Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 2007 19 AUSTURLAND - kemur þér við Vilja afnema bann við útsvarslækkun Tannhvíttunaræði meðal Íslendinga Hilmir Snær striplast í vinsælu myndunum Ég ferðast fyrir fólkið, segir Ólafur Ragnar Ráðherrar fá ekki borg- að fyrir afleysingar Negrastrákarnir með augum Halldórs Hvað ætlar þú að lesa í dag? LANDIÐ Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Gamla kirkjan á Blöndu- ósi var afhelguð og afhent nýjum eigendum við hátíðlega athöfn í kirkjunni síðastliðinn sunnudag. Það voru vígslubiskupinn í Hólastifti, Jón Aðalsteinn Baldvinsson, pró- fasturinn í Húnaþingi, Guðni Þór Ólafsson, og sóknarpresturinn, Sveinbjörn R. Einarsson, sem önn- uðust athöfnina. Stefán Ólafsson, fulltrúi sóknar- nefndar, afhenti nýjum eigendum kirkjuna þegar formlegri afhelgun var lokið, þeim Sveini M. Sveinssyni og Dagmar en hún er dóttir Atla Arasonar sem er eigandi kirkjunnar ásamt Sveini. Kvaðir fylgja eigninni Þessari kirkjugjöf fylgja nokkrar kvaðir og eru þar á meðal, að rekin verði sú starfsemi í kirkjunni sem hæfir fyrrverandi guðshúsi. Jafn- framt er kveðið á um það að ekki verði hægt að ráðstafa kirkjunni til annarra nema að höfðu samráði við sóknarnefnd. Sveinn M. Sveinsson, kvikmynda- forstjóri hjá +Film, og Atli Arason hönnuður eiga samkvæmt samningi að vera búnir að koma kirkjunni í viðunandi ástand að utan um ára- mótin 2009-2010. Fyrsta verkið í hugmyndavinnu um kirkjuna var að virkja krakkana í Grunnskólanum á Blönduósi og þeim boðið að teikna gömlu kirkjuna og gefa henni þann lit og form sem hugurinn einn stjórnaði. Í framhaldi af þessu var haldin sýning á verkum krakkanna í kirkjunni fyrr í haust og bárust um 50 myndir. Þeir Sveinn og Atli hafa í huga að koma upp innan kirkjuveggja alhliða aðstöðu fyrir listamenn af öllum toga til að vinna að listsköpun sinni. Margir Blönduósingar komu til afhelgunarathafnar til að þakka fyr- ir guðsþjónustuhlutverk hennar síð- astliðin 112 ár en kirkjan var vígð í janúar árið 1895. Afhelguð og gefin eftir 112 ára þjónustu Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Afhelgun Gamla kirkjan á Blönduósi var afhelguð og gripir hennar fjar- lægðir af geistlegum mönnum og fulltrúa sóknarnefndar. Verður aðstaða fyrir listamenn Seyðisfjörður | Í nýjustu útgáfu ferðahandbókarinnar Lonely Plan- et um Ísland fær Seyðisfjörður afar jákvæða umfjöllun, sem og fleiri staðir á Austurlandi. Sagt er að Austurland skorti hugsanlega augljóst aðdráttarafl, en Austfirðir séu þó einstakir. Landslagið sé sérlega dramatískt umhverfis þorpin við norðanverða firðina og þau umvafin snarbröttum, snjó- flekkóttum fjöllum sem þakin séu lækjum og vatnsföllum. Sé veður gott segir að göngu- eða kajakferð gæti orðið ein eftirminnilegasta upplifun sem unnt sé að fá í heim- sókn á Íslandi. Í inngangi að kafla um Seyðis- fjörð segir t.d. að eigi að heim- sækja einn bæ á Austurlandi skuli það vera Seyðisfjörður, þar sem litskrúðug timburhúsin séu umvaf- in háum fjöllum með snjótoppa og flæðandi fossa. Hann sé áhuga- verðastur bæja út frá arkitektúr og sögulegu sjónarhorni, og þar sé vinalegt og frjálslegt samfélag lista- og tónlistarmanna og hand- verksfólks. Vilji menn ójarðneska upplifun skuli þeir prófa nætur- kajakferð á friðsælu Lóninu undir leiðsögn Hlyns Oddssonar. Kajak- ferðir út í Austdal og Skálanes eru einnig taldar einstakar. Fimm bestu ferðastaðir og ferðaleiðir Austurlands eru sagðar sigling með Norrænu inn Seyðisfjörð og þorpið þar, kajaksiglingar um firð- ina, bátsferð í Papey, Steinasafn Petru á Stöðvarfirði og heimsókn í Húsey, Neskaupstað og Skálanes. Aðalheiður Borgþórsdóttir hjá skrifstofu ferða- og menningar- mála á Seyðisfirði segir þessa um- fjöllun milljóna virði og að fjöl- margir ferðamenn hafi sést á götum Seyðisfjarðar með Lonely Planet-bók í hönd. Lonely Planet hefur getið sér gott orð fyrir ferðahandbækur sín- ar, enda fara þeir 300 rithöfundar sem starfa fyrir LP á staðina sem fjallað er um og upplýsingar eru uppfærðar á milli ára eftir per- sónulegar heimsóknir þeirra, og aldrei er tekið fé fyrir umfjöllun. Ójarðnesk upplifun Lonely Planet- ferðahandbókin gefur Seyðisfirði toppeinkunn Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Pjakkar Þessir ungu Seyðfirðingar, Jón Arnar Jóhannsson, Ísak Ármann Grétarsson og Sveinn Gunnþór Gunnarsson, eru vísast sammála Lonely Planet um að bærinn þeirra sé bæði fallegur og skemmtilegur. Akranes | Menningarhátíðin Vöku- dagar hefst á Akranesi í dag og stendur til 10. nóvember. Er þetta í fimmta sinn sem hátíðin er haldin og hefur dagskráin aldrei verið um- fangsmeiri en nú. Á Vökudögum í ár koma saman landsþekktir listamenn í bland við hæfileikafólk frá Akranesi. Öllum listgreinum eru gerð skil, tónlist, myndlist, bókmenntum, ljósmynd- un og leiklist. Dagskrána er að finna á vef Akraneskaupstaðar, akranes.is. Á Akranesi er menning- arlíf í blóma. Þar er sterk tónlistar- hefð sem nýtur nýbyggingar tón- listarskólans. Þar eru ráðgerðir fjölmargir tónleikar á Vökudögum. Menning á Vökudögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.