Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.11.2007, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ég lít upp, þar sé ég þig, sem engil af skýjum ofan. x Þú varst mér allt mitt líf og mitt yndi, stundir saman, það var gaman. x En þegar þú fórst fór yfir myrkur hjarta mitt tómt það var sárt. x Í hjarta mínu ert þú átt þú stóran hlut en aldrei muntu aftur koma sama hvað ég bið. x Þótt ég hlæ og skemmti mér er söknuðurinn en sár ég sé þig á himnum þegar að því kemur. x Ég man eftir ömmu minni þegar ég kom í heimsókn til hennar, þá gaf hún mér alltaf kúlur sem hún hafði búið til á Hrafnistu. Ég man líka þegar hún kom í mat til okkar, þá settist hund- urinn minn, hún Tína, hjá henni því hún vissi að amma gæfi henni eitt- hvað að borða. Hún átti sín góðu augnablik og stundir og þá var oftast hægt að hlæja því hún var engu lík. Stundum sagði hún bara það sem hún hugsaði, var bara einlæg og hreinskil- in. Vonandi hefur hann afi minn tekið vel á móti þér. Ég bið að heilsa hon- um. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Ragnhildur Dagbjört. Hvenær vakna ég, elsku besta amma? Var símtalið sem staðfesti dauða þinn þá raunverulegt? Varstu þá virkilega dáin í rúminu þegar við komum til þín á sunnudagsnóttina? Af hverju getur þetta ekki verið mar- tröð? Elsku besta amma, vektu mig upp af þessari martröð. Ég þrái það svo heitt að hafa þig enn meðal okkar. Þetta er svo óvænt. Amma, manstu þegar við bökuðum kleinurnar saman eða þá þegar við tókum slátur saman? Manstu þegar þú bauðst mér í fiskibollur í síðasta skipti? Amma, manstu hvernig við gátum rætt um allt milli himins og jarðar? Manstu hvað þú fylgdir mér oft í klippingu? Manstu hve annt þér var um að öllum liði vel? Manstu hvað þér þótti vænt um hann afa? Manstu hvað þér þótti ég vera lík honum afa? Amma, þú gafst mér svo mikið. Minn- ingarnar eru endalausar og allar jafn dýrmætar. Takk fyrir samverustund- irnar amma. Aldrei mun ég gleyma hve málglöð þú varst, þú skófst aldrei af hlutun- um, þannig var bara amma. Ef þig langaði að segja eitthvað þá sagðirðu það, það var sama hvað það var, þú sagðir alltaf blákaldan sannleikann. Mér þykir svo vænt um samtalið sem við áttum um daginn, þegar þú sagðir mér að þú héldir að það væri líklegast ekkert skemmtilegt að end- urupplifa lífið. Mér finnst gott að vita að þú varst sátt og þakklát fyrir lífið sem þér var gefið þó svo að þig hafi varla grunað hve lítið var eftir af því þegar samtalið átti sér stað. Amma, þú varst svo ánægð allt fram að dán- arstundu, þú dóst brosandi. Það var mikill léttir að sjá hve friðsæl þú varst nóttina sem þú kvaddir, þú virtist vera svo sátt við allt það sem þú hafðir afrekað á áttatíu og þremur árum. Þú dóst eins og sannri hetju sæmir. Þú varst svo lífglöð, hress og ham- ingjusöm kona, þú varst án efa ynd- islegasta kona sem til hefur verið, þú varst einstök amma, þú varst svo Þórunn Gunnarsdóttir ✝ Þórunn Gunn-arsdóttir fædd- ist í Stykkishólmi 13. ágúst 1924. Hún lést á heimili sínu 29. október síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 6. nóv- ember. glæsileg, hugrökk og skemmtileg kona. Ég mun alltaf geyma gull- molana þína í huga mér, það sem þér gat stundum dottið í hug, það hefði engri annarri dottið í hug en þér, hugmyndaflugið þitt var engu líkt, hvert ertu farin elsku amma? Ég er viss um að þú tekur þig vel út sem engill, ég sé þig alveg fyrir mér sem engil með þitt snjóhvíta hár og gyllta vængi, elsku amma. Villtu skila kveðju til hans afa frá mér? Ég er viss um að hann hefur tekið vel á móti þér. Nú hafið þið loks hist á ný. Elsku amma engill. Ef ég hefði vitað að það væri í síð- asta skipti sem ég hitti þig þegar ég kom með þvottinn til þín nokkrum dögum fyrir dauða þinn þá hefði ég spurt þig svo margra spurninga sem þú ein vissir svörin við. Amma, ég er stolt af því að vera barnabarnið þitt. Það er alltaf erfitt að kveðja, en það að þurfa að kveðja svo skyndilega eins og í þessu tilfelli er enn erfiðara. Það að vita að þú hafir hvorki þekkt kvöl né langtímasjúkrahúsavistun er huggun, enda varst þú einfaldlega ekki manngerðin í slíkt. Þú varst ein- faldlega of lífsglöð kona. Elsku amma, njóttu þess að vera komin á nýjan og betri stað. Ég er staðráðin í því að þú munir vaka yfir okkur öllum. Þitt barnabarn, Elísabet Pétursdóttir. Elsku amma mín er þá farin yfir móðuna miklu. Ég er ósköp feginn að þú fékkst eins góðan dauðdaga og raun ber vitni, sitjandi heima í stóln- um þínum og þurftir aldrei að kveljast vegna veikinda. Það er virkilega erfitt að kveðja þig þar sem þú skilur eftir þig svo stórt skarð í lífi okkar allra. Það verður skrítið að heyra ekki í þér á hverjum degi, hverju kvöldi. Á hverju einasta kvöldi hringdir þú til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi með alla, hvort það væru allir heima, og athugaðir hvernig staðan væri. Það var alveg sama hvort þú varst heima hjá þér eða hjá einhverri af systrunum, alltaf hringdir þú og at- hugaðir með okkur. Þetta er hlutur sem ég mun sakna mikið. Það var ósjaldan sem þú hringdir til mín í farsímann til að athuga af hverju mamma svaraði ekki heima- símanum. Stundum vorum við heima og rétt misstum af heimasímanum, þá var ekki langt í að síminn minn hringdi og spurningin var einföld: „Steinar, hvar er mamma þín?“ Og ekki þótt mér leiðinlegt heldur þegar þú hringdir og sagðir: „Steinar minn, hver heldur þú að vilji koma í Hafn- arfjörð?“ Þá varst þú yfirleitt að tala um Ingu, systur þína, sem síðustu ár- in kom alltaf reglulega til þín og var hjá þér yfir helgi og svo á virkum dög- um síðustu vikurnar. Síðasta daginn í lífi þínu var ég hjá þér. Þvottavélin þín var biluð svo mamma þvoði fyrir þig. Ég var að sækja tauið og sat hjá þér hátt í klukkutíma og spjallaði. Þú sagðir fljótlega eftir að ég kom að ég ætti vinkonu sem vildi endilega koma í Hafnarfjörðinn á sunnudeginum í stað mánudagsins og þú spurðir hvort ég væri til í að sækja hana fyrir þig. Að sjálfsögðu sagði ég já við því og þú sagðir við mig að Inga hefði sagt að þú mættir ekki senda einhvern fyrir þig til að sækja hana. Þú réttir mér símann og sagðir mér að hringja í hana og ég varð að segja við Ingu að ég ætti leið til Reykjavíkur og gæti kippt henni með í leiðinni heim. Við bjuggum saman til sögu um að ég hefði þurft að fara í búð í Kringlunni svo að Inga kæmist ekki að því að ég væri einungis að fara til að sækja hana. En sem betur fer gerðum við þetta því að Inga var hjá þér þegar þú yfirgafst veröld okkar. Hver gæti trúað því að eins hress kona og þú varst væri á leiðinni að kveðja? Það var aldrei að sjá að þú værir eitthvað veik og þú hafðir ekk- ert kvartað undan neinum verkjum. Þú varst svo hress þegar ég kvaddi þig um þrjúleytið á sunnudeginum en svo varstu farin frá okkur um kvöldið. En nú ert þú farin til afa og Gunn- ars og ég er alveg viss um að þeir taka vel á móti þér. Nú getur þú loksins farið aftur í hlutverk húsmóðurinnar og hugsað vel um húsbóndann. Ég efast um að þér eigi nú eftir að leiðast það. En amma mín, ég kveð þig nú með sorg í hjarta og vil segja þér að þú munt aldrei hverfa úr huga mínum. Þinn dóttursonur, Steinar. Amma mín elskulega er dáin, ég trúi ekki að þetta sé satt. Að ég eigi ekki eftir að heyra í henni aftur eða sjá hana er ég ekki að fatta. Amma var yndislegasta kona sem til er. Allt- af hlæjandi og alltaf til í sprell. Amma var einstök kona sem þótti vænt um alla sína og sýndi það svo sannarlega. Ég á svo mikið henni að þakka að það er ekki hægt að telja neitt eitt upp. Ég var hjá henni á laugardaginn, og hún var glöð og kát, sprellaði eins og vanalega, fannst svo gaman að ég kom með litla skottið hennar, og þær hoppuðu og voru svo sælar saman. Amma elskaði þegar við mæðgur komum í heimsókn, hún fékk aldrei nóg af að gantast og spjalla við hana Emblu sína. Við erum þakklátar fyrir allar þær yndislegu stundir sem við fengum að njóta með ömmu, hún er komin á góð- an stað núna og afi tekur vel á móti henni. En eitt vitum við öll, að hún amma okkar elskuleg, hún passar upp á sína... Takk fyrir allar samverustundirn- ar, amma Þóra,við elskum þig. Guðrún Þóra Karlsdóttir Elsku amma mín, mikið var það sárt þegar mamma hringdi og sagði mér að þú værir dáin, ég fór út í bíl- skúr og grét mörgum tárum. Amma, ég mun alltaf sakna þess að geta ekki hringt til þín oftar þegar ég er búinn á sundmótum og sagt þér hvað marga verðlaunapening ég fékk, því þú varst alltaf svo glöð yfir því hvernig mér gekk og hrósaðir mér alltaf fyrir það. Þegar þig vantaði eitt- hvað sem mamma vildi koma til þín kom ég alltaf hlaupandi þegar mamma bað mig um fara til þín. Þá sagðir þú alltaf „Nei, hver er kominn, Ásmundur Þór?“ og svo sagðirðu „Hvar er mamma,“ ég sagði að hún væri úti í bíl að bíða, svo sagði ég að ég ætlaði að drífa mig, því annaðhvort var ég að koma af sundæfingu eða úr skólanum. Elsku amma, ég mun alltaf sakna þín. Þinn Ásmundur Þór. Elsku amma Þóra. Orðin „Amma Þóra er dáin“ óma í höfðinu mínu aftur og aftur. Hin barnslega hugsun er alltaf til staðar að allar ömmur og allir afar lifi enda- laust, en svo er víst ekki. Í hjörtum okkar allra lifið þið. Ég veit að þér líður mun betur núna við hlið afa Matta, hann var örugglega farinn að sakna þín mjög mikið og hefur líklegast suðað svo mikið að karlinn uppi hefur gefist upp og kallað þig til sín líka. Ég elska þig, elsku amma. Þín Sigrún. Við vitum að þið eruð alsæl og ham- ingjusöm saman núna og við munum sakna ykkar mjög mikið. Við viljum þakka þér, elsku amma fyrir alla þá ást og umhyggju sem þú gafst okkur og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Bless, elsku amma Þóra. Hvíl í friði. Saknaðarkveðja, Sigrún, Óskar og Vilborg Ágústa. Elsku amma mín. Þá ertu farin frá okkur og komin á betri stað. Þú fórst svo fljótt frá okkur og það er svo erfitt. En við erum stór og sterk fjölskylda og við hjálpum hvert öðru í gegnum sorgina. Ég á samt margar góðar minningar um þig, elsku amma mín, sem fá mann til að brosa. Þú varst svo hrein- skilin og hjartagóð manneskja. Þú fylgdist svo vel með öllum þínum af- komendum og varst alltaf með allt á hreinu hvað allir voru að gera. Þegar ég bjó hjá ykkur afa þá gerðuð þið allt fyrir mig. Það var eldað og bakað ofan í mig og ekki má gleyma spjallinu okkar á kvöldin. Við gátum setið tím- unum saman og spjallað um allt milli himins og jarðar, langt fram eftir kvöldi. Amma, þú varst besti kleinu- bakari í heimi og mesti og besti bingó- spilari á Íslandi. Þú hringdir alltaf í mig á sunnudögum og spurðir hvort ég gæti skutlað þér í Vinabæ svo þú gætir farið að spila bingó. Það gerði maður með ánægju, þó svo að afi bölv- aði því, mér fannst það alltaf jafn fyndið. En þegar þú komst heim með vinning þá brosti hann bara og sagði „jæja, hvernig gekk“? Elsku amma, ég er svo þakklátur fyrir allan þann tíma sem ég fékk að eiga með þér. Og það er svo frábært að Daníel Finns hafi fengið að kynn- ast þér. Þú tókst Guðrúnu svo vel, varst svo ánægð að ég hefði fundið mér svona góða stelpu. Þið hittust líka oft á Hrafnistu, þar sem þú varst svo dugleg að föndra og búa til fallega hluti. Þú varst svo yndislega góð allt- af, amma mín. Lífið hefði verið allt öðruvísi ef þú hefðir ekki verið til staðar. Ég þakka fyrir það að ég kom til þín og kvaddi þig áður en ég flutti til Danmerkur, þó svo að ég hafi ekki haldið að það væri í síðasta skipti sem ég myndi sjá þig. Ég veit að þú fylgist með okkur og vakir yfir okkur, elsku amma. Ég bið að heilsa afa, ég veit að þið eruð sameinuð á ný og hafið það gott saman. Ég kveð þig með þessari bæn, sem við Daníel förum alltaf saman með á kvöldin: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíl í friði, elsku amma mín. Matthías Finns. Í dag kveðjum við ömmu Þóru, stóra konu með stórt hjarta. Amma Þóra var kona af kynslóð sem við þekkjum vart meir, eigin- kona, móðir, húsmóðir og verkamað- ur. Alla mína barnæsku man ég eftir ömmu vinnandi, ýmist við fiskvinnslu, hvalskurð, matargerð eða heimilis- störf. Alltaf var nóg að gera enda marga munna að fæða og ala. Alltaf var ég velkominn hjá ömmu og afa og var þar ófáar stundir í bernsku, við ferðuðumst saman, sungum, lékum og nutum lífsins. Á fullorðins árum var ég svo hepp- inn að fá að njóta þess að búa hjá þeim tímabundið áður en við fjölskyldan fluttum búferlum til Íslands, og ég þurfti að dvelja einn hér á landi vegna vinnu minnar. Áttum við þrjú þá margar góðar stundir saman sem eru mér mikilvægar í dag. Það yljar mér einnig um hjartaræt- ur að þú sagðir oft á undanförnum ár- um að þú ætlaðir ekki að kveðja þenn- an heim fyrr en ég, elsta barnabarn þitt, væri giftur og elsta langömmu- barnið fermt. Við orð þessi stóðst þú, og áttum við tvo yndislega daga sam- an á Hótel Geysi á síðustu 15 mán- uðum þar sem við fögnuðum saman þessum tveimur áföngum fjölskyldu minnar. Ég gleymi aldrei þeirri stundu þeg- ar ég sá þig fella tár í fermingarveislu Jönu, þar sem þú sást mynd af ykkur afa Matta saman á skjá í salnum, sá ég þá sanna ást þína á honum og söknuð í augum þér, og veit ég að þið tvö verðið glöð að hittast að nýju. Elsku amma, ég þakka allar þær stundir sem við höfum átt saman, Guð geymi þig þar til við hittumst á nýjan leik. Kveðja, þinn Víglundur Laxdal. Þórunn Gunnarsdóttir er látin. Kynni okkar Þóru, eins og við köll- uðum hana, hófust er ég kvæntist Gyðu, en þær voru frænkur og miklar vinkonur. Þegar við kveðjum Þóru er margs að minnast og gott að ylja sér við þær minningar og rifja upp sam- verustundir okkar, ekki síst allar þær veislur sem þau hjónin, Þóra og Matt- hías, héldu enda voru þau afar gest- risin. En það var oft glatt á hjalla þeg- ar ættingjar og vinir fjölmenntu og glöddust með þeim heiðurshjónum á hátíðarstundum í lífi þeirra. Þeim hjónum fæddust 6 stúlkur og eins og nærri má geta hafa þau þurft mikið á sig að leggja til að sjá stórri fjölskyldu farborða. Þóra og Matti leystu það verkefni af hendi með miklum dugn- aði og myndarskap og hafa þau skilað börnum sínum vel til manns. Dæturn- ar hafa alla tíð verið foreldrum sínum stoð og stytta þegar á hefur þurft að halda. Þóra var víkingur til allra verka og var eftirsóttur starfskraftur og vann hún utan heimilis meðan hún hafði þrek og krafta. Nú er komið að leiðarlokum og minningin um Þóru mun geymast í hugum okkar. Ég þakka Þóru alla þá vináttu og tryggð sem hún sýndi okkur og börnum okk- ar alla tíð. Nú eru rétt 2 ár liðin síðan Gyða mín lést og eru þær saman komnar vinkonurnar og geta horft yf- ir hópinn sinn með miklu stolti. Ég og fjölskylda mín vottum ástvinum Þóru okkar dýpstu samúð. Veri hún að ei- lífu guði falin. Aðalsteinn Dalmann Októsson. Kveðja frá Lionsklúbbnum Frey Þegar við félagarnir í Lkl. Frey kveðjum félaga okkar og vin til 40 ára, Guðmund B. Ólafsson, minn- umst við einstaks drengskapar- manns sem tilbúinn var að gefa með- borgurum af frístundum sínum ef þess var þörf. Árið 1968 komu saman nokkrir áhugasamir menn sem vildu láta gott af sér leiða og stofnuðu þeir Lions- klúbbinn Frey. Fyrsta verkefni klúbbsins var að merkja leiðir, ár, vötn og hvers konar kennileiti til verndar náttúrunni og einnig til að ✝ Guðmundur B.Ólafsson fædd- ist á Valshamri í Geiradalshreppi í A- Barðastrandarsýslu 12. september 1924. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 14. september síðastliðinn og var jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík 21. sept- ember. vísa ferðamönnum á leið um hálendið, auk hvers konar líknar- mála. Guðmundur var einn af þessum hug- sjónamönnum og gerðist stofnfélagi klúbbsins. Hann var mjög virkur félagi og sinnti mörgum trúnað- arstörfum. Á þessum tíma var hann einu sinni formaður og tvisvar sinnum gjald- keri auk ýmissa ann- arra starfa fyrir klúbbinn. Hann var gerður að „Melvin Jon- es“ félaga árið 1995 en það er æðsta viðurkenning hreyfingarinnar til fé- laga lionsklúbbanna. Á síðasta fundi okkar voru fé- lagarnir að rifja upp eitt og annað um drjúgt starf Guðmundar og fág- uð samskipti, en hann var einstakt prúðmenni í öllum samskiptum. Fyr- ir þessi störf og kynni viljum við þakka, og færum eiginkonu hans Hrefnu Ásgeirsdóttur, börnum þeirra og ættingjum dýpstu samúð. F.h. Freysfélaga, Jón V. Halldórsson. Guðmundur B. Ólafsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.