Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI Í SEPTEMBER veiddu íslenzk skip 18.928 tonn af norsk-íslenzkri síld þar af voru rúmlega 9.715 tonn veidd á norsku hafsvæði, 2.558 tonn á íslenzku hafsvæði og 5.119 tonn á alþjóðlegu hafsvæði. Alls hafa verið veidd 134.014 tonn af norsk-íslenzkri síld það sem af er árinu, þar af 106.760 tonn á íslenzku hafsvæði eða um 80% aflans. Það þarf að fara aftur til sjöunda áratugarins til að fá jafnmikla eða meiri veiði norsk-íslenzkrar síldar inn- an íslenzku lögsögunnar. Árið 2003 er fyrst skráður afli af þessari síld innan lögsögu tæp 12.000 tonnum og veidd- ist hún þá í júní. Árið 2004 varð aflinn innan lögsögu aðeins 5.400 tonn, en tvö síðustu ár verð hann ríflega 40.000 hvort ár. Á þessari vertíð hefur síldin veiðzt innan lögsögu allt frá því í lok marz og til loka september, en veiðar standa enn yfir. Vegna deilna við Norðmenn um skiptingu síldarkvótans hafa íslenzk skip ekki fengið að veiða innan lög- sögu Noregs undanfarin ár. Nú er hins vegar samkomulag um skipt- inguna og því fá íslenzku skipin á ný leyfi til takmarkaðra veiða innan lög- sögu Noregs. Þær veiðar eru einkum stundaðar á haustin, en þá er síldin feit og góð til vinnslu til manneldis. Í síðasta mánuði veiddu íslenzk skip 1.669 tonn af úthafskarfa. Mest af aflanum fékkst á alþjóðlegu haf- svæði, í Síldarsmugunni. eða 1.305 tonn og 364 tonn á íslensku hafsvæði. Heildarafli íslenzkra skipa á úthafs- karfa er nú 19.199 tonn sem er litlu minna en á öllu síðasta ári. Makríl- og kolmunnaaflinn var lítill í september. Alls veiddust um 443 tonn af makríl og 769 tonn af kolmunna og var þessi afli nær allur veiddur á íslenzku haf- svæði. Yfir 100.000 tonn NÍ-síldar veidd innan lögsögunnar Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Fiskveiðar Sigurður VE á leið í land með fullfermi af síld. Í HNOTSKURN »Alls hafa verið veidd134.014 tonn af norsk- íslenzkri síld það sem af er árinu, þar af 106.760 tonn á ís- lenzku hafsvæði eða um 80 % aflans. »Á þessari vertíð hefur síld-in veiðzt innan lögsögu allt frá því í lok marz og til loka september, en veiðar standa enn yfir. »Alls veiddust um 443 tonnaf makríl og 769 tonn af kolmunna í september og var þessi afli nær allur veiddur á íslenzku hafsvæði. NÝFUNDNALAND, Nova Scotia, British Columbia og New Burns- wick eru mikilvægustu fylkin í kan- adískum sjávarútvegi. Í þessum fylkjum var 91% af öllum sjávarafla í Kanada landað á síðasta ári og var virði aflans um 86% af heildarvirði sjávarafla ársins. Í magni mælt er mest veitt af síld, en verðmætustu tegundirnar er skelfiskur; humar, rækja, hörpudiskur og krabbi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Glitnir hefur gert um sjávar- útveg í Kanada. Þar segir enn- fremur: „British Columbia er mik- ilvægasta fylkið í fiskeldi og er Kanada vel í stakk búið að mæta þeirri framleiðsluaukningu sem fyrirsjáanleg er vegna aukinnar spurnar eftir fiskafurðum á sama tíma og sjávarafli í heiminum dregst saman. Spáð er vaxandi framleiðslu í kanadísku fiskeldi á næstu árum. Kanada flytur út um 85% af sjáv- arafla sínum að virði, aðallega til Bandaríkjanna, en afurðaverð í Bandaríkjunum þarf að hækka til að útflytjendur haldi núverandi framlegð sinni og njóti góðs af vax- andi markaði fyrir fiskafurðir Bandaríkjunum.“ Skelfiskur skilar mestu ÚR VERINU ERLA Ósk Ásgeirsdóttir, sem nú situr á þingi fyrir Sjálfstæðisflokk, hefur ásamt fjórum samflokks- mönnum sínum lagt fram frumvarp þess efnis að lágmarksútsvar sveit- arfélaga verði afnumið. Í grein- argerð segir að það sé óeðlilegt að binda í lög að innheimta skuli að lágmarki tiltekinn skatt af íbúum, hvort sem þörf er á því eða ekki. „Sveitarfélag þarf að uppfylla lög- bundið hlutverk sitt, en óhófleg af- skipti löggjafans af því hvernig slíkt er fjármagnað eru óþörf og draga úr valdi og ábyrgð kjörinna fulltrúa þjóðarinnar í sveitarstjórn- armálum,“ segir í greinargerð. Afnám lág- marksútsvars Valgerður Sverrisdóttir 30. október Ekkert traust? Það vakti athygli mína í dag að sjálf- stæðismenn hafa ákveðið að koma málum þannig fyrir að þeir þurfi ekki að afhenda Samfylking- unni forsætisráðu- neytið nú í vikunni þegar fjarvistir ráðherra eru miklar vegna Norður- landsráðsþings. Í fjölmiðlum í dag kemur fram að Guðlaugur Þór Þórð- arson heilbrigðisráðherra er starf- andi forsætisráðherra þennan dag- inn en síðan mun Björn Bjarnason dómsmálaráðherra leysa hann af þegar [...] og er það eitt dæmið enn um vantraustið sem ríkir á milli stjórnarflokkanna. Meira: www.valgerdur.is Björgvin G. Sigurðsson 30. október Það var fyrir 8 árum Í dag tekur Róbert Marshall sæti á þingi í fyrsta sinn. Hann er varamaður minn í Suðurkjördæmi og óska ég honum inni- lega til hamingju með þingmennskuna. Róbert mun láta fast að sér kveða og verður gaman að fylgjast með kappanum á þinginu á næstunni. Sjálfur tók ég fyrst sæti á Alþingi fyrir réttum átta árum, upp á dag nánast, þann 29. október 1999 sem varamaður Mar- gétar Frímannsdóttur. Daginn fyrir 29. afmælisdaginn minn. Meira: www.bjorgvin.is „VIÐ MEGUM ekki líta á útgjöld til menntamála sem bein útgjöld. Þau eru fjárfesting, fjárfesting í þekk- ingu og þar af leiðandi fjárfesting í hagvexti þjóðarinnar til framtíðar litið,“ sagði Birkir J. Jónsson, þing- maður Framsóknar, þegar hann mælti fyrir frumvarpi um að þriðj- ungur námslána breyttist í styrk að námi loknu á Alþingi í gær. Þótt þeir þingmenn sem tóku til máls hafi verið jákvæðir í garð frumvarpsins þótti sumum skjóta skökku við að það kæmi frá Fram- sóknarflokknum. Katrín Júl- íusdóttir, þingmaður Samfylkingar, sakaði Framsókn um að endurvinna og endurnýta mál sem Samfylk- ingin hrgði áður flutt og Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, sagði flokkinn hafa staðið á bremsunni í tólf ár. Birkir Jón blés á málflutninginn og hvatti þingmenn til að fara ekki í sandkassaleik og horfa frekar fram á veginn og styðja málið. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók undir með Birki og sagðist telja að yrði frum- varpið að lögum gæti það sparað ríkissjóði talsvert fé enda væri brottfall úr skólum kostnaðarsamt. Leggur til að þriðjungur námslána breytist í styrki Morgunblaðið/Ómar Enginn sandur Birkir Jón vill að þingmenn sleppi sandkassaleik en Fram- sókn var gagnrýnd fyrir að gera meira í andstöðu en hún gerði í stjórn. Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is „FLUTNINGSMENN telja að þetta hafi hreinlega orðið eftir í þeim breytingum sem nauðsynlega þarf að gera á íslenskri stjórn- sýslu,“ sagði Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, þeg- ar hann mælti fyrir lagafrumvarpi þess efnis að ábyrgðin á skipan nýrra hæstaréttardómara færðist frá dómsmálaráðherra til Alþingis. Verði frumvarpið að lögum mun forsætisráðherra gera tillögu að nýjum dómara og Alþingi þyrfti að samþykkja hana með auknum meirihluta, þ.e. tveimur þriðju hlut- um atkvæða. Í máli Lúðvíks kom fram að þar sem þingmenn væru þeir einu sem sæktu umboð sitt til þjóðarinnar væri óeðlilegt að skipun dómara við æðsta dómstól landsins væri í hönd- um eins ráðherra. „Mér finnst að það myndi styrkja hæstarétt til mikilla muna ef Alþingi skipaði þessa dómara,“ sagði Lúðvík og bætti við að með þessu fyrirkomu- lagi væri hægt að koma í veg fyrir gagnrýni um að skipun í réttinn væri byggð á pólitík. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fagn- aði umræðu um þessi mál enda væri fyrirkomulagið eins og það er í dag óheppilegt. Hann lagði þó til að það væri fremur í höndum dóms- málaráðherra að koma með tillögu við Alþingi og setti spurningar- merki við að Hæstiréttur gæfi um- sagnir um hæfi og hæfni umsækj- enda. „Þegar ég lærði mína lögfræði þá kenndi minn góði kenn- ari, Sigurður Líndal, mér að hæsti- réttur ætti að vera endir allrar þrætu. Því miður hefur það verið þannig á síðustu árum að Hæsti- réttur hefur kannski frekar verið uppspretta þrætu,“ sagði Sigurður Kári. Alþingi beri ábyrgð á skipan hæstaréttardómara Mörg þingmannamál Þingmannamál voru á dagskrá Al- þingis í gær en hefðbundinn fyr- irspurnartími féll niður, m.a. vegna mikilla fjarvista sem má rekja til Norðurlandaráðsþingsins í Osló. Þingmenn hafa það sem af er þessu þingi lagt fram 44 lagafrumvörp og 29 þingsályktunartillögur. Stjórn- arfrumvörp sem liggja fyrir eru hins vegar aðeins 21. Venjulegir þingmenn Pétur H. Blöndal hefur tvisvar í vik- unni hvatt til þess að þingið afgreiði fleiri mál frá „venjulegum þing- mönnum“, þ.e. ekki bara mál sem koma frá ráðherrum. Þetta er ekki að ástæðulausu enda geta þingmenn síður en svo verið bjartsýnir á að ná málum sínum í gegn, jafnvel þó að töluverð sam- staða sé um það meðal þingmanna. Síðasta vetur urðu aðeins ellefu af 87 þingmannafrumvörp að lögum, eða tæp 13%. Hins vegar voru 103 stjórnarfrumvörp af 125 samþykkt eða rúm 82%. Ráðherrar fengu einnig 90% þings- ályktunartillagna sinna í gegn en þingmenn aðeins 13%. Á ekki að vera forréttindahópur Valgerður Bjarna- dóttir, Samfylk- ingu, hefur ásamt fjórum flokks- systkinum sínum lagt fram frum- varp sem felur í sér að alþing- ismenn, ráð- herrar og hæsta- réttardómarar njóti sömu lífeyr- iskjara og ríkisstarfsmenn. Til þess yrði að breyta lögum frá árinu 2003 sem voru umdeild meðal þjóðarinnar en í greinargerð með frumvarpinu segir að ofangreindir hópar eigi ekki að búa við sérstök forréttindi. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 10:30 í dag með umræðum um nýtt frumvarp til jafn- réttislaga. Aðgerðaáætlun um ís- lenskukennslu fyrir innflytjendur er einnig á dagskrá. Pétur H. Blöndal Valgerður Bjarnadóttir ÞETTA HELST ... ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.