Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 25 Hefðu aðrir átt að fá að gera tilboð? Þegar málið er skoðað út frá jafnræðisregl- unni vaknar sú spurning hvort ákvörðun um að leyfa utanaðkomandi einstaklingi eða fyr- irtæki að kaupa sig inn í dótturfélag OR, í þessu tilfelli REI, sé undirorpin óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttarins. Að mati lögfræðings hefði það þá líklegast í för með sér, til þess að jafnræðis væri gætt, að auglýsa þyrfti að til stæði að gera einkaað- ilum kleift að kaupa í REI, þannig að allir sem áhuga hefðu ættu kost á að gera tilboð. Á nýlegu málþingi Orators, félags laganema við HÍ, reifaði Kjartan Bjarni Björgvinsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis, sjón- armið með og á móti þeirri niðurstöðu að sam- eignarfyrirtæki í eigu hins opinbera heyrði undir óskráðar meginreglur stjórnsýslurétt- arins. Fram kom að ýmsar vísbendingar mætti finna um það í íslensku réttarfari, til dæmis þegar kæmi að úthlutun takmarkaðra gæða eða réttinda, sem væru eftirsóknarverð fyrir stóran hóp manna. Ef OR ber að fylgja óskráðum meginreglum og þess hefur ekki verið gætt, til dæmis þegar samið var við Bjarna Ármannsson um að koma með viðbótarhlutafé í REI eða þegar REI sameinaðist GGE, þá eru þær athafnir í eðli sínu ólögmætar. „Af hverju urðu þessir aðilar fyrir valinu en ekki aðrir?“ er spurt og bætt við: „Ég hefði viljað kaupa.“ Á móti er því aftur haldið fram að það sé grundvallarmisskilningur að eignir OR hafi verið seldar – allar eignir OR séu enn til stað- ar og hafi verið lagðar inn í REI fyrir hlutafé sem því nemur. „Ef verðmæti rýrnar ekki, þá hefur það ekki neikvæð áhrif.“ Því hefur verið velt upp að meginreglur stjórnsýsluréttar geti ekki átt við um REI, þar sem það sé dótturfélag OR og því beint undir hatti sveitarstjórna. Andstætt því kom fram á nýlegu málþingi Orators að ef óskráðar meginreglur stjórnsýslunnar ættu við um móðurfélagið, í þessu tilviki OR, þá blasti ekki við af hverju það að stofna dótturfélag um ákveðna starfsemi móðurfélagsins girti fyrir að hinar óskráðu meginreglur héldu áfram niður. „Menn þurfa að svara því á hvaða for- sendum slík niðurstaða væri byggð,“ sagði Róbert R. Spanó lagaprófessor, sem var fund- arstjóri á málþinginu. Fjórar tillögur, átta samþykktir Þó að fjórar tillögur hafi legið fyrir á stjórn- ar- og eigendafundinum um samruna REI og GGI voru samþykktirnar átta. Þær voru nefni- lega bornar bæði undir stjórn OR og einnig eigendur, en með þau atkvæði fóru borg- arstjóri og bæjarstjórar Akraness og Borg- arbyggðar. Svandís Svavarsdóttir vill láta ógilda eigendafundinn þar sem til hans var boðað með innan við sólarhrings fyrirvara, en ekki sjö daga eins og kveðið er á um í 11. gr. sameignarsamnings um OR, auk þess sem þar komi fram að tilgreina beri fundarefni í fund- arboði. Mál Svandísar fær flýtimeðferð í Héraðs- dómi og var tekið fyrir sl. mánudag. Þá lagði OR fram frávísunarkröfu og verður hún tekin fyrir á mánudaginn kemur. Helgi Jóhannesson hrl. var fundarstjóri og hefur sagst hafa úrskurðað fundinn lögmætan á þeim forsendum að allir sem hefðu atkvæða- rétt hefðu verið mættir. Enginn hafi því orðið fyrir því tjóni að missa af fundinum út af rangri boðun. „Ef að allir hluthafar eru sam- ankomnir og allir sammála um að halda hlut- hafafund þá er það í lagi enda þótt ekki hafi verið boðað til þess fundar með þeim hætti sem kveðið er á um í samþykktum félagsins.“ Svandís bendir hins vegar á að boðun á eig- endafund þurfi að koma í kröfu frá borgar- eða bæjarráðum sveitarfélaganna sem aðild eigi að OR, en umboðið liggi „ekki í rassvas- anum á þeim einstaklingum sem fara með at- kvæðarétt“. Eigendurnir hafi ekki sætt sig við skemmri fyrirvara því þeir hafi aldrei verið spurðir – borgarstjóri og fulltrúar Akranes- bæjar og Borgarbyggðar séu ekki eigendur heldur fulltrúar eigenda. Ef eigendafundurinn verður dæmdur ógild- ur er óvíst að það hafi áhrif á allar ákvarðanir sem teknar voru þennan dag, þar sem stjórnin kann að hafa haft umboð til að afgreiða sum mál. Bent er á að í sameignarsamningi, sem gerður er milli eigenda Orkuveitunnar, sé kveðið á um það í 7. gr að ef skuldbindingar og ábyrgðir fari fram úr 5% af höfuðstól Orkuveitunnar á hverjum tíma þurfi að „fá fyrirfram samþykki allra eignaraðila“. Með öðrum orðum geti stjórn OR ekki tekið ákvörðun um nýjar skuldbindingar sem eru meiri en u.þ.b. 3,5 milljarðar nema leita fyrst eftir umboði hjá eigendum. Það getur þá orðið til ógildingar á því að hlutur Orkuveitunnar í Hitaveitu Suðurnesja renni inn í sameinað fyrirtæki REI og GGE. Einnig er því velt upp af lögfræðingi sem talað var við hvað felist í samningum og tækifærum utan landsteinanna, sem OR þurfi að vísa til REI. „Er það ekki skuldbinding – og hvað kostar hún Orkuveit- una?“ Óvanalega hagstæður samningur Bjarni Ármannsson þykir hafa mjög sterka stöðu í samkomulagi sem félag hans Sjávarsýn gerir við OR. Þar segir meðal annars að Sjáv- arsýn hafi sölurétt á eignarhlut sínum ef (a) Bjarni sé ekki kosinn í stjórn félagsins, ef (b) Bjarni sé ekki kjörinn sem formaður stjórnar félagsins eða honum sé vikið frá eða ef hann sé sviptur stjórnarlaunum, ef (c) nýtt hlutafé er selt til þriðja aðila gegn vilja Sjávarsýnar eða ef (d) samþykktum félagsins er breytt gegn vilja Sjávarsýnar. Ennfremur að sölu- réttarverð skuli vera kaupverð Sjávarsýnar á hlutum í félaginu með verðbótum. Þessir skilmálar fyrir mann sem ákvað sjálfur að koma að félaginu sem fjárfestir eru óvanalega hagstæðir „og óeðlilega gætu marg- ir haldið fram“, að mati lögfræðings sem rætt var við. „Ef það á að reka þetta félag áfram þá getur hann alltaf fundið sér leið út úr þess- ari fjárfestingu. Ef samþykktum félagsins er breytt gegn vilja Sjávarsýnar getur hann gengið út – það þarf ekki annað en að selt verði nýtt hlutafé. Og beinlínis er gert ráð fyrir því að það verði gert. Hann virðist því ekki þurfa að hafa neinar sérstakar áhyggjur af fjárfestingunni – og það er mjög óvenju- legt.“ Og talið er að farið hefði betur á því að hlut- hafasamningurinn við Bjarna hefði farið fyrir stjórn OR því hann feli í sér sölurétt gagnvart OR. „Að ákveðnum skilyrðum uppfylltum get- ur Bjarni krafist þess að Orkuveitan kaupi hans hlut og það felur í sér skuldbindingu upp á 500 milljónir auk verðbóta. Mér finnst af- skaplega ólíklegt að slíkur samningur, sem verður að teljast stórvægilegur og óvenju- legur, falli undir stöðu Hjörleifs B. Kvaran, forstjóra OR. Að minnsta kosti mætti vel rök- styðja að það þyrfti að fara fyrir stjórn OR.“ Þá vekur það athygli að ef marka má grein- argerð Bjarna Ármannssonar, stjórnarfor- manns REI, Hauks Leóssonar, stjórnarfor- manns Orkuveitu Reykjavíkur, og Hjörleifs B. Kvaran, forstjóra Orkuveitunnar, var aldrei haldinn hluthafafundur í REI um kaup Jóns Diðriks Jónssonar á hlutabréfum í REI 17. september fyrir 30 milljónir á genginu 1,27 eða sama gengi og Bjarni keypti á. Í samþykktum REI segir: „Hluthafafundur getur samþykkt frekari hækkun hlutafjár í fé- laginu og þarf til sama magn atkvæða og til breytinga á samþykktum þessum. Hluthafar skulu hafa forgangsrétt að öllum nýjum hlut- um í hlutfalli við skráða hlutafjáreign sína.“ Ennfremur segir að hluthafar hafi for- kaupsrétt á hlutum í félaginu og til þess að falla frá slíkum rétti, sem feli í sér breytingar á samþykktum félagsins, þurfi að halda hlut- hafafund. Stóra spurningin „Þetta snýst um staðreyndir,“ segir annar lögfræðingur úr viðskiptalífinu sem talað var við. „Stóra spurningin varðar umboð stjórn- armanna til að samþykkja samrunann. Geta stjórnarmenn ákveðið hvað sem er bara af því að þeir eru skipaðir stjórnarmenn eða þurfa þeir að hafa umboð til þess?“ Hann segir að sér finnist frágangur málsins bera þess merki að menn hafi gengið út frá því sem vísu að engir hnökrar yrðu á fram- kvæmdinni. „Ef menn hefðu talið að þetta yrði að vera skothelt, að einhverjir myndu vé- fengja samninginn í ferlinu, þá hefðu þeir staðið öðruvísi að þessu. Þeir áttu greinilega ekki von á að málið yrði véfengt á lögfræðileg- um grunni. Það er engan veginn útilokað að einhvers staðar í þessu ferli nái einhver að koma fætinum í dyrnar.“ selja eigur OR. Allir þeir hlutir sem seldir hafa verið eru nýtt hlutafé og verðmæti eign- arhluta í félögum er allt enn til staðar.“ Júlíus Vífill Ingvarsson er ósammála túlkun borgarlögmanns á því að eigur OR hafi ekki verið seldar. Hann segir útgáfu viðbótarhluta- fjár hafa minnkað hlut OR í félaginu og að OR hafi misst forræði á útrás verkefna sem félag- ið hafi verið í og ætli í. Lögfræðingur sem tal- að var við í gær segir að hafa beri í huga að með samrunanum minnki vægi ákvörðunar- valds sveitarfélaganna í dótturfélaginu. „Þau hafa 100% vald og það er álitaefni hvort vægi stjórnunarþáttar í samruna við annað félag áskilji að samruni verði formlega samþykktur af hálfu eiganda.“ Þetta felst að mati lögfræðingsins í „ábyrgðum og skuldbindingum eigenda“ í lög- unum. Hann gefur lítið fyrir röksemdir um að með samrunanum séu verðmæti OR í REI enn fyrir hendi. „Í raun má taka sem dæmi ef Orkuveitan sjálf yrði sameinuð, til dæmis Glitni, að þar sem peningar kæmu inn í sam- runanum, þá þyrfti ekki að selja neitt, og þess vegna þyrfti ekki að taka það fyrir formlega hjá eiganda.“ Tölva eða formbreyting? Það er því álitaefni hvort ákvörðun um sam- runa verði tekin á stjórnar- og eigendafundi eða hvort formlegar samþykktir í viðkomandi sveitarstjórn þurfi til. Einn lögfræðingur seg- ir að því verði ekki hnekkt að sveitarfélögin eigi OR, það sé sameignarfélag „og hækkun hlutafjár í því sameignarfélagi og samruna- kerfi sé ein af mikilvægum ákvörðunum í því“. Hann segir að ekki sé hægt að segja sem svo að hlutafé hafi ekki verið selt af því að komið hafi inn viðbótarhlutafé. „Það er þýðing ákvarðana sem skiptir máli. Það skiptir máli hvort þetta er ákvörðun um að kaupa tölvu í hlutafélagi eða um formbreytingu á því.“ – Þó að það sé dótturfélag? „Já, því í samrunaferlinu verður að spyrja hina eiginlegu eigendur. Jafnvel þótt einhver innan OR ætti að fara með eigendahlutverkið, þá tel ég að hann yrði að leita að heimild fyrir stórum gjörningum. Það er að minnsta kosti góð stjórnsýsla.“ á öfugum enda Morgunblaðið/Þorkell ara hið lögbundna ferli – skuldbindingargildi „samningsins“ um samruna REI og GGE a.m.k. álitamál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.