Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is BÚIÐ er að veiða rúmlega 17% kvót- ans í íslenskri lögsögu af norsk-ís- lensku síldinni eða hátt í 30.000 tonn af 148.629 tonna kvóta en auk þess má veiða 34.560 tonn í norskri lög- sögu í ár og þar mega mest vera 15 skip að veiðum í einu. Síldveiðiskip- unum fjölgar jafnt og þétt á miðun- um og í gær voru fimm skip að veið- um grunnt út af Héraðsflóa, tvö á leiðinni á miðin og að minnsta kosti tvö að landa. Mest í bræðslu Guðmundur VE landaði um 680 tonnum af frystri síld í Neskaupstað í gær en daginn áður landaði skipið sama magni af úrgangi til bræðslu á Þórshöfn. Sigurður VE hefur veitt rúmlega 7.000 tonn í nót og hefur all- ur aflinn farið í bræðslu á Þórshöfn. Þorsteinn VE, þriðja skip Ísfélags Vestmannaeyja á síldveiðunum, fór í fyrsta túrinn í lok liðinnar viku og var aflinn orðinn um 300 tonn í gær. Sigurður VE hefur verið á síld- veiðum frá því fyrir sjómannadag og Guðmundur VE var að koma úr fyrsta túr. Eskja hf. á Eskifirði gerir út eitt skip á síldveiðarnar, vinnsluskipið Aðalstein Jónsson SU. Veiðarnar hófust seinni partinn í maí og hefur skipið landað fjórum sinnum, alls um 2.000 tonnum af frystum afurðum og öðru eins í bræðslu. Þokkalegur markaður Haukur Björnsson, framkvæmda- stjóri Eskju, segir að veiðarnar hafi gengið prýðilega. Síldin hafi veiðst á stóru svæði innan íslensku lögsög- unnar út af Austfjörðum, stundum norður af Langanesi, stundum sunn- ar og stundum út af Rauðatorgi, en skipið sé næst væntanlegt inn til löndunar um helgina. Að sögn Hauks er góður markaður fyrir sæmilega stór þök en heldur þyngri með smærri flökin. Töluverð áta er í síldinni en Haukur segir að þegar hægt verði að heilfrysta stærri þökin bíði þeirra góður markaður. Þegar á heildina sé litið megi því segja að markaðurinn sé þokkalegur. Skinney-Þinganes hf. á Höfn er með tvö skip á síldveiðum, Jónu Eð- valds SF og Krossey SF. Hermann Stefánsson framleiðslustjóri segir að lítið hafi verið um að vera og veiðin frekar döpur. Skipin hafi veitt á milli 7.000 og 8.000 tonn og hafi nær allur aflinn farið í bræðslu. Um fimmtungur síldarkvótans veiddur Misjafn gangur á veiðum úr norsk-íslenska stofninum Ljósmynd/Kristín Ágústsdóttir Löndun Ómar Sverrisson, löndunarstjóri hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað, við löndun úr Þorsteini ÞH í gær. FRIÐRIK J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir lítið nýtt í skýrslu Hagfræðistofnunar. „Hún byggist á því að það þurfi að minnka veiðarnar skarpt til að byggja stofninn sem hraðast upp.“ Hann segir spurninguna enn snúast um hversu hratt sé hægt að byggja stofninn upp. „Við höfum sagt að við sjáum ekki forsendur til að skera þetta jafn mikið niður og Hafrann- sóknastofnun leggur til og það þýðir náttúrlega að það mun taka lengri tíma að byggja upp. Þetta yrði einfaldlega svo rosalega mik- ið högg.“ Vill hægari uppbyggingu þorskstofns ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Barmur ehf. á Húsavík fékk nú í vikunni af- hentan nýjan línubeitningavélbát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnar- firði. Að útgerðinni stendur Ingólfur Árnason. Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Sigrún Hrönn ÞH 36 og leysir af hólmi tvo minni Cleopatra-báta sem báru sömu nöfn. Nýi báturinn er 15 brúttótonn og 11,9 brúttórúmlestir og er í krókaaflamarkskerfinu. Báturinn er með yfirbyggðu vinnu- dekki. Línubeitingarvél og rekka- kerfi af gerðinni Mustad frá Sjó- vélum hf. Línu og færaspil eru frá Sjóvélum. Aðalvél bátsins er af gerð- inni Volvo Penta D12 715 hestöfl tengd ZF gír. Báturinn er útbúinn siglingatækj- um af gerðinni Furuno frá Brimrún. Báturinn er einnig útbúin með hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýr- ingu bátsins. Öryggisbúnaður báts- ins kemur frá Viking. Rými er fyrir 12 660 lítra kör í lest. Í bátnum er upphituð stakka- geymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og tvo skip- verja. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúk- ar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofns og ísskáps. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Eigendur Húsvíkingarnir Ingólfur Árnason, Freyja Eysteinsdóttir og Sigmar Ingólfsson, sonur þeirra, sem starfar við útgerðina. Ný yfirbyggð Cleopatra 38 til Húsavíkur Nýtt skip Línubeitningavélbátur- inn Sigrún Hrönn ÞH. SJÁVARÚTVEGRÁÐUNEYTIÐ hefur samþykkt sérstök skilyrði vegna úthlutunar aflaheimilda í Grundarfjarðarbæ, Fjarðabyggð, Strandabyggð, Norðurþing, Gríms- eyjarhreppi, Seyðisfirði og Vopna- fjarðarhreppi. Í Grundarfjarðarbæ fara þrír fjórðu byggðakvótans, 102,75 þorskígildistonn, í að bæta þeim, sem höfðu aflahlutdeild í skelfiski í Breiðafirði, upp samdrátt vegna banns við skelfiskveiðum á Breiða- firði. Sérstök úthlut- unarskilyrði ♦♦♦ ATVINNUHÚSNÆÐI - TIL SÖLU ÓSKAST KEYPT Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Ingólfsstræti - glæsilegt skrifstofuhúsnæði • Á 2. hæð á besta stað í miðbænum. • Húsnæðinu fylgir stór þakgarður. • Eignin skiptist í: 2 stórar skrifstofur, opið vinnurými, fundarherbergi, starfsmannaaðstöðu, salerni, skjalaherbergi og í kjallara er stórt herbergi. • Heildarstærð er 180 fm. Bæjarflöt - tæplega 1.900 fm atvinnuhúsnæði • Þar af eru 400 fm á millilofti. • Húsið skilast fullbúið að utan á 3.600 fm lóð og tilbúið til innréttinga að innan. • Húsið er stálgrindahús frá Atlas Ward. Hamraborg - glæsilegt verslunar- og skrifstofuhúsnæði • Húsnæðið er á mjög eftirsóttum stað í Hamraborg, Kópavogi. • Húsnæðið skiptist á tvær hæðir. • Annars vegar er um að ræða 140 fm á götuhæð og 170 fm efri hæð. Selhella í Hafnarfirði - um 4.800 fm nýbygging • Er á um 8.974 fm lóð við fyrirhugaða stofnleið inn í Vallahverfið í Hafnarfirði. • Grunnflötur hússins er 2.400 fm og verður húsið tvílyft. • Skipta má húsinu á fjölbreytilegan hátt. • Gert er ráð fyrir rúmlega 10 þúsund manna byggð í Vallahverfinu og er húsið mjög áberandi þegar keyrt er inn í hverfið. Dalshraun - mikið endurnýjað iðnaðarbil • Skiptist í mjög rúmgóðan bílskúr og skrifstofurými sem í dag er nýtt sem íbúð. • Húsnæðið er mjög snyrtilegt og hentar vel fyrir litla heildsölu eða sem geymsluhúsnæði. • Stærð er 108,1 fm. Garðabær - leigusamningur í 20 ár • Til sölu 7.200 fm iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði á 17.600 fm lóð. • Leigusamningur til 20 ára. Urðarhvarf - Kópavogi • Hafin er bygging á verslunar- og skrifstofuhúsi í Urðarhvarfi. • Byggingin verður um 15.000 fm að stærð og verður boðin til leigu eða sölu. • Frábær staðsetning og glæsilegt útsýni. 300-500 fm húsnæði í miðbæ Reykjavíkur • Viðskiptavinur okkar hefur óskað eftir því að við útvegum honum 300-500 fm húsnæði í miðbæ Reykjavíkur til kaups. • Kostur væri ef góð bílastæði væru við húsið. • Rýmingartími er samkomulag. • Góðar greiðslur í boði fyrir réttu eignina. 1.500-2.000 fm skrifstofuhúsnæði • Traust opinber stofnun leitar að 1.500-2.000 fm húsnæði undir skrifstofurekstur. • Helst kaup en leiga kemur til greina. • Afhending þarf að helst vera eigi síðar en í lok árs 2008. 1.500-2.000 fm verslunar-/ 2.000-3.000 skrifstofuhúsnæði •Traust fyrirtæki óskar eftir 1.500-2.500 fm verslunarhúsnæði auk þess leitar sama fyrirtæki að 2.000-3.000 fm skrifstofuhúsnæði sem þarf ekki að vera í sömu byggingu. •Til greina kemur einnig leiga til lengri eða skemmri tíma. Mikið er um að til okkar sé leitað um leigu á skrifstofu og iðnaðarhúsnæði. Okkur vantar því allar gerðir af slíku húsnæði á skrá. Allar nánari upplýsingar veita: Hákon Jónsson lögg. fasteignasali og Geir Sigurðsson lögg. fasteignasali

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.