Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ Upplyfting í kvöld Stór og fjölbreyttur sérréttaseðill öll kvöld vikunnar. www.kringlukrain.is Sími 568 0878 Mr. Skallagrímsson - leiksýning Landnámssetri í Borgarnesi Höfundur/leikari: Benedikt Erlingsson Leikstjóri: Peter Engkvist KVÖLDVERÐARTILBOÐ Tvíréttaður matur og leikhúsmiði kr. 4.300 - 4.800 Fös. 25. ágúst kl. 20 uppselt Lau. 26. ágúst kl. 20 uppselt Lau. 2. sept. kl. 20 uppselt Sun. 3. sept. kl. 15 uppselt Sun. 3. sept. kl. 20 uppselt Fim. 7. sept. kl. 20 Laus sæti Fim. 8. sept. kl. 20 Laus sæti Fim. 9. sept. kl. 20 Laus sæti Fim. 10. sept. kl. 16 Laus sæti PANTIÐ MIÐA TÍMANLEGA Í SÍMA 437 1600 Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningard. RONJA RÆNINGJADÓTTIR Sun 10/9 kl. 14 Sun 24/9 kl. 14 Lau 30/9 kl. 14 Sun 1/9 kl. 14 VILTU FINNA MILLJÓN? Lau 2/9 kl. 20 Sun 3/9 kl. 20 UPPS. Fim 7/9 kl. 20 Sun 10/9 kl. 20 FOOTLOOSE Í kvöld kl. 20 UPPS. Fim 31/8 kl. 20 Lau 9/9 kl. 20 Fim 21/9 kl. 20 EYFI STÓRTÓNLEIKAR Fös 1/9 kl. 20 Fös 1/9 kl. 22 MANNAKORN ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Þri 5/9 kl. 20 Þri 5/9 kl. 22 HÖRÐUR TORFA AFMÆLISTÓNLEIKAR Fös 8/9 kl. 19:30 Fös 8/9 kl. 22 PINA BAUSCH LOKSINS Á ÍSLANDI! Dansleikhúsið frá Wuppertal undir stjórn Pinu Bausch verður með 4 sýningar á verkinu Aqua í Borgarleikhúsinu. Sun 17/9 kl. 20 Mán 18/9 kl. 20 Þri 19/9 kl. 20 Mið 20/9 kl. 20 Aðeins þessar 4 sýningar. Miðaverð 4.900. MIÐASALA HAFIN. OPIÐ HÚS Sunnudaginn 3.september verður opið hús í Borgarleikhúsinu. Allir velkomnir. ÁSKRIFTARKORT Endurnýjun áskrftarkorta stendur yfir! Mein Kampf e. George Tabori Amadeus e. Peter Shaffer Fagra veröld e. Anthony Neilson Dagur vonar e. Birgi Sigurðsson Söngleikurinn Grettir e. Ólaf Hauk Símonar- son, Þórarinn Eldjárn og Egil Ólafsson. Lík í óskilum e. Anthony Neilson Ronja ræningjadóttir e. Astrid Lindgren Viltu finna milljón? e. Ray Cooney. Belgíska Kongó e. Braga Ólafsson Íslenski dansflokkurinn og margt, margt fleira. Kortasala hafin! Áskriftarkort er ávísun á góðan vetur. Vertu með! Litla hryllingsbúðin - síðustu aukasýningar! Lau. 2/9 kl. 19 UPPSELT Lau. 2/9 kl. 22 ný aukasýn – sala hafin! Sun. 3/9 kl. 20 UPPSELT Fös. 8/9 kl. 19 örfá sæti laus Lau. 9/9 kl. 19 örfá sæti laus Lau. 9/9 kl. 22 ný aukasýn – sala hafin! Sun. 10/9 kl. 20 Fös. 15/9 kl. 19 Lau. 16/9 kl. 19 örfá sæti laus www.leikfelag.is Miðasala 4 600 200 Það eru þrjár góðar ástæðurfyrir því að vera kennari,“sagði mér maður á Akureyri. „Þær eru júní, júlí og ágúst.“ Þessi félagi minn átti við bita- stætt sumarfrí kennara, en það má líka heimfæra þessi orð upp á Ak- ureyri sjálfa. Þetta eru nefnilega góðar ástæður fyrir því að vera Ak- ureyringur: júní, júlí og ágúst. Og takið nú eftir: ég er ekki að meina veðrið. Ég er tala um Listasumarið á Ak- ureyri sem lýkur á morgun með Ak- ureyrarvöku. Í sumar, sem endra- nær, hafa verið í boði fjölbreyttir og skemmtilegir listviðburðir, og lýkur öllu með pompi og prakt annað kvöld í ágúströkkrinu. Setningarhátíð þessarar fimmtu Akureyrarvöku hefst í Lystigarð- inum í kvöld. Inn á milli birki- trjánna og skrúðgarðsins verður útidansleikur með hljómsveit Ingu Eydal; hægt verður að spóka sig í rómantískri stemningu og njóta tón- anna.    Það má samt ekki fara of seint aðsofa. Sundlaug Akureyrar ætl- ar nefnilega að bjóða gestum í sund frá kl. 8 til 12 og það er um að gera að flatmaga svolítið fyrir átök dags- ins. Nú eða hanga í pottunum og horfa á Müllersæfingarnar og fólkið sem gengur alla daga í kringum sundlaugina. Kl. 11.30 þurfa samt allir að vera komið uppúr pottunum því þá stendur til að grænka ráðhústorgið. Antíkverslunin Frúin í Hamborg mun koma böggum, þúfum og blóm- um á svæðið og gestir og gangandi mega skreyta svæðið. Hreingjörningakonan Anna Rich- ards ætlar að skella sér í bað á torg- inu kl. 12. Langt er síðan torgið var grænt og Anna hélt hreingern- ingana þannig að það verður hrein nostalgía miðbænum.    Nóg verður af myndlist-arviðburðum í bænum. Það verður sýning á verkum tilnefndra til nýju íslensku sjónlistaverð- launanna í Listasafninu. Í slagæð bæjarins, Listagilinu, verður líka hægt að rölta yfir á sýningar í nær- liggjandi galleríum. Kristján Steingrímur, deild- arforseti Listaháskóa Íslands, verð- ur t.d. með sýninguna „Staði“ í Populus Tremula og skoski mynd- listarmaðurinn Jim Colquhoun sýn- ir í GalleríBOXi verkið „The Ho- unds of Tindalos“ sem tengist alræði módernismans. Baldvin Rin- ged býður upp á verkið „I have a dream speech“ fyrir sólóselló og Jónas Viðar gallerí verður opið að vanda. Um kvöldið verður boðið upp á tískusýningu í BOXinu og tónleika í Tremula. Í Gallerí+ verður svo opnuð sýn- ing þriggja listakvenna frá Íslandi og Svíþjóð, sem heitir ÚTI, UTE, OUT og neðar í Brekkugötunni opn- ar DaLí gallerí sýninguna KOM INN. Nýtt gallerí, VeggVerk, opnar kl. 16 við Strandgötu. Þar sýnir Jóna Hlíf Halldórsdóttir verkið Heima er best á vesturhlið Strandgötu 17.    Hafi menn hins vegar meiriáhuga á kúrekum eða karókí, er um að gera að skella sér í miðbæ- inn um miðjan daginn. Á torginu stendur til að heilgrilla naut á torg- inu og velja frumlegasta búninginn á svæðinu. Við KB banka verður krakkak- arókí og stórsveit Benna Hemm Hemm leikur kl. 16 skammt frá Landsbankanum. Hjá Sparisjóðnum heldur Jónsi úr Svörtum fötum uppi fjörinu á fjölskylduhátíð. Honum verða innan handar Laddi, Björgvin Frans og Karlakór Akureyrar – Geysis. Það er reyndar önnur fjöl- skylduhátíð að Hömrum með skemmtidagskrá, veitingasölu, skátatívolíi, þannig að fólk verður bara að velja. Stórsveit Benna Hemm Hemm leikur svo kl. 16 stutt frá Landsbankanum. Þeir sem misstu af Óperutónleik- unum á Klambratúni um síðustu helgi, geta náð því að sjá stórsöngv- arana Ólaf Kjartan, Kristin, Arndísi Höllu og Kolbein ásamt Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands við botn Listagilsins, í hjarta bæjarins kl. 20. Listagilið, Bautinn, Hótel KEA og gamla KEA húsið mynda þá hamr- ana sem söngurinn ómar um. Seinna um kvöldið verður draugaganga í innbænum og fjör- unni. Þeir sem þola það ekki geta hlustað á ljúfa heimilistóna í Am- aróhúsinu. Og rúsínan í pylsuendanum verð- ur skrúðganga niður listagilið frá gömlu kartöflugeymslunni. Gengið verður kl. 22.30 niður á torg og þá byrjar eitthvað sem ég veit satt best að segja ekki hvað er. Ég veit bara að það á að blanda saman hár- greiðslumeisturum, karlakórum og látbragðsleik. Ég sé fyrir mér karla- kórinn þenja raddirnar meðan hárið fýkur um torgið og svo á lokatón- inum standa allir eftir með flipp- aðar hárgreiðslur. Forsöngvarinn með fjólublátt hár og hinir standa eftir tjásuklipptir með strípur í smókingunum og jakkafötunum.    ÁVökunni verður líka margtfleira sem ég get ekki nema tæpt á hér og nú. Fjallhjólamót í Kjarnaskógi, verðlaunagripasýning í Ketilhúsinu, pönnsur í Gránu- félagsgötu og skipasýning á Torf- unesbryggju. Saman renna listir, flipp og leikir eða „Gleði“, „glaum- ur“, „gjörningar“ og „göslagangur“ eins og segir á veggspjöldum Ak- ureyrarvöku. Mér sýnist allt ætla að stefna í vel heppnaða blöndu af skemmti- dagskrá og listdagskrá. Það ber allt í kynningum vott af því að það eigi að skapa einhvers konar æv- intýradag, og leggja mikið uppúr samheldni frekar en að bjóða upp á hefðbundna dagskrá. Ólíkt Menn- ingarnóttinni, á Akureyrarvakan sér stað í afmarkaðra rými og er smærri í sniðum sem gerir þetta mögulegt. Allur bærinn verður skemmtigarður, þar sem hægt verð- ur að njóta fjölbreyttrar menningar og lista. Og svo vil ég það skráð og skjal- fest að þótt hér segi frá Akureyri, er hvergi minnst á veðrið í greininni. Þess bara gerist ekki þörf. Fjölbreytt Akureyrarvaka í ágúströkkrinu ’Allur bærinn verðurskemmtigarður, þar sem hægt verður að njóta fjölbreyttrar menningar og lista.‘ Morgunblaðið/Kristján Litrík Hinn fimm ára gamla Akureyrarvaka hefur stækkað ört og á morg- un verður mikil og fjölbreytt dagskrá í bænum frá morgni til kvölds. hsb@mbl.is AF LISTUM Hjálmar S. Brynjólfsson GRÍNMYNDIN You, Me And Dup- ree er með Owen Wilson, Kate Hudson, Matt Dillon og Michael Douglas í aðalhlutverkum og verður frumsýnd í kvöld. Myndin er sýnd í Laugarásbíói, Sambíóunum Álfa- bakka, Háskólabíói og Borgarbíói Akureyri. Í myndinni leika Dillon og Hudson nýgiftu hjónin Carl og Molly sem eru mjög hamingjusöm. Þau eru ung, hafa góða atvinnu og hafa ný- verið gift sig. Owen Wilson, sem lék í The Wedding Crashers, leikur Randy Dupree, besta vin Carls, sem skrópar í vinnunni til að komast í brúðkaupið. Hann missir fyrir vikið atvinnuna og einnig íbúðina sína. Carl og Molly verða að sjálfsögðu miður sín og bjóða honum að koma og búa hjá sér þar til hann getur staðið á eigin löppum á ný. Það verð- ur hins vegar ekki jafnauðveld sam- vera og þau héldu. Frumsýning | You, Me and Dupree Owen Wilson rústar samböndum Eldamennska Owen Wilson og Kate Hudson í hlutverkum sínum í You, Me and Dupree, en þau leika þar nýgift og hamingjusöm hjón. Erlendir dómar: Metacritic.com 46/100 Entertainment Weekly 67/100 Variety 60/100 Los Angeles Times 50/100 Portland Oregonian 50/100 USA Today 38/100 Boston Globe 38/100 Washington Post 30/100 Allt skv. Metacritic.com HINIR fjölhæfu Josh Gabriel og Dave Dresden, betur þekktir sem Gabriel & Dresden, ætla að svala tónlistarþörfum dansþyrstra Íslendinga í kvöld þegar þeir koma fram á klúbbakvöldi á Broadway. Gabriel & Dresden hafa séð um að endurhljóðblanda lög fyrir fjölda þekktra listamanna eins og Dido, Madonnu og Britney Spears og hafa þessar endurhljóðblandanir iðulega komist hátt á lista Billboard í Bandaríkjunum yfir vinsælustu endur- hljóðblönduðu lögin hverju sinni. Þeir hafa einnig verið í því að semja tónlist og er stef þáttanna vinsælu Nip/Tuck samið af þeim félögum. Þeir sitja nú í 21. sæti yfir bestu plötusnúða heims og eru á hraðri uppleið. Ýmsar breytingar verða gerðar á Broadway fyrir kvöldið. Efri hæðin verður lokuð og verður ljósa- og hljóðkerfi í hæsta gæðaflokki. Húsið opnað kl. 23 og verður opið til 5:30. Gabriel & Dresden stíga á svið þegar líða tekur á nóttina en DJ Ghozt og Brunhein sjá um að hita upp. Miðaverð er 1.500 kr. Heimsþekktir plötusnúðar á Broadway
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.