Morgunblaðið - 28.06.2007, Page 10

Morgunblaðið - 28.06.2007, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Það þýðir ekkert að kalla á Hafró, skipper, „may day, may day“ er eina vonin. VEÐUR Á nýrri öld fer stjórnmála-umræðan að drjúgum hluta fram á blogginu. Og úrslit kosninga geta ráðist þar.     Um leið og auðveldara verður fyr-ir almenning að taka virkan þátt í umræðu um stjórnmál verður áhuginn meiri. Slík skoðanaskipti eru grunnurinn sem lýðræðið bygg- ir á. Og stjórnmálamenn sem ná að fóta sig á þessum vettvangi hafa forskot á aðra.     Það kom fram íviðtali við Össur Skarphéð- insson í Morg- unblaðinu að hann þakkaði blogginu að hann hefði náð aftur styrk á hinum póli- tíska vettvangi eftir tapið fyrir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannskjöri Samfylkingarinnar.     Eftir á að hyggja held ég aðbloggið hafi skapað mér miklu sterkari stöðu en ég hefði náð með því að ráfa einn míns liðs utan bloggheima. Ég held að ég hafi náð gríðarlegum ósýnilegum tengslum við fólk; það hafi kynnst mér með öðrum hætti og séð í því birtast mann sem var ekki beygður. Það er mikilvægt fyrir mann sem hefur beðið mikið tap að bogna ekki og halda sjálfsvirðingu. Bloggið sýndi að ég var sprelllifandi og lífsglaður. Enginn lifir af tap nema vera lífs- glaður. Og ég hélt lífsgleðinni.“     Kannski felst styrkur Össurar íþví að hann er óhræddur við að deila með öðrum tilfinningum sín- um – stíga fram með „innvolsið“ úti.     En það er athyglisvert að aðeinstæpur helmingur þingmanna er með heimasíðu og einungis fjórð- ungur hefur skrifað færslu í júní.     Á meðan þeir þegja talar þjóðin um stjórnmál. STAKSTEINAR Össur Skarphéðinsson Bloggið og stjórnmálamenn SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )              *(!  + ,- .  & / 0    + -                     12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (          !"     :  *$;<                     !    "       #     !   $    % &  '     '       "      *! $$ ; *! # !$ %  $   &  ' " (' =2 =! =2 =! =2 # &%  )   *+', <2>         6 2  - '  ! $%' '   !  './',  ("'$   0 *    ;  1% ' % ,2 !0 3 , $  $  4 4   .      ("'  !  05" "' 0 =7       1%$    "   .  '   / '"$  ' '4 (  0 1     .     .    / '" 62!'77 '"!3 ' "')   3'45 ?4 ?*=5@ AB *C./B=5@ AB ,5D0C ).B 0 . . 0 0 0 0 0 0 0 0    0 4 4 0 4 4   0 . . . . . . . . . . . . . .           Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Guðfinnur Sveinsson | 27. júní 2007 Meiri viðbjóðurinn Aðeins fyrir 30 árum ætlaði leyniþjónusta Bandaríkjanna að ráða þjóðarleiðtoga af dög- um. Meiri viðbjóðurinn. Auðvitað geri ég mér grein fyrir því að við verðum að reyna að eiga góð samskipti við öll ríki, og sérstaklega nágranna okkar, en þegar ég les svona fréttir þá fæ ég alveg uppí kok af nágrönnum okkar í vestri. Meira: gudfinnur.blog.is Anna K. Kristjánsdóttir | 27. júní 2007 27. júní er góður dagur! 27. júní 1996 fengu samkynhneigðir ýmis réttindi sem þeir höfðu ekki haft áður og tíu árum síðar voru rétt- indi þeirra færð enn nær réttindum annarra þjóðfélags- hópa. Því er 27. júní einnig góður dagur fyrir samkynhneigða. 27. júní 2007 hætti Tony Blair sem forsætisráðherra Englands. Meira: velstyran.blog.is Breki Logason | 27. júní 2007 Takk, Herra Örlygur! Fór á Nasa í gær og sá tónleika sveitarinnar The Raptures. Verð nú að viðurkenna að ég þekkti bandið sama og ekki neitt. En nóg til þess að drífa mig á Nasa. Og tónleikarnir voru líka svona svakalega fínir. The Raptures eru frá New York og spila tónlist sem er í raun mjög frumleg. Trommari, bassaleikari, hress gítarleikari og síðan svona „Jens Hansson“ týpa sem spilaði á allt. Tónlistinni má lýsa sem danstónlist með flottu gítar/ rokk ívafi. Það er erfitt að lýsa þessu. En ég var að fíla þetta. Það var nú ekkert troðið en þó var svona 15 manna vinahópur fremst upp við sviðið sem hélt uppi stuðinu. Söngvarinn tók nokkur „crowd-surf“ og virtist liðsmönnum sveitarinnar líka móttökurnar. Meira: brelog.blog.is Auður H. Ingólfsdóttir | 27. júní 2007 Samviskan friðuð – eða hvað? Jæja, þá er ég búin að kolefnisjafna bílinn minn fyrir þetta ár. Komin með sérstaka kvittun upp á það. Samviskan friðuð í bili – eða hvað? Er lausnin fundin með töfraorðinu „kolefnisjöfnun“? Til að kolefnisjafna bílinn minn þurfti ég að borga 6.916 krónur til að vega upp á móti 4,9 tonna losun koldíoxíðs. Ég á fremur sparneytinn bíl, Susuki Ignis, sem fær ein- kunnina C í eyðslueinkunn á vef Orkusetursins. Á móti kemur að ég keyri frekar mikið. Fyrir nokkrum árum flutti ég út á land. Nátt- úruunnandinn í mér vildi komast úr þéttbýlinu. Um leið breyttust akst- ursvenjur úr um 8.000 km á ári upp í 24.000 km á ári. Svona er maður fljótur að komast í mótsögn við sjálfa sig – þessi sama ást á nátt- úrunni og dregur mig úr borginni er þess nú valdandi að ég ber ábyrgð á þrisvar sinnum meiri losun gróð- urhúsalofttegunda en áður! En aftur að kolefnisjöfnuninni. Er ég núna kvitt? Er ég búin að bæta fyrir allar mínar syndir með afláts- bréfinu? Einn góður umhverfisvinur hafði samband við mig vegna nýlegr- ar færslu um kolefnisbindingu og fannst ég gera þessari lausn fullhátt undir höfði. Ég tók reyndar fram að þetta væri umdeild leið og aðeins ein af mörgum til að takast á við það verkefni að draga úr styrk gróð- urhúsalofttegunda í andrúmslofti. En það er fyllsta ástæða til að nefna það hvers vegna kolefnisbinding er umdeild leið: 1. Kolefnisbinding tekur ekki á meginorsök vandans, sem er bruni jarðefnaeldsneytis, heldur reynir að bæta fyrir eftir á. Eins og að setja plástur á sárið. Aðaláherslan þarf eftir sem áður að vera á leiðir sem miða að því að draga úr losun. 2. Mjög flókið er að reikna út hversu mikil binding á sér stað í raun og veru. Þetta eru gífurlega flókin vísindi sem ég fer ekki nánar út í hér en get þó nefnt hluti eins og bindistuðla, núvirðingu, plöntuteg- undir og jarðvegsgerð. 3. Það vantar tryggingu fyrir að hinn nýi gróður lifi af og haldi áfram að binda kolefni næstu áratugi. Hvað ef plönturnar deyja í slæmu árferði? Hvað ef kemur eldgos með tilheyrandi öskufalli og kæfir ungar plöntur? 4. Landeyðing er vandamál á Ís- landi og mikill gróður hefur tapast í gegn um aldirnar. Landgræðsla og skógrækt geta því verið jákvæð vegna ástæðna sem koma kolefn- isbindingu ekkert við. En allt er gott í hófi – líka skógrækt. Meira: aingolfs.blog.is BLOG.IS Taktu þátt og safnaðu stimplum hjá Olís. Glæsilegir vinningar í boði! Við höldum með þér!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.