Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 47 ✝ Helga Egils-dóttir fæddist í Haukshúsum á Álftanesi 25. októ- ber 1916. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 19. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Egill Jónsson sjómaður, f. í Hafn- arfirði 20.9. 1889, fórst með enska togaranum Robert- son á Halamiðum 8.2. 1925, og kona hans Þjóð- björg Þórðardóttir, f. á Stóru Borg í Grímsnesi 18.11. 1891, d. 27.1. 1984. Þau áttu saman auk Helgu, sem var elst: Stefán, f. 1918, Aðalstein, f. 1919, d. 1994, Jón, f. 1921, Guðnýju, f. 1922, Egil, f. 1925. Síðari maður Þjóð- bjargar var Jón Jónsson, f. 1900, d. 1973, þau áttu saman synina Guðjón, f. 1930, d. 1994, og Jó- hann Gunnar, f. 1933, d. 1982. Helga giftist, 4. nóvember 1939, Jóni Bjarnmundi Pálssyni húsasmíðameistara, f. 4.4. 1909, d. 20.2.2002. Foreldrar hans voru Páll Jónsson, bóndi og Jónína G. leiðslutæknifræðingur, sonur þeirra, Gissur Atli, f. 1995. Sam- býlismaður Svandísar er Magnús Sæmundsson, skólastjóri Brúa- rásskóla, og eiga þau saman son- inn Gylfa Arinbjörn, f. 2006. d) Sigurður Kristinn C.sc. verk- fræðingur, f. 1974, býr í Kópa- vogi, kvæntur Jóhönnu Hjart- ardóttur kennara, f. 1974, synir þeirra, Sebastían, f. 2001, og Hjörtur Viðar, f. 2003. 2) Emil Páll Jónsson vaktmaður, f. 10.3. 1949, býr í Keflavík, fv. eig- inkona, Svanhildur G. Benón- ýsdóttir, f. 1951, dóttir þeirra, Helga Katrín, f. 1984, fóst- ursonur, Halldór Grétar Guð- mundsson framkvæmdastjóri, f. 1969, maki Inga Rut Ingv- arsdóttir, f. 1973, börn þeirra, Aníta Ósk, f. 1994, Aron Ingi, f. 1996 og Alexander Máni, f. 2003. Helga kynntist Jóni eiginmanni sínum þegar hún var í kaup- mennsku að Árbæ í Ölfusi en hann var þar og í Ölfusinu við kaupmennsku og smíðar á sumr- in. Þau giftust 4. nóvember 1939 og stofnuðu heimili í Hafnarfirði en fluttu til Keflavíkur 1940 og bjuggu lengst af á Vesturbraut 5. Helga hefur dvalið á dvalarheim- ilinu Hlévangi í Keflavík sl. 2 ár. Útför Helgu verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Ásmundsdóttir, V- Skaftafellssýslu. Synir Helgu og Jóns eru: 1) Egill bygg- ingafulltrúi í Garða- bæ, f. 4.3. 1940, kvæntur Ölmu V. Sverrisdóttur lög- fræðingi, f. 18.1. 1943, þau búa í Garðabæ; börn þeirra eru: a) Ágúst Sverrir Ph.D stærð- fræðingur, f. 1966, kvæntur Soffíu G. Jónasdóttur barna- lækni, f. 1966, börn þeirra, Egill Almar, f. 1987, Kjartan Logi, f. 1990, Stefán Snær, f. 1993, Gunn- ar Jökull, f. 1996, Alma Hildur, f. 2000 og Ágúst Bjarki, f. 2001, þau búa í Kaliforníu. b) Jón Helgi verkfræðingur, f. 1967, fv. eig- inkona hans, Ingibjörg Arn- ardóttir, f. 1967, börn þeirra, Sverrir Eðvald, f. 1992 og Kristín Helga, f. 2000. Sambýliskona Jóns Helga er Helga Leifsdóttir og eiga þau saman soninn Tómas Orra, f. 2006. c) Svandís mynd- listakona, f. 1972, búsett í Brúar- ási í Jökuldal, fv. sambýlismaður Sigurður G. Gissurarson fram- Hún Helga amma mín andaðist í Keflavík aðfaranótt laugardagsins 19. ágúst. Hvað varð þess valdandi að hún náði sér ekki á strik eftir að hafa brotnað tveimur mánuðum áður er erfitt að skilja. Amma hafði sterkan vilja og var þrjósk í veikindum sínum núna og ekki reyndist auðvelt að segja henni til í þetta sinn. Hún hafði oft sigrast á meiri erfiðleikum áður og meðal annars sigrast á hvítblæði fyrir fáum árum og ekki var hún að brjóta sig í fyrsta sinn á gamals- aldri. Ennþá var hugsunin alveg skýr og amma vel ferðafær í annan tíma. Ég gerði alltaf ráð fyrir því að yngstu börnin okkar fengju að kynnast henni vel, eins og þau eldri hafa haft tækifæri til, og læra jafnvel eitthvað um löngu lið- inn tíma af henni. Helga amma átti heima í Hafnarfirði þegar hún var ung stúlka og núna leitaði hug- urinn hennar þangað því á þessum síðustu vikum kom í ljós hversu sterkar minningar hún átti úr æsku. Hörfaði hún núna undir lok- in til æskuminninga um föður sinn þegar ekkert annað skjól var að finna, en hann fórst þegar hún var á níunda ári í sjóskaða á enskum togara. Eins og svo margt samtímafólk hennar braust hún úr sárri fátækt. Hún hafði ætlað sér í framhalds- nám, enda hvött til þess af kenn- ara sínum, en frestaði því til að geta hjálpað til á heimili móður sinnar. Af móður sinni lærði hún saumaskap og hannyrðir og útbjó hún iðulega fallega hluti af litlum efnum. Síðar flutti hún ásamt Jóni afa til Keflavíkur og eignuðust þau þar heimili og stóra fjölskyldu. Í Keflavík var atvinnu að hafa fyrir afa á kreppuárunum fyrir stríð og því var haldið þangað. Amma saknaði þess þó að hafa ekki verið lengur í skóla og mikið af bókum var til á heimilinu sem bar þess merki hversu áhugasöm þau voru um menntun og menningu, enda fylgdist hún með og passaði upp á lærdóm drengja sinna. Ég man vel hversu amma hafði alltaf sérstaka unun af ræktun og hvernig hún sinnti garðinum á Vesturbraut af stakri list meðan afi sinnti húsinu og smíðum. Hún var sérlega lagin við saum og prjónaskap og eiga öll barnabarna- börnin útsaumaðar sængur og flík- ur eftir hana en sjálfur gekk ég meðal annars í lopapeysu eftir hana þegar ég var strákur í Kefla- vík. Hún sinnti matargerð, útbjó sultu og saft á hverju ári, las um fjallagrös og meðhöndlun þeirra, tók slátur og undirbjó matarbirgð- ir fyrir veturinn. Enda var það þannig að í hvert sinn sem við komum í heimsókn var bakað eða eldað fyrir okkur og voru kleinur og nýbakaðar pönnukökur uppá- hald allra. Þá var setið við eldhús- borðið eða fram í stofu og rætt um landsmálin og fjölskylduna. Synir mínir og dóttir fengu öll að kynnast langömmu sinni og munum við öll sakna hennar og varðveita vel allar þær góðu minn- ingar sem við eigum um hana. Ágúst Sverrir Egilsson. Minningar um hana ömmu mína fara með mig til Vesturbrautar þar sem húsið ilmar af nýbökuðum pönnukökum sem hún bakar af mikilli snilld. Eftir að hafa hámað í mig þessar ljúffengu pönnukökur erum við komin með spil í hend- urnar og spilum olsen olsen. Þetta gátum við gert tímunum saman. Jón afi var hins vegar ófáanlegur til að spila með okkur, heldur vaggaði um gólfið með hendur fyr- ir aftan bak og leysti heimsins gát- ur. Amma reyndi að fá hann til að spila með okkur, en heimsins gát- ur þoldu enga bið. Ef fleiri gesti bar að garði var amma fljót að draga fram dýrindis kræsingar inn í stofu þannig að borðið svignaði undan öllum veitingunum. Amma mátti hins vegar sjaldan vera að því að setjast með okkur við borð- ið, enda fullt verk að galdra fram allar þessar kræsingar. Elsku amma mín, alltaf leið manni vel í kringum þig og á þess- ari stundu er ég þakklátur fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með þér og þeirra á ég eftir að sakna. Það er sárt að hugsa til þess að þetta séu minningar einar, en ég veit að þér líður nú vel með honum afa sem þú hefur saknað mikið. Við Jóhanna og strákarnir eig- um eftir að sakna þín, Sigurður Kristinn. Helga amma er nú fallin frá. Síðast þegar við kvöddumst sagði ég: „Já, svo hittumst við í skírn- inni á miðvikudaginn í næstu viku,“ amma, sem síðustu ár vildi ekki lofa morgundeginum, tók undir það og var svo komin út í bíl, heimleiðis. Heimleiðis segi ég þrátt fyrir að í mínum huga hafi heima hjá ömmu verið á Vestur- brautinni og ekki á Hlévangi þar sem hún dvaldi hin síðari ár. Amma var framúrskarandi hús- móðir. Heimili þeirra afa var alltaf óaðfinnanlegt, hreint og fínt, hún bakaði heimsins bestu pönnsur, jólakökur og kleinur. Hún prjónaði hosur og peysur og heklaði dúllur af mikilli snilld. Hún barðist hetju- lega við saltrokið fyrir garðinn, kom upp afleggjurum og sáði fyrir morgunfrúm, riddarasporum og stjúpum. Allt þetta og miklu meira gerði hana í mínum huga að feiki- lega duglegri konu. Allt þetta og deila því með öðrum gerði hana að afar góðri konu. Ömmu sem mér þótti ákaflega vænt um. Ömmu sem þótti mikið vænt um fólkið sitt, syni sína, barnabörnin og barnabarnabörnin. Hún fylgdist með ferðum okkar af áhuga og fagnaði fólki sem tengdist okkur. Hefði viljað hafa okkur sem búum ekki í Keflavík, miklu nær sér. Ég ætla að kveðja ömmu með þessu broti úr kvæði eftir Þorstein Erlingsson, í hjarta mínu er ég viss um að hún var sátt við að fara. Þegar vetrar þokan grá þig vill fjötra inni: svífðu burt og sestu hjá sumargleði þinni. Þar var löngum lokið skjótt lífsins öllum mæðum. Manstu, hvað þær flýðu fljótt fyrir hennar kvæðum. Taktu öruggt hennar hönd hún mun aftur finna þau hin sælu sólskinslönd, sumardrauma þinna. Guð blessi minningu þína. Svandís Egilsdóttir. Í dag, 25. ágúst, er til grafar borin elskuleg amma mín Helga Egilsdóttir. Á þessari stundu sækja að margar minningar enda ófáar ljúfar heimsóknirnar í æsku til ömmu og afa. Ofan af heiði í Keflavík úr nýju byggðinni, gekk lítill pjakkur gjarnan í gegnum bæinn að heimili ömmu og afa á Hafnargötunni, og síðan lá leið að útstöðinni í Vestri, til ömmu og afa á Vesturbrautinni, Helgu ömmu og Jóns afa. Sjaldan brást að skellt væri upp pönnukökuveislu sem gladdi barnshjartað óspart sem og þægilegheit Helgu ömmu, hins ljúfa hlustanda, og afa sem ákafs áhugamanns um menn og málefni. Heimili ömmu og afa á Vestur- brautinni var einn af vitum æsku minnar, viti í skilningi þess að vísa veginn og leiðbeina. Frá því að ég man eftir mér var amma alltaf í góðum félagsskap með afa. Í minningunni voru amma og afi þannig ætíð sem ein samhent heild. Fyrir tæpri viku heimsóttum við fjölskyldan ömmu. Þegar ég kvaddi ömmu þann dag þá reisti hún sig upp með herkjum og kvaddi með því að hvísla því að okkur að við skyldum taka hana með sér. Á þeim tíma trúi ég því að amma hafi vitað og viljað fara til afa og ég tók með mér minn- inguna um góða konu sem ég er þakklátur fyrir að hafa átt sem ömmu. Jón Helgi Egilsson. Helga Egilsdóttir Elskulegur frændi, HAFLIÐI ÞÓR OLSEN, Hátúni 10, lést á heimili sínu fimmtudaginn 10. ágúst. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Sigurðardóttir, Guðmundur Ágúst Pétursson og fjölskylda. Ástkær eiginmaður, sonur og bróðir, PAUL NABIL BUSTANY, andaðist í New York laugardaginn 19. ágúst. Asu Okyay, Laufey Vilhjálmsdóttir Bustany, Samir Bustany, Christine Bustany. Frændi minn og vinur okkar, JÓN SANDHOLT JÓNSSON, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 19. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Alda Jónsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Sigurjón Stefánsson, Guðbjörg Stefánsdóttir, Guðný Stefánsdóttir. Maðurinn minn og faðir okkar, PÉTUR MAACK ÞORSTEINSSON, Kópavogsbraut 1a, áður Urðarbraut 5, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 23. ágúst. Agla Bjarnadóttir, Pétur Maack Pétursson, Bjarndís Markúsdóttir, Bjarni Pétursson, Sólveig Valdimarsdóttir, Þorsteinn Pétursson, Ingibjörg Hjaltadóttir, Egill Pétursson, Guðbjörg Björnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS JÓNSSON (Maggi frá Hólmi), Jökulgrunni 6, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 16. ágúst, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánu- daginn 28. ágúst kl. 13.00. Hrefna Magnúsdóttir, Jón Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, BIRNA FJÓLA VALDIMARSDÓTTIR, Rauðagerði 35, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 28. ágúst og hefst athöfnin kl. 13.00. Sigrún Halldórsdóttir, Jóhann Hjaltason, Björn Davíð Kristjánsson, Alfreð Halldórsson, Elín Sigurðardóttir, Valdimar Halldórsson, Sigríður S. Heiðarsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.