Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.07.2006, Blaðsíða 47
Guðmundsonar í Skaftfelli, menningar- miðstöð myndlistar á Austurlandi. Sýningin er opin daglega frá kl. 14–21 í sumar. Suðsuðvestur | Heimir Björgúlfsson sýnir nýtt vídeóverk og „collage“ unna úr ljós- myndum í Suðsuðvestur. Sýningin stendur til 16. júlí. www.sudsudvestur.is. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldukon- ur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síð- ari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra forrétt- inda að nema myndlist erlendis á síðustu áratugum 19. aldar og upp úr aldamótum. Í Myndasal eru til sýnis ljósmyndir Marks Watson og Alfreds Ehrhardt af Íslandi sum- arið 1938. Af myndum ferðalanganna má sjá hve ljósmyndin getur verið persónulegt og margrætt tjáningarform. Söfn Árbæjarsafn | Á Árbæjarsafni hefur verið opnuð sýningin Húsagerð höfuðstaðar, saga byggingartækninnar í Reykjavík frá 1840– 1940. Nú eru hafin hin sívinsælu örnámskeið á Ár- bæjarsafni. Námskeiðin eru ætluð börnum í fylgd með fullorðnum. Þar má meðal annars læra tálgun, glímu, þæfingu ullar og flug- drekagerð. Athugið að sætaframboð í hverju námskeiði er takmarkað. Frekari upp- lýsingar og skráning í síma 411 6320. Gamli bærinn í Laufási | Kirkjan í Laufási var byggð 1865. Búsetu í Laufási má rekja allt aftur til heiðni. Bærinn er nú búinn hús- munum og áhöldum eins og tíðkaðist í kringum aldamótin 1900. Þjóðlegar veit- ingar í gamla prestshúsinu. Starfsdagur í Laufási 16. júlí. Í gamla bænum í Laufási verður hægt að fylgjast með fólki að störfum frá kl. 13.30–17. Þar verður m.a. heyskapur, þjóðdansar, tónlistaratriði og hægt verður að bragða á heimatilbúnu góð- gæti. Aðgangseyrir 500 kr., frítt fyrir börn. Opið daglega frá kl. 9–18, fim. kl. 9–22. Gljúfrasteinn - Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga í sumar kl. 9–17. Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og gönguleið- ir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is og í s. 586 8066. Iðnaðarsafnið | Iðnaðarsafnið var stofnað til að minnast síðastliðinnar aldar í iðnaði á Akureyri, enda bærinn þá oft nefndur Iðn- aðarbærinn. Á safninu getur að líta vélar og verkfæri af öllum stærðum og gerðum, framleiðsluvöru o.fl. Opið daglega frá 13–17 til 15. sep. 400 kr. inn, frítt fyrir börn. Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarn- arfirði sem er bústaður galdramanns. Litið er inn í hugarheim almúgamanns á 17. öld og fylgst með hvernig er hægt að gera morg- undaginn lítið eitt bærilegri en gærdaginn. Opið alla daga kl. 12–18 til 31. ágúst. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Sýning í Þjóðarbókhlöðu. Myrkraverk og misindismenn. Reykjavík í íslenskum glæpa- sögum. Reykjavík hefur löngum verið vin- sælasta sögusvið íslenskra glæpasagnahöf- unda. Langflestir íslenskir glæpasagnahöfundar hafa skapað sína eigin Reykjavík þar sem myrkraverk og misind- ismenn leynast, allt frá Granda upp í Graf- arholt. Ritað í Voðir. Sýning Gerðar Guðmunds- dóttur. Sumir safna servíettum, aðrir safna hlutabréfum. Gerður safnar bókstöfum úr íslenskum handritum svo og laufblöðum haustsins, þrykkir á síður og býr til handrit og bækur. | Sýning á teikningum Halldórs Baldurssonar sem byggðar eru á Vetr- arborginni e. Arnald Indriðason. Upphaflega var Halldór beðinn að gera málverk en hon- um fannst eðlilegra að halda sig við sögu- formið og því varð myndasagan fyrir valinu. Teikningar Halldórs eru til sölu. Opið mán.– fös. kl. 9–17, lau. kl. 10–14. Listasafn Árnesinga | List, listiðnaður og hönnun frá Færeyjum. Verk eftir 32 ein- staklinga. Ríkey Kristjánsdóttir, textílhönn- uður í hönnunarstofu. Aðgangur ókeypis. Opið alla daga kl. 11–17 til 31. júlí. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Í tilefni af 25 ára afmæli Ljósmyndasafns Reykjavíkur sýnir það úrval ljósmynda úr safneign sinni á Lækjartorgi, Austurvelli og í Fógetagarði. Sýna þær götumynd og mannlíf í miðbæ Reykjavíkur síðustu 100 árin og gefa áhorf- endum kost á að bera fyrri tíma saman við borgarmynd dagsins í dag. Andrés Kolbeinsson (f. 1919) er menntaður tónlistarmaður og sjálfmenntaður sem ljós- myndari. Með hárfínu næmi fyrir formi og myndbyggingu sýnir hann í myndum sínum frá árunum 1952–1965 unga og vaxandi Reykjavíkurborg, byggingar hennar, lista- menn, iðnað og mannlíf. Til 24. sept. Minjasafnið á Akureyri | Sumarsýning. Ef þú giftist? Brúðkaupssiðir fyrr og nú. Ef þú giftist fjallar um brúðkaup og brúðkaupssiði í gegnum tíðina. Sýningin er unnin í sam- starfi við Þjóðminjasafn Íslands og er opin alla daga milli 10 og 17. Til 15. sept. Gönguferð með leiðsögn um fornleifaupp- gröftinn á Gásum, kaupstaðinn frá miðöld- um, 11 km norðan við Akureyri. Gengið frá bílastæðinu við Gáseyrina miðvikudaginn 19. og 28. júlí kl. 13 og 3. ágúst kl. 20. Þátt- taka í göngunni kostar 300 krónur. www.gasir.is og www.akmus.is. Perlan | Sögusafnið í Perlunni er opið alla daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum fjölda leikmynda sem segja söguna frá landnámi til 1550. ww.sagamuseum.is. Sundlaugin í Laugardal | Sýningu Borg- arskjalasafns Reykjavíkur í tilefni af 70 ára afmæli Laugarnesskóla lýkur í anddyri Laugardalslaugar nú um helgina. Allir vel- komnir. Borgarskjalasafn. Veiðisafnið - Stokkseyri | Skotveiðisafn – uppstoppuð veiðidýr og veiðitengdir munir, skotvopn o.fl. Opið kl. 11–18. Sjá nánar á www.hunting.is. Víkin - Sjóminjasafnið | „Togarar í 100 ár“. Sýningunni er ætlað að veita innsýn í við- burðaríka sögu togaraútgerðar og draga fram fjölþætt áhrif hennar á samfélagið. „Úr ranni forfeðranna“ er sýning á minjasafni Hinriks Bjarnasonar og Kolfinnu Bjarnadótt- ur. Molakaffi í boði og frábært útsýni yfir höfnina. Þjóðmenningarhúsið | Tvær glæsilegar nýj- ar sýningar: Íslensk tískuhönnun sem sýnir fjölbreytnina og sköpunarkraftinn í tísku- geiranum og Í spegli Íslands, um skrif er- lendra manna um Ísland og Íslendinga fyrr á öldum. Auk þess helstu handrit þjóðarinnar í vandaðri umgjörð á handritasýningunni og Fyrirheitna landið. Þjóðminjasafn Íslands | Fornleifauppgröftur fer nú fram víðs vegar um land og í Rann- sóknarýminu á 2. hæð má sjá úrval gripa sem fundist hafa á undanförnum árum. Til 31. júlí. Þjóðminjasafn Íslands | Vaxmyndasafnið hefur löngum verið sveipað ævintýraljóma og í sumar gefst tækifæri til sjá hluta þess á 3. hæð safnsins. Óskar Halldórsson útgerð- armaður styrkti íslenska ríkið árið 1971 til að koma safninu upp í minningu sonar hans, Óskars Theodórs Óskarssonar. Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjöl- breyttar sýningar, fræðslu og þjónustu. Þar eru safnbúð og kaffihús. Skemmtanir Vélsmiðjan Akureyri | Rokkhljómsveit Rún- ars Júlíussonar leikur fyrir dansi í kvöld, húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Fréttir og tilkynningar Fjölskylduhjálp Íslands | Tekið á móti mat- vælum, fatnaði og leikföngum á mið- vikudögum kl. 13–17. Úthlutun matvæla sama dag kl. 15–17 í Eskihlíð 2–4 við Mikla- torg. Þeir sem vilja styðja starfið fjárhags- lega geta lagt inn á reikning 101–26–66090, kt. 660903–2590. JCI Heimilið | Ljósmyndasamkeppni JCI Ís- lands stendur nú yfir. Keppnin er opin öllum áhugaljósmyndurum og verða úrslitin kynnt á Menningarnótt Reykjavíkur 19. ágúst. Keppnin er árleg, en þemað í ár er Höf- uðborgin í ýmsum myndum. Veitt verða fern verðlaun frá Ormsson og ljosmyndari.is. Sjá nánar www.jci.is. Börn Garðabær | Golfleikjaskólinn heldur 5 daga golfnámskeið frá mánudegi til föstudags fyrir foreldra og börn flestar vikur í sumar. Hægt er að velja á milli tímana 17.30–19 eða 19.10–20.40. Uppl. og skráning eru á golf- @golfleikjaskolinn.is og í síma 691 5508. www.golfleikjaskolinn.is. Reykjavíkurborg | Í sumar verða opnir leik- vellir á vegum ÍTR fyrir 2–5 ára börn í hverf- um borgarinnar. Þar er boðið upp á útivist og leik í öruggu umhverfi. Komugjald er 100 kr. Uppl. á www.itr.is og í síma 411 5000. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 47 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Aukahlutapakki fylgir með í júlí á meðan birgðir endast. Upphækkun, heilsársdekk og 16” álfelgur. Júlípakki: 180.000 kr. STAÐALBÚNAÐUR: 2.0 lítra - 158 hestöfl, fjórhjóladrif, hiti í speglum, hraðastillir (PLUS), hiti í sætum (PLUS), hiti í framrúðu (PLUS), sjálfvirk loftkæling (PLUS), kastarar í stuðara (PLUS), sóllúga (LUX), aðgerðastýri (LUX) og leðurinnrétting (LUX). Þrír bílar í einum. 2.590.000 kr. www.subaru.is Forester2.590.000,- Forester PLUS2.790.000,- Forester LUX 3.090.000,- Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Akureyri 461-2960 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Subaru Forester er mun öflugri en margir stærri jeppar en samt lipur og léttur í akstri líkt og fólksbíll. Forester var valinn dráttarbíll ársins í Hollandi og hentar því vel fyrir fellihýsi og tjaldvagna. Í Rússlandi var hann valinn jepplingur ársins og bíllinn með minnstu bilanatíðnina í Þýskalandi. Á Íslandi er hann ódýrasti sjálfskipti jepplingurinn á markaðnum í dag. Umboðsmenn um land allt Laugavegi 56 sími 551 7600 Stívélin eru komin Rauð og svört Stærðir 35 – 40 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó kl.14. Allir vel- komnir. Handavinnustofan opin alla virka daga frá kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, frjálst að spila í sal, dagblöðin liggja frammi. Uppselt er í ferðina að Sólheimum fimmtudaginn 20. júlí. Dalbraut 18 – 20 | Bridge mánudag kl. 14. Félagsvist þriðjudag kl. 14. Bón- us miðvikudag kl. 14. Heitt á könn- unni, blöðin liggja frammi. Hádeg- isverður og síðdegiskaffi. Uppl. um sumarferðir í síma 588 9533. Allir velkomnir. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl 20.30 í félagsheimilinu Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skrifstofa FEB verður lokuð frá 17. júlí til 8. ágúst. Skjaldbreiður – Hlöðufell 16. ágúst. Ekið er til Þingvalla, um Ux- ahryggjaveg, Kjalveg skammt frá Gullfossi. Flateyjardalur – Fjörður 19. ágúst, 4 dagar: Ekið norður um Sprengisand, ekið til baka um hring- veginn. Uppl. og skráning frá 8. ágúst í síma 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin. Alltaf heitt á könn- unni og heimabakað meðlæti. Fé- lagsvist kl. 20.30. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Fé- lagsmiðstöðin Gullsmári, Gullsmára 13, verður lokuð fram til 8. ágúst 2006 vegna sumarleyfa. Fótaað- gerðastofan er opin, sími 564 5298 og hársnyrtistofan er með síma 564 5299. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | FEBG og FAG standa fyrir Akureyr- arferð dagana 8.–10. ágúst. Gisting, morgunmatur og kvöldverður á Hótel Eddu, Akureyri. Verð einungis 15.000,–. Miðasala í Garðabergi 17. og 18. júlí kl. 9–14. Takmarkaður mið- afjöldi. Félagsstarf Gerðubergs | Vegna sumarleyfa starfsfólks fellur starf- semi og þjónusta niður til þriðjud. 15. ágúst. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, sími 557 5547, eru á mánud. kl. 10.30 og miðvikud. kl. 9.30. Strætisvagnar S4, 12 og 17. wwwgerduberg.is. Hafnarfjörður | Í sumar verður pútt- að á Vallavelli á Ásvöllum á laug- ardögum frá 10–11.30 og á fimmtu- dögum frá kl. 14–16. Mætum vel og njótum hverrar stundar. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, baðþjónusta, fótaaðgerð (annan hvern föstudag), hárgreiðsla. Kl. 11 banki. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14 bingó. Kl. 14.45 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Brids kl. 13. Boccia kl. 13.30. Pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Hvassaleiti 56–58 | Böðun fyrir há- degi. Hádegisverður kl. 11.30. Bingó kl. 14, kaffi og vöfflur í hléi. Fótaað- gerðir 588 2320. Hársnyrting 849 8029. Blöðin liggja frammi. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan opin. Félagsvist mánud. kl. 13.30. Frjáls spil miðvikudag kl. 13.30. Guðnýjarganga kl. 10 þriðjudag og fimmtudag. Gönu- hlaup föstudag kl. 9.30. Út í bláinn laugardag kl. 10. Púttvöllur opinn. Leiðsögn í pútti fimmtudag kl. 17. Sumarferðir 15. júlí og 15. ágúst. Nán- ari upplýsingar 568 3132. Norðurbrún 1, | Hárgreiðslustofan verður lokuð frá 12. júlí til 15. ágúst. Fótaaðgerðastofa verður lokuð frá 17. júlí til 9. ágúst. Handavinnustofur verða lokaðar fram í ágúst vegna sumarleyfa. SÁÁ félagsstarf | Miðasala er hafin á fjölskylduhátíð SÁÁ að Hlöðum. Miðasala er í Síðumúla 3–5. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 handavinna. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13.30 sungið við flygilinn undir stjórn Sigurgeirs. Kl. 14.30 dansað undir lagavali Sigurgeirs. Rjómatertur í kaffitímanum. Allir vel- komnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morg- unstund kl. 9.30, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar, leikfimi kl. 10. Bingó kl. 13.30, allir velkomnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Altarisganga kl. 22. Morgunblaðið/RAX
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.