Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 174. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is KARLAHEIMUR ER EIN KONA BETRI EN ENGIN VIÐ STJÓRNUN FYRIRTÆKJA? >> VIÐSKIPTI HANNAR TANGÓSKÓ OG REKUR DANSHÚS TANGÓ Í ARGENTÍNU FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MEÐ nýjum vinnubrögðum við heyskap eru bændur að leita leiða til að lækka kostnað við framleiðsluna og búa sig undir harðnandi samkeppni. Þetta segir Finnbogi Magnús- son, framkvæmdastjóri Jötunn véla á Sel- fossi, en hann þekkir vel hverju bændur velta fyrir sér í sambandi við vélvæðingu í hey- skap. Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá nýrri heyskapartækni sem byggist á því að saxa heyið mjög smátt og geyma það í útistæðum undir plasti. Í dag eru fast að 90% af öllu heyi bænda geymd í rúllum eða stórböggum sem pakkað er í plast. Kostnaðurinn við plastið hefur aukist ár frá ári og meðalstór kúabú þurftu í fyrrasumar að kaupa plast fyrir 300- 400 þúsund krónur. Runólfur Sigursveinsson, búfjárráðunaut- ur á Suðurlandi, segir að kostnaður við hey- skap sé sá liður í útgjöldum bænda sem þeir geti náð mestri hagræðingu í. Raunar verði þeir að spara í þessum lið ef þeir ætli að standast samkeppni. Kostnaður við heyskap sé t.d. miklu meiri hér á landi en í Danmörku. Hann segir að danskir bændur hafi aldrei farið út í rúlluheyskap í neinum verulegum mæli vegna þess að þeir hafi hreinlega ekki tímt því. Verktakar sjá um heyskap fyrir Dani En það er annar stór munur á því hvernig íslenskir og danskir bændur stunda heyskap. Í Danmörku sjá verktakar nær alfarið um heyskap fyrir bændur. Danskir bændur telja of dýrt að kaupa vélar sem þeir nota aðeins nokkrar vikur á ári. Hér á landi hafa í nokkur ár verið til verktakar sem fara á milli búa og rúlla heyi. Það er ennfremur ljóst að fari bændur hér á landi að geyma hey í útistæð- um, líkt og gert er í Danmörku, verður það aðeins gert með því að bændur taki saman höndum eða verktakar sjái um heyskapinn. Ástæðan er sú að vélarnar eru svo dýrar. Magnús Eggertsson, bóndi í Ásgarði í Reykholtsdal, er einn þeirra sem keypt hafa vélar til að verka í útistæði. Hann hefur tvisv- ar farið til Danmerkur til að kynna sér hvernig þarlendir standa að heyskap. Hann segir tilganginn með þessari nýju aðferð vera að lækka kostnað og einnig séu menn að von- ast til að fóðrið verði betra með því að saxa grasið meira niður. Magnús er, eins og fleiri viðmælendur blaðsins, sannfærður um að heyskap eigi í auknum mæli eftir að verða sinnt af verktökum. Dæmi um kostnað við heyöflun á meðalbúi er 25 kr. á fóðureiningu og ef bónda tekst að lækka þennan kostnað um fimm kr. hefur honum tekist að spara eina milljón. Morgunblaðið/Sverrir Plast Meðalbú kaupir rúlluplast fyrir 300- 400 þúsund kr. og verðið hækkar enn. Herma eft- ir Dönum Bændur láta verktaka sjá um heyskapinn Eftir Andra Karl andri@mbl.is SJÖ BÖRN hafa verið nálægt drukknun í sund- laugum landsins undanfarin þrjú ár. Forstöðu- maður Forvarnarhúss Sjóvár telur stefna í óefni og grunar að víða sé pottur brotinn þegar kemur að því að fylgja öryggisreglum – ekki síst á landsbyggðinni. Dæmi eru um að einn starfs- maður sinni öllum störfum á sundstað þrátt fyrir að gestir séu á fimmta hundrað. Í kjölfar þess að fjögur börn hafa verið nærri drukknun á sundstöðum það sem af er ári hafa vaknað umræður um öryggisatriði við laugarn- ar. Á undanförnum dögum hafa nokkrir starfs- menn sundstaða haft samband við Herdísi Storgaard, forstöðumann Forvarnarhúss Sjó- vár, vegna þessa og lýst aðstæðum. „Menn eru hreinlega að segja mér að þeir séu jafnan einu starfsmennirnir á sundstöðum í sínu sveitarfélagi. Í reglum um öryggi á sundstöðum og við kennslulaugar segir hins vegar að þar eigi jafnan að vera einn starfsmaður sem sinni laug- argæslu, þ.e. þegar um er að ræða minni sund- laug – það þýðir 100% eftirlit með gestum,“ seg- ir Herdís sem telur það óhugsandi ef starfsmaður þarf að ganga í öll störf. „Spurn- ingar sem fylgja eru því oftast nær um hvar ábyrgðin liggi ef eitthvað kemur fyrir.“ Herdís nefnir jafnframt dæmi um að liðna helgi hafi einn starfsmaður verið við gæslu við sundlaug þar sem komu um fimm hundruð gest- ir. Það segir hún algjörlega ótækt og bendir á að þó svo að oft geti heppnin bjargað sé hún ekki alltaf með í för. Reglurnar til endurskoðunar Sveitarfélögin bera ábyrgð á sundlaugum sín- um og ljóst er að gera þarf skurk í eftirliti með sundstöðum. Herdís telur að ástandið sé tölu- vert skárra á stór-höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni þó svo að ekki sé hægt að alhæfa um það. Hins vegar hefur miklu fjármagni verið varið í öryggisþætti sundstaða á höfuðborgar- svæðinu. Öryggisreglurnar voru settar árið 1994, end- urskoðaðar 1999 og eru aftur til endurskoðunar um þessar mundir. Herdís sat í öryggisnefnd- inni árið 1999 líkt og núna og segir ekki fara á milli mála hvaða öryggiskröfur eru gerðar til rekstraraðila sundlauga. Til að mynda skal alla vega einn laugarvörður fylgjast með 25 m sund- laug en alla vega tveir verðir ef um er að ræða 50 m laug eða stærri. | 4 Einn gætti 500 sundgesta Morgunblaðið/Birkir Fanndal Öryggi Stórherða þarf eftirlit á sundstöðum. Í HNOTSKURN »Í reglum um öryggi á sundstöðumkemur fram að þurfi laugarvörður að víkja frá skuli hann fá hæfan ein- stakling sem lokið hefur skyndihjálp- arnámskeiði til að leysa sig af. »Ef enginn með tilskilin réttindi er til-tækur til afleysinga, skal laugar- vörðurinn kalla alla úr lauginni og loka henni.  Forstöðumaður Forvarnarhúss telur ekki farið að reglum á sundstöðum  Ástandið verst á landsbyggðinni en viðunandi á höfuðborgarsvæðinu LÍFLEGT uppboð var haldið í Loð- mundarfirði í gær þar sem jörðin Stakkahlíð var slegin hæstbjóðanda, Þorsteini Hjaltested, á 60 milljónir. „Þetta er einn af fáum eyðifjörðum sem eftir eru og einstakur að því leyti,“ segir Þorsteinn þegar hann er inntur eftir því hvernig áhugi hans er til kominn. „Jörðin er yfir 2.000 hekt- arar og þarna í firðinum er silungs- veiði, hreindýr og æðarvarp.“ Stakkahlíð hefur fram að þessu verið í eigu sömu ættar í 111 ár, en frá því 1967 heSfur hún verið í eyði. Tilraun var gerð til þess að reka þar ferðaþjónustu, en síðan var ákveðið að selja jörðina og skipta andvirðinu á milli eigenda. Einn þeirra, Stefán Hlíðar Jóhannsson, segir að fjölskyldu- meðlimir hafi boðið í en verið sífellt yfirboðnir. „Við verðum að kyngja því. Það hafa allir rétt á því að bjóða,“ segir Stefán. Ófært er til Loðmundarfjarðar mestan part ársins nema sjóleiðina, en hægt er að komast þangað á fjórhjóladrifnum bíl yfir hásumarið. Jörð í eyðifirði slegin á sextíu milljónir Morgunblaðið/Einar Falur Seld Stakkahlíð í Loðmundarfirði. GORDON Brown, nýr forsætisráðherra Bretlands og eiginkona hans, Sarah, í Downing-stræti 10 í gær. Brown hét því að „hlusta og læra“ og byggja upp traust á stjórnvöldum. | Miðopna Reuters Nýtt fólk í númer 10 Réttur dagsins Engjaþykkni “crème de la crème” borið fram með hnetu-, karamellu- og kornkúlu-mélange Nýtt bragð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.