Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.08.2006, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 23 NÚ FER senn að líða að nýju starfs- ári Íslensku óperunnar og er því við hæfi að huga að þeim söngvurum sem hefja þar upp raust sína í vetur. Fyrsta verkefnið sem fer á fjalirnar í haust er Brottnámið úr kvenna- búrinu eftir Mozart í leikstjórn Ja- mie Hayes frá Bretlandi. Hljóm- sveitarstjóri er Kurt Kopecky. Sópransöngkonan Angela Gilbert, frá Höfðaborg í Suður-Afríku, verð- ur þarna í einu aðalhlutverkinu, en hún hefur komið fram í virtustu óp- eruhúsum heims, meðal annars í Metropolitan í New York. Þetta verður í fyrsta sinn sem hún syngur á Íslandi. Katharina Th. Guðmundsson, sópran, sem er búsett í Vínarborg, syngur hlutverk í sýningunni og verður það jafnframt hennar fyrsta hlutverk í Íslensku óperunni. Þá munu þeir Bjarni Thor Krist- insson, bassi, og tenórinn Snorri Wi- um, sem báðir hafa sungið með Óp- erunni, vera með hlutverk þarna. Með talhlutverk fer svo leikarinn Pálmi Gestsson, og er það í fyrsta sinn sem hann starfar í Íslensku óp- erunni. Aftur í sama hlutverki Tenórinn Finnur Bjarnason er búsettur í Berlín og hefur sungið víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Hann fer með eitt aðalhlutverkið í verkinu en hann tók þátt í uppfærslu á sama verki í Berlín á dögunum. „Ég reikna með að uppfærslan hérna verði eitthvað frábrugðin þeirri í Berlín,“ segir Finnur og hlær við en útfærsla spænska leikstjór- ans, Calixto Bieto, á verkinu í Berlín var gífurlega umdeild og olli miklu fjaðrafoki í óperuheiminum. „Það er mjög mikið af kynlífi og eiturlyfjum í hans uppfærslum,“ bætir Finnur við og segist viss um að leikstjórinn Ja- mie Hayes sé ekki alveg eins svaða- legur. Í Brottnáminu úr kvennabúrinu fer Finnur með hlutverk spænska aðalsmannsins Belmonte sem fer í ferðalag til að frelsa ástkonu sína, Konstanze, úr tyrknesku kvenna- búri. „Þetta er eitt af aðalsmanna/ prinsa-hlutverkum Mozarts. Róm- antíski og ástfangni tenórinn. Bel- monte fær mjög fallega tónlist í sýningunni en hún hefur þó ekki mikil áhrif á söguna. Það eru aðrar aríur sem gera það. Tónlist Bel- monte fjallar meira um hversu ást- fanginn hann er og hvað hann sakn- ar Konstanze sinnar mikið.“ Ágúst Ólafsson fastráðinn Þrjú og hálft síðasta ár hefur Finnur starfað við Komische Oper í Berlín og hefur hann haft í nógu að snúast þar. „Ég var á föstum samn- ingi og svo var ég með gestasamn- inga hér og þar. Það var eiginlega tvöföld vinna því ég vann alltaf upp fjarveruna þegar ég kom aftur til Berlínar. Stundum var ég að syngja sex stór hlutverk í sama mán- uðinum, ýmist í gömlum eða nýjum uppfærslum.“ Hlutverk Belmonte er þriðja hlut- verkið sem Finnur syngur hjá Ís- lensku óperunni en hann hefur áður tekið þar þátt í uppfærslum á Lúk- retía svívirt eftir Britten og Töfra- flautunni eftir Mozart. Þess má geta að frá og með næstu áramótum verður Ágúst Ólafsson, barítón, fastráðinn hjá Íslensku óp- erunni til tveggja ára en engar fast- ráðningar hafa verið gerðar þar síð- ustu tvö árin. Tónlist | Brottnámið úr kvennabúrinu eftir Mozart fer á fjalir Íslensku óperunnar í haust Fjaðrafok Úr uppfærslu Calixto Bieto á óperunni Brottnámið úr kvennabúrinu. Sýningin olli miklu fjaðrafoki en hún þótti afar groddaleg. Finnur sést hér í hlutverki Belmonte í svörtum kjól með hárið sleikt aftur. Eftir Þormóð Dagsson thorri@mbl.is Angela Gilbert sópran fer með eitt aðal- hlutverkið í Brottnám- inu. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur fræðir nemendur um verk Mozarts. Sópransöngkonan Angela Gilbert frá Höfðaborg syngur í Óperunni Ekki eins hneykslan- legt brottnám Finnur Bjarnason tenór fer aftur í hlutverk Bel- monte í Íslensku óp- erunni. Mozarts í óperunni en óperan ger- ist í Tyrklandi á 17. öld. Nám- skeiðið fer af stað í byrjun október og verða fyrstu þrjú kvöld nám- skeiðsins í húsnæði Endurmennt- unar við Dunhaga. Á fjórða og síð- asta kvöldinu verður farið á sjálfa sýninguna í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti og að henni lokinni gefst færi á stuttu spjalli við nokkra af aðstandendum sýningarinnar. Tónlistarfræðingurinn Árni Heimir Ingólfsson kennir námskeiðið. Í TENGSLUM við sýninguna á Brottnáminu úr kvennabúrinu stendur Vinafélag Íslensku óp- erunnar og Endurmenntun Háskóla Íslands fyrir námskeiði um verkið og höfund þess, Wolfgang Amadeus Mozart, en í ár er haldið upp á 250 ára afmæli tónskáldsins. Á nám- skeiðinu verður óperan og efni hennar kynnt, helstu einkenni tón- listarinnar rædd og hún skoðuð með tóndæmum. Auk þess verður fjallað um tyrknesk áhrif í tónlist Námskeið um Mozart og Brottnámið úr kvennabúrinu Vegna aukinna umsvifa í blaðadreifingu óskar Morgun- blaðið eftir að ráða fólk á öllum aldri í blaðburð víða á höfuðborgarsvæðinu sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband í síma 569 1440 eða sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is. Vel launuð líkamsrækt − fyrir fólk á öllum aldri H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.