Morgunblaðið - 28.06.2007, Page 16

Morgunblaðið - 28.06.2007, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING GUÐMUNDUR Sigurðsson organisti Hafnarfjarðarkirkju leikur á hádegistónleikum Al- þjóðlega orgelsumarsins í Hallgrímskirkju á hádegi í dag. Fyrsta verkið er Pasticcio eftir Jean Langlais en á eftir koma þrjú barrokkverk, sálm- forleikurinn Erbarm dich, eft- ir Bach og eftir Buxtehude Tokkata í F-dúr auk sálm- forleiksins Nun bitten wir den heiligen Geist. Eftir bandaríska tónskáldið og rit- höfundinn Ned Rorem leikur hann tvö verk úr bókinni Orgelbók II. Síðasta verkið er Ostinato et Fughetta eftir Pál Ísólfsson. Tónlist Bach og Buxtehude í Hallgrímskirkju Guðmundur Sigurðsson NÍU listamenn sem eiga það sameiginlegt að hafa útskrifast frá Listaháskólanum í Tonge- ren, Academie of fine kunst, í Belgíu, sýna í Listasal Salt- fisksetursins til júlíloka, en sýning þeirra hefst á laug- ardag kl. 14. Listamennirnir eru: Patrick Vissers, Anita Claesen, Jenny Geurts, Lieve Haels, Linda Goorts, Floryne Baré, Gertrude Lengauer, Freddy Fhilippeth og síðast en ekki síst Fríða Rögnvaldsdóttir. Listamennirnir hafa málað þrjú málverk hver fyrir sýninguna og með listasal set- ursins í huga. Opið er alla daga frá 11-18. Myndlist Málað á belgísku fyrir Saltfisksetrið Í Saltfisksetrinu. Á LAUGARDAGINN er komið að fimmtu tónleikunum í Menningarveislu Sólheima í Grímsnesi. Sænski söngvarinn Yousef Sheikh og finnski píanóleikarinn Tomi Lehikoin- en syngja og spila lög eftir Elton John, Queen, Stevie Wonder og fleiri. Tónleikarnir hefjast klukkan 14, aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir. Yousef Sheikh er fæddur og uppalinn í Örebro, starfaði lengi við söngleikhús í Þýskalandi en er nú fluttur til Ís- lands. Tomi og Yousef hafa starfað saman um ára- bil og hafa samið fjölda laga saman. Tónlist Söngleikjamenn á Sólheimum Sólheimakirkja Eftir Birtu Björnsdóttur og Helga Snæ Sigurðsson Í DAG verður opnuð sýning á verk- um norska myndlistarmannsins Kjells Nupen í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnar- fjarðar. Fjögur listasöfn koma að sýningunni, auk Hafnarborgar eru það dönsku söfnin Museum for Religiös Kunst og Kastrupgård- samlingen og hið norska Haugar Vestfold Kunstmuseum. Nupen vakti snemma athygli fyr- ir verk sín, um miðjan áttunda ára- tuginn, og hefur verið áberandi í norskri samtímalist æ síðan. Nupen var flogið til landsins í einkaþotu ónefnds listaverkasafnara í gær og var hann nýlentur þegar blaðamað- ur náði tali af honum í Hafnarborg. Nupen er á 52. aldursári, fæddur 1955 í Kristianssand. Á vefsíðu listamannsins segir að hann hafi ákveðið 13 ára að verða listmálari og stóð við það. Hann nam myndlist við Listaháskólann í Ósló og Staat- liche Kunstakademie í Düsseldorf. Hann hóf sýningahald 1976 og ferill hans spannar því á fjórða áratug. Í upphafi var gagnrýni á vest- rænt samfélag áberandi í verkum hans, í anda þýska listamannsins Josephs Beuys, sem var mikið átrúnaðargoð ungra listamanna í Þýskalandi og víðar í Evrópu á þeim tíma er Nupen nam myndlist. Við upphaf 9. áratugarins urðu verk hans stærri og fjölbreyttari, formin sterkari og verkin almennt lausari við ádeilutón. Nupen hóf að mála landslagsmálverk en lítið er til af verkum frá upphafsárum hans þar sem mörg þeirra brunnu í geymslu í Þýskalandi. Nupen hefur einnig unnið í aðra miðla, m.a. skúlptúra úr ýmsum efnum og finna má útilistaverk eftir hann víða um Noreg. Breytist með tímanum Sjálfur segir listamaðurinn verk sín hafa breyst talsvert í áranna rás. „Ég er reyndar bara nýkominn hingað í Hafnarborg þar sem sýn- ingin mín er, en það sló mig svolítið að sjá nokkur af gömlu verkunum mínum. Sum þeirra elstu hef ég ekki séð í 25 ár og það er gaman að sjá hversu mikið verk mín hafa í raun breyst í gegnum tíðina,“ segir Nupen. „En fólk breytist auðvitað með aldrinum og fær aðra sýn á lífið og það skilar sér væntanlega í verk- unum.“ Á sýningunni gefur að líta um 50 verk listamannsins, gömul verk í bland við ný. „Elsta verkið er að mig minnir frá 1976 og það nýjasta er nýlegt,“ segir Nupen. Eins og fyrr sagði hefur Nupen reynt fyrir sér í annarskonar list- sköpun en myndlist. Hann segir málverkin þó vera hans eftirlætis sköpunarform. „En mér finnast margar aðrar gerðir sköpunar mjög spennandi,“ bætir hann þó við. Í sýningarskrá fyrir sýninguna segir á einum stað að myrkur und- irtónn einkenni verk Nupen. Er listamaðurinn sjálfur sammála því? „Já, ég er frá suðurhluta Noregs þannig að þunglyndislegra áhrifa gætir vissulega í verkum mínum. Það er vel hægt að fullyrða að mörg þeirra endurspegli á einhvern hátt hugmyndina um hvað gerist þegar lífinu á jörðinni er lokið,“ segir Nupen að lokum. Hafnarborg sýnir verk norska myndlistarmannsins Kjells Nupen Þunglyndisleg áhrif Morgunblaðið/Sverrir DAVÍÐSSTYTTA ítalska end- urreisnarlistamannsins Donatello, sem upphaf endurreisnarhögg- myndalistar er jafnan miðað við, verður brátt hreinsuð almennilega fyrsta sinni og það með leysigeisla- tækni. Geislinn mun að öllum lík- indum ná fram gylltum háralit Davíðs, gulllaufi í hári bronsstytt- unnar. Gert er ráð fyrir því að hreins- unin taki 18 mánuði og hefur ítalska ríkið lagt 200.000 evrur til verksins, tæpar 17 milljónir króna. Styttan verður hreinsuð á var- anlegum sýningarstað sínum, Bargello-safninu í Flórens. Hreins- un styttunnar verður sýnd gestum á sjónvarpsskjám og verða þeir jafnframt varðir fyrir bjarma hreinsigeislanna með sérstökum hlífðartjöldum. Ludovica Nicolai sér um hreins- un Davíðs og segir hann eiga eftir að glansa á endanum. Davíðsstytta Donatello er talin hafa verið sú fyrsta af nöktum manni frá því á fornöld og olli miklu fjaðrafoki þegar hún var sýnd fyrst á Ítalíu. Flikkað upp á Davíð með leysigeisla Lykilverk hreinsað með nýrri tækni Merkileg Stytta Donatello af Davíð. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is „ÞAU gerðu þetta með eindæmum vel, það verð ég að segja – þau skildu alveg hvað ég var að gera, og léku rosalega vel,“ segir Eiríkur Árni Sigtryggsson tónskáld, en í gærkvöldi frumfluttu Eydís Franz- dóttir óbóleikari og tékkneski strengjakvartettinn PiKap kvintett hans fyrir óbó og strengi. Eydís og Tékkarnir heimsóttu Eirík Árna í fyrrakvöld, til að leika verkið fyrir hann áður en að frum- flutningnum kæmi. „Við Eydís er- um gamlir kunningjar, og eitthvað hef ég verið að nudda í henni um að einhvern tíma ætlaði ég að semja eitthvað fyrir hana, var að hugsa um að skrifa óbókonsert, en það er erfitt að fá svo stór verk flutt. Hún sagði mér að hún ætti í samvinnu við þennan tékkneska kvartett, og við urðum ásátt um að ég semdi verk fyrir þau. Þetta gerði ég 2005. Þegar þau komu núna, var kjörið tækifæri að spila verkið,“ segir Ei- ríkur Árni. Hann segir verkið dul- arfullt. „Ég var í mystísku sam- bandi við einhver öfl þegar ég byrjaði á verkinu og það byrjar á dularfullum hljómum þar sem óbóið hrópar sársaukafullt í byrjun. Síðan fer ég í gríðarlegan kontrapunkt. Þetta eru þrjú stef sem byggjast öll á mystísku hljómunum í upphafi,“ segir tónskáldið, sem segir miðkafl- ann í hjarðljóðsanda óbósins, en að í lokin taki við úrvinnsla með öllum stefjum, sem skapi heilmikla stefja- súpu í lokin. Tékkneskt um allt land Tónleikar PiKap og Eydísar Franzdóttur í Duushúsum í gær- kvöldi voru einungis þeir fyrstu, því hópurinn heldur í tónleikaferð um landið í kjölfarið. Auk verks Eiríks Árna gefur PiKap landsmönnum innsýn inn í tónlist heimalands síns með flutningi á strengjakvartettum eftir tékknesku tónskáldin Dvorák, Martinu, Janacek, Ryba og Sim- andl, en leikur líka verk eftir Moz- art og Vaughan-Williams. Samstarf kvartettsins við Eydísi hófst árið 2004 er hún skipulagði ferna tónleika þeirra hérlendis. Sumarið 2005 buðu þau henni að vera gestur þeirra á þrennum tón- leikum í Tékklandi. Tónleikar þeirra verða Ketilhúsinu á Akureyri í hádeginu á morgun; í Reykjahlíð- arkirkju á laugardagskvöld kl. 20; Gamla Bauk, Húsavík, kl. 20.30 á sunnudagskvöld og í Listasafni Sig- urjóns Ólafssonar á þriðjudagskvöld kl. 20.30 og loks í Hömrum á Ísa- firði 5. júlí kl. 20. Dularfullt verk á leið um landið Tónskáldið „Þau skildu alveg hvað ég var að gera og léku rosalega vel.“ Í HNOTSKURN » Nupen hefur haldið fjöldaeinkasýninga víða um heim og eiga fyrirtæki og listasöfn víða um heim verk eftir hann, m.a. Nútímalistasafnið í Kína og Listasafn Noregs » Þekktasta útilistaverk Nupen stendur í Otterdals- garðinum í Kristianssand, heimaborg hans, skúlptúr úr graníti og keramiki sem foss rennur úr. Í sama garði má finna stórar og myndskreyttar gler- krukkur eftir hann. » Kjell Nupen er með vandaðaheimasíðu: www.nupen.no. » Stórt glerlistaverk eftir Nupen prýðir kirkjuna í Söm við Kristianssand en þar vann hann einnig altari og skírnarfont úr steini og stórt Kristslíkneski yfir altari. Breyttur „En fólk breytist auðvitað með aldrinum og fær aðra sýn á lífið og það skilar sér væntanlega í verkunum.“ NÍGERÍSKI rit- höfundurinn Chinua Achebe hlaut alþjóðlegu Man Booker- heiðurs- verðlaunin í ár. Hann er senni- lega þekktastur fyrir fyrstu skáldsögu sína, Things Fall Apart, frá árinu 1958. Hún seldist í meira en tíu milljónum eintaka um heim allan og hefur ver- ið þýdd á fleiri en 50 tungumál. Bókin fjallar einkum um áhrif ný- lenduvæðingar á Igbo-samfélagið í Afríku. Hinn 76 ára Chinua Achebe er einnig ljóðskáld og mikilsvirtur bókmenntagagnrýnandi. Hann hafði betur en rithöfundar á borð við Ian McEwan og Salman Rushdie, og tekur við verðlauna- fénu, 60.000 pundum, við hátíðlega athöfn í Oxford í dag. Nígerískur höfundur hlýt- ur Booker- verðlaunin Chinua Achebe ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.