Morgunblaðið - 08.11.2007, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 08.11.2007, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 41 ✝ Anna Hatle-mark fæddist í Reykjavík 15. októ- ber 1935. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 2. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Margrét Guð- mundsdóttir, f. í Mýrdal í Kolbeins- staðahreppi, Snæf., 1907, uppalin í Reykjavík, starfaði m.a. sem sauma- kona, d. 1999 og Konrad Hilmar Hatlemark tré- smiður, f. í Sykkylven í Noregi 1904, d. 1991. Þau skildu. Systur Önnu eru 1) Hulda, f. 1938, gift Olav Oyahals, f. 1938, 2) Lyndís, f. 1939, áður gift Guðjóni Sævari Jóhannessyni, f. 1936, d. 2005, þau skildu, 3) Erla Kristín, f. 1942, gift Hilmari Ingimund- arsyni, f. 1938. Anna var gift Ragnari Aðal- steinssyni lögmanni, f. í Reykja- vík 13. júní 1935. Foreldrar hans ir að hún lauk skólagöngu hélt hún til Noregs og síðar til Skot- lands og vann fyrir sér bæði sem hótelstarfsmaður og au pair í Skotlandi. Heimkomin til Íslands um tvítugt hóf Anna nám í ljós- myndun hjá Ljósmyndastofu Guð- mundar og Gests á Laugavegi. Foreldrar hennar höfðu þá skilið og bjó hún hjá móður sinni. Ljós- myndanáminu lauk Anna ekki að öllu leyti fyrr en 1980 er hún lauk sveinsprófi. Sumarið 1958 í sum- arleyfi saltaði Anna síld á Rauf- arhöfn og hitti þar Ragnar. Þau giftu sig rúmu ári síðar og stofn- uðu heimili. Anna starfaði hjá ýmsum ljósmyndurum, þar til hún árið 1985 gerðist starfsmaður á skrifstofu sýslumannsins í Hafn- arfirði, sem rekin var á Seltjarn- arnesi. Við sameiningu lögsagn- arumdæma Seltjarnarness og Reykjavíkur gerðist Anna starfs- maður sýslumannsins í Reykjavík og vann þar á skrifstofunni þar til hún lét af störfum vegna veik- inda. Síðustu árin var Anna á Landakoti og síðar á hjúkr- unarheimilinu Eir. Anna verður jarðsungin frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. voru Aðalsteinn Valdemar Friðfinns- son, f. í Reykjavík 1898, d. í Kaup- mannahöfn 1963 og Solveig Helgadóttir, f. á Ísafirði 1901, d. í Svíþjóð 1986. Börn þeirra eru 1) Steinn Hilmar, f. 1959, kvæntur Lauru Ortiz Tores, f. 1964, dóttir Steins er Cécile Par- cillié, maki Guð- mundur Krist- jánsson, börn þeirra eru Katrín og Vaka, 2) Geir Víðir, f. 1960, 3) Ívar, f. 1966, 4) Mar- grét, f. 1968, gift Sverri Hreið- arssyni, börn þeirra eru Ragnar Steinn, Erla og Dagur, 5) Sólveig, f. 1973, maki Magnús Magnússon, börn þeirra eru Logi og Elvar. Anna fæddist í Reykjavík, en fluttist með foreldrum sínum til Sykkylven, Sunn-Mæri í Noregi. Árið 1947 fluttist Anna ásamt for- eldrum sínum aftur til Íslands þar sem hún gekk í skóla. Nokkru eft- Kæra Anna, fyrst það er þannig að ég hef alltaf kallað þig, jafnvel þótt ég hafi alltaf kallað þig ömmu þegar ég tala um þig við annað fólk; kæra Anna þá, ég kýs að tala við þig í annari persónu af þvi að mér finnst óþægilegt að tala um fólk þegar það er ekki til staðar. Ég kynntist þér ekki sem krakki, ekki smákrakki allavega af því að ég aldist upp í Frakklandi. Ég missti af mörgum árum af þér, en þegar ég kom 1999 til ykkar Ragn- ars, tókuð þið mig að ykkur eins og við hefðum alltaf þekkst. Blóð- tengsl kannski, en líka örlæti mik- ið, sem gerði það að verkum að það var tekið á móti mér opnum örm- um, og mér var gefið allt sem mig vantaði og meira en það, það var dekrað við mig, tvítuga barnabarn- ið. Örugglega hefur þú, eins og ég, reynt að ná aftur tímanum sem við misstum af saman, og við spjöll- uðum mikið. Mér fannst alltaf gam- an að hlusta á þig þegar þú sagðir mér frá því þegar krakkarnir (föð- ursystkyni mín sem sagt) voru litl- ir, og svolítið af fjölskyldusögunni. En líka sagðirðu mér frá þvi þeg- ar þú varst sjálf lítil í Noregi og syntir í sjónum, fórst að veiða með pabba þínum sem stakk humarinn með hnífi áður en hann sauð hann, til að róa ykkur systurnar. Þú sagð- ir frá þegar þú komst hingað til Ís- lands („þegar ég kom til Íslands, þegar ég var 12 ára“, sagðirðu oft). Þú talaðir um vínkonur þínar þá, hvernig þið sunguð í kringum eld- húsborðið með útvarpinu, hvernig þú æfðir þig að ganga á háhæluðum skóm í kringum þetta borð með bók á höfðinu þegar þú varst 13 ára og ætlaðir að fermast. Þú varst ekki ánægð með þessar krullur á ferm- ingarmyndinni, þar sem þú situr svo sæt. (Oft hef ég verið að horfa á þessar myndir af þér og verið að leita eftir líkindum á milli okkar.) Þú sagðir mér frá því þegar þú fórst að hjóla í kringum Skotland og þegar þú fórst tíl Noregs, en þá varstu á svipuðum aldri og ég þeg- ar þú sagðir mér frá þessu. Þú sagðir mér frá þvi þegar þú varst að vinna í fiski, með einhvers- konar stolti, kenndir mér að það er enginn of fínn til að vinna í neinni vinnu. Þú kynntist Ragnari þá og ég fékk að þekkja svolitið af sög- unni ykkar. Það er til mynd af ykk- ur tvítugum þar sem þið eruð eins og kvikmyndastjörnur. Þú sagðir mér frá svo mörgu skemmtilegu, fyndnu en líka alvar- legu eða sorglegu og ég er þér mjög þakklát fyrir að trúa mér fyr- ir þessu öllu. Þessar sögur voru meira að segja myndskreyttar og ég skoðaði oft og lengi ljósmynda- bækurnar sem þú hafðir svo vel uppfært í gegnum tíðina, bæði með textum og með vel teknum og völd- um ljósmyndum. Ljósmyndirnar þínar voru stór þáttur í lífi ykkar, þú lærðir ljósmyndun í skóla og tókst fallegar portretmyndir af fjölskyldunni sem var orðin vön og tók fyrirsætuhlutverkinu með húm- or. Þú sameinaðir þessa fjölskyldu með matarboðum og hélst sam- bandi við hana alla og það var ánægjulegt að sjá hvað þú varst góð við yngsta barnabarnið þá, Ragnar Stein, sem kom oft til þín. Ég skrifa ofar að mér fannst þú falleg tvítug en þegar þú varst rúmliggjandi af þvi að þú varst orð- in of lasin og gast ekki lengur svar- að okkur varstu falleg í svefni ennþá. Mér finnst sárt að hafa kynnst þér svo stutt, Anna, en ég er líka ánægð að ég fékk þó að kynnast þér. Takk fyrir það. Cécile Parcillié. Sumir hlutir eru þesslegir að ekki er gott að gera grein fyrir þeim með orðum. Þetta eru kannski hlutir sem sumum gætu þótt smáatriði en vega svo þungt í mínum huga þeg- ar ég hugsa um Önnu. Hvernig set- ur maður til dæmis blóm í blóma- vasa? Eins og Anna. Með umhyggju og svo mikilli natni við hvert blóm að það mætti blómstra á eigin forsendum með öllum sín- um kostum og göllum. Einhvern veginn þannig fannst mér hún líka ala upp börnin sín fal- legu. Mér var hún svo góð. Alltaf. Einu sinni sem oftar þegar ég hafði verið óþekk og leitaði skjóls í húsinu hennar og Ragnars (hvar annars staðar?), krafði hún mig ekki skýringa en rétti mér lítinn miða með orðum sem hún sagði að myndu öðlast dýpri merkingu því oftar sem ég læsi þau. Fá orð hef ég oftar yfir í mínu daglega lífi. Mér var hún mikil fyrirmynd. Mér finnst ég hafi verið svo mik- illar gæfu aðnjótandi að hafa feng- ið að vera dálítið eins og aukaheim- ilismaður og þá sérstaklega á unglingsárum mínum. Í þessari góðu fjölskyldu sem engan á sinn líka, þar sem þau hafa öll vaxið úr grasi sem þeir sterku persónuleik- ar sem þau eru, að ég held ekki síst fyrir tilstilli þess að Anna um- gekkst allar manneskjur, ungar sem aldnar, börn sín og annarra sem jafningja og af sérstakri virð- ingu og hispursleysi, fullkomlega fordóma- og tilgerðarlaust. Það var svo gott að vera í kring- um Önnu. Við sáum Ragnar Stein koma í heiminn saman og það var ein- stakt. Samvistir við Önnu hafa gert alla ríkari sem þeirra nutu. Það veit ég og ég þakka svo innilega fyrir þær allar. Englar munu fylgja henni hvert fótmál. Magga Stína. Anna Hatlemark Margs er að minnast, því svo lengi sem við munum eftir okkur minnumst við Ása. Góðmennska og hlýja einkenndi Ása. Kíminn og hláturmild- ur var hann og ævinlega sá hann björtu hliðarnar á hlutunum. Alltaf var jafn gaman að koma á Vallargötuna. Ævinlega hefur okkur verið fagnað innilega. Við fengum sömu viðbrögð þegar við vorum smá- krakkar og sem fullorðið fólk. Imba sló sér á lær og Ási baðaði út hönd- unum og þá kom iðulega elsku barn og maður fékk þétt faðmlag. Þetta breyttist ekkert þó árin liðu. Ferðunum á Vallargötun fækkaði sökum fjarlægðar, en varla var farin sú ferð í Sandgerði að ekki væri komið þar við. Faðmlagið alltaf jafn þétt og enn var maður kallaður elsku barn, þótt „barnið“ væri nú komið vel á fimmtugsaldur. Hann var mikill barnakarl og hafði gaman af að hafa börnin í kringum sig. Allir krakkar vissu hver Ási var. Hann hafði einstaklega gaman af að gauka Ásmundur Björnsson ✝ ÁsmundurBjörnsson fæddist á Eskifirði 27. júlí 1924. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 10. októ- ber síðastliðinn og var jarðsunginn frá Safn- aðarheimilinu í Sand- gerði 19. október. ýmsu að unga fólkinu. Oftar en ekki vorum við leyst út með gjöf- um; pennum, stílabók- um, vasaljósum og fleiru. Þegar síðan börnin okkar komu til sögunnar var það sama uppi á teningnum, unga fólkið var leyst út með gjöfum. Ási var mikill áhuga- maður um bíla og fót- bolta. Margan átti hann flottan bílinn, sem vöktu áhuga og aðdáun sérstaklega strákanna. Ekki munum við eftir gamlárs- kvöldi að ekki væri farið á Vallargöt- una til að sjá þegar Ási færi að skjóta upp. Það var mikill spenningur hjá ungum manneskjum og eftirvænting- in mikil. Ánægjulegt er að vita hvað þetta hefur haldist í fjölskyldunni. Ási var mikill fjölskyldumaður og voru þau Imba einstaklega samheldin hjón. Ási bar velferð fjölskyldunnar mjög fyrir brjósti og fylgdist vel með hvað fjölskyldumeðlimir voru að gera og hann hafði lifandi áhuga á öllu því sem þau tóku sér fyrir hendur. Missir þeirra er mikill. Okkur, sem vorum svo lánsöm að fá að kynnast honum ber að þakka fyrir einstök kynni. Elsku Imba, Nonni, Stína, Ragn- heiður og fjölskyldur, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Sæbjörn, Jónína og Laufey. Minningarkrossinn Upplýsingar sími 845-3407 www.Ifs.is Ég vil minnast vin- ar míns Guðmundar Ibsen skipstjóra, sem við kveðjum í dag. Við vorum nánir samstarfsmenn í Umbúða- og veiðarfæradeild Sam- bandsins í tæpan áratug og féll aldrei skuggi á okkar samstarf. Guðmundur tók unga manninn undir sinn verndarvæng og veitti leiðbeiningar og góð ráð án þess að taka fram fyrir hendur mér. Naut ég þess í okkar samstarfi að vera Vestfirðingur eins og hann. Ég varð strax var við hve mikillar virðingar Guðmundur naut meðal viðskiptavina innan lands sem ut- an, enda ekki við öðru að búast þar sem í hlut átti reyndur skipstjóri, sem kappkostaði alla tíð að koma heiðarlega fram við alla viðskipta- menn og samstarfsmenn. Réttsýni var Guðmundi í blóð borin og tók hann jafnan upp hanskann fyrir þá sem minna máttu sín, enda sannur eðalkrati af gamla skólanum. Við ferðuðumst víða saman og miðlaði Guðmundur mér af fróðleik sínum um þjóðir og staðhætti. Guðmundur stundaði sjó frá unga aldri. Þeir bræður voru að hluta til aldir upp á trillunni með föður sínum og urðu flestir þekktir skipstjórar. Guðmundur varð með- al aflahæstu skipstjóra á síldveið- um, meðal annars á Margréti SI, Leó VE, Pétri Sigurðssyni RE og síðast á eigin skipi Sigurvon RE. Guðmundur kom í land um miðjan aldur og byggði upp veiðarfæra- Guðmundur Sigurður Ibsen ✝ Guðmundur Sig-urður Ibsen fæddist á Suðureyri 9. ágúst 1926. Hann lést á líknardeild Landspítalans að morgni 31. október síðastliðins og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 7. nóvember. sölu hjá Sjávaraf- urðadeild Sambands- ins. Var sú starfsemi rekin af myndarskap í áratugi undir hans stjórn. Eftir að samstarfi okkar lauk vissi ég að Guðmundur fylgdist með því sem ég tók mér fyrir hendur og þótti mér vænt um það. Ég kveð vin minn og þakka hon- um samfylgdina um leið og ég bið honum Guðs blessunar. Aðstandendum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Kr. Eydal. „Deyr fé, deyja frændur deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur.“ Þessi orð úr Hávamálum komu mér í hug er ég frétti lát míns góða vinnufélaga frá fyrri tíð, Guðmund- ar Ibsen skipstjóra og síðar for- stöðumanns veiðarfæradeildar sjávarafurðadeildar Sambandsins og seinna Íslenskra sjávarafurða hf., en Guðmundur lést á líknar- deild LSH í Kópavogi miðvikudag- inn 31. október sl. Leiðir okkar lágu saman er ég hóf störf í umbúðadeild sjávaraf- urðadeildar Sambands íslenskra samvinnufélaga árið 1983 þá ný- kominn heim frá störfum fyrir Sambandið í Hamborg. Guðmund- ur hafði þá þegar starfað um all- langt skeið í veiðarfæradeildinni og byggt deildina upp, nánast frá grunni. Með bakgrunn sinn úr um- hverfi fiskveiða veittist honum auð- velt að ná til þeirra sem stjórnuðu fiskveiðifyrirtækjum á þeim tíma enda Guðmundur einstaklega áreiðanlegur og orðheldinn maður sem menn gátu treyst í hvívetna. Tókst honum með lagni sinni og út- sjónarsemi að stýra veiðarfæra- deildinni þannig að hún þótti með betri veiðarfæraverslunum á sínum tíma. Okkar samstarf stóð í 13 ár og féll aldrei nokkur skuggi þar á, enda Guðmundur drengur góður, réttsýnn, dagfarsprúður og ráð- snjall. Hann hafði ákveðnar skoð- anir á flestum þáttum hins mann- lega lífs, og oft var gaman að ræða við hann um hin ýmsu málefni. Hann var afar samviskusamur og nákvæmur í öllum sínum vinnu- brögðum og allt í röð og reglu á skrifborði hans. Hann var fastur fyrir í viðskiptum sínum við inn- lenda sem erlenda birgja og náði oft frábærum samningum við þá með harðfylgi sínu og dugnaði. Guðmundur var ósérhlífinn mað- ur og vinnusemi hans var við brugðið. Hann var meðlimur í Odd- fellow-reglunni á Íslandi og starf- aði þar um margra ára skeið. Hann komst til æðstu metorða í stúku sinni, st. nr. 7 Þorkatli mána, enda gæddur ótvíræðum leiðtogahæfi- leikum. Enn fremur vann Guð- mundur ötullega að málefnum sjó- manna og sat í mörg ár í stjórn sjómannadagsráðs. Að leiðarlokum vil ég minnast með virðingu þessa svipmikla manns. Þróttmikil röddin og ákveð- ið fas hans líður mér seint úr minni. Börnum hans, fjölskyldum þeirra og ættmennum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Gunnar M. Gröndal. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.