Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 52
FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 179. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Óviðunandi eftirlit  Eftirliti á sundstöðum landsins er verulega ábótavant að mati Her- dísar Storgaard, forstöðumanns Forvarnarhúss Sjóvár. Herdís segir að ástandið sé verst á landsbyggð- inni þar sem það þekkist að einn starfsmaður sinni öllum störfum við sundlaugina. »Forsíða Spilakassar hættulausir  Forsvarsmenn þeirra félaga sem reka spilakassa segja starfsemi þeirra vera í góðu horfi hér á landi. Um sé að ræða ábyrga spila- mennsku sem ekki sé hættulegri en lottó eða getraunir. »8 Bensínskömmtun í Íran  Uppþot urðu í Íran í gær vegna tilkynningar íranskra stjórnvalda um að til stæði að skammta bensín til almennra borgara. Ekki er mögu- legt að hreinsa nægilegt magn af ol- íu í Íran og neyðist því ríkið til að flytja inn bensíni. »14 SKOÐANIR» Forystugreinar: Ísland og Afríka | Öryggi í sundlaugum Stakst.: Blogg og stjórnmálamenn Ljósvakinn: Sjaldan er góð ýsa … UMRÆÐAN» Vítavert gáleysi kostar sorg Saksóknarinn í eyðimörkinni Konur á niðursettu verði Rangindi rannsóknarmanna … 1  8#  ,  )   9 ! 0   .  .  . . . .  . . .  .  . . . .  . . . + : '7 #   .  . . . .  . . .  ;<==>?@ #AB?=@-9#CD-; :>->;>;<==>?@ ;E-#::?F-> -<?#::?F-> #G-#::?F-> #3@##-0H?>-:@ I>C>-#:AIB- #;? B3?> 9B-9@#3)#@A>=> Heitast 18 °C | Kaldast 6 °C  NA og N 8–13 m/s við A-ströndina, annars 3–8. Skýjað en úr- komulítið NA- og A- lands, bjart annars staðar. »10 Vernharður Linnet þakkar Birni Thor- oddsen framlag hans til varðveislu menn- ingararfsins með út- gáfu á tónlist. »44 TÓNLIST» Dómur um Vorvísur TÓNLIST» Plötukaupendur líta aft- ur til fortíðar. »48 Eva Ásrún er nýr stjórnandi þáttarins Allt í drasli en hún ætlar að taka til hendinni í sumar ásamt Margréti. »49 SJÓNVARP» Allt í drasli á nýjan leik KVIKMYNDIR» Anna og Börnin á leið til Tékklands. »45 FÓLK» Hægt er að skrá sig í Dragkeppni Íslands. 47 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Umdeildur dugnaðarforkur… 2. „Þetta er kraftaverk“ 3. Myrti fjölskyldu sína… 4. Valur burstaði FH 4:1 Í GÆR mátti sjá sérstök ský á lofti yfir Reykjavík, svonefnd vindskafin netjuský. Theodór Hervarsson veðurfræðingur segir að þau myndist út frá fjallabylgjum, þegar loft streymir yfir fjalllendi, og þau séu algeng í stöð- ugu lofti hlémegin fjalla. Loftstraumar framkalla undur hlémegin fjalla Morgunblaðið/Sverrir Vindskafin netjuský Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is GRÍÐARSTÓRAR marglyttur og næringarskortur eru helsta ógn sjósundmanna sem reyna árlega við Ermarsundið og þess vegna er engan veginn gefið að jafnvel þjálfuðustu sundmenn komist á leiðarenda. Tveir Íslendingar, sem báðir heita Bene- dikt, reyna í sumar að synda yfir Ermarsundið og gerir annar þeirra, Benedikt Lafleur, það í annað sinn. Nafni hans Bene- dikt Hjartarson stefnir einnig ótrauður að markmiði sínu. Strangar reglur gilda um hvernig á að bera sig að á þessu 40 km langa sundi. Til dæmis mega menn ekki vera í hlífð- arsundgalla úr neopreni og einnig er bannað að snerta að- stoðarbát sem fylgir sjósundmönnum, nema menn ætli að játa sig sigraða. Benedikt Hjartarson ætlar að reyna að komast yf- ir Ermarsundið á 12-18 tímum. Hann þarf að næra sig á um hálftíma fresti og sér aðstoðarfólk á bátnum um að rétta hon- um drykk og orku með sérstakri stöng og þá ríður á að vera fljótur að grípa nestið á sundi. Benedikt verður fimmtugur 9. júlí og kveðst hafa ákveðið að fagna tímamótunum á eftirminnilegan hátt. „Ég hafði ákveðið að gera eitthvað stórt á afmælisdaginn og velti fyrir mér að fara á línuskautum frá Lundi til Rómar, en síðan datt mér í hug Ermarsundið síðastliðið haust, þegar nafna mínum Benedikt Lafleur tókst ekki að synda yfir í fyrra,“ segir Benedikt. „Ég fór því að æfa á fullu til að geta látið verða af þessu.“ Á sjósundferðum sínum hingað til hefur Benedikt aldrei fundið fyrir ónotum vegna ofkælingar. „Þetta er fyrst og fremst skemmtun. Mér líður svo vel í sjónum.“ Benedikt Lafleur mun reyna að synda yfir Ermarsundið á föstudag eða laugardag og aftur 7.-14. júlí. Ákvað að synda yfir Ermar- sundið á fimmtugsafmælinu Morgunblaðið/RAX Sjósund Benedikt Hjartarson teygir sig eftir næringunni á sundi í Nauthólsvík í gær. Benedikt Hjartarson sund- kappi orðinn fær í flestan sjó VALSMENN gerðu sér lítið fyrir og gjörsigruðu Íslandsmeistara FH, 4:1, á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Heima- menn höfðu yfir 3:0 í hálfleik og segja má að meistararnir hafi aldrei séð til sólar. Guðmundur Benediktsson átti mjög góðan leik fyrir Val, skoraði tvö mörk og lagði eitt upp. „Við fögnum vel þessum þremur stigum eins og reyndar öll hin liðin, því þetta jafnar deildina,“ sagði Guð- mundur hæstánægður eftir leikinn. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var vonsvikinn með sína menn og sagði liðið ekki hafa átt neitt skilið. „Menn stóðu sig ekki betur en á lé- legri æfingu. Við komum hreinlega ekki tilbúnir til leiks og fengum það í bakið.“ | Íþróttir Rúlluðu yfir FH-inga Fimi Pálmi Rafn Pálmason, leik- maður Vals, skýtur að marki FH. Morgunblaðið/Sverrir Loftslagsbreytingar og Fjölbendi Airbus fær brakandi byr Hámarki endurhæfingar náð í Þýskalandi VIÐSKIPTI»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.