Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 22
Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is A uglýsingar um „græna“ bíla hafa verið áber- andi að undanförnu og eru ýmis bílaumboð farin að auglýsa sig sem umhverfisvænan valkost. Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að tala um „græna“ bílabyltingu í þessu samhengi og því má spyrja sig hvort Íslendingar muni næst keppast um að vera á flottasta vistvæna bílnum. Ljóst er að vitundarvakning í um- hverfismálum er farin að gera vart við sig í samfélaginu og án efa hefðu margir áhuga á því að kaupa sér umhverfisvænan bíl þegar horft er til þess að samgöngur eru einn stærsti umhverfisþátturinn í lífi sér- hverrar fjölskyldu. En hvað er um- hverfisvænn bíll? Er það sama og grænn bíll? Hvaða bílar á mark- aðnum geta talist umhverfisvænni en aðrir? Þrátt fyrir að margir kaupi þá hugmynd að það sé góðra gjalda vert að fjárfesta í „umhverfisvænu“ ökutæki þarf enginn að velkjast í vafa um það að bílar hafa slæm áhrif á umhverfið og geta því aldrei talist umhverfisvænir, að mati Neytenda- samtakanna. „Þeir eru allir grænir“, segir bíla- umboðið Hekla í nýlegri auglýsinga- herferð sinni á Volkswagen- bifreiðum. Neytendasamtökin telja þessa fullyrðingu villandi og hafa kvartað til Neytendastofu og óskað eftir þeirra áliti. „Bílar eru langt frá því að vera „grænir“ ef hugtakið grænn er skilið sem „umhverf- isvænn“, eins og berlega er gefið í skyn í þessari auglýsingaherferð. Neytendur fá þau skilaboð að Volkswagen sé grænn bíll þar sem Hekla ætlar að greiða til umhverf- issjóðsins www.kolvidur.is svokall- aða kolefnisjöfnun bílsins í eitt ár. Neytendasamtökin geta engan veg- inn tekið undir að það samsvari því að bíllinn sé grænn eða umhverf- isvænn. Það velkist enginn í vafa um það að bílar hafa slæm áhrif á um- hverfið og geta aldrei talist um- hverfisvænir, segir m.a. í áliti Neyt- endasamtakanna. Flest fyrirtæki samstarfsfús Neytendastofa hefur enn ekki tekið afstöðu til þess hvort auglýs- ingar Heklu brjóti í bága við gild- andi reglur, að sögn Ernu Jóns- dóttur, lögfræðings Neytendastofu, en bílaumboðinu hefur verið gefinn kostur á að tjá sig um málið áður en frekari skref verða stigin. „Þegar kvartað er yfir auglýsingum er það yfirleitt með vísan í 6. eða 7. gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með órétt- mætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Málsmeðferðin er þá sú að Neyt- endastofa sendir viðkomandi aug- lýsanda bréf þar sem honum er gef- inn kostur á að koma sínum sjónarmiðum að og eftir það er met- ið hvort auglýsingin brjóti gegn lög- um um óréttmæta viðskiptahætti. Komist stofnunin að þeirri nið- urstöðu að auglýsingarnar brjóti gegn lögunum er þeim bannað að auglýsa með þessum hætti með vís- an til 2. mgr. 16. gr. laga um órétt- mæta viðskiptahætti. Stjórnvalds- sektir eru ekki lagðar á nema fyrirtæki fari ekki eftir fyrirmælum Neytendastofu,“ segir Erna. Íslensk skilgreining ekki til En hvað er umhverfisvænn eða grænn bíll? „Það er góð spurning, sem margir eru eflaust að velta fyrir sér þessa dagana. Ég kýs reyndar helst að tala um „visthæfa bíla“ frekar en umhverfisvæna bíla enda geta bílar aldrei verið vænir um- hverfinu,“ segir Birna Helgadóttir, umhverfisráðgjafi hjá Alta ehf. Þegar talað er um græna eða vist- hæfa bíla erlendis er oftast átt við bíla, sem menga minna en aðrir sambærilegir bílar. Visthæfir eða grænir bílar hafa verið skilgreindir af stjórnvöldum erlendis og í lögum erlendis, t.d. í Bretlandi og í Svíþjóð, en slík skilgreining er ekki til á Ís- landi. Reykjavíkurborg hefur þó sett fram skilgreiningu á visthæfum bílum í anda sænsku skilgreining- arinnar. Samkvæmt henni uppfyllir visthæfur bíll þau skilyrði að losa að hámarki 120 g CO2/km og eyðir í blandaðri keyrslu ekki meira en 4,5 lítrum af dísel/100 km eða 5,0 lítrum af bensíni/100 km. Grænu bílarnir ekki visthæfir En hvað um „grænu“ bílana í aug- lýsingunum. Eru þeir til? „Ég vildi óska að ég gæti svarað því játandi því að það er mikið fagnaðarefni að bílaumboðin séu farin að bjóða við- skiptavinum sínum upp á visthæfari bíla. En grænu bílarnir í auglýsing- unum á Íslandi þessa dagana eru ekki visthæfir, samkvæmt helstu skilgreiningum um visthæfa bíla. Þeir eru t.d. ekki endilega sparneyt- nari en aðrir bílar og losa ekki minna af gróðurhúsalofttegundum en aðrir bílar. Grænu bílarnir í þess- um auglýsingum eru bílar, sem eru kolefnisjafnaðir fyrsta árið, sem þýðir að gróðursetja þarf um 35 tré á meðal bíl. Það tekur trén um 90 ár að binda kolefnið og það kostar um það bil jafnvirði eins bensíntanks að kolefnisjafna bíl í eitt ár hjá Kolviði. Það er að sjálfsögðu jákvætt að kol- efnisjafna, en það skiptir samt enn meira máli að ráðast á uppsprettu vandans með því að nota í auknum mæli bíla, sem eru sparneytnir og losa sem minnst af gróðurhúsa- lofttegundum,“ segir Birna. Skýrar upplýsingar mik- ilvægar Ekki er alltaf auðvelt fyrir íslensk fyrirtæki að fjalla um umhverfismál í markaðssetningu á skýran hátt því ýmis hugtök eru ný í umræðunni og fólk skilur þau oft á mismunandi hátt. Því er mikilvægt að upplýs- ingar um umhverfismál séu skýrar og að hugtök séu rétt notuð fyrir trúverðugleikann. Yfirvöld á Norð- Umhverfisvænir bílar eru ekki Morgunblaðið/G. Rúnar Bílar Þegar talað er um græna eða visthæfa bíla er oftast átt við bíla, sem menga minna en aðrir sambærilegir. Í HNOTSKURN » Við markaðssetningu á nýj-um bílum er nú farið að höfða til umhverfisvitundar neytenda. » Neytendasamtökin telja nýjaauglýsingaherferð Heklu villandi og vilja að Neyt- endastofa skeri úr um hvort markaðurinn komist upp með að staðhæfa að vara sé umhverf- isvæn án þess að sýna fram á það á vísindalegan hátt. » Grænu bílarnir í auglýsing-unum eru kolefnisjafnaðir sem þýðir að tré verða gróð- ursett til að binda það kolefni, sem bíllinn losar fyrsta árið. Bíll hefur áhrif á umhverfið á ýmsum stigum lífsferils síns, við framleiðslu hans, akstur og við förgun. Langstærsti hluti umhverfisáhrifanna verða þó vegna aksturs og þar er losun gróðurhúsalofttegunda mikilvægust út frá umhverfissjónarmiði. Við bruna eldsneytis losnar m.a. koltvísýringur (CO2) sem veldur auknum gróðurhúsaáhrifum. Einnig myndast við brunann ýmis mengandi efni, eins og kolmónoxíð (CO) og köfnunarefnissambönd (NOX) sem geta verið heilsuspillandi. Í útblæstri bifreiða er einnig að finna sót og auk þess rífa nagladekk upp malbik. Allt eykur þetta magn svifryks í and- rúmslofti sem er heilsuspillandi og hefur slæm áhrif á öndunarfæri og lungu. Samkvæmt nýlegum útreikningum Reykjavíkurborgar er losun koldíox- íðs frá fólksbílum í Reykjavík um 231.224 tonn á ári og hefur losun koltví- sýrings vegna samgöngutækja aukist um 27% frá 1999 til 2005. Ef helmingur bíla í Reykjavík væru visthæfir og losuðu minna en 120 g CO2/km mætti áætla að heildarlosun koldíoxíðs frá fólks- bílum í Reykjavík myndi minnka um 63.600 tonn á ári eða um 27%. Til að minnka umhverfisáhrif fjölskyldubílsins er skilvirkast að minnka eldsneytiseyðsluna. Það má gera m.a. með því að keyra minna, nota minni og sparneytnari bíla, afla sér fræðslu um vistakstur og sinna vel viðhaldi bílsins. Aksturinn segir mest neytendur 22 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Bónus Gildir 28. júní-1. júlí verð nú verð áður mælie. verð Ungnautahamborgarar, frosnir, 10*120 g 998 1398 830 kr. kg Ungnautalundir, frosnar ........................ 2.698 2.998 2.698 kr. kg Lambafillet, frosið ................................ 2.249 2.998 2.249 kr. kg Ks frosin lambasvið.............................. 279 398 279 kr. kg Bökunarkartöflur, forsoðnar, 510 g ........ 119 198 230 kr. kg Prins póló kassi, 35*40 g .................... 895 1198 640 kr. kg Bónus kóla, 2 l .................................... 59 79 30 kr. kg Egils orka, 250 ml ............................... 69 95 276 kr. ltr Bónus ferskar brauðbollur, 320 g .......... 159 198 497 kr. kg Kf hrásalat, 350 gr............................... 98 159 280 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 28. júní-30. júní verð nú verð áður mælie. verð Lambafille m/fitu úr kjötborði ............... 2.398 2.898 2.398 kr. kg Svínalundir úr kjötborði ........................ 1.598 1.878 1.598 kr. kg Ali Speribs .......................................... 885 1.180 885 kr. kg Ali mexico kótilettur.............................. 1.255 1.673 1.255 kr. kg FK jurtakryddað lambalæri.................... 1.198 1.898 1.198 kr. kg Matfugl kjúklingabringur ....................... 1.685 2.515 1.685 kr. kg Matfugl piripiri læri/legg....................... 398 569 398 kr. kg 4x80gr hamborgarar m/brauði, 2 l kók .. 498 627 498 kr. stk. Fk hrásalat, 380 g ............................... 99 138 260 kr. kg Sóma kaldar samlokur rækju/túnfisk..... 159 199 159 kr. stk. Hagkaup Gildir 28. júní-1. júlí verð nú verð áður mælie. verð Lambalæri úr kjötborði ......................... 998 1.394 998 kr. kg Lambalundir úr kjötborði ...................... 2.998 3.613 2.998 kr. kg Kjúklingapylsur, 10 stk. ........................ 482 803 482 kr. pk. SS nautakótilettur, Argentína ................ 1.499 1.998 1.499 kr. kg SS Bratwurst pyslur.............................. 137 182 137 kr. pk. SS ostapylsur ...................................... 193 257 193 kr. pk. Chicago Town wraps fajita ..................... 399 506 399 kr. pk. Chicago Town wraps chili ...................... 399 519 399 kr. pk. Myllan grillbrauð, tómat og salsa........... 199 365 199 kr. stk. Myllu hindberjavínarbrauð .................... 99 139 99 kr. stk. Krónan Gildir 28. júní-1. júlí verð nú verð áður mælie. verð Lamba Rib Eye .................................... 1.997 2.998 1.997 kr. kg Krónu kryddaðar grísakótilettur ............. 1.189 1.698 1.189 kr. kg Krónu lambagrillsneiðar, læri ................ 1.399 1.898 1.399 kr. kg Gourmet hunangsgrís, léttreyktur........... 1.259 1.682 1.259 kr. kg Móa kjúklingur, ferskur, heill ................. 350 699 350 kr. kg SS hangiálegg, 2x8 sneiðar .................. 2.364 3.377 2.364 kr. kg Krónu kartöflusalat, 350 g.................... 159 186 454 kr. kg Krónubrauð, stórt og gróft, 770 g .......... 99 121 129 kr. kg Freyju Smádraumur, 360 g ................... 359 399 359 kr. pk. Shop Rite eldhúsrúllur, 3 stk. ................ 399 489 399 kr. pk. Nóatún Gildir 28. júní-1. júlí verð nú verð áður mælie. verð Lambainnralæri, spjót, Toscana............. 498 649 498 kr. stk. Lamba Rib Eye, villikryddað .................. 2.398 3.198 2.398 kr. kg Grísakótilettur, úrbeinaðar Oriental ........ 1.498 1.998 1.498 kr. kg Lambafille m/kryddostasósu ................ 2.798 3.498 2.798 kr. kg Grillkartöflur m/mozzarella/beikon........ 798 939 798 kr. kg Laxasteik m/hvítlauk............................ 998 1.498 998 kr. kg Nóatúns ungnautahamborgarar, 4x90 g. 298 559 298 kr. pk. Nóatúns skinka, 200 g ......................... 298 374 1.490 kr. kg Happy Day Safar 1 l ............................. 149 188 149 kr. ltr Pepsi 2 l ............................................. 99 173 50 kr. ltr Samkaup/Úrval Gildir 28. júní-1. júlí verð nú verð áður mælie. verð Kjötborð, nautahakk............................. 899 1.294 899 kr. kg Kjötborð, lambalærissneiðar ................. 1.399 1.875 1.399 kr. kg Borgarnes, víkinga lambalæri................ 1.399 1.998 1.399 kr. kg Matfugl, kjúklingaleggir, magnkaup ....... 395 609 395 kr. kg Ísfugl, vængir, buffaló........................... 216 360 216 kr. kg Kelloggs Coca pops, 600 g................... 339 450 565 kr. kg Sun lolly orange 10*62 g ..................... 189 259 189 kr. stk. Coca cola 4*2 lítrar ............................. 529 769 66 kr. ltr Jarðarber, 200 g .................................. 199 289 995 kr. kg Iceberg ............................................... 269 399 269 kr. kg Þín Verslun Gildir 28. júní-4. júlí verð nú verð áður mælie. verð Bk lambalærisgrillsn., þurrkr. ................ 1.498 1.998 1.498 kr. kg Bk lambagrillk., þurrkr. ......................... 1.575 2.100 1.575 kr. kg Bk ostapylsur ...................................... 797 1.063 797 kr. kg Bk spánskar pylsur............................... 852 1.136 852 kr. kg BK skinka, 165 g ................................. 227 284 1376 kr. kg Maryland kex, 150 g ............................ 59 85 393 kr. kg Swiss Miss kakóbréf, pakki, 284 g ........ 209 279 736 kr. kg Toppur, 0,5 l........................................ 79 110 158 kr. kg Fazer Dumle Original, 220 g.................. 199 359 905 kr. kg helgartilboðin Kótilettur og kartöflusalat í útileguna Morgunblaðið/ÞÖK Ráðgjafinn Birna Helgadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.