Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÓMAR Ragnarsson er án alls efa sá Íslendingur sem mest og best hefur kynnt okkur hversu stórkostlegt land við eigum. Hann hefur verið óþreytandi við að vekja athygli á nátt- úruperlum, sem vegna fjarlægðar sinnar frá alfaraleið- um, hafa ekki borið fyrir augu margra. Þetta starf hans og myndir sem hann hefur tekið hafa ýtt við mörgum að fara og sjá með eigin aug- um landsvæði sem mörg hver eru í stöð- ugri umbreytingu, sum vegna umbrota í náttúrunni af völdum eldgosa, skriðufalla og hlaupa, en önnur vegna aðgerða okkar, fólksins í þessu landi, sem höfum það í vörslu okkar og til umráða í tak- markaðan tíma. Eitt af þessum svæðum er land- ið norðan Brúarjökuls og vestan Snæfells, sem er nú í daglegu tali nefnt Kárahnjúkasvæðið, en eftir mánaðartíma munu stór svæði þar byrja að hverfa undir uppistöðulón hinnar nýju virkjunar. Ég hef fylgst nokkuð með um- fjöllun um þessa mannvirkjagerð og fannst óhugsandi annað en að sjá sjálfur þetta land, sem svo misvísandi upplýsingar hafa birst um, allt frá því að um sé að ræða örfoka land sem aðallega sé grjót og sandur til þess sem Ómar hefur haldið fram í sinni umfjöllun. Ég slóst í för með Ferðafélagi Fljóts- dalshéraðs, sem skipulagði tveggja daga göngu um þetta svæði undir öruggri fararstjórn Páls Páls- sonar frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal, en hann þekkir afar vel til á þessum slóðum. Tjaldað var sunnan undir Sauðafelli og fyrri daginn gengið um stóran hluta Kringilsárrana, en hann er þríhyrningslaga svæði sem takmarkast af Jökulsá á Dal að austan, Kringilsá að vestan og Brúarjökli að sunnan, en undan þeim jökli koma báðar þessar jök- ulár. Síðari daginn var gengið frá tjaldsvæðinu niður að Jökulsá og henni fylgt allt þar til Sauðá fellur í hana skammt fyrir ofan stífluna. Allt það land sem við gengum um, að frátöldu miðbiki Kringils- árranans, mun fara undir vatn og jökulleir, en þetta svæði er nánast allt mjög vel gróið land með sér- lega fallegum gróðri þar sem mik- ið er af hvers konar lyngi, víði og blómplöntum. Á svæðinu eru mjög tilkomu- mikil gljúfur með fossum, berg- göngum, stuðlabergi og miklum litbrigðum. Auðvelt er að sjá hversu hátt vatnsborðið verður í hæstu stöðu, vegna þess að búið er að leggja veg við væntanlegt vatnsborð, inn Vesturöræfin austan Jökulsár, allt inn að Brúarjökli. Að vestanverðu hafa verið settir niður hælar sem sýna væntanlegt vatnsyfirborð í 625 metra hæð yfir sjó. Vegna þessa þarf sá sem geng- ur um svæðið ekki að velkjast í vafa um hvað fer undir vatn og hvað ekki en stærð lónsins verður 57 ferkílómetrar. Þar sem um jökulár er að ræða er rennsli þeirra mjög mismun- andi eftir árstímum, en notkun vatnsins í virkjuninni jöfn sem verður til þess að stór svæði lóns- ins verða þurr hluta ársins. Vegna framburðar þessarar au- rugustu jökulár landsins verður það land tæpast augnayndi á þeim tímum, auk þess sem veruleg hætta er á að jökulleirinn skafi yf- ir nærliggjandi svæði í þurrkum og roki. Nú er það svo að upplýsingar um kostnað við framkvæmdirnar hafa ekki legið á lausu og ekki heldur um tekjur af orkusölunni en orkan er öll seld sama að- ilanum. Þegar við bætist að stífl- an, sem er sú stærsta sinnar gerð- ar í Evrópu, er reist á sprungusvæði, finnst mér að þessi langstærsta framkvæmd Íslands- sögunnar hljóti að vekja margar spurningar. Þeirra spurninga verða íbúar landsins að fá að spyrja og fá svör við án þess að kalla yfir sig háðs- yrði um hvort við ætlum að lifa á því að selja hvert öðru lopapeysur og minjagripi, týna fjallagrös og flokkast sem mótmælendur sem séu andsnúnir öllum framförum. Það er illa komið í okkar lýð- ræðisríki ef manni eins og Ómari Ragnarssyni er farið að líða eins og holdsveikum manni eins og hann hefur sagt, maður sem sífellt er varaður við að hans málflutn- ingur muni koma honum illa af því að hann hefur leitast við að opna augu fólks fyrir verðmætum í náttúrunni sem fáir hafa séð og það jafnvel verið notað sem rök- semd fyrir því að allt sé í lagi að fórna þeim. Héðan af verður því ekki forðað að þetta land fari undir vatn og jökulleir, en það er búið að gefa fyrirheit um ný álver og stækk- anir annarra álvera sem munu kalla á aukna orku. Nefnd hafa verið og að hluta til könnuð með tilliti til virkjunar, svæði eins og Langisjór, Þjórs- árver og háhitasvæðið umhverfis Torfajökul sem mögulegir orku- gjafar, en allt eru þetta nátt- úruperlur sem þarf að umgangast með mikilli varúð og virðingu. Ábyrgð okkar er mikil að spilla ekki umhverfi okkar og náttúru landsins án þess að hægt sé að leiða mjög sterk rök að nauðsyn þess og jafnframt að þær aðgerðir skili þjóðinni ótvíræðum ávinningi til langrar framtíðar. Það hefur ekki legið fyrir varð- andi Kárahnjúkavirkjun. Það minnsta sem við getum gert er að fyrirbyggja að slík mistök verði gerð aftur. Landfórnir Jón M. Benediktsson skrifar um Kárahnjúka- virkjun og umhverfismál ’Ábyrgð okkar ermikil að spilla ekki umhverfi okkar og náttúru landsins án þess að hægt sé að leiða mjög sterk rök að nauðsyn þess …‘ Jón M. Benediktsson Höfundur er framkvæmdastjóri. ÞRIÐJUDAGINN 25. júlí birtist í Morgunblaðinu grein eftir mig undir nafninu Fjársjóðinn eigum við sam- an, verðmætustu eignina á hann einn. Í kjölfarið kom lítið viðtal í svæðisútvarpi Norður- lands og síðar í hádeg- isfréttum RÚV. Nefnd grein var áskorun til Alþingis um að lögleiða sameign hjóna á áunn- um ellilífeyrisrétt- indum, eins og um aðr- ar aflatekjur heimilis væri að ræða. Ég hef fengið mikil og góð við- brögð við greininni og viðtalinu, mér bæði verið þakkað fyrir að vekja athygli á þessum möguleika um samn- inginn og svo ekki síst áherslu mína á að það hjónanna, sem tekur að sér heimilisstörfin og gætir bús og barna, eigi sinn hluta í tekjum heimilisins. Ég hef einungis fengið ein neikvæð viðbrögð, en eins og flestir vita er það oft svo að menn kjósa að þegja ef þeir eru á annarri skoðun en vita undir niðri að þeir hafa vondan málstað að verja. Þessi eina neikvæða rödd kaus að senda mér tölvupóst undir dulnefni. Í fyrstu var ég svolítið undrandi, því næst fjúkandi vond, en ákvað svo að bregðast við og birta sendinguna og svar hér með: „Ágæta Signý, Er ekki allt í lagi hjá ykkur þarna á Sigló? Jarðgöngin ekki nóg? Þjóð- félagið pungar út milljörðum svo þið eigið auðveldara með að flytja burt. Þú talar um „mikið hagsmunamál kvenna“. Eru það hagsmunir kvenna að hirða peninga sem þær hafa ekki unnið fyrir? Er það kvennabarátta að vera „þiggjandi“ með þessum hætti? Er það framtíðarímyndin fyr- ir konur að þær þurfi ekkert endi- lega að hafa eigin tekjur og lífeyr- issjóð, þær hirði bara sjálfkrafa helminginn af körlunum? Tekjumunur kynjanna er til skammar og þarf að jafna. En hann þarf að skoðast og jafna á sömu for- sendum fyrir bæði kyn. En að ætla að fara svona að hlutunum er nið- urlægjandi fyrir konur og gerir þær að þiggjendum (tökufólki) sem lætur ekkert í staðinn. Flakkari.“ Kæri Flakkari! Fyrst þetta: Siglfirðingum fækk- aði gríðarlega á árunum frá 1950 og þar til Strákagögnin voru opnuð 1968. Eftir það hægði verulega á fólksflótta. Við höfum ekki þurft jarðgöng til að flytja í burtu. Héð- insfjarðargöngin munu gera staðinn betri til búsetu og ekki síst auka líkur á því að alls lags flækingar komi við hjá okkur og kynnist því góða mannlífi sem hér blómstrar inni milli fjallanna, í Fjalla- byggð. Heimilisstörf lítt metinn fjársjóður Síðan þetta: Eigir þú móður á lífi sendi ég henni samúðarkveðjur. Hafi einhver kona orðið svo ógæfusöm að giftast þér, þá skora ég á hana að skilja við þig á stundinni (og muna eftir því að krefjast hlutdeildar í lífeyrisrétt- inum þínum, þá sérstaklega hafir þú fætt hana og klætt og veitt henni ókeypis húsaskjól meðan hún gekk með og annaðist börnin þín, eldaði fyrir þig matinn, bakaði uppáhalds- kökuna þína og þvoði og straujaði skyrturnar þínar, skúraði og bónaði gólfin þín, hjálpaði börnunum þínum að læra, annaðist þau og þig í veik- indum, saumaði jólafötin á börnin og prjónaði hvítu kaðlapeysuna, sem þú notar í veiðitúrunum. Hafi konan líka t.d. gert við sprungnar reið- hjólaslöngur, lagfært biluð heim- ilistæki, hannað og saumað fatnað á fjölskylduna, tyrft lóðina, plantað trjám og síðan slegið garðinn, þá sting ég upp á því við hana að hún hirði líka húsið, bílinn og bankabók- ina þína. Því hafi þú og þínir búið við atlæti og þjónustu af þessu tagi, „þegið“ slíka umönnun á þínu heimili þá duga engir smáaurar til að greiða fyrir slíkt. Kona góð. „Taktu þetta vanþakk- láta flækingsfress og settu það út fyrir dyrnar, það á ekki betra skilið.“ (Upptalningin á heimilisstörfunum er engan veginn tæmandi, í raun fátt eitt talið en haft innan sviga, því ólaunuð uppeldis- og heimilisstörf eru ekki talin með í þjóðarfram- leiðslu og verðmætum, þrátt fyrir að vera það sem mestu skiptir og í raun fjársjóður hverrar þjóðar)). Konur og karlar njóti sömu virðingar Ágæti flakkari, ef þú skilur ennþá ekki hvað ég er að fara, þá er mín krafa sú að sviginn verði felldur út. Það verði í raun viðurkennt að eignamyndun og ábyrgð á rekstri heimilis sé sameiginleg og það eigi hvorki að undanskilja eignasöfnun í lífeyrissjóðum né setja sviga utan um þau ómetanlegu störf sem unnin eru kauplaust innan veggja heimilis- ins. Allar eignir hjóna verði sameig- inlegar, nema þau semji sérstaklega um annað. Ég tek hins vegar heils- hugar undir að launamunur milli kynja er til skammar og það vanmat sem tíðkast hefur ekki síst á „hefð- bundnum“ störfum kvenna er allri þjóðinni til skammar, konum líka. Mín framtíðarímynd er að konur jafnt og karlar njóti virðingar fyrir störf sín, bæði til fjár og frama. Að lokum ítreka ég fyrri áskorun mína á Alþingi, varðandi lög um líf- eyrissjóði. Ég tel að það þurfi lagasetningu til að verja hlut þeirra sem gæta að fjársjóðum hvers heimilis, því miður er Flakkarinn ekki sá eini í íslensku samfélagi sem ekki skilur hversu heimilisstörf eru mikils virði. Heimavinnandi fólk á sér fáa mál- svara. Síðast en ekki síst þetta: Þér, Flakkari, og fleiri þínum lík- um bendi ég á að það er ekki stór- mannlegt að deila í skjóli nafn- leyndar á skoðanir annarra. Hverjir gefa og hverjir þiggja á heimilunum? Signý Jóhannesdóttir skrifar opið bréf til „Flakkara“ ’Mín framtíðarímynd erað konur jafnt og karlar njóti virðingar fyrir störf sín, bæði til fjár og frama.‘ Signý Jóhannesdóttir Greinarhöfundur hefur verið hús- móðir og sjómannskona í rúm 30 ár, á fjögur börn og kom frekar seint út á hinn almenna vinnumarkað. MIKIÐ hefur verið rætt um Íbúðalána- sjóð undanfarin miss- eri og virðast við- skiptabankarnir helst vilja losna við hann eða eignast. Fast- eignasalar og þing- menn af landsbyggð- inni hafa ekki verið hrifnir af þessum hugmyndum og má það vitanlega einnig rekja til þeirra hags- muna sem þeir gæta. Mér varð hins vegar hugsað til Íbúðalána- sjóðs við lestur lít- illar greinar í tímarit- inu Der Spiegel frá 31. júlí sl. (s. 58–60). Greinin fjallar um fjárfesta sem kaupa „vond lán“ með fast- eignaveði í íbúðar- húsnæði. „Vond lán“ eru fyrst og fremst lán á svæðum þar sem verð fasteigna hefur rýrn- að og lánin standa ekki undir veð- setningunni lengur eins og dæmi eru um á svæðum í Austur- Þýskalandi þar sem mikið framboð á íbúðarhúsnæði hefur haldið verði niðri og valdið lækkunum. Bank- arnir, sem veittu lánin, vilja gjarn- an losna við þau þar sem þá vant- ar lausafé og þau líta heldur ekki vel út í ársreikningnum, jafnvel þótt flestir lántakendur standi í skilum. Lausnin er að „selja“ skuldina með afföllum til fjárfesta sem eru tilbúnir að innheimta hana með þeirri áhættu sem því fylgir. Í Spiegel-greininni er tekið dæmi af Lone Star fyrirtækinu í Texas. Þar á bæ þekkja menn ekkert „elsku mamma“ og hika ekki við að selja eignir á nauðung- aruppboði um leið og þeim hentar. Meira að segja þeir sem alltaf hafa staðið í skilum eru ekki óhultir, því við reglulega vaxta- endurskoðun eru vext- irnir hækkaðir veru- lega til að pína fólk til að greiða lánið upp og vilji það ekki taka því er eignin einfaldlega seld á uppboði. Það eru aðeins þeir sem eiga möguleika að leita annað til að fjármagna upp- greiðslu lánsins sem sleppa og það var einmitt á slíku augnabliki sem mér datt í hug að Íbúðalánasjóður gæti líka verið til góðs ef svo illa færi að íslensku viðskiptabank- arnir „seldu“ kröfur sínar til sið- lausra fjárfesta. Vangaveltur um Íbúðalánasjóð Gauti Kristmannsson skrifar um Íbúðalánasjóð Gauti Kristmannsson ’… virðast við-skiptabankarnir helst vilja losna við hann eða eignast.‘ Höfundur er lektor. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.