Morgunblaðið - 17.08.2006, Page 49

Morgunblaðið - 17.08.2006, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 49 MENNING GERÐUR Guðmundsdóttir lista- kona átti heiðurinn af vali lista- kvenna á sýninguna Ort í textíl sem nýlokið er í Ráðhúsi Reykja- víkur. Erlendu listakonurnar voru þrjár en þær íslensku níu. Við fyrstu sýn lét sýning þeirra ekki mikið yfir sér en opnaðist upp í átt að nokkrum fjölbreyti- leika þegar nánar var skoðað. Um verk flestra má segja að text- íllistin í dag leitist augljóslega við að endurnýja sig stöðugt og ein- kennist af fjölbreyttum efn- istökum jafnt sem nútímalegu við- fangsefni. Hlutur erlendu listakvennanna þriggja var stærstur, þeirra Pas- cal Goldenberg, Moniku Shciwy- Jensen og Elsbeth Nusser-Lampe. Goldenberg notar gjarnan gamalt hráefni í verk sín, notuð svunta fær nýtt hlutverk og gamlar fjalir eru burðarstangir, jafnvel gamalt og blettótt efni fær hlutverk. Hér komu saman á fallegan hátt leit nútímans að samhengi og skrá- setning fortíðar, þar sem nútíminn og hið liðna skapa eina heild, líkt og sjá má í verkum þýska rithöf- undarins W. G. Sebald þar sem minningar einstaklinga koma sam- an og skapa einstakan tíðaranda. Íslenska listakonan Ingibjörg Jónsdóttir sem sýndi í Listasasfni ASÍ ekki fyrir löngu var á svip- uðum nótum í verkum sínum þó þau líkist ekki list Goldenberg á yf- irborðinu. Monika Schiwy-Jensen sýndi bútasaum með áþrykktum texta úr fjármálatíðindum, jarð- bundnar upplýsingar kallast á við hefðbundinn bútasauminn. Vegg- teppi hennar eru unnin líkt og mál- verk þar sem spila saman ljós og skuggar á fínlegan máta. Elsbeth Nusser-Lampe vinnur út frá náttúrumótífum, eitt verka hennar birti texta um biðukollu sem virtist vera barnagæla. Það var nostalgískur blær yfir verkum hennar sem þó eru unnin á nútíma- legan hátt og minna einnig á mál- verk. Það var gaman að sjá á verk- um þessara listakvenna hvað textíllistin býður upp á fína mögu- leika, hvort sem er í handverki eða meiningu og innihaldi, þó þetta verði varla aðskilið. Íslensku listakonurnar níu sýndu eitt verk hver sem of langt væri upp að telja, en hér nefni ég helst frumlegan skúlptúr Ólafar Ein- arsdóttur, hangandi „þúfu“, sem þó hefði etv. getað notið sín betur í rýminu. Einnig vaxfylltar slöngur Hrafnhildar Sigurðardóttur og ekki má gleyma fallegri og einfaldri mynd Rósu Júlíusdóttur, Sól- argeisli á köldu vatni, þar sem ein- föld efnismeðferð, litir og áferð sköpuðu eftirminnilega og kyrrláta mynd. Í heild birti sýningin Ort í textíl ágætlega þá fjölbreytni og þann metnað sem ríkir í listgeiranum kenndum við textíl, eins og einnig sást á afmælissýningu Textílfélags- ins á Kjarvalsstöðum fyrir ekki svo löngu. Fjármálafréttir og fornar hefðir MYNDLIST Ráðhús Reykjavíkur Alþjóðleg samsýning. Ort í textíl Morgunblaðið/Árni Sæberg Verkið Sólargeisli á köldu vatni eft- ir Rósu Júlíusdóttur er eitt af verk- unum sem sjá mátti á sýningunni í Ráðhúsi Reykjavíkurborgar. Ragna Sigurðardóttir STYKKISHÓLMUR ómar af söng í kvöld, en kl. 20.30 hefjast söng- tónleikar með Sesselju Kristjáns- dóttur óperusöngkonu og Guðríði St. Sigurðardóttur píanóleikara í Stykkishólmskirkju. Íslensk söng- lög heyrast þar í bland við er- lend, en meðal tónskáldanna, sem eiga lög á efnisskránni, eru Karl O. Runólfsson, Sigfús Hall- dórsson, leikhússkáldið Kurt Weill og Friedrich Hollaender, sem frægur varð fyrir tónlist sína í stríðsárakvikmyndinni Bláa englinum. Sesselja og Guðríður er vel þekktar úr íslensku tónlistarlífi og hafa getið sér gott orð fyrir frábæran flutning og túlkun. Sesselja var fastráðin hjá Ís- lensku óperunni frá ágúst 2002 til 2004 og hefur komið fram sem einsöngvari á fjölda tónleika, hér heima og erlendis. Guðríður hef- ur víða komið fram innanlands og utan, ýmist sem einleikari eða með öðrum tónlistarmönnum, m.a. sem einleikari með Sinfón- íuhljómsveit Íslands. Sungið á sumarkvöldi Morgunblaðið/ Jim Smart Guðríður St. Sigurðardóttir og Sesselja Kristjánsdóttir verða í Stykkishólmskirkju í kvöld. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.