Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.06.2007, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand LOVÍSA, ELSKAN MÍN! ÞAÐ ER BARA EIN LEIÐ FYRIR OKKUR AÐ KOMAST HÉÐAN SEGÐU MÉR TRYGGVI ÞÚ NÆRÐ ATHYGLI SKRÍMSLISINS Á MEÐAN ÉG HLEYP Í BURTU EINS HRATT OG ÉG GET KALLAR ÞÚ ÞETTA ÁÆTLUN?!? ÞÚ ÆTTIR AÐ HLAUPA NÚNA TRYGGVI ÉG HEF UPPGÖTVAÐ SVOLÍTIÐ... ÞAÐ ERU TVÆR TEGUNDIR AF FÓLKI SEM HAFA MIKIÐ Á MÓTI ÞVÍ AÐ ÉG FÁI AÐ SJÚGA Á MÉR PUTTANN... ÖNNUR ER TANNLÆKNAR OG HIN ER ÖMMUR... LEIÐINLEGAR ÖMMUR!! HVER VAR AÐ RUSLA TIL HÉRNA INNI?!? EKKI ÉG...ÞAÐ VAR... VAR HÉRNA... EKKI ÉG... ÞAÐ BIRTIST GEIMVERA Í ELDHÚSINU OG HÚN NOTAÐI EITTHVAÐ RISAVAXIÐ VOPN FRÁ ANNARRI PLÁNETU TIL ÞESS AÐ BRJÓTA ALLT SEM HÚN MÖGULEGA GAT MÖMMUR ERU ÁSTÆÐAN FYRIR UPPSPUNA FARÐU UPP Í TRÉ OG ATHUGAÐU HVORT ÞÚ SJÁIR ÓVININA... EN PASSAÐU ÞIG! ALLT Í LAGI HANN HEFUR ENGAR SKOÐANIR... HANN ER GELDUR TRYGGINGAFÉLAGIÐ ÞARF AÐ FÁ BLÓÐSÝNI, MUNNVATNSSÝNI, FINGRAFÖR OG NOKKUR HÁR AF HÖFÐINU Á ÞÉR VÁ! ÞETTA ER MIKIÐ AF PERSÓNU- UPPLÝSINGUM VIÐ ERUM ÞAU EINU SEM FÁ AÐ SJÁ ÞETTA... OG KAUPENDURNIR HVAÐ?!? BARA SMÁ GRÍN... ÞÚ VERÐUR LÍKA AÐ FYLLA ÞETTA PETER ER KOMINN INN Í BÚNINGALEIGUNA... HVER SEGIR AÐ ÉG ÞURFI ALLTAF AÐ VERA Í SAMA BÚNINGNUM Á MEÐAN... KOMUM OKKUR HÉÐAN BÍDDU! SJÁÐU! KOMINN TÍMI TIL AÐ GERVIHETJAN OKKAR LÁTI LJÓS SITT SKÍNA... LEGGIÐ NIÐUR VOPNIN, EÐA KÓNGULÓARMAÐURINN LÆTUR YKKUR KENNA Á ÞVÍ dagbók|velvakandi Reynsla mín af pappírsgámum FYRIR mörgum árum var farið að tala um að endurvinna notaðan pappír og fannst mér það mjög skynsamlegt. Settir voru upp gámar við Hjarðarhaga og bar ég þangað margar byrðar af pappír sem ég vildi losna við. Ég tek það fram að ég er gamalmenni og kann ekki að aka bíl, enda hef ég sparað mér þau út- gjöld sem þeim tækjum fylgja. En einhverjum við Hjarðarhag- ann fannst púkalegt að hafa þessi gí- möld fyrir utan hjá sér og heimtaði að þau yrðu fjarlægð. Það var gert og nú voru gámarnir settir upp við Hofsvallagötuna, á móti Haga. Var það mjög hagstætt fyrir mig. En vegna einhverra framkvæmda þurfti að færa þá upp að lóðinni neðan til við Melabúðina um tíma, en þá máttu þeir ekki vera þar lengur og voru fluttir niður á horn Neshaga og Hofsvallagötu. En Adam var ekki lengi í paradís þar frekar en fyrri daginn, og nú veit ég ekki hvar þeim hefur verið holað niður, kannski uppi á Hellisheiði eða austur í Flóa. Ég hef að minnsta kosti ekkert séð til þeirra síðan. En ég er ákveðinn að gefa skít í öll þessi fíflalæti. Nú hendi ég papp- írnum bara í ruslatunnurnar eins og áður enda lít ég á þessi rassaköst skipuleggjendanna sem tilmæli til þess. Þeir mega þakka fyrir að ég hendi þeim (blöðunum, ekki skipu- leggjendunum) ekki út á akbrautina. Bjánaleg og síbreytileg skipulagn- ing er verri en engin skipulagning því að hún kemur mönnum í illt skap, en þó er sú jákvæða hlið á þessu máli að einhverjir geðvondir karlar gætu fengið hjartaslag út af þessu hringli fyrr en annars og væru þá úr sögunni, rólyndu fólki til léttis. T.Ó. Veðurfréttir í Ríkisútvarpinu ANSI er orðið lítið eftir ef Íslend- ingar geta ekki fengist til að lesa ís- lenskar veðurfréttir. Svo virðist sem útlendingur hafi verið ráðinn til þess að lesa veð- urfréttirnar á Ríkisútvarpinu. Veðr- ið er Íslendingum hjartans mál og því þurfa veðurfréttirnar alltaf að vera á hreinni og skýrri íslensku. Guðrún. Bílaröð helgarinnar ÉG ER einn af þeim fjölmörgu sem sátu fastir í bílaröð á Vesturlands- vegi um sl. helgi. Að mínu mati lá mesti vandi raðarinnar í stjórn um- ferðarinnar á afleggjaranum til Þingvalla. Ef bíll kom þar niður eftir var öll umferð stoppuð svo bíllinn gæti komið sér inn í röðina. Bíll á þessum gatnamótum var aldrei lát- inn bíða. Þegar bílarnir voru komnir fram hjá Þingvallaafleggjaranum var greið leið í bæinn. Ung lög- reglukona beindi bílunum í röðina hjá afleggjaranum og ég held að hún hafi ekki áttað sig á því sem hún var að gera. Maður í umferðinni. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fátt er betra en að lesa góða bók utandyra í góðu veðri. Ferðamaður hvíldi sig milli skoðunarferða og las við Fjörukrána í Hafnafirði. Morgunblaðið/G.Rúnar Í ró og næði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.