Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is BIÐLISTAR á endurhæfingar- deildina á Kristnesspítala í Eyja- firði hafa fjórfaldast á síðustu fimm árum. Yfirlæknirinn þar segir mikla aukningu meðal ungs fólks sem þarfnast endurhæfingar, og hann telur mjög brýnt að stækka húsnæði stofnunarinnar til þess að auka megi þjónustuna. Áttatíu ár eru í dag, 1. nóvem- ber, frá því að heilbrigðisstarfsemi hófst í Kristnesi. Framan af voru þar berklasjúklingar, sá fyrsti lagðist inn 1. nóvember 1927. Eftir aldarfjórðung hafði mjög dregið úr berklaveikinni og þá var farið að nota plássið undir aðra sjúklinga. Sértæk endurhæfing Frá upphafi var Kristneshæli (síðar Kristnesspítali) hluti af rík- isspítulunum en hinn 1. janúar 1993 tók Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (nú Sjúkrahúsið á Akur- eyri) við rekstrinum. Í dag fer fram öflugt endurhæfingarstarf fyrir 18 ára og eldri á Kristnesspítala; ann- ars vegar á endurhæfingardeild og hins vegar á öldrunarlækninga- deild. Á endurhæfingardeild fer fram almenn endurhæfing en auk þess sértæk endurhæfing fyrir fólk með langvinna verki og ofþyngdar- vandamál. Á síðustu fimm árum hefur fjöldi sjúklinga á endurhæfingardeild- inni tvöfaldast en þrátt fyrir það tekst engan veginn að anna eftir- spurn og biðlistinn hefur fjórfald- ast á síðustu fimm árum. Nú bíða tæplega 300 eftir að komast að. Á öldrunarlækningadeild hefur einnig orðið veruleg aukning á starfsemi, einkum göngudeildar- þjónustu. Samt hefur biðlisti eftir plássum þar tvöfaldast á síðustu fimm árum. Á árinu 2006 voru rétt um 400 sjúklingar á Kristnesspít- ala og 100 komu á göngudeild. Hægt hefur gengið að halda áfram endurbótum á aðstöðu sem hófust 1998, þrátt fyrir að margir hafi lagst á þær árar að sögn Ingv- ars Þóroddssonar, yfirlæknis end- urhæfingardeildarinnar. En miðað við hina auknu þörf er mjög brýnt að eitthvað gerist í þeim málum sem allra fyrst. Þjóðhagslega hagkvæmt „Okkur finnst þurfa að auka við starfsemina; það þarf að byggja nýtt þjálfunarhúsnæði. Teikningar eru til að því en það vantar fjár- magn; annars vegar til að byggja og síðan til að reka starfsemina.“ Hann segist vongóður. „Þetta verður einfaldlega að gerast, eft- irspurnin er svo mikil, sérstaklega hjá ungu fólki.“ Ingvar vonast þess vegna til þess að nýtt húsnæði verði tekið í notkun á allra næstu árum. Aukna eftirspurn má fyrst og fremst rekja til ungs fólks, sem fyrr segir, og sömu sögu er að segja í öllum landshlutum. „Það eru fyrst og fremst þrír hópar; í fyrsta lagi þeir sem eiga við offitu- vandamál að stríða, síðan þeir sem eru með stoðkerfisverki – bakverk- ir eru langalgengastir – og síðan fólk með geðraskanir. Við höfum lítið getað sinnt síðasttalda hópn- um en viljum geta sinnt honum mun meira í framtíðinni því þar kreppir skórinn. Það er einfalt reikningsdæmi að sjá hve það er þjóðhagslega hagkvæmt að geta hjálpað því fólki.“ Biðlisti á endurhæfingardeildina á Kristnesi hefur fjórfaldast á fimm árum Ungu fólki sem þarf endur- hæfingu hefur fjölgað mikið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Kristnesspítali Yfirlæknarnir Arna Rún Óskarsdóttir á öldrunarlækn- ingadeild og Ingvar Þóroddssoná endurhæfingadeildinni á Kristnesi. Í HNOTSKURN »Hinn 1. nóvember 1927lagðist fyrsti berkla- sjúklingurinn inn á Kristnes- hæli. Berklarnir voru aðal- viðfangsefnið þar næstu 25 ár. »1976 útskrifaðist síðastiberklasjúklingurinn af Kristnesi og í september það ár ákvað heilbrigðisráðherra að Kristneshæli yrði hjúkrunar- og endurhæfingarspítali. Nafn- inuvar breytt 1. janúar 1984 í Kristnesspítala. »Endurhæfingardeildin tókekki til starfa fyrr en 1991 og 1995 var öldrunarlækn- ingadeild opnuð. KÝR sem felld var í sláturhúsi Norðlenska á Akureyri vikunni vó hvorki meira né mina en 526 kíló. Gripurinn kom úr Hleiðargarði í Eyjafjarðarsveit og er sá þyngsti sem sög- ur fara af hjá Norðlenska, og raunar hefur ekki einu sinni svo þungur nautsskrokkur farið þar í gegnum vinnsluna. Á Hleiðargarði búa hjónin Þór Jóhanns- son og Helga Sigurðardóttir en þar á bæ er bæði mjólkur- og kjötframleiðsla. Á heimasíðu Norðlenska er haft eftir Þór að umrædd kýr hafi verið fjögurra vetra og búin að bera tveimur kálfum. Kálfarnir gengu undir henni í bæði skiptin og því hef- ur mjólkin úr kúnni aldrei verið notuð til manneldis. Ástæðan fyrir þessari miklu stærð á kúnni er sú að móðirin var Aber- deen Angus-holdablendingur og hún var síðan sædd með Limósín-holdakynssæði. Guðmundur Steindórsson, naut- griparæktarráðunautur á Akureyri, segist aldrei hafa heyrt um svo þungan kýrskrokk hér á landi. Kýrskrokk- urinn 526 kíló Ljósmynd/Eggert Engin smásmíði Bára Heimisdóttir dýra- læknir og Atli Steinbergsson verkstjóri. Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is SÍMINN hefur brugðist við fréttum af netvæðingu Seltjarnarness sem fram fer í samstarfi við Vodafone. Í fréttum í gær var greint frá því að Seltjarnarnesbær væri fyrsta ís- lenska bæjarfélagið sem yrði sam- felldur heitur reitur. Talsmaður Símans heldur því fram að Reykja- vík hafi þegar orðið að heitum reit þegar Síminn opnaði 3G-net sitt í september á þessu ári. Hugtakið „heitur reitur“ er vítt og erfitt að segja til um hvort kerfi Sím- ans fellur þar undir. Nokkur eðl- ismunur er á þessum tveimur kerf- um þar sem kerfið á Seltjarnarnesi verður opið til notkunar, en til að nota 3G er viðeigandi sími nauðsyn- legur, auk þess sem niðurhal í far- tölvur er keypt aukalega eins og um ADSL væri að ræða. Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Vodafone, segir fráleitt að líkja kerfunum saman, þau séu of ólík: „Kerfi eins og það sem sett verður upp á Seltjarnarnesi bjóða upp á mun meiri hraða við gagna- flutninga og kostnaðurinn er ýmist enginn eða lítill. Nettenging gegnum 3G er á hinn bóginn víðfeðmari, en hún er hægari og kostar notandann miklu meira. En þetta tvennt getur unnið vel saman; heitu reitirnir tryggja meiri hraða en eru oftast nær litlir, en 3G hentar þeim sem vilja meiri dreifingu og eru reiðu- búnir að greiða fyrir þá þjónustu.“ Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi stefna á að öll notkun kerfisins verði ókeypis en líklega verði niðurhal ekki ótakmarkað því tengingin er hugsuð sem viðbót við heimateng- ingu íbúanna. Þráðlaus bæjarfélög Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is BJÖRGUN hf. vill reisa fjölbýlishús á lóð sinni við Bryggjuhverfið á Ár- túnshöfða og jafnframt hyggjast for- svarsmenn fyrirtækisins bregðast við sandfoki og hávaða, sem angra nágrannana, með bættri og stærri mön á svæðinu. Á sama tíma er unn- ið að því að finna framtíðarstað fyrir Björgun og önnur fyrirtæki í grófari iðnaði í nágrenninu og hefur einkum verið horft til Álfsness á milli Leir- vogs og Kollafjarðar í því sambandi. Möguleikar á Álfsnesi Á stjórnarfundi Faxaflóahafna í fyrradag var tekin fyrir áskorun íbúa Bryggjuhverfis í sambandi við starfsemi Björgunar að Sævarhöfða 33. Fram kom að á vettvangi Faxa- flóahafna í samvinnu við Reykjavík- urborg væri unnið að því að fyrir- tækið gæti flutt á nýtt athafnasvæði. Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og viðræðum við fulltrúa íbúa Bryggjuhverfisins og Reykja- víkurborgar um framgang málsins. Eins og Morgunblaðið greindi frá í sumar eru deildar meiningar um hvenær lóðasamningur borgarinnar við Björgun rennur út. Yfirvöld miða við 1. september 2009 en talsmenn Björgunar telja að breyttur samn- ingur gildi til 2034. Gunnlaugur Kristjánsson, forstjóri Björgunar, benti á í samtali við Morgunblaðið í júlí að hagsmunir ýmissa fyrirtækja á Ártúnshöfða færu saman og væri góð lausn fólgin í því ef hægt væri að flytja þau á sama svæði. Í þessu sam- bandi nefndi hann Björgun, Malbik- unarstöðina, Sementsverksmiðjuna, steypustöðvar og húseiningafram- leiðslu. Tengist Sundabraut Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa- flóahafna, segir að málið í sambandi við Björgun sé í ákveðnum farvegi og verið sé að kanna möguleika á Álfsnesi með það fyrir augum að reyna að finna lausn á málinu fyrir árslok. Birgir H. Sigurðsson, skipulags- stjóri Reykjavíkurborgar, segir að þessa dagana séu menn að fara yfir stærðir og þarfir. Framtíð uppbygg- ingar á Álfsnesi hangi svolítið á um- ræðunni um Sundabraut eða Sunda- göng. Ljóst sé að forsvarsmenn fyrirtækja, sem rætt sé um að fari þangað, vilji vera sem næst mark- aðnum og finnist starfsemin vera ut- an hans á Álfsnesi nema samgöngur verði bættar. Best væri ef umrædd fyrirtæki fengju úrlausn mála á þessum stað og gætu flutt þangað á svipuðum tíma, en hugmyndir væru uppi um að skoða og endurskipu- leggja gamla atvinnusvæðið við Elliðaárvoginn. Til móts við íbúa Forsvarsmenn Björgunar hafa viðrað hugmyndir um byggingu fjöl- býlishúss með turni við hliðina á húsi sínu og á lóð sinni við Tangar- bryggju, meðal annars við íbúa í Bryggjuhverfinu, en tillögurnar hafa ekki verið lagðar fyrir skipulags- nefnd og því hafa þær ekki fengið efnislega umfjöllun hjá nefndinni. Íbúar í Bryggjuhverfinu hafa kvartað yfir sandfoki og hávaða frá Björgun og hafa forsvarsmenn fyr- irtækisins ákveðið að byggja mön til varnar foki og hávaða. Þórdís Unn- dórsdóttir, skrifstofustjóri Björgun- ar, segir að hugmyndin sé að bæta mönina fyrir framan Tangarbryggju að Björgun, bæta hana, hækka og lengja, og sé efnið tilbúið í verkið. Vill háhýsi í Bryggjuhverfið  Björgun ráðgerir að reisa fjölbýlishús og mön til varnar ryki og hávaða á Ártúnshöfða  Álfsnes skoðað sem framtíðarland fyrir fyrirtæki í grófari iðnaði Morgunblaðið/Brynjar Gauti Framkvæmdir Björgun á Ártúnshöfða við Elliðaárvog stefnir að byggingu stórrar manar til að verja íbúa Bryggjuhverfisins fyrir sandfoki og hávaða. Fyrirtækið vill líka byggja fjölbýlishús á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.