Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristján RúnarKristjánsson fæddist í Hafn- arfirði 8. maí 1953. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kristján Jónsson, f. 20. apríl 1925, og Guðrún Helga Karlsdóttir, f. 20. nóvember 1924. Systkini Kristjáns Rúnars eru Jón Karl, f. 23. september 1948, Hrafnhildur, f. 12. nóvember 1956, Reynir, f. 10. mars 1961, og Þór, f. 22. maí 1965. Hinn 1. mars 1975 kvæntist Kristján Rúnar Báru Þórarins- dóttur, f. 24. júní 1955, foreldrar hennar eru Guðný Þorvaldsdóttir, í Lækjarskóla og síðan í Flens- borgarskóla sem á þeim tíma var gagnfræðaskóli. Kristján Rúnar lærði múraraiðn hjá föður sínum og lauk þar sveinsprófi frá Iðn- skólanum í Hafnarfirði. Þau Kristján Rúnar og Bára hófu sinn búskap í Hafnarfirði 1972. Þaðan lá leið þeirra í Voga á Vatnsleysu- strönd þar sem þau byggðu sér einbýlishús. Þau stoppuðu stutt við í Vogum og fluttu ásamt dætr- um sínum til Skövde í Svíþjóð 1988 og bjuggu þar til ársins 1999. Í Svíþjóð starfaði Kristján Rúnar hjá Volvoverksmiðjunum. Þau Kristján Rúnar og Bára bjuggu síðustu æviár Kristjáns Rúnars í Kópavogi og starfaði hann í Byko. Útför Kristjáns Rúnars verður gerð frá Víðistaðakirkju í Hafn- arfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. f. 24. janúar 1929, og Eiríkur Ásgeirsson, f. 7. nóvember 1933. Kristján Rúnar og Bára eiga fjórar dæt- ur, þær eru: 1) Guðný Helga, f. 30. janúar 1973, maki Vignir Sveinbjörns- son og eiga þau syn- ina Ingvar Egil og Elvar Inga. 2) Guð- rún Sigríður, f. 26. október 1974, maki Magnús Jón Björg- vinsson og eiga þau börnin Andreu Rún og Kristófer Andra. 3) Sveinbjörg, f. 25. apríl 1981, maki Sturla Bergsson og átti hún fyrir dótturina Sóley Maríu. 4) Kristjana Rúna, f. 2. september 1983. Kristján Rúnar ólst upp í for- eldrahúsum í Hafnarfirði og gekk Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Kveðja, foreldrar. Elsku pabbi. Missirinn við fráfall þitt mun taka á okkur allar og hugsunin um allt það góða sem þú gerðir fyrir okkur í gegnum tíðina mun lifa í minningu okkar. Þú varst yndislegur pabbi og alltaf var hægt að leita til þín, hvað sem bjátaði á. Þú lagðir mikla áherslu á að við yrðum sjálfstæðar og stóðst með okkur í einu og öllu. Jólin voru alltaf svo minnisstæð hjá okkur. Þú og mamma gerðuð þau svo hátíðleg. Þið voruð bæði svo mikil jólabörn og gerðuð allt til að gera jólin að góðum minningum fyr- ir okkur. Oft var glatt á hjalla þegar fjölskyldan var saman komin og varst þú hrókur alls fagnaðar hvar sem þú komst. Engill þinn þig verndar. Í faðmi ljóssins þú hvílir sál þín finnur friðinn ást okkar til þín í hjörtum okkar býr flæða okkar sorgartár við minningarnar um þig. Þú átt alltaf sérstakan stað í hjarta okkar og við munum sakna þín mikið. Þínar dætur: Guðný Helga, Guðrún Sigríður, Sveinbjörg og Kristjana Rúna. Elsku pabbi, að missa besta vin sinn og besta pabba í heimi er óskilj- anlegt. Þú varst alltaf mín hjálpar- hönd í gegnum árin, þegar ég átti erfitt gastu alltaf fengið mig til að sjá björtu hliðarnar á lífinu. Ég mun aldrei gleyma því hvernig þú fékkst mig til að brosa og hlæja, þú settir á gott og hresst lag, fórst með mig út á pall og þar dönsuðum við saman þangað til ég var orðin glöð aftur. Það virkaði alltaf hjá þér, elsku pabbi, og þegar þú brostir, vissi ég að allt yrði í lagi, það var eins og að sjá sólina rísa á morgnana. Við erum búin að upplifa gleði og sorg saman, þar sem við sigruðumst á sjúkdómnum mínum þegar ég var lítil stelpa og gleðin var svo mikil. Svo kom sorgin þegar þú greindist með sama sjúkdóminn mörgum ár- um seinna, ég var svo viss um að þú gætir sigrast á honum líka, en það er greinilegt að við getum ekki sigrast á öllu í þessu lífi. Þú munt alltaf lifa í hjarta mínu og sál og þar munt þú vera hjá mér það sem eftir er af mínu lífi. Ég saka þinnar nærveru alveg svakalega mikið og söknuðurinn orð- inn nær óbærilegur. En ég veit að þú verður alltaf hjá mér, þótt ég geti ekki séð þig, elsku pabbi minn, ég á margar æðislegar minningar með þér og þeim mun ég aldrei gleyma. Ég elska þig, pabbi minn, megi englar vaka yfir þér. Þín dóttir Kristjana Rúna Kristjánsdóttir. Þegar svo er komið sem komið var fyrir þér Rúnar minn þá er það fyrsta sem upp í huga minn kemur þegar ég minnist þín, hversu ósann- gjarn þessi heimur getur verið við góða menn eins og þig. Á stundu sem þessari eru ekki mörg orð sem koma upp í huga manns en það fyrsta er söknuður og það næsta er þakklæti, þakklæti fyr- ir það að hafa fengið að kynnast þér og tengjast inn í þína dásamlegu fjöl- skyldu. Það er gott að eiga góða konu og enn dásamlegra er að eiga góða tengdaforeldra sem er það sem þið Bára hafið verið mér. Það var alveg sama hvenær maður þurfti hjálp frá þér, Rúnar minn, þú varst ávallt boð- in og búinn til að aðstoða okkur og átt þú ófá smiðshöggin í húsinu okk- ar Guðrúnar í Vogunum. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú af heilum hug og mátt þú vera stoltur af ævistarfi þínu. Þú varst börnum okkar Guðrúnar mjög góður afi og sakna þau þín óendan- lega. Þau tíu ár sem ég fékk með þér voru full gleði og kátínu og ávallt var gaman í kringum þig. Það er því með miklum söknuði sem ég kveð þig í hinsta sinn. Magnús Jón Björgvinsson. Nú þegar Rúnar bróðir er fallin frá eftir hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm hvarflar hugurinn til baka og maður minnist æskunnar og allra góðu stundanna. Rúnar var mér bæði sem eldri bróðir og besti vinur. Ég var kornungur þegar ég fór að vinna í múrverkinu með pabba og bræðr- um mínu þá var Rúnar alltaf tilbúinn til að kenna og hjálpa. Við unnum m.a. saman við múrverkið í Víði- staðakirkju í Hafnarfirði þar sem útför hans fer fram. Ég kom líka oft til Rúnar og Báru og þar var oft glatt á hjalla og sérstaklega notalegt og fallegt heimili. Það þarf sterk bein til að þola allt álagið sem veikindum fylgdi og þar var Bára eins og klettur að baki hans sem auðveldaði honum að ganga í gengum hvern dag allt til enda í þessum erfiðu veikindum. Nú er stríðinu lokið og við kveðj- um þig með þakklæti. Skrifuð á blað verður hún væmin bænin sem ég bið þér en geymd í hugskoti slípast hún eins og perla í skel við hverja hugsun sem hvarflar til þín. (Hrafn Andrés Harðarson.) Við fjölskyldan Þór, Magný og börn sendum Báru og börnunum sem og öðrum vinum og skyld- mennum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Hví þú friði, kæri bróðir. Þór Kristjánsson. Elsku mágur og vinur, ekki bjóst ég við því að þurfa að skrifa minn- ingargrein um þig. Fyrir okkur ert þú sannkölluð hetja, barðist hetjulegri baráttu við krabbameinið. Mér þykir svo vænt um að hafa geta kvatt þig á spít- alanum. Þið Bára komuð mikið til okkar í bústaðinn í sumar, þar leið þér vel. Manstu þegar Kolla systir kom í heimsókn og við grétum úr hlátri heila helgi að henni. Þú varst meira að segja farinn að syngja með okkur. Þú áttir gestahúsið, við kölluðum það Stjánahús. Elsku Stjáni mágur, vonandi ertu á góðum stað. Elsku Bára systir og fjölskylda og aðrir aðstandendur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Kristjana. Kristján Rúnar Kristjánsson ✝ María Ragn-arsdóttir fædd- ist á Akureyri 24. mars 1936. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala hinn 19. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ragn- ar Þórarn Pét- ursson, f. 30. janúar 1909, d. 24. nóv- ember 1968 og Dómhildur Ástríður Gísladóttir, f. 24. febrúar 1912, d. 23. júlí 1965. Bróðir Maríu er Þór Símon Ragnarsson, f. 15. október 1939, hann kvæntist Guðnýju Sigríði Friðsteinsdóttur, f. 27. desember 1940, d. 12. mars 1980. Sambýlis- kona Þórs er Hólmfríður Þor- steinsdóttir, f. 25. janúar 1947. Þór og Guðný eignuðust tvær arspítala og Landspítala, auk þess sem hún vann í nokkra mánuði á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauð- árkróki. Haustið 1975 var hún skipuð kennari við Sjúkraliða- skóla Íslands og kenndi þar þar til skólinn var lagður niður árið 1990. Á þessum árum tók hún vaktir með fram kennslunni á spítölum hér á landi, auk þess sem hún vann á endurhæfing- ardeild fyrir aldraða á Sønderbro Hospital í Kaupmannahöfn sum- arið 1982. Á árunum 1991–2001 starfaði María aðallega á Hrafn- istu í Reykjavík, en brá sér auk þess til Patreksfjarðar til að vinna á sjúkrahúsinu þar einn vetur, síðan vann hún í nokkur ár á sjúkrahúsi SÁÁ að Vogi. Síðustu starfsár sín vann María á Hrafn- istu. Hún hætti störfum árið 2001. María verður jarðsungin frá Fossvogskapellu í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. dætur; Ásthildi Lóu, f. 1966, gift Hafþóri Ólafssyni og eiga þau tvo syni og Rögnu Sif, f. 1969, gift Ágústi Björns- syni og eiga þau tvö börn. María starfaði lengst af við hjúkrun og tengd störf og kom víða við á langri starfsævi. Hún var vinsæll og eftirsóttur starfskraftur og það voru margir sem nutu góðs af samviskusemi henn- ar og ósérhlífni. Á árunum 1955– 1967 vann María almenn skrif- stofustörf hjá Sindra hf. og Ferðaskrifstofu ríkisins. Hún hóf nám í hjúkrun árið 1967 og út- skrifaðist sem hjúkrunarfræð- ingur árið 1970. Frá því hún lauk námi starfaði hún m.a. á Borg- Þegar ég var lítil hélt ég að í öllum fjölskyldum væri ein „Maja frænka“. Einhver sem væri alltaf hægt að treysta á, sem væri alltaf til staðar. Hún kom með annan tón í lífið og kryddaði barnæsku okkar systr- anna. Í minningunni er aldrei logn- molla í kringum Maju, hún var alltaf að gera eitthvað og henni lá yfirleitt töluvert á. Hún var stundum eins og stormsveipur og þegar hún kom í heimsókn var alltaf eins og hún stæði bara allt í einu á miðju gólfi, iðulega með e.k. bakkelsi. En hún stoppaði sjaldnast lengi, því hún þurfti að „drífa sig“ þó að stundum væri óljóst hvert henni lægi svona á. „Hvort ertu að koma eða fara, Maja mín,“ var algeng spurning þegar hún birtist á þennan hátt. Maja var hjúkrunarfræðingur og starfaði lengi sem slík, auk þess sem hún kenndi í mörg ár í Sjúkraliða- skóla Íslands. Hún var ein og óbund- in og nýtti sér það til fulls og ferðað- ist víða bæði innanlands og utan. Auk þess tók hún sig öðru hverju upp og vann erlendis eða úti á landi í einhverjar vikur eða mánuði, t.d. í Kaupmannahöfn, eða á Sauðárkróki, og svo síðast á Patreksfirði. Fjölskyldan okkar er lítil, þau voru bara tvö systkinin, hún og pabbi, og þar sem Maja giftist aldrei né eignaðist börn, vorum við fjöl- skylda hennar, og það var ekkert sem hún var ekki tilbúin að gera fyr- ir okkur. Sem börn skynjum við hlutina öðruvísi en fullorðið fólk. Þegar ég var barn var Maja einfald- lega sjálfsögð, og allt sem hún gerði fyrir okkur þ.a.l. sjálfsagt. En þegar ég lít til baka, sé ég að það verður aldrei hægt að meta að fullu allt það sem Maja gerði fyrir okkur. Hún var alltaf til staðar, á hana var alltaf hægt að treysta. Hún taldi ekkert eftir sér. Væntanlega hafa margir dagarnir sem við systurnar eyddum með henni, áhyggjulausar og ánægð- ar, verið til að létta undir með for- eldrum okkar í veikindum mömmu. Eftir að mamma dó gerði Maja allt sem í hennar valdi stóð til að hjálpa okkur að takast á við lífið á nýjan leik. Þegar ég svo fermdist, hálfu ári eftir fráfall mömmu, man ég að hún sat við langt fram á nætur svo dög- um skipti, til að sauma fermingarföt- in á mig og tryggja að þau væru eftir mínum ýtrustu óskum, fyrir utan allt annað sem hún lagði á sig til að gera daginn eftirminnilegan. Já, það ættu allar fjölskyldur að eiga eina Maju. Kunni ég að meta þetta? Ekki á þessum árum, og þegar ég var þarna að skríða á unglingsárin var ég hreint ekki alltaf hrifin af „afskipt- um“ Maju. Hún var ekki foreldri okkar, en samt það náin að hún bæði vildi og gat „skipt sér af“. En þegar litið er til baka sér maður að það sem maður taldi afskiptasemi var um- hyggjusemi, og það sem maður taldi þras var kannski bara heilbrigð skynsemi. En ég hef aldrei, ekki einu sinni á þessum árum, efast um hversu mjög Maju þótti vænt um okkur og að hún hafði alltaf hags- muni okkar að leiðarljósi og setti þá jafnvel ofar sínum eigin. Maja hefur alltaf verið órjúfanleg- ur þáttur í tilverunni, í gegnum þykkt og þunnt. Við systur fórum með henni í margs konar ferðir og ferðalög, hún bauð okkur í leikhús og á listasýningar. Hún var meist- arakokkur og matarboðin hennar voru sannkallaðar sælkeraveislur, hún var hjá okkur öll jól og sá þá um matinn að mestu eða öllu leyti og var ekki sátt fyrr en sósan var fullkomin. Eftir að ég stofnaði sjálf fjölskyldu og eignaðist börn, varð hún eins og amma strákanna minna. Hún pass- aði þá, bauð þeim í leikhús, bíó og á söfn, á meðan hún hafði heilsu til. Allt fram á síðasta ár birtist hún stundum eins og stormsveipur á miðju gólfi með bakaríspokann í hendinni, steinhissa á því að við vær- um ekki komin á fætur á laugar- dagsmorgni, og hún búin að fara bæði í göngutúr og sund! Fyrir nokkrum árum greindist Maja með heilaæxli, og eftir að ljóst var að ekk- ert væri hægt að gera hrakaði henni hratt þar til lítið var eftir af þeirri Maju sem við þekktum svo vel. Þegar ég minnist Maju vil ég gleyma undanförnum mánuðum, og muna hana eins og hún var. Maju sem var alltaf með einhverjar fyr- irætlanir á prjónunum, sem var allt- af að gera eitthvað, alltaf að flýta sér, alltaf til staðar. Maju sem var stundum pínu pirruð ef áætlanir hennar gengu ekki eftir eða ef aðrir hugsuðu ekki eins hratt og hún, Maju sem var yndisleg og góð og vildi allt fyrir okkur gera. Því allt þetta var hún og svo miklu, miklu meira. Þannig er sú Maja sem ég vil minnast. Ásta Lóa. Elsku Maja, þú hefur alltaf verið svo stór partur af tilverunni að það er erfitt að hugsa sér að lífið haldi áfram sinn vanagang og engin Maja frænka sé daglegur hluti af því. Frá því að ég man fyrst eftir mér hefur þú alltaf verið nálægt, hvort sem það var í daglega lífinu eða þeg- ar einhverjir merkari atburðir hafa átt sér stað hjá okkur í fjölskyld- unni. Síðustu árin hefur þú verið að berjast við illvígan sjúkdóm. Það hefur verið aðdáunarvert að sjá hversu sterk og skynsöm þú varst í gegnum þetta allt. Þú reyndir alltaf að líta á björtu hliðarnar og vera þakklát fyrir það sem þú hafðir, í stað þess að dvelja við það neikvæða. Þú gafst ekki upp og hélst þinni reisn allt til enda. Í gegnum árin höfum við átt margar góðar stundir saman. Í æsku varstu dugleg að fara með okkur systur í ferðir og á staði sem voru hrein ævintýri fyrir okkur. Að tína baggalúta í Hvalfirði, fjall- göngur, á listasöfn, útilegur og fleira. Þú birtist oftast tvisvar til þrisvar í viku og þó þú stoppaðir ekki alltaf lengi, og við vissum stundum varla hvort þú værir að koma eða fara, var gott að vita af þér. Þú fylgdist með því að við systur værum ekki alveg að fara með hann pabba okkar, bróð- ur þinn. Á laugardagsmorgnum komstu oft snemma (þ.e. miðað við bjagaða innri klukku unglings) með poka úr bakaríinu í hendinni og dróst okkur á lappir, sjálf þá búin að fara í göngu eða í laugarnar. María Lillý Ragnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.