Morgunblaðið - 14.07.2006, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 14.07.2006, Qupperneq 47
Guðmundsonar í Skaftfelli, menningar- miðstöð myndlistar á Austurlandi. Sýningin er opin daglega frá kl. 14–21 í sumar. Suðsuðvestur | Heimir Björgúlfsson sýnir nýtt vídeóverk og „collage“ unna úr ljós- myndum í Suðsuðvestur. Sýningin stendur til 16. júlí. www.sudsudvestur.is. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Huldukon- ur í íslenskri myndlist fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem voru nær allar fæddar á síð- ari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra forrétt- inda að nema myndlist erlendis á síðustu áratugum 19. aldar og upp úr aldamótum. Í Myndasal eru til sýnis ljósmyndir Marks Watson og Alfreds Ehrhardt af Íslandi sum- arið 1938. Af myndum ferðalanganna má sjá hve ljósmyndin getur verið persónulegt og margrætt tjáningarform. Söfn Árbæjarsafn | Á Árbæjarsafni hefur verið opnuð sýningin Húsagerð höfuðstaðar, saga byggingartækninnar í Reykjavík frá 1840– 1940. Nú eru hafin hin sívinsælu örnámskeið á Ár- bæjarsafni. Námskeiðin eru ætluð börnum í fylgd með fullorðnum. Þar má meðal annars læra tálgun, glímu, þæfingu ullar og flug- drekagerð. Athugið að sætaframboð í hverju námskeiði er takmarkað. Frekari upp- lýsingar og skráning í síma 411 6320. Gamli bærinn í Laufási | Kirkjan í Laufási var byggð 1865. Búsetu í Laufási má rekja allt aftur til heiðni. Bærinn er nú búinn hús- munum og áhöldum eins og tíðkaðist í kringum aldamótin 1900. Þjóðlegar veit- ingar í gamla prestshúsinu. Starfsdagur í Laufási 16. júlí. Í gamla bænum í Laufási verður hægt að fylgjast með fólki að störfum frá kl. 13.30–17. Þar verður m.a. heyskapur, þjóðdansar, tónlistaratriði og hægt verður að bragða á heimatilbúnu góð- gæti. Aðgangseyrir 500 kr., frítt fyrir börn. Opið daglega frá kl. 9–18, fim. kl. 9–22. Gljúfrasteinn - Hús skáldsins | Gljúfra- steinn er opinn alla daga í sumar kl. 9–17. Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. Margmiðlunarsýning og gönguleið- ir í nágrenninu. Frekari upplýsingar á www.gljufrasteinn.is og í s. 586 8066. Iðnaðarsafnið | Iðnaðarsafnið var stofnað til að minnast síðastliðinnar aldar í iðnaði á Akureyri, enda bærinn þá oft nefndur Iðn- aðarbærinn. Á safninu getur að líta vélar og verkfæri af öllum stærðum og gerðum, framleiðsluvöru o.fl. Opið daglega frá 13–17 til 15. sep. 400 kr. inn, frítt fyrir börn. Kotbýli kuklarans | Sýning á Klúku í Bjarn- arfirði sem er bústaður galdramanns. Litið er inn í hugarheim almúgamanns á 17. öld og fylgst með hvernig er hægt að gera morg- undaginn lítið eitt bærilegri en gærdaginn. Opið alla daga kl. 12–18 til 31. ágúst. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Sýning í Þjóðarbókhlöðu. Myrkraverk og misindismenn. Reykjavík í íslenskum glæpa- sögum. Reykjavík hefur löngum verið vin- sælasta sögusvið íslenskra glæpasagnahöf- unda. Langflestir íslenskir glæpasagnahöfundar hafa skapað sína eigin Reykjavík þar sem myrkraverk og misind- ismenn leynast, allt frá Granda upp í Graf- arholt. Ritað í Voðir. Sýning Gerðar Guðmunds- dóttur. Sumir safna servíettum, aðrir safna hlutabréfum. Gerður safnar bókstöfum úr íslenskum handritum svo og laufblöðum haustsins, þrykkir á síður og býr til handrit og bækur. | Sýning á teikningum Halldórs Baldurssonar sem byggðar eru á Vetr- arborginni e. Arnald Indriðason. Upphaflega var Halldór beðinn að gera málverk en hon- um fannst eðlilegra að halda sig við sögu- formið og því varð myndasagan fyrir valinu. Teikningar Halldórs eru til sölu. Opið mán.– fös. kl. 9–17, lau. kl. 10–14. Listasafn Árnesinga | List, listiðnaður og hönnun frá Færeyjum. Verk eftir 32 ein- staklinga. Ríkey Kristjánsdóttir, textílhönn- uður í hönnunarstofu. Aðgangur ókeypis. Opið alla daga kl. 11–17 til 31. júlí. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Í tilefni af 25 ára afmæli Ljósmyndasafns Reykjavíkur sýnir það úrval ljósmynda úr safneign sinni á Lækjartorgi, Austurvelli og í Fógetagarði. Sýna þær götumynd og mannlíf í miðbæ Reykjavíkur síðustu 100 árin og gefa áhorf- endum kost á að bera fyrri tíma saman við borgarmynd dagsins í dag. Andrés Kolbeinsson (f. 1919) er menntaður tónlistarmaður og sjálfmenntaður sem ljós- myndari. Með hárfínu næmi fyrir formi og myndbyggingu sýnir hann í myndum sínum frá árunum 1952–1965 unga og vaxandi Reykjavíkurborg, byggingar hennar, lista- menn, iðnað og mannlíf. Til 24. sept. Minjasafnið á Akureyri | Sumarsýning. Ef þú giftist? Brúðkaupssiðir fyrr og nú. Ef þú giftist fjallar um brúðkaup og brúðkaupssiði í gegnum tíðina. Sýningin er unnin í sam- starfi við Þjóðminjasafn Íslands og er opin alla daga milli 10 og 17. Til 15. sept. Gönguferð með leiðsögn um fornleifaupp- gröftinn á Gásum, kaupstaðinn frá miðöld- um, 11 km norðan við Akureyri. Gengið frá bílastæðinu við Gáseyrina miðvikudaginn 19. og 28. júlí kl. 13 og 3. ágúst kl. 20. Þátt- taka í göngunni kostar 300 krónur. www.gasir.is og www.akmus.is. Perlan | Sögusafnið í Perlunni er opið alla daga kl. 10–18. Hljóðleiðsögn leiðir gesti í gegnum fjölda leikmynda sem segja söguna frá landnámi til 1550. ww.sagamuseum.is. Sundlaugin í Laugardal | Sýningu Borg- arskjalasafns Reykjavíkur í tilefni af 70 ára afmæli Laugarnesskóla lýkur í anddyri Laugardalslaugar nú um helgina. Allir vel- komnir. Borgarskjalasafn. Veiðisafnið - Stokkseyri | Skotveiðisafn – uppstoppuð veiðidýr og veiðitengdir munir, skotvopn o.fl. Opið kl. 11–18. Sjá nánar á www.hunting.is. Víkin - Sjóminjasafnið | „Togarar í 100 ár“. Sýningunni er ætlað að veita innsýn í við- burðaríka sögu togaraútgerðar og draga fram fjölþætt áhrif hennar á samfélagið. „Úr ranni forfeðranna“ er sýning á minjasafni Hinriks Bjarnasonar og Kolfinnu Bjarnadótt- ur. Molakaffi í boði og frábært útsýni yfir höfnina. Þjóðmenningarhúsið | Tvær glæsilegar nýj- ar sýningar: Íslensk tískuhönnun sem sýnir fjölbreytnina og sköpunarkraftinn í tísku- geiranum og Í spegli Íslands, um skrif er- lendra manna um Ísland og Íslendinga fyrr á öldum. Auk þess helstu handrit þjóðarinnar í vandaðri umgjörð á handritasýningunni og Fyrirheitna landið. Þjóðminjasafn Íslands | Fornleifauppgröftur fer nú fram víðs vegar um land og í Rann- sóknarýminu á 2. hæð má sjá úrval gripa sem fundist hafa á undanförnum árum. Til 31. júlí. Þjóðminjasafn Íslands | Vaxmyndasafnið hefur löngum verið sveipað ævintýraljóma og í sumar gefst tækifæri til sjá hluta þess á 3. hæð safnsins. Óskar Halldórsson útgerð- armaður styrkti íslenska ríkið árið 1971 til að koma safninu upp í minningu sonar hans, Óskars Theodórs Óskarssonar. Í Þjóðminjasafni Íslands er boðið upp á fjöl- breyttar sýningar, fræðslu og þjónustu. Þar eru safnbúð og kaffihús. Skemmtanir Vélsmiðjan Akureyri | Rokkhljómsveit Rún- ars Júlíussonar leikur fyrir dansi í kvöld, húsið opnað kl. 22, frítt inn til miðnættis. Fréttir og tilkynningar Fjölskylduhjálp Íslands | Tekið á móti mat- vælum, fatnaði og leikföngum á mið- vikudögum kl. 13–17. Úthlutun matvæla sama dag kl. 15–17 í Eskihlíð 2–4 við Mikla- torg. Þeir sem vilja styðja starfið fjárhags- lega geta lagt inn á reikning 101–26–66090, kt. 660903–2590. JCI Heimilið | Ljósmyndasamkeppni JCI Ís- lands stendur nú yfir. Keppnin er opin öllum áhugaljósmyndurum og verða úrslitin kynnt á Menningarnótt Reykjavíkur 19. ágúst. Keppnin er árleg, en þemað í ár er Höf- uðborgin í ýmsum myndum. Veitt verða fern verðlaun frá Ormsson og ljosmyndari.is. Sjá nánar www.jci.is. Börn Garðabær | Golfleikjaskólinn heldur 5 daga golfnámskeið frá mánudegi til föstudags fyrir foreldra og börn flestar vikur í sumar. Hægt er að velja á milli tímana 17.30–19 eða 19.10–20.40. Uppl. og skráning eru á golf- @golfleikjaskolinn.is og í síma 691 5508. www.golfleikjaskolinn.is. Reykjavíkurborg | Í sumar verða opnir leik- vellir á vegum ÍTR fyrir 2–5 ára börn í hverf- um borgarinnar. Þar er boðið upp á útivist og leik í öruggu umhverfi. Komugjald er 100 kr. Uppl. á www.itr.is og í síma 411 5000. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 2006 47 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Aukahlutapakki fylgir með í júlí á meðan birgðir endast. Upphækkun, heilsársdekk og 16” álfelgur. Júlípakki: 180.000 kr. STAÐALBÚNAÐUR: 2.0 lítra - 158 hestöfl, fjórhjóladrif, hiti í speglum, hraðastillir (PLUS), hiti í sætum (PLUS), hiti í framrúðu (PLUS), sjálfvirk loftkæling (PLUS), kastarar í stuðara (PLUS), sóllúga (LUX), aðgerðastýri (LUX) og leðurinnrétting (LUX). Þrír bílar í einum. 2.590.000 kr. www.subaru.is Forester2.590.000,- Forester PLUS2.790.000,- Forester LUX 3.090.000,- Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00.Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Akureyri 461-2960 Njarðvík 421-8808 Höfn í Hornafirði 478-1990 Reyðarfirði 474-1453 Subaru Forester er mun öflugri en margir stærri jeppar en samt lipur og léttur í akstri líkt og fólksbíll. Forester var valinn dráttarbíll ársins í Hollandi og hentar því vel fyrir fellihýsi og tjaldvagna. Í Rússlandi var hann valinn jepplingur ársins og bíllinn með minnstu bilanatíðnina í Þýskalandi. Á Íslandi er hann ódýrasti sjálfskipti jepplingurinn á markaðnum í dag. Umboðsmenn um land allt Laugavegi 56 sími 551 7600 Stívélin eru komin Rauð og svört Stærðir 35 – 40 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Bingó kl.14. Allir vel- komnir. Handavinnustofan opin alla virka daga frá kl. 9–16.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, fótaað- gerð, frjálst að spila í sal, dagblöðin liggja frammi. Uppselt er í ferðina að Sólheimum fimmtudaginn 20. júlí. Dalbraut 18 – 20 | Bridge mánudag kl. 14. Félagsvist þriðjudag kl. 14. Bón- us miðvikudag kl. 14. Heitt á könn- unni, blöðin liggja frammi. Hádeg- isverður og síðdegiskaffi. Uppl. um sumarferðir í síma 588 9533. Allir velkomnir. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl 20.30 í félagsheimilinu Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Skrifstofa FEB verður lokuð frá 17. júlí til 8. ágúst. Skjaldbreiður – Hlöðufell 16. ágúst. Ekið er til Þingvalla, um Ux- ahryggjaveg, Kjalveg skammt frá Gullfossi. Flateyjardalur – Fjörður 19. ágúst, 4 dagar: Ekið norður um Sprengisand, ekið til baka um hring- veginn. Uppl. og skráning frá 8. ágúst í síma 588 2111. Félagsheimilið Gjábakki | Handa- vinnustofan opin. Alltaf heitt á könn- unni og heimabakað meðlæti. Fé- lagsvist kl. 20.30. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Fé- lagsmiðstöðin Gullsmári, Gullsmára 13, verður lokuð fram til 8. ágúst 2006 vegna sumarleyfa. Fótaað- gerðastofan er opin, sími 564 5298 og hársnyrtistofan er með síma 564 5299. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | FEBG og FAG standa fyrir Akureyr- arferð dagana 8.–10. ágúst. Gisting, morgunmatur og kvöldverður á Hótel Eddu, Akureyri. Verð einungis 15.000,–. Miðasala í Garðabergi 17. og 18. júlí kl. 9–14. Takmarkaður mið- afjöldi. Félagsstarf Gerðubergs | Vegna sumarleyfa starfsfólks fellur starf- semi og þjónusta niður til þriðjud. 15. ágúst. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug, sími 557 5547, eru á mánud. kl. 10.30 og miðvikud. kl. 9.30. Strætisvagnar S4, 12 og 17. wwwgerduberg.is. Hafnarfjörður | Í sumar verður pútt- að á Vallavelli á Ásvöllum á laug- ardögum frá 10–11.30 og á fimmtu- dögum frá kl. 14–16. Mætum vel og njótum hverrar stundar. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dagblöðin, baðþjónusta, fótaaðgerð (annan hvern föstudag), hárgreiðsla. Kl. 11 banki. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 14 bingó. Kl. 14.45 bókabíll. Kl. 15 kaffi. Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9. Brids kl. 13. Boccia kl. 13.30. Pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Hvassaleiti 56–58 | Böðun fyrir há- degi. Hádegisverður kl. 11.30. Bingó kl. 14, kaffi og vöfflur í hléi. Fótaað- gerðir 588 2320. Hársnyrting 849 8029. Blöðin liggja frammi. Hæðargarður 31 | Listasmiðjan opin. Félagsvist mánud. kl. 13.30. Frjáls spil miðvikudag kl. 13.30. Guðnýjarganga kl. 10 þriðjudag og fimmtudag. Gönu- hlaup föstudag kl. 9.30. Út í bláinn laugardag kl. 10. Púttvöllur opinn. Leiðsögn í pútti fimmtudag kl. 17. Sumarferðir 15. júlí og 15. ágúst. Nán- ari upplýsingar 568 3132. Norðurbrún 1, | Hárgreiðslustofan verður lokuð frá 12. júlí til 15. ágúst. Fótaaðgerðastofa verður lokuð frá 17. júlí til 9. ágúst. Handavinnustofur verða lokaðar fram í ágúst vegna sumarleyfa. SÁÁ félagsstarf | Miðasala er hafin á fjölskylduhátíð SÁÁ að Hlöðum. Miðasala er í Síðumúla 3–5. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–14.30 handavinna. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13.30 sungið við flygilinn undir stjórn Sigurgeirs. Kl. 14.30 dansað undir lagavali Sigurgeirs. Rjómatertur í kaffitímanum. Allir vel- komnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Morg- unstund kl. 9.30, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofur opnar, leikfimi kl. 10. Bingó kl. 13.30, allir velkomnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Altarisganga kl. 22. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.