Morgunblaðið - 27.09.2007, Page 6

Morgunblaðið - 27.09.2007, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is „ÞAU tilboð sem við erum að fá eru fá og almennt mjög há, oftast langt yfir kostnaðaráætlunum,“ sagði Óskar Valdimarsson, for- stjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, en mikil þensla er í byggingageir- anum og í jarðvinnu. Óskar segist ekki sjá nein merki um að þetta ástand muni breytast næstu tvö árin a.m.k. Í ágúst bauð Framkvæmdasýsl- an út byggingu kennslu- og fyr- irlestrarýmis við Háskólann á Ak- ureyri, en kostnaðaráætlun hljóðaði upp á um 555 milljónir króna. Tvö tilboð bárust og var lægra tilboðið 40% yfir kostnaðar- áætlun. Framkvæmdasýslan ákvað að hafna tilboðunum og bjóða verkið út að nýju. Í útboði sem opnað var í fyrradag bárust fjögur tilboð og var það lægsta 17% yfir kostnaðaráætlun. „17% yfir kostn- aðaráætlun í þessu verki eru um 100 milljónir. Það er nokkuð sem við eigum erfitt með að taka,“ seg- ir Óskar. Fá tilboð berast Í sumar bauð Framkvæmdasýsl- an út viðbyggingu við Fjöliðjuna á Akranesi, en ekkert tilboð barst. Eitt tilboð barst þegar Fram- kvæmdasýslan bauð út viðbygg- ingu við Heilbrigðisstofnunina á Siglufirði. Tvö tilboð bárust þegar útboð voru haldin vegna viðgerða á Eirbergi og íþróttahúsi Háskóla Íslands og sama gerðist þegar stækkun fangelsis á Kvíabryggju og framkvæmdir við Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja voru boðnar út. Algengt er að þau tilboð sem berast séu allt að helmingi hærri en kostnaðaráætlun. Tvö tilboð bárust t.d. í þakviðgerð á Alþing- ishúsinu, annað á kostnaðaráætlun en hitt 115% yfir kostnaðaráætlun. Tilboð sem bárust í gerð snjóflóða- garða á Ólafsvík voru 20–150% yfir áætlun. Tilboð sem bárust í utan- hússviðgerð á Þjóðleikhúsinu voru 42–168% yfir kostnaðaráætlun. Jón Rögnvaldsson vegamála- stjóri kvartar ekki eins mikið und- an háum tilboðum. Hann segir að reynsla Vegagerðarinnar sé sú að tímasetning útboða skipti miklu máli. Tilboð sem koma á sumrin séu yfirleitt hærri en tilboð sem komi á haustin og á veturna. Vega- gerðin hafi þess vegna lagt áherslu á að bjóða út verk með góðum fyr- irvara svo að verktakar geti skipu- lagt sína vinnu fram í tímann. Margir hafa átt von á að það myndi draga úr umsvifum í mann- virkjagerð þegar virkjunar- og stóriðjuframkvæmdum lyki á Austurlandi og á Grundartanga. Þenslan á byggingamarkaðinum er hins vegar enn mikil og mörg stór verkefni framundan. Stærsta ein- staka framkvæmdin er bygging tónlistar- og ráðstefnuhúss í mið- borg Reykjavíkur, en áætlað er að húsið og framkvæmdir sem tengj- ast því eins og hótel og skrif- stofubyggingar kosti 40–45 millj- arða. Kostnaðurinn slagar hátt í hálfa Kárahnjúkavirkjun sem kostar um 100 milljarða. Framkvæmdum við tónlistarhús á að ljúka í lok árs 2009 og við hótelið 2010. Fram- kvæmdir verða í hámarki á síðari hluta næsta árs, en þá er áætlað að um 600 manns vinni að smíði húsanna. Mörg stór verkefni framundan Fleiri stór verkefni eru í und- irbúningi. Landsbankinn áformar að reisa nýjar höfuðstöðvar í miðbæ Reykjavíkur og er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Glitnir áformar einnig að reisa miklar byggingar á strætólóðinni við Kirkjusand. Há- skólinn í Reykjavík er að fara af stað með stórar byggingar við Öskjuhlíð. Verið er að byggja stór og mikil skrifstofu- og verslunar- hús víða á höfuðborgarsvæðinu. Stjórnvöld hafa einnig uppi áform um miklar framkvæmdir. Samkvæmt samgönguáætlun verð- ur 18 milljörðum varið til sam- göngumála á þessu ári, 32 millj- örðum á næsta ári, 28 milljörðum árið 2009 og 26 milljörðum árið 2010. Samtals eru þetta um 105 milljarðar á fjórum árum. Árni Jó- hannsson, hjá Samtökum iðnaðar- ins, segir að samgönguáætlun hafi „aldrei verið eins bólgin“. Árni telur reyndar ekki ástæða til að gera of mikið úr því þó tilboð í opinber verk séu há. Það hljóti að vera tímabundið ástand. Engin merki um að þenslu í byggingariðnaði sé að ljúka Í HNOTSKURN »Byggingarvísitala hefurhækkað mikið á und- anförnum misserum eða um 19% frá ársbyrjun 2006. Verð- lag hefur á þessu tímabili hækkað um 10,8%. »Byggingu virkjunar og ál-vers á Austurlandi er að ljúka. Stærsta framkvæmdin sem nú er í gangi er bygging tónlistarhúss. Næststærsta framkvæmdin er Héðinsfjarð- argöng sem kosta um 5 millj- arða. »Unnið er að undirbúningibyggingar álvers í Helgu- vík og við Húsavík. Verði þau að veruleika verður farið í miklar virkjanaframkvæmdir. Morgunblaðið/Golli Tónlistarhús Framkvæmdir við tónlistar- og ráðstefnuhús verða í hámarki á seinni hluta næsta árs, en þá er reiknað með að um 600 iðnaðarmenn verði þar að störfum.                    ! " "         #$%!     & '  ()*+  , -  .   0" - "  1   0" &. ,   0" -                 " 0 /  2 2  2 2 2 2 2 !2 2 2 2 2 2 2 2 Mjög há tilboð berast í opinberar framkvæmdir BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð- herra hefur ákveðið að greiða öllum starfandi lögreglumönnum sérstakt tímabundið álag á laun á grundvelli gildandi kjarasamningi Landssam- bands lögreglumanna (LL) og fjár- málaráðherra. Fá allir starfandi lögreglumenn greidda mánaðarlega kr. 30.000 í álagsþóknun frá 1. októ- ber næstkomandi og út samnings- tímann sem er til 31. október 2008. Þeir lögreglumenn sem eru í hluta- starfi fá álagsgreiðslu í samræmi við starfshlutfall. Samkvæmt upplýsingum Lands- sambands lögreglumanna byggjast þessar greiðslur á auknu starfs- álagi lögreglumanna vegna brott- hvarfs lögreglumanna úr starfi og aukningu verkefna vegna samein- ingar lögregluliða um síðastliðin áramót. „Það er mat stjórnar LL, að teknu tilliti til allra fyrirliggjandi þátta, að þetta sé ásættanleg nið- urstaða og verði vonandi til þess að stöðva þá óheillaþróun sem hefur blasað við undanfarið og verði jafn- framt hvatning til lögreglumanna til áframhaldandi góðra verka,“ segir í tilkynningu LL þar sem greint er frá þessari niðurstöðu. Viðræður lögreglumanna og fjár- málaráðuneytis hófust í júlí s.l. en dómsmálaráðherra bauð síðan fulltrúum LL til fundar í sumar þar sem lögreglumenn kynntu hug- myndir sínar. „Við lýstum áhyggj- um okkar af þeirri þróun að margir hafa hætt störfum,“ segir Steinar Adolfsson, framkvæmdastjóri LL. Hann segir að lögreglumenn hafi svo áréttað þessar áhyggjur sína enn frekar á fundi í ágúst og nú liggi niðurstaðan fyrir með ákvörð- un dómsmálaráðherra. „Hún er ásættanleg að okkar mati miðað við þá stöðu sem við erum í,“ segir hann. Um er að ræða hámarks- greiðslu miðað við ákvæði í kjara- samningum og verður það greitt út samningstímann, að sögn Steinars. Tvöfalt fleiri láta af störfum en á öllu síðasta ári Steinar segir að nýjustu tölur sem hann hafi tiltækar um brott- hvarf félaga úr starfi frá í ágúst sl. leiði í ljós að á þeim tíma hafi alls 39 lögreglumenn sagt upp störfum eða tilkynnt að þeir mundu gera það frá áramótum. Inn í þessari tölu eru einnig nokkrir lögreglumenn sem eru að láta af störfum á árinu vegna aldurs. Þetta er tvöfalt meiri fjöldi lögreglumanna sem láta af störfum en öllu á síðasta ári. Steinar bendir einnig á að fjöldi þeirra sem hafa fengið launalaust leyfi sé mun meiri en í fyrra eða 13. Fá 30 þús. kr. álags- greiðslu FRÉTTASKÝRING Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is KÓRINN, nýja íþrótta- og tónleikahöllin við Vallakór í Vatnsendahverfi Kópavogs, breytir miklu á sviði íþrótta og annarra tómstunda og ekki síst bætir höllin aðstöðu fótboltamanna í bænum. Knattspyrnudeildir Breiðabliks og KH vilja báðar þjóna vaxandi Kórahverfi og nágrenni og horfa því til nýja æfinga- og keppnissvæðisins við Vallarkór, en hugmyndir deildanna um afnot af íþróttamannvirkjum bæjarins fara ekki saman og þar stendur hníf- urinn í kúnni. Menn greinir á um alvarleika vandans. Sumir segja að ekki sé um stórmál að ræða. Þar sem tvö félög veiti sömu þjónustu sé ekki óeðlilegt að tekist sé á um hlutina en það þýði ekki að um vandamál sé að ræða og félög- in hljóti því að komast að samkomulagi. Aðrir eru ekki eins bjartsýnir. Bærinn á mannvirkin og margt bendir til þess að íþrótta- og tóm- stundaráð þurfi að skera á hnútinn. Sundur og saman Höfuðstöðvar Breiðabliks eru í Smáranum við Kópavogsvöll og Fífuna, íþrótta- og sýning- arhús bæjarins, þar sem áður var sandgras- völlur Breiðabliks. Fagrilundur er félagssvæði knattspyrnudeildar HK í Fossvogsdal og þar er gervigrasvöllur bæjarins sem Breiðablik hefur jafnframt til afnota. Fyrir um tveimur árum var skipulag íþróttamála í Kópavogi til umfjöllunar og þá voru félögin ekki tilbúin að skipta bænum á milli sín. Sú afstaða virðist ekki hafa breyst í stórum dráttum, en reyndar segir einn talsmaður félaganna að miklu skipti að íþróttamannvirki bæjarins séu nýtt á sem skynsamlegastan hátt og ekki sé hagkvæmt að bæði félögin starfi á sömu stöðum. Knattspyrnudeildirnar hafa haft æfingatíma í Fífunni daglega frá um klukkan 15 til um klukkan 21 og hefur skiptingin verið um 60– 40, þ.e. Breiðablik hefur haft þessa tíma fjóra daga í viku og HK þrjá daga. Áður en Fífan var reist hafði HK afnot af sandgrasvellinum og með tilkomu Fífunnar var fyrrgreind skipting ákveðin að undangenginni athugun á fjölda iðkenda í æfingatímum félaganna, en Breiða- blik er með um 64% knattspyrnufólks í Kópa- vogi. 80 tímar til skiptanna Kópavogsbær hefur 31 tíma til ráðstöfunar til félaganna í Kórnum og 49 tíma í Fífunni. Verið er að skoða hvernig hverfinu verði best þjónað og hafa félögin vakið athygli á að þau eigi félagsmenn í nýja hverfinu. Því vilja bæði hafa aðstöðu í Kórnum, en fyrir liggur að þriðja knattspyrnufélagið verður ekki stofnað. Tekist á um æfingatíma í Kórnum  Knattspyrnudeildir Breiðabliks og HK vilja bæði þjóna nýju svæði í Kópavogi  HK tilbúið að fara úr Fífunni gegn því að sitja eitt að Kórnum en Breiðablik vill vera með æfingar á báðum stöðum Morgunblaðið/Sverrir Kórinn Knattspyrnuvöllurinn er 105 x 68 m að stærð og lofthæð 20 m undir bita í mæni en meira en 10 m yfir hliðarlínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.