Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR öld. Hann skrifaði smásögur og lengri sögur, ferðaminningar, leik- rit og þætti til flutnings í fjölmiðl- um. Síðast en ekki síst má nefna endurminningar hans í tveim bind- um: Í vagni tímans og Í leiftri dag- anna sem eru hin skemmtilegasta lesning og lýsa kynnum hans af ýmsum eftirminnilegum mönnum. Agnars verður þó aðallega minnst sem leikritaskálds, enda var höf- undarmetnaður hans mestur á því sviði. Hann lagði sig mjög fram um að menntast í öllu sem laut að leik- bókmenntum. Gamanleikurinn Kjarnorka og kvenhylli og útvarps- þættirnir Víxlar með afföllum urðu afar vinsælir „slógu í gegn“ sem svo er kallað en á ýmsu valt um við- tökur hinna alvarlegri leikverka hans. Á þeim árum sveif andi kalda stríðsins yfir mestallri bókmennta- umræðu, mörgum til tjóns en mest sjálfum bókmenntunum. Er sú saga varla fullskráð enn. Þó að skáldframinn yrði Agnari kannski svipulli en á horfðist fram- an af lék lánið við hann í flestu öðru sem máli skiptir. Hann var maður afar vinsæll og átti auðvelt með að umgangast fólk af öllu tagi. Heimili þeirra Hildigunnar Hjálmarsdóttur einkenndist af mikilli smekkvísi og menningarblæ og bera hinir vel menntu synir þeirra æskuheimili sínu órækt vitni. Ég votta þeim öllum samúð mína. Halldór J. Jónsson. Hinsta kveðja frá Frakklandi. Ég geng í hring í kringum allt sem er. Og innan þessa hrings er veröld þín. Minn skuggi féll um stund á gluggans gler. Ég geng í hring í kringum allt sem er. Og utan þessa hrings er veröld mín. Meðþessu ljóði Steins Steinars vil ég kveðja með virðingu mikinn bók- menntamann, íslenska skáldið og heimsmanninn Agnar Þórðarson, með djúpu þakklæti fyrir bækur hans, greinar og útvarpsleikrit, fyr- ir ótal andrík samtöl í tvo áratugi og fyrir rausn hans í garð fjölskyldu minnar og mín, allt frá því ég kom fyrst til Íslands sumarið 1984. Við Claire og Mathilde vottum Hildigunni Hjálmarsdóttur ásamt Ugga, Úlfi, Sveini og fjölskyldum þeirra innilega samúð. François-Xavier Dillmann. Þegar ég heimsótti Ísland í fyrsta sinn árið 1961 og vann í nokkra mánuði í Landsbókasafninu á Hverfisgötu, var einn bókavörður sérlega vingjarnlegur og bauð mér meira að segja heim til sín á Suð- urgötu 13. Þar kynntist ég Hildi- gunni, konu hans, og ungu sonunum þremur Ugga, Úlla og Sveini og líka Ellen, hinni dönsku móður Agnars. Það var ómetanleg ánægja fyrir ungan útlending að sækja þessa fjölskyldu heim og með þessari heimsókn var lagður grunnur að langri vináttu sem hefur haldið áfram og þróast í 45 ár og verið snar þáttur lífs míns, og okkar Gerdu, hér á Íslandi. Gestrisni Agnars var eðlileg af- leiðing persónuleika hans, enda var hann fyrst og fremst áhugasamur maður og umburðarlyndur og hafði gaman af að kynnast nýrri hugsun og sjónarmiðum. Hann lagði sig sér- staklega eftir því að kynnast mörg- um útlendingum sem komu til Ís- lands, hvort sem þeir voru fræðimenn frá Vesturlöndum eða innflytjendur frá Suður-Asíu; hann var alltaf reiðubúinn að hjálpa þeim með að útskýra venjur og stjórnmál og orðatiltæki á Íslandi um leið og hann forvitnaðist um erlend mál. Einu sinni sagði hann við mig, ekki bara að gamni sínu, að hann kynni vel við útlendinga vegna þess að hann hefði alist upp á Kleppi og lært þar að umgangast óvenjulegt fólk. Hverju svo sem það má þakka hafði hann sérlegan áhuga á óvenjulegu fólki, þ.e.a.s. útlending- um. Hann stundaði nám bæði í Englandi og í Bandaríkjunum og ferðaðist víða um lönd, m.a. til Frakklands, Póllands og Rúss- lands. Hann var heimsmaður í orðsins besta skilningi. Þrír fræðimenn sem hann kynnt- ist sýndu þakklæti sitt með því að þýða skáldsögur hans á ensku, greiðslulaust, og allar þrjár voru gefnar út. Einnig má nefna að Ein- ar Haugen þýddi eitt kunnasta leikrit Agnars, Kjarnorka og kven- hylli, og var það gefið út í Banda- ríkjunum undir þeim snjalla titli Atoms and Madams. Eiginleikar Agnars gerðu hann að frábærum félaga til að spjalla við, helst við kaffi- eða matarborð. Hann naut þess í áratugi að hitta nær daglega góðan hóp skemmti- legra Íslendinga, fyrst á gamla Hressó, síðast á Café París, en vanrækti þó ekki útlendingana á kaffihúsunum. Í nokkur ár var hann vanur að drekka morgunkaffi á laugardögum á París og þar á eft- ir að hitta mig og aðra erlenda vini sína, eins og Andrew Wawn og Ro- bert Kellogg, í hádegismat, oft á Jómfrúnni. Þar var hann í essinu sínu, enda var hann vel lesinn mað- ur og fylgdist vel með fréttum, for- vitinn og skemmtilegur og þægi- legur og opinn. Hann átti mörg áhugamál, svo sem bókmenntir, þjóðtrú, stjórnmál og sagnfræði. Það var ætíð fengur að félagsskap hans og sjálfur undi hann sér vel í góðra vina hópi. Agnar hafði næmi fyrir mannlegu eðli og hafði ein- staklega skemmtilega kímnigáfu eins og sést í ritverkum hans. Hann var jafnfrábær sem gestur og gestgjafi. Hann heimsótti mig og seinna okkur Gerdu nokkrum sinnum bæði í New Orleans og í Kaupmannahöfn, einu sinni í heilan mánuð. Tvisvar hélt hann skemmtilegan fyrirlestur, og leik- ritið Eineggja tvíburar var þýtt á ensku og leikið í útvarpi University of New Orleans. Hann var fyrir- myndar heimilisgestur, kom sér fljótlega upp sinni eigin „rútínu“ (eins og hann kallaði það), var mjög sjálfstæður, og eyddi mestum tíma í bókasafninu þar sem hann las eða samdi. Hann varð vinsæll meðal hóps góðra félaga minna sem hann hitti iðulega við hádeg- isverðarborð og eignaðist góða vini í þeirra hópi. Einu vandræðin sem fylgdu heimsóknum hans voru þau að honum fannst gaman að fara einn í göngutúr að kvöldlagi, sem enginn þorir að gera í morðingja- borginni New Orleans. Það var ætíð mikil léttir þegar hann kom aftur, heill á húfi; kannski það hafi hjálpað honum hve hávaxinn hann var. Síðustu árin breyttist líf hans mikið, enda gat Agnar þá hvorki lengur gengið einn né lesið. Hugs- unin var þó enn skýr og klár, en hann var sviptur sjálfstæði sínu og gat t.d. ekki lengur farið á kaffihús. En þá hljóp hin ágæta fjölskylda hans í skarðið á aðdáunarverðan hátt, sérstaklega Hildigunnur og synir hans þrír, sem í dag eru dug- miklir menn á besta aldri. Það var vart hægt að ímynda sér að nokkur gæti fengið betri eða meiri stuðn- ing: Hildigunnur sinnti honum af kostgæfni og sleitulaust, eins og hún hafði raunar alltaf gert, og synirnir þrír og fjölskyldur þeirra heimsóttu hann daglega, spjölluðu við hann og sögðu honum frá helstu tíðindum, lásu fyrir hann og gengu með honum. Agnar var alla tíð gæfumaður, ekki síst undir lok ævinnar þegar fjölskyldan vafði hann ást og umhyggju. Það er sorglegt að missa góðan vin, en tímaglas allra tæmist að lokum. Við hjónin erum þakklát fyrir skemmtilega og trausta vin- áttu, og vottum Hildigunni og son- unum og allri fjölskyldunni inni- lega samúð. Robert og Gerda Cook. Agnar Þórðarson ✝ Sigurjóna Guð-ríður Gísladóttir fæddist í Reykjavík 25. september 1912. Hún lést á Landspít- ala í Fossvogi 17. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Gísli Guðmundsson, f. 29. júlí 1873, d. 26. júní 1944 og Ástrós Jón- asdóttir, f. 5. októ- ber 1880, d. 16. febrúar 1959. Sig- urjóna var þriðja elst af sjö systkinum, hin eru: Viggó Einar, f. 14. júlí 1905, d. 21. mars 1985, Jónmundur, f. 29. des- ember 1907, d. 28. maí 1978, Sig- rún Laufey, f. 9. febrúar 1916, d. 9. desember 1982, Ása Guðlaug, f. 11. des. 1917, d. 18. des. 2005, Björg, f. 18. maí 1921, d. 3. des. 1972 og Hólm- fríður, f. 23. júlí 1923. Sigurjóna giftist 31. desember 1948 Þórði Helga Hann- essyni, f. 5. júlí 1904, d. 16. febrúar 1992. Dóttir þeirra er Ása Sigríður, f. 6. október 1951, gift Eiríki Sigurgeirs- syni, f. 28. júní 1954. Dætur þeirra eru Helga Jóna, f. 14. september 1980 og Valgerður Kristín, f. 22. september 1986. Sigurjóna verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Nú hefur Jóna frænka kvatt á tí- ræðisaldri, södd lífdaga en efalaust sátt. Það væri ekki í anda frænku minnar að viðhöfð væri um hana skrúðmælgi að henni genginni. Lít- illæti, geðprýði og hjartahlýja, ásamt trygglyndi og ómældu jafn- aðargeði gera frænku mína að minnisstæðri konu sem er ánægju- legt að hafa kynnst og átt að fjöl- skylduvini um langa hríð. Seinast hitti ég Jónu í byrjun júlí á Vífilsstöðum. Þar bjó hún síðustu mánuðina og naut góðrar umönn- unar. Ég undraðist þá hve hress og skýr hún var þrátt fyrir ýmis uppá- fallandi veikindi og hrakandi heilsu síðustu ár. Eitt virtist mér þó alveg óbugað; jákvæðnin sem einkenndi Jónu alla tíð. Ef eitthvað er til í þeirri alþýðuspeki að jákvætt við- horf til lífsins almennt hafi áhrif á lífshlaup og heilsu einstaklingsins þá á það sannarlega við um Jónu. Ásu, Eiríki og dætrum sendi ég og fjölskylda mín okkar innuleg- ustu samúðarkveðjur. Minningin um góða konu lifir. Sæmundur. Nú fækkar enn í systkinahópn- um stóra sem ólst upp á Hverfis- götu 96 á fyrri hluta síðustu aldar. Jóna sem elst var af systrunum er nú látin. Jóna var einn af stólpun- um í þessari samhentu fjölskyldu. Fyrstu minningar mínar eru sterklega tengdar Hverfisgötu 96. Amma mín bjó þar og dætur henn- ar, Fríða og Jóna bjuggu þar líka þá. Ég leit upp til þeirra systra, fannst þær bestu frænkur í heimi. Fyrsta og eina dúkkan sem ég átti bar líka nafn Jónu frænku minnar. Þegar ég var fimm ára eignaðist Jóna dóttur sína Ásu. Ég gladdist ósegjanlega mikið því að ég sá fram á að nú yrði alltaf leikfélagi til stað- ar þegar ég kæmi í heimsókn. Önn- ur minning leitar á. Það var jafnan mikið spilað á Hverfisgötunni, um hátíðir og helgar. Þórður og Jóna voru þar framarlega í flokki. Við krakkarnir snigluðumst í kringum spilafólkið og lærðum að spila með því að horfa á og fylgjast með. Þá var oft mikið fjör og mikið hlegið. Svo kom að því að okkur var leyft að setjast í sæti einhvers sem þurfti að standa upp. Þá var mikilvægt að standa sig og sýna fram á að maður kynni að spila. Þetta var nokkurs konar manndómsvígsla að geta og fá að spila við fullorðna fólkið. Jóna og Þórður voru áhugasöm um ferðalög. Á hverju sumri ferð- uðust þau um landið í gamla Mosk- vitsnum með tjaldið sitt og komu víða við. Í upphafi ferðar voru þau ekkert endilega búin að ákveða hvert halda skyldi en haft var á orði að þegar þau voru komin upp Ár- túnsbrekkuna hefðu þau litast um og haldið þangað sem bjartast var yfir og svo keyrðu þau bara þangað sem sólin skein. Jóna var hæglát kona. Hún bar með sér hlýju og góðvild hvar sem hún kom og hafði góða nærveru. Í öllum boðum stórfjölskyldunnar var hún ásamt systrum sínum heið- ursgestur. Hún var glæsileg þegar hún klæddi sig upp á í peysufötin sem hún bar með miklum þokka. Það var alltaf gaman að hitta Jónu og hún var vel ern til hins síð- asta og fylgdist vel með á líðandi stundu. Ég finn til saknaðar nú þegar hún er farin en einnig þakk- lætis fyrir að hafa þekkt og átt Jónu að öll mín ár. Ég sendi Ásu, Eiríki, Helgu Jónu og Völu innilegar samúðarkveðjur. Sigrún Sighvatsdóttir. Mig langar að minnast móður- systur minnar, Sigurjónu Gísla- dóttur eða Jónu eins og hún var ávallt kölluð, í örfáum orðum. Mín- ar fyrstu minningar tengdar Jónu eru þegar hún kom í heimsókn til móður minnar í Lækjarkinnina í Hafnarfirði og ég var sendur yfir Reykjanesbrautina til hans Manga, sem lengi var öskukarl í Hafnar- firði, að kaupa fyrir Jónu kíló af eggjum sem afgreidd voru í bréf- poka. Það var ábyrgðarhluti fyrir ungan dreng að koma eggjunum öllum heilum og óskemmdum heim en þá beið þeirra ferðalag með Jónu til Reykjavíkur með Land- leiðastrætó. Úr eggjum þessum urðu til hinar bestu kökur og annað góðgæti sem ávallt var á borðum þegar Jóna og Þórður maður henn- ar voru sótt heim í Háagerðið. Eitt var það þó sem Jóna bakaði öllum öðrum betur og varð eftirsóttur veislukostur í öllum stærri veislum sem haldnar voru í ættinni og það voru flatkökurnar hennar þykku. Ómótstæðilega góðar með hangi- kjöti og voru ávallt settar fyrstar á kökudiskana til að tryggja að mað- ur fengi nú örugglega nóg. Jóna vann lengi á saumastofunni hjá Henson og oftar en ekki hafði hún hönd í bagga með að útvega íþróttabúninga á ungmenni ættar- innar á hagstæðum kjörum auk þess sem hún var eftirsótt ef bjarga þurfti við rifnum buxum eða koma olnbogabótum á peysur eða jakka. Einstök ljúfmennska Jónu og góð nærvera hennar einkenndi hana alla tíð og settu hana á sér- stakan stall meðal fjölskyldunnar enda var hennar sárt saknað síð- ustu misserin á mannamótum í ætt- inni ef hún treysti sér ekki til að mæta. Jóna fluttist úr Háagerðinu yfir í Furugerði 1 þar sem hún bjó síð- ustu æviárin að undanskildum síð- ustu mánuðum sem hún dvaldi að Vífilsstöðum. Þó líkaminn bognaði meira og meira seinni árin og yrði fyrir ýmsum áföllum var hugurinn þó alltaf skýr og hún fylgdist vel með fréttum og því sem var að ger- ast í þjóðfélaginu. Aldrei heyrði ég hana kvarta þó heilsan gæfi sig smátt og smátt og oft sagði hún þegar hún var innt eftir því hvernig hún hefði það; „Hvað get ég svo sem verið að kvarta, komin á þenn- an aldur.“ Ég vil að lokum senda Ásu frænku minni og fjölskyldu hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur og bið Guð að styrkja þau í sorg sinni. Árni. Sigurjóna Guðríður Gísladóttir ✝ Guðlaug Guð-mundsdóttir fæddist á Litla- Saurbæ í Ölf- ushreppi í Árnes- sýslu 7. nóvember 1919. Hún lést á LSH – Landakoti 18. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Gísla- son, f. í Reykjakoti í Ölfushreppi 22. október 1878, d. 5. október 1956 og Guðrún Sigurðardóttir, f. á Strýtu í Ölfushreppi 21. september 1892, d. 1. febrúar 1974. Guðlaug var fjórða í röð sjö systkina og lifði þau öll. Hin voru Gísli, f. 1916, Ingigerður, f. 1917, Sigurður, f. 1918, Guðmundur, f. 1922, Stef- anía, f. 1927 og Jón, f. 1933. Guðlaug giftist í mars 1949 Eiríki Ágústssyni frá Eski- firði, f. 19. júní 1921, d. 6. desember 1999. Dóttir þeirra er Steinunn, f. 28. nóvember 1948, gift Kristjáni Róberts- syni, f. 26. júlí 1943. Börn þeirra eru: 1) Edda, f. 1971, maki W. Duco DeBoer, synir þeirra eru Steinn Willem og Thor Kornelis, 2) Guðlaug, f. 1972, maki Kristinn Magnússon, synir þeirra eru Baldur og Sindri, 3) Eiríkur Gauti, f. 1981, unnusta Þórdís Helgadóttir. Útför Guðlaugar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Af fjallgarði bernskunnar stóð lengi einn tindur. Hnarreistur, sterkur, óhagganlegur. Nálægur, fjarrænn, ungur og forn. Hraustur og hrumur, keikur þótt kominn væri að fótum fram. Í bergið voru meitluð einkunnarorð: Sterk kona, mild móðir, mjúk amma. Fjallið var kona með hrjúfar hendur sem beitt var af mýkt. Verkvit og reynsla, alúð og dugnaður, einkenndu hana. Í tímans rás lærum við að meta lífsins gæði: Tignarlegt örlæti þess sem þekkti skort. Nýtni og hollustu, samviskusemi. Að endingu ljóma útlínur fjallsins fyrir hugskotsjónum. Óblandin virðing, þakklæti og stolt er arfleifð hvunndagshetjunnar ömmu minnar. Guðlaug Kristjánsdóttir. Guðlaug Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.