Morgunblaðið - 08.11.2007, Page 4

Morgunblaðið - 08.11.2007, Page 4
4 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FULLTRÚAR úr stjórn Aðstand- endafélags heimilisfólks á hjúkrun- arheimilinu Skjóli fóru ásamt fulltrúum frá nýstofnuðu aðstand- endafélagi á Droplaugarstöðum á fund fjárlaganefndar Alþingis í gær í því skyni að ræða bágborið ástand hjúkrunarheimilanna og fjárskort þeirra. Áður höfðu aðstandendur farið á fund heilbrigðisnefndar Al- þingis en engin áþreifanleg niður- staða varð af þeim fundi. Gylfi Páll Hersir, talsmaður Aðstandendafé- lags heimilisfólks á Skjóli, sagði í samtali við mbl.is að farið hefði verið á fund fjárlaganefndar í gær, enda lægi fjárveitingarvaldið þar og nefndin hefði vald til að gera breyt- ingar á fjárlögum næsta árs á milli fyrstu og annarrar umræðu um þau. „Þetta brennur á öllum og allir sýndu þessu mikinn skilning,“ sagði Gylfi um fundinn í gær. „Því var lýst yfir að þetta myndi breytast, það væri einungis spurning um hvenær. Svar okkar er hins vegar að þetta verði að gerast strax.“ Gera þyrfti stórátak, gerbreyta hlutunum og það þegar í stað. „Ég held að það yrði eitthvað sagt ef maður ætti t.d. átta eða níu ára króga og það væri sagt við hann þegar hann færi í skólann: „Því miður, væni minn, þú kemst ekki í skólann núna, við skulum sjá til næsta vor eða næsta haust, kannski losnar pláss.““ Vilja stór- átak strax HEIMSÓKNUM á Fréttavef Morg- unblaðsins, mbl.is, hefur samkvæmt nýjustu mælingum Capacent fjölgað um rúm þrjú prósentustig frá síð- ustu könnun sem gerð var í vor og sumar. Heimsóknum á visir.is hefur á sama tíma fækkað um þrjú pró- sentustig og heimsóknum á blog- central.is fækkað um tæp tvö pró- sentustig. Samkvæmt tölum Capacent fyrir ágúst-október mælast heimsóknir í vikunni á mbl.is nú 74,8% lands- manna, en 43,8% á visir.is og 25,8% á blogcentral.is. Samsvarandi tölur fyrir tímabilið maí-júlí voru 71,6% fyrir mbl.is, 46,8% fyrir visir.is og 27,4% fyrir blogcentral.is. Heim- sóknir á dag, samkvæmt mælingu Capacent, eru nú 53,8% á mbl.is, en 22,4% fyrir visir.is. Samsvarandi töl- ur fyrir tímabilið maí-júlí voru 50,7% fyrir mbl.is og 24,4% fyrir vis- ir.is. Uppsafnaður lestur á Morgunblaðinu var 71,4% Sé lestur dagblaðanna skoðaður á milli tímabilanna maí-júlí annars vegar og hins vegar ágúst-október má sjá að lesturinn stendur nánast í stað milli tímabila, að því undan- skildu að Blaðið/24 stundir bætir töluvert við sig. Þannig sést að með- allestur á 24 stundum fer úr 36,2% í maí-júlí og í 42,1% fyrir ágúst-októ- ber. Þegar spurt er um uppsafnaðan lestur, þ.e. hverjir lesa eitthvað af blaðinu í viku hverri, segjast 69% svarenda lesa 24 stundir einhvern tímann í vikunni, samanborið við 64,6% í vor. Uppsafnaður lestur á Morgunblaðinu mældist 71,4% nú, en var 71,1% í vor. Sambærilegar tölur fyrir Fréttablaðið eru 88% nú en voru 88,4% í vor. Meðallestur Morgunblaðsins mældist nú 43,1% samanborið við 44,4% í vor. Sam- bærilegar tölur fyrir Fréttablaðið eru 62,1% nú en voru 63% í vor. Könnunin var unnin á tímabilinu 8. ágúst til 31. október í gegnum síma og var 4.400 manna úrtak Ís- lendinga á aldrinum 12-80 ára valið með tilviljunaraðferð úr þjóðskrá, en endanlegt úrtak reyndist 4.193. Svarhlutfall var 61,7% en 2.588 manns svöruðu. 52% landsmanna lesa 24 stundir Ný könnun gerð í svokölluðum Gallupvagni Capacent Gallup sýnir að lestur 24 stunda hafi vaxið jafnt og þétt frá því útgáfa blaðsins hófst 9. október sl. Fyrstu útgáfuvikuna (10.-16. okt.) lásu 46% landsmanna á aldrinum 16-75 ára blaðið daglega, dagana 17.-23. okt. var meðallestur á dag tæplega 48% og dagana 24.- 30. okt. lásu 52% landsmanna blaðið að jafnaði hvern útgáfudag. Heimsóknum á mbl.is fjölgar        #   ! $# $#      !$#      !"  %   " !      $  ! "  !  "  # $ #$ " # %  # #% &  & #%  $ % #  # " $&  $$ "#  $! ! $  $& " $#  $! $ $ $ $ " $#  "  "   "$    $"              % &  !"       !        "##  $ %  &     '  ( )* ( +,  !   % &  !"   # -  .   " 0 1 „MESTU munar að finna þennan stuðning, það er afskaplega mikilvægt,“ sagði Elías Ólafsson, yf- irlæknir á taugalækningadeild Landspítala, sem tók við veglegum styrk úr hendi Hafsteins Jóhann- essonar, formanns Parkinsonssamtakanna á Ís- landi, í tilefni 40 ára afmælis taugalækningadeild- arinnar í gærdag. Styrkinn veittu Samtaug – samráðshópur formanna félaga taugasjúklinga, s.s. Félags MND-sjúklinga, Heilaheilla, Lands- samtaka áhugafólks um flogaveiki, MG-félags Ís- lands, MS-félags Íslands og Parkinsonssamtak- anna á Ísland. Samtaug mun styrkja sjö lækna og hjúkr- unarfræðinga til fræðsluferðar en hópurinn mun kynna sér nýjungar í meðferð sjúklinga með heila- æðasjúkdóma. Elías segir ferðina lið í að reyna efla starfsemi deildarinnar en hún hefur átt á brattann að sækja undanfarið. Taugalækningadeild Landspítalans er eina sér- hæfða deildin sinnar tegundar á landinu. Und- anfarin ár hefur deildin átt við verulegan og tví- þættan vanda að stríða. Annars vegar er skortur á hjúkrunarfræðingum, þar sem eðlileg endurnýjun hefur ekki orðið, en illa hefur gengið að ráða unga hjúkrunarfræðinga til starfa. Hinn megin vandi deildarinnar eru erfiðleikar við að útskrifa sjúklinga á hjúkrunarheimili, en margir eru hreyfifatlaðir eftir slag og geta ekki út- skrifast heim. Á síðasta ári var helmingur af legu- tíma deildarinnar vegna sjúklinga sem biðu eftir langtímavistun, margir mánuðum saman. Slíkt veldur miklu álagi á starfsfólk. Auknar álagsgreiðslur gætu bætt mönnun, en í septembermánuði funduðu samtök sjúklinga með framkvæmdastjórn Landspítala um þennan vanda. Á fundinum kom frma að stjórn sjúkrahússins treysti sér ekki til að bæta frekar launakjör hjúkr- unarfólks þar sem kjarasamningar hafi verið full- nýttir til að halda reyndu fólki í starfi. Heilbrigð- isráðuneytið hefur nýlega hlutast til um að greiða fyrir útskriftum á hjúkrunardeildir og slíkar ráð- stafanir hjálpa alltaf tímabundið. Hins vegar getur aðeins varanleg lausn á báðum þessum vanda- málum tryggt áframhaldandi eðlilega starfsemi. Elías segir að starfsemin sé skert og að und- anförnu hafi ekki verið hægt að sinna ákveðnum hópum með fullnægjandi hætti. Dagdeild, hjálpar mikið, en dugar ekki til. Sjúkdómar í heila eru mjög algengir og Elías segir að 1-2 sjúklingar að meðaltali komi á deildina dag hvern vegna heila- blóðfalls. Um tvö þúsund manns þjáist af floga- veiki, um fimm hundruð af parkinsons-sjúkdómi og á fjórða hundrað eru með MS-sjúkdóminn o.s.frv. Það er því fjöldi sjúklinga sem þarf á innlögnum að halda en deildin hefur ekki upp á að bjóða nema sextán sjúkrarúm um þessar mundir. Mikið munar um stuðning Morgunblaðið/RAX Flugmiðar í styrk Hannes Jóhannesson, formaður Parkinsonssamtaka Íslands, afhendir Elíasi Ólafs- syni, yfirlækni taugalækningadeildar Landspítala, styrk í tilefni 40 ára afmælis deildarinnar. Fjörutíu ára afmæli taugalækningadeildar Landspítala fagnað BJARNI Ár- mannsson, stjórnarformaður Reykjavík Energy Invest (REI), segir ekk- ert óeðlilegt við verðmat á Geysir Green Energy (GGE) í tengslum við samrunann við REI. „Ég tel að þetta verðmætamat sé hagfellt fyrir báða aðila og að verð- mæti Geysir Green Energy sé ekki ofmetið þegar annars vegar er horft til þeirrar verðmætasköpunar sem hefur átt sér stað í félaginu og hins vegar til þeirrar verðmætasköpunar sem mætti búa til í sameinuðu fé- lagi,“ segir Bjarni í samtali við Morgunblaðið. Í greinargerð forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur sem lögð var fram á stjórnarfundi OR 31. okt. og birt var í Morgunblaðinu sl. þriðjudag kemur fram að mismunur á samningsverði vegna samruna REI og GGE og bók- færðu virði eigna GGE sé rúmlega 6.685 milljónir kr. Færa megi fyrir því gild rök að eignasafn GGE sé hátt metið og beri ekki það yfirmat sem samningsverðið felur í sér. Verðmæti GGE ekki ofmetið Verðmætamatið hag- fellt fyrir báða aðila Bjarni Ármannsson Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is RANNSÓKNANEFND flugslysa hefur tekið til rannsóknar atvikið með Fokker-flugvél Flugfélags Íslands á Austurlandi í fyrrakvöld og lítur á atvikið sem alvarlegt flugatvik. Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flug- félagsins, segir að olíupakkning í hreyfli hafi gefið sig með þeim afleiðingum að olíuþrýst- ingur féll og drápu flugmenn þá á hreyflinum. Þetta sé í fyrsta sinn sem svona pakkning bilar í vél félagsins en vitað sé að vandamálið hafi gert vart við sig erlendis. Spurður hvort pakkningarnar hafi verið athugaðar sérstak- lega við venjulega vélarskoðun á grundvelli þeirrar vitneskju segir Árni að eftirlit með þeim sé hluti af venjulegri skoðun. Ekki hafi verið ástæða til að ætla að þetta myndi gerast þar sem vandamálið hafi verið staðbundið við einn tiltekinn notanda vélanna. Hann segir gaumgæfilega verða farið yfir málið, þótt ekki liggi fyrir ákvörðun um hvort þessum tilteknu pakkningum verði skipt út í ljósi atburða. 38 farþegar voru um borð og þegar flugstjóri gaf út neyðarboð um lækkun flugs út í farþega- rýmið voru farþegar búnir undir nauðlendingu. Voru þeir látnir setja höfuð milli fóta sinna og biðu þess sem verða vildi með tilheyrandi ótta. Þar sem vitað er að vélar af þessari gerð geta vel flogið á einum hreyfli vakna spurningar um hvort hreyfilbilun ein og sér hafi gefið tilefni til þess að búa farþega undir nauðlendingu. Árni bendir á að neyðarvarúð hafi verið tilkynnt þegar hreyfillinn var dottinn út og sömuleiðis jafnþrýstingur fallinn. „Flugfreyjan fer þá að undirbúa fólk undir nauðlendingu,“ segir hann. „Flugmennirnir voru uppteknir við að átta sig á aðstæðum og tilkynna aftur inn í farþega- rýmið að lent yrði á Egilsstöðum. En á ákveðnu tímabili var nauðlending undirbúin því flughæð vélarinnar lækkaði töluvert.“ Flugatvikið metið alvarlegt hjá RNF Í HNOTSKURN »RNF hefur lokið skoðun á flugvél-inni og er olíukerfið meðal þess sem sjónum er beint að. Flugatvikið er talið alvarlegt þar sem afkastageta vél- arinnar minnkaði. »Framleiðandi olíupakkningarinnarer Pratt and Whitney fyrir Fokker og verður ónýta pakkningin send fram- leiðanda. Vandamál með þessar pakkn- ingar hafa gert vart við sig erlendis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.