Morgunblaðið - 28.06.2007, Side 29

Morgunblaðið - 28.06.2007, Side 29
kannski konur í hefðbundnum kvennastörfum að taka málin í eig- in hendur og auki verðmæti sitt. Ný ríkisstjórn getur t.d. flýtt ferl- inu með því að styðja rekstur einkafyrirtækja í heilbrigðiskerf- inu þar sem hugvit kvenna fengi að njóta sín. Konur eru stærsti hluti starfsmanna heilbrigðisstofn- ana og kannski gætu þær komið á annan og jafnvel hagkvæmari hátt í framkvæmd verkefnum, væru þær sjálfar við stjórnvölinn. Stofn- un einkafyrirtækja í heilbrigð- iskerfinu þýðir ekki að mismuna eigi fólki varðandi aðgengi að þjónustunni. Hins vegar gæti ríkið gert samninga við einkafyrirtæki um ákveðna verkþætti alveg eins og það gerir samninga við LSH, sem verið hefur í einokunar- aðstöðu undanfarin ár bæði gagn- vart skjólstæðingum sínum og starfsfólki. Ég hef starfað á Landspítalann í 25 ár. Kynjabundinn launamunur er enn við lýði, og löngu ljóst að erfitt er að ná árangri í baráttunni gegn þessari mismunun þrátt fyrir góðan ásetning stjórnmálamanna í áratugi. Mín eigin launabarátta hefur reynst mér dýr. Þar sem ég gat engan veginn gengið að boði LSH, hef ég verið á lægri launum en næstu undirmenn mínir í 7 ár. Í krafti stærðar og einokunar hefur LSH ákveðið að leiðrétta þetta ekki. Stéttarfélagið sem ég til- heyri, BHM, virðist heldur ekki geta gert neitt og verður að kyngja ákvörðunum LSH. Und- anfarið hafa jafnréttismál verið í brennidepli en reynsla mín vekur ekki bjartsýni. Höfundur er forstöðuiðjuþjálfi á geðsviði LSH og lektor við HA. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 29 Kristinn Pétursson | 28. júní Blekkingar og falsanir Hafrann- sóknastofnunar BESTI gagnrýnandi Hafrannsóknastofn- unar fyrr og síðar er án efa Ásgeir heitinn Jak- obsson rithöfundur. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér skrif hans um reynslu af ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar frá 1970-1995 ættu að verða sér úti um bókina „Fiski- leysisguðinn“ eftir son Ásgeirs, Jak- ob Ásgeirsson. Ásgeir heitinn var búinn að sjá að ekki var allt með felldu í ráðgjöfinni strax árið 1975, og að ekkert væri hugað að fæðu í ráðgjöfinni. Nýjustu blekkingar stofnunar- innar eru enn „að ekki hafi verið far- ið að tillögum stofnunarinnar“. Meira: kristinnp.blog.is ÞAÐ er átakanlegt að sjá mynd af fyrrverandi ferming- arbarni sínu í dánartilkynningunum. Enn eitt fallegt og hæfileikaríkt ung- mennið er fallið í valinn. Sölu- menn dauðans unna sér engrar hvíldar. Susie Rut fermdist í Grens- áskirkju á pálmasunnudag vorið 1999. Hún var allt í senn glæsileg og viðkvæm, fullorðinsleg og eirðarlaus. Við henni blasti björt og vonarrík framtíð. Sú framtíð varð alltof stutt og þyrnum stráð. Sagan endurtekur sig. Í magn- vana reiði sjáum við yndisleg ungmenni ánetjast, falla, deyja. Með falsi og fagurgala eru þau ginnt til að prófa fíkniefni. Í alltof mörg- um tilvikum er það upphaf písl- argöngu þeirra og fjölskyldna þeirra, helgöngu. Siðspilltir vesalingar verða því miður alltaf til og þeim er sama um líf í rúst, fjöl- skylduharmleiki, ofbeldi og ótímabær dauðsföll sem fylgja neyslu fíkniefna. Efst í píramídanum sitja þeir óhultir. Réttvísin nær þeim sjaldnast. Með margvíslegu forvarna- starfi er reynt að minnka eft- irspurn eftir fíkniefnum. Það er ekki nóg. Við verðum að sjá til þess að framboðið sé takmarkað eins og unnt er. Ísland er eyja. Við höfum ein- staka aðstöðu til að fylgjast með því sem flutt er til landsins. Það er áreiðanlega bæði dýrt og tíma- frekt en hvert mannslíf er ómet- anlega verðmætt og við höfum nógan tíma - ef við viljum. Ágætu samlandar, þetta er okkar mál. Eigum við ekki að horfast í augu við ógnina og gera okkar besta? Okkur má ekki standa á sama. Er ekki kominn tími til að við rekum af okkur slyðruorðið og berjumst af fullri einurð við fíkniefna- djöfulinn? Eða - er eitt og eitt ungmenni, sem fellur í valinn, óhjá- kvæmilegur fórnarkostnaður „frelsisins“? Það finnst mér ekki! Ólafur Jóhannsson Dauðans alvara Höfundur er sóknarprestur. Útimálning Viðarvörn Lakkmálning Þakmálning Gólfmálning Gluggamálning Innimálning Gljástig 3, 7, 20 Verð frá kr. 298 pr.ltr. Gæða málning á frábæru verði ÍSLANDS MÁLNING Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli. Afsláttur af málningarvörum 20% Sætúni 4 Sími 517 1500 Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður.Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður Sætúni 4, S. 517 1500 - Skútuvogi 13, S. 517 101 við hliðina á Bónus Jafnréttissjóður Auglýsing Starfræktur er sérstakur rannsóknarsjóður, Jafnréttissjóður, og er tilgangur hans að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðu kvenna og karla og framgangi jafnréttis. Hér með er auglýst eftir umsóknum um styrki úr Jafnréttissjóði. Í samræmi við hlutverk sjóðsins verða veittir styrkir til rannsókna sem tengjast jafnréttismálum. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn hafi 10 milljónir króna til ráðstöfunar fyrir hvert starfsár og að styrkir séu ekki færri en þrír og ekki fleiri en fimm. Gerðar eru skýrar faglegar og fræðilegar kröfur til umsækjenda. Ekki verða veittir styrkir til verkefna sem þegar er lokið. Einungis verður tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Þau má finna á vefsíðu forsætisráðuneytis (www.forsaetisraduneyti.is, Jafnréttissjóður). Enn fremur má nálgast eyðublöð á skrifstofu ráðuneytisins, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg (sími 545 8400, netfang postur@for.stjr.is). Umsóknarfrestur er til 1. september 2007 og verður úthlutað úr sjóðnum á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október 2007. Umsóknir til Jafnréttissjóðs skal senda forsætisráðuneytinu, Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, 150 Reykjavík. Jafnréttissjóður starfar samkvæmt reglum nr. 513/2006, um úthlutun styrkja Jafnréttissjóðs. Reykjavík, 28. júní 2007. Hluthafafundur Marel hf. Haldinn verður hluthafafundur hjá Marel hf. fimmtudaginn 5. júlí 2007 kl.16:00. Fundurinn verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins að Austurhrauni 9 í Garðabæ. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Setning fundar. Kosning fundarstjóra. Kosning fundarritara. Tillaga um breytingu á nafni félagsins úr Marel hf. í Marel Food Systems hf. Tillaga um breytingu á tilgangi félagsins. Tillagan felur í sér að tilgangur félagsins verði aukinn þannig að undir hann falli rekstur fasteigna, kaup og sala verðbréfa og eignarhald á dóttturfélögum . Tillaga um heimild til stjórnar félagsins til að hækka hlutafé þess um allt að 100.000.000 í 18 mánuði frá samþykkt hennar. Heimilt skal að ráðstafa þessum hlutum sem greiðslu fyrir hluti í öðrum félögum eða til að fjármagna ytri vöxt Marel hf. Kynning á skipulagsbreytingum Marel samstæðunnar. Önnur mál. Dagskrá, endanlegar tillögur og fylgigögn eru til sýnis fyrir hluthafa á skrifstofu félagsins að Austurhrauni 9 í Garðabæ. Atvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent við upphaf fundar. Garðabæ, 27. júní 2007 Stjórn Marel hf. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Kirkjuvellir 9 – Hf. 2ja og 3ja Fullbúnar með gólfefnum * 3 íbúðir 3ja herb. eftir * 1 íbúðir 2ja herb. eftir * Sérmerkt stæði í bílageymslu * Verð frá 20,1 millj. * Einkasala * Vandaðar innréttingar * Hiti í gólfum * Afhentar vor 2007 * Byggingaraðili J&S byggingaverk- takar ehf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.