Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag föstudagur 25. 8. 2006 bílar mbl.isbílar SAGA RUF SPORTBÍLANNA FRÁ ÁRINU 1975 HEFUR ALOIS RUF ENDURSMÍÐAÐ PORSCHE SPORTBÍLA Í PFAFFENHAUSEN UNDIR EIGIN NAFNI Fjallasport á Íslandi framkvæmdi fyrstu 33" breytinguna á Touareg » 2 UMFERÐARSTOFU hafa að und- anförnu borist fregnir og myndir af stórhættulegu og ólöglegu athæfi þar sem börnum er leyft að standa utan á bifreiðum á ferð en í öllum tilfellum hefur verið um að ræða jeppa akandi á fjallvegum. „Í þeim tilfellum sem okkur hafa borist ábendingar um þetta hefur þetta verið utan hins hefðbundna vegakerfis og það virðist vera sem menn líti svo á að þarna gildi ekki sömu reglur og annars staðar og mönnum sé minni hætta búin en það er mikill misskilningur. Það er mjög sláandi að sjá að menn skuli viðhafa svona hegðun með börnum þó að auðvitað gildi sömu reglur og bönn óviðkomandi á hvaða aldri viðkomandi er. Menn virðast gjör- samlega snauðir af þeirri vernd- artilfinningu sem fólk ætti að hafa gagnvart börnum,“ segir Einar Magnús Magnússon upplýsinga- fulltrúi Umferðarstofu og bætir því við að mjög alvarleg slys hafi hlot- ist af viðlíka athæfi og óttast hann að þetta sé algengara því ekki fær Umferðarráð tilkynningar um öll tilfellin. Svona myndir þekkjast ekki nema frá stríðsátakasvæðum þar sem hermenn eiga í hlut segir Einar Magnús. Börn standandi utan á jeppa en myndin barst Umferðarstofu. Börn hanga utan á bílum FYRSTA fjórhjólið á hvítum núm- eraplötum og götulöglegt, var afhent í síðustu viku en fjöldi fólks hefur beðið eftir því að lagabreyting frá Alþingi tæki gildi svo hægt væri að nota þessi tæki á götum landsins en ekki eingöngu í torfærum. Kjartan Guðmundur Júlíusson sem er búsettur í Garði er einn af þeim fyrstu til að fá fjórhjól á hvít númer en hann notar nýja Yamaha- fjórhjólið sitt til að komast til vinnu á Keflavíkurflugvelli. Á fjórhjólinu í vinnuna „Mig hefur langað í fjórhjól frá því ég var gutti og þegar ég las um þetta hjá ykkur [bílablaði Morgunblaðs- ins] þá ákvað ég bara að slá til. Ég fór og skoðaði, lét taka frá hjólið fyr- ir mig, svo beið ég eftir því að þetta kæmi. Þeir segja mér hjá Yamaha að ég hafi verið fyrstur til að fá svona hjól á númer,“ segir Kjartan. Aðspurður um í hvað hann ætlar að nota fjórhjólið sagði Kjartan að hann ætlaði aðallega að nota það til að fara í og úr vinnu. „Ég nota þetta bara í vinnuna, ég á heima úti í Garði og ég keyri upp á flugvöll. Þetta er mjög skemmtilegt og sumir sem maður mætir á leiðinni snúa sig nán- ast úr hálsliðnum. Það eru margir sem vita ekki af því að þetta er komið í lög og spyrja hvað ég sé eiginlega að gera þegar ég sest á hjólið og ætla að keyra á því heim.“ Fjórhjól af þessu tagi er hag- kvæmt í rekstri en tryggingar með húftryggingu gætu verið í kringum 70 þúsund krónur fyrir fjórhjól eins og Yamaha Raptor og eldsneytis- kostnaður er í algjöru lágmarki. Ef marka má þau viðbrögð sem umboð fjórhjóla hafa fengið á síðustu dögum er mikil eftirspurn eftir fjór- hjólum til þessara nota því það hefur mikið verið hringt í umboðin og spurt um hvaða fjórhjól eru fáanleg með götuskráningunni. Um götuskráningu fjórhjóla gilda allar sömu reglur og um þung bifhjól og verða fjórhjólin að uppfylla sömu kröfur til að geta fengið götuskrán- ingu. Um er að ræða kröfur varðandi t.d. ljósabúnað, útblásturs- og há- vaðamengun og því er ekki sama- semmerki á milli allra fjórhjóla því með skráningu þarf að fylgja vottorð frá framleiðanda um að fjórhjólið uppfylli þessar kröfur og fleiri. Fjórhjól á göturnar Ljósmynd/Kjartan Guðmundur Júlíusson Fjórhjól Kjartan Guðmundur Júl- íusson á Yamaha fjórhjólinu sínu í umferðinni í Garðinum. Lagabreyting heimilar skráningu á fjórhjólum til almennrar notkunnar Morgunblaðið/ Jim Smart Reynsluakstur á nýstárlegum 180 hestafla Citroën C4 VTS. » 8 föstudagur 25. 8. 2006 íþróttir mbl.is íþróttir Körfuboltalandsliðið tapaði naumlega í Hollandi » 3 KR Í ANNAÐ SÆTIÐ BJÖRGÓLFUR TAKEFUSA HELDUR ÁFRAM AÐ SKORA OG HANN TRYGGÐI KR SIGUR Á ÍBV, 2:0. Morgunblaðið/RAX Sigurmarkið Hafþór Ægir Vilhjálmsson skallar boltann í mark Keflvíkinga og tryggir Skagamönnum dýrmætan sigur sem kom þeim úr fallsæti úrvalsdeildarinnar. »2+ EIÐUR Smári Guðjohnsen á mögu- leika á að spila á ný á sínum gamla heimavelli í London, Stamford Bridge, 18. október. Evrópumeistar- ar Barcelona drógust gegn fyrrum félögum Eiðs Smára í Chelsea í gær þegar dregið var í riðla fyrir Meist- aradeild Evrópu og félögin mætast því í keppninni þriðja árið í röð. Þau eigast síðan við á Camp Nou í Barce- lona hinn 31. október. Tvö undanfarin ár hafa Chelsea og Barcelona mæst í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Eiður Smári hafði betur með enska liðinu vorið 2004 en Barcelona kom fram hefnd- um í fyrra. Með Barcelona og Chelsea í riðli eru Werder Bremen og búlgarska félagið Levski Sofia en tvö lið fara áfram úr riðlinum sem leikinn er frá 12. september til 5. desember. Riðlarnir átta eru þannig skipaðir: A-riðill: Barcelona, Chelsea, Werder Bremen, Levski Sofia. B-riðill: Inter Mílanó, Bayern Münc- hen, Sporting Lissabon, Spartak Moskva. C-riðill: Liverpool, PSV Eindhoven, Bordeaux, Galatasaray. D-riðill: Valencia, Roma, Olympia- kos, Shakhtar Donetsk. E-riðill: Real Madrid, Lyon, Steaua Búkarest, Dynamo Kiev. F-riðill: Manchester United, Celtic, Benfica, FC Köbenhavn G-riðill: Arsenal, Porto, CSKA Moskva, Hamburger SV H-riðill: AC Milan, Lille, AEK Aþena, Anderlecht. Leikirnir í riðlakeppninni verða 12./ 13. september, 26./27. september, 17./18. október, 31.okt./1. nóvember, 21./22. nóvember og 5./6. desember. Eiður Smári og félagar í Barce- lona eru komnir til Mónakó þar sem þeir mæta Sevilla í leiknum um Meistarabikar Evrópu í kvöld. Eiður aftur á Stamford Bridge AP Spennandi Eiður Smári Guðjohnsen og Ronaldinho eiga fyrir höndum tvo leiki gegn Chelsea í Meistaradeild Evrópu, báða í októbermánuði. BIRGIR Leifur Hafþórsson, at- vinnukylfingur úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, byrjaði mjög vel á Ecco-mótinu í Óðinsvéum í Danmörku í gær er hann lék fyrsta hring mótsins á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari vallar. Birgir er í 13.–21. sæti eftir fyrsta dag- inn, þremur höggum á eftir efsta manni, Óskari Henningssyni frá Svíþjóð. Birgir Leifur fékk fimm fugla á hringnum, einn skolla og tólf pör. Birgir byrjaði á 66 höggum Birgir Leifur Hafþórsson Yf ir l i t                                  ! " # $ %          &         '() * +,,,                       Í dag Staksteinar 8 Viðhorf 38 Veður 8 Umræðan 38/43 Fréttaskýring 10 Bréf 43 Viðskipti 18 Minningar 44/53 Úr verinu 18 Staðurstund 56/64 Erlent 20/21 Myndasögur 58 Menning 22/23 Dægradvöl 65 Akureyri 24 Dagbók 58/61 Austurland 25 Leikhús 62 Landið 25 Víkverji 68 Daglegt líf 26/35 Bíó 66/69 Forystugrein 36 Ljósvakamiðlar 70 * * * Innlent  Glitnir hefur tryggt endur- fjármögnun fyrir árið 2007. Hefur bankinn gefið út skuldabréf að jafn- virði 3 milljarða evra sem af er árinu en skuldir með gjalddaga á næsta ári numu 2,7 milljörðum evra. »1  Kaupréttarsamningar eru orðnir algengari milli fyrirtækja og stjórn- enda eftir talsverða niðursveiflu í fjölda þeirra undanfarin ár. »72  Árvakur, útgáfufélag Morg- unblaðsins, stefnir að því að félagið verði alhliða fjölmiðla- og miðl- unarfyrirtæki sem hægt verði að skrá í Kauphöll innan þriggja ára. »4  Baugur Group, hefur í samstarfi við fleiri fjárfesta, náð samkomulagi við stjórn bresku verslunarkeðj- unnar House of Fraser um kaup á félaginu. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á rúma 60 milljarða króna. »72 Erlent  2.000 franskir hermenn eiga að taka þátt í friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna í Líbanon. Jacques Chirac, forseti Frakklands, skýrði frá þessu í gær og sagði að Frakkar væntu þess að þeim yrði falið að stjórna friðargæsluliði Sam- einuðu þjóðanna. »20  Lögregla í Ísrael yfirheyrði í gær forseta landsins, Moshe Katsav, sem þrjár konur hafa kært fyrir kynferð- islega áreitni. »20  Fyrsta vetnisáfyllingarstöðin hefur verið opnuð í Noregi. Stefnt er að því að fjölga þeim þar í landi á næstunni og koma þeim einnig upp í Danmörku og Svíþjóð. »21  Vísindamenn í Bandaríkjunum segjast hafa fundið leið til að stunda stofnfrumurannsóknir án þess að farga um leið fósturvísum. Þeir segj- ast hafa ræktað stofnfrumulínur með því að nota tækni sem annars er notuð til að skima erfðaefni í fóst- urvísum áður en þeim er komið fyrir í legi konu eftir glasafrjóvgun. »21 Viðskipti  Nyhedsavisen, fríblað Dags- brúnar í Danmörku, hefur göngu sína föstudaginn 6. október. Stjórn- endur blaðsins lofa auglýsendum einni milljón lesenda á dag. »18  Árni M. Mathiesen, fjár- málaráðherra, telur að afnám stimp- ilgjalds myndi framlengja verð- bólgu. Hann segist þó gjarnan vilja að stimpilgjaldið hverfi. »18 MAÐURINN sem slasaðist al- varlega í bílslysi á Vesturlandsvegi síðastliðinn laug- ardag er látinn. Hann var fluttur á gjörgæslu Land- spítala –– Há- skólasjúkrahúss eftir að hross fældist í veg fyrir bíl sem hann var farþegi í með þeim afleiðingum að bíllinn lenti í árekstri við annan bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Hinn látni hét Dariusz Wojewoda, 25 ára gamall og lætur eftir sig unnustu. Hann hafði starfað hjá Loftorku í Borgarnesi frá maí síð- astliðnum og var búsettur þar. Lést í um- ferðarslysi Dariusz Wojewoda FRAGTFLUGVÉL Air Atlanta af gerðinni Airbus 300-600, sem verið hefur föst á Beirútflugvelli í Líbanon frá því að átök hófust milli Ísraela og Hizbollah, flaug þaðan til Kýpur síð- degis í gær. Vélin er með þeim fyrstu sem fljúga frá flugvellinum síðan vopnahlé komst á í Líbanon ef frá er talið flug vegna mannúðaraðstoðar. Flugvélin var í skoðun og viðhaldi í Beirút þegar átökin hófust um miðjan júlí og höfðu íslenskir flugvirkjar yf- irumsjón með verkinu. Flugvirkjarnir þrír voru meðal þeirra tíu Íslendinga sem fluttir voru frá landinu með hjálp Norðmanna og Finna en eftir að þeim var komið úr landi hóf flugfélagið að vinna að því að koma flugvélinni sjálfri frá Líbanon. Að sögn Magnúsar Magnússonar, deildarstjóra hjá flug- verndarsviði Atlanta, hófst sú vinna fyrir þremur vikum eða meðan átökin stóðu enn yfir. Ísraelsmenn settu bæði hafn- og flugbann á Líbanon og voru opinberir aðilar og allir mögulegir tengiliðir nýttir til að vélinni yrði hleypt í gegn. Farþegaþotur annarra flugfélaga náðu að forða sér í burtu áð- ur en flugbannið var sett en Atlanta- vélin komst ekki þar sem viðhaldi hennar var ekki lokið. Starfsmenn utanríkisþjónust- unnar og flugfélagsins beittu sér Um leið og vopnahléið komst á var ýtt á eftir að lokið yrði við viðhald vél- arinnar. Lauk því klukkan níu í gær- morgun en þá var áhöfn frá Atlanta, sem samanstóð af belgískum flug- stjóra, íslenskum flugmanni og sænsk- um og hollenskum flugvirkjum, komin til Beirút. Þurfti þá greiða úr mikilli diplómatískri flækju þar sem líbönsk stjórnvöld vildu ekki heimila vélinni að fara nema fá tryggingu fyrir því að ísr- aelsk stjórnvöld væru tilbúin að leyfa flugið. Reyndist þetta erfitt þar sem líbönsk og ísraelsk stjórnvöld eiga í af- ar takmörkuðum samskiptum þessa dagana. Eftir mörg símtöl við ísraelska emb- ættismenn, þar sem starfsmenn ís- lensku utanríkisþjónustunnar og flug- félagsins beittu sér til að tryggja undanþágu frá flugbanninu, fékkst flugleyfi frá ísraelskum stjórnvöldum sem Líbanar viðurkenndu á þriðja tím- anum í gær. Líka þurfti að fá leyfi fyrir fluginu hjá yfirvöldum á Kýpur, Tyrk- landi og Sýrlandi. Vélin lenti á Kýpur síðdegis í gær og var áætlað að hún héldi áfram för til Írlands í gærkvöldi eða í dag. Þar verður vélin máluð en síðan mun hún halda til verkefna á vegum flugfélagsins Air France. Flugvél Atlanta var flogið frá Beirút í Líbanon í gær Greiða þurfti úr mikilli diplómatískri flækju »29. júní fer flugvél Atlanta í við-hald í Beirút. Áætlað að því ljúki 20. júlí. » 12. júlí hefjast árásir Ísr-aelsmanna á Líbanon » 18. júlí komast síðustu Íslend-ingarnir, þar á meðal flug- virkjar Atlanta, frá Beirút » 11. ágúst ályktar öryggisráð SÞum ástandið í Líbanon » 24. ágúst flýgur vél Atlanta fráBeirút til Kýpur Í HNOTSKURN UPPRÖÐUN efnis í Morg- unblaðinu í dag tekur nokkrum breytingum. Í fremsta hluta blaðsins eru fréttir að vanda. Næst kemur Daglegt líf, sem er nú meira að vöxtum en áður, en efni úr tíma- ritum, sem Morgunblaðið hefur gefið út, færist inn í Daglegt líf. Næst á eftir miðopnu blaðsins koma aðsendar greinar og minn- ingargreinar með hefðbundnum hætti. Aftasti hluti blaðsins, Stað- ur og stund, er hins vegar með nýju sniði og er þar blandað sam- an föstu, daglegu efni, við- burðatengdu efni af ýmsu tagi og menningarumfjöllun. Fastir dálkar, sem fá nýjan stað í blaðinu, eru veðurkortið og Stak- steinar, sem færast af næstöftustu síðu á bls. 8 og vísnadálkurinn, sem áður birtist á síðum með svæðisbundnum fréttum, en verð- ur nú í Daglegu lífi. Tímarit Morgunblaðsins kemur ekki út frá og með næsta sunnu- degi. Efni þess færist inn í að- alblaðið og má geta þess að sunnudagskrossgátan vinsæla verður í aðalblaði Morgunblaðsins á sunnudaginn. Breytt uppröðun efnis SJÁLFBOÐALIÐAR á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar héldu upp að Hrafntinnuskeri í vik- unni í þeim tilgangi að koma fyrir skiltum þar sem ferðamenn eru varaðir við hættu á hruni úr íshell- unum. Þýskur ferðamaður lést í einum hellanna í síðustu viku og er verkefnið þáttur í fyrirbyggjandi aðgerðum Landsbjargar. Björgunarsveitarmenn prófuðu svokallaðar hljóðbombur, en Landsbjörg kannar nú möguleika á því að nota slíkar bombur til að vara við Kötlugosi. Björgunar- sveitir frá Hellu og Hvolsvelli stóðu að verkefninu og með þeim voru lögreglumenn og sýslumaðurinn. Morgunblaðið/RAX Hljóðprófanir á hálendinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.