man alltaf að uppáhaldssöng- urinn minn var „Litla flugan“ og hversu oft sem ég bað þig að syngja hann gerðir þú það alltaf með bros á vör og kitlaðir mig á nebbann eins og flugan gerir í kvæðinu. Svo margar minningar á ég eftir einungis tvær manneskjur. Maður spyr sjálfan sig; „hvernig í veröld- inni er það hægt?“ Eins og ég sagði hér áður eru minningarnar mjög margar en get ekki sagt frá þeim öllum því þá yrði Morgunblaðið nokkuð þykkt í dag. Ég segi því frá nokkrum. Þótt ég hafi bara verið pínulítil þegar ég fór með þér, Thom, Klöru og öllum hinum krökkunum út í skóg með nesti og í búningum og lékum leikritið Rauðhetta og úlfur- inn man ég það eins og það hafi gerst í gær. Við krakkarnir skemmtum okkur svo vel og ég vona að þið hafið skemmt ykkur sem best líka. Stundirnar hjá ykkur eru með þeim bestu í mínu lífi hvort sem það var á síðasta degi fyrir sumarfrí og allir fengu kórónur, á góðum degi úti í garði og fengum hressinguna þar, við eldri krakkarnir við eldhús- borðið hjá þér á meðan litlu krakk- arnir sváfu og við spiluðum, lituðum eða töluðum um hvað okkur hafði dreymt nóttina áður. Allra skemmtilegast fannst mér á föstudögum. Þeir voru alltaf svo ró- legir, vikan á enda og einhver und- ursamleg ró yfir börnunum. Dag- urinn byrjaði eins og ávallt með morgunmat en svo var farið niður í sjónvarpshorn og horft á spólu. Grjónagrautur í hádeginu og popp úr stórri grænni skál eftir hress- ingu. Ég vona Guðrún mín að við eigum eftir að hittast aftur þegar minn tími kemur en þangað til ætla ég að reyna að halda áfram og ég mun oft hugsa til þín og þá sérstaklega þeg- ar ég sé börn í hóp eða ég er að passa sjálf. Ég mun geyma allar mínar minningarnar um þig í hjarta mínu. Þín Þórdís Eirný.  Fleiri minningargreinar um Guð- rúnu Þórhallsdóttur Ludwig bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Erna Flygenring, Pétur Þór og börn. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 37 MINNINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.