Morgunblaðið - 08.11.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 08.11.2007, Síða 25
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 25 Lítil frétt í Morgunblaðinu í gær um tvo stráka sem héngu aftan í stræt- isvagni á töluverðri ferð norður Glerárgötu vakti nokkra athygli. Lögregluþjónn sem ég ræddi við segir þennan leik – að „teika“ – sem betur fer nánast úr sögunni og ástæðurnar væru líklega helst tvær; „mikil hálka er ekki eins algeng og áður og svo eru nánast engir lengur á gúmmískóm, þannig að rennslið er ekki eins og það var í gamla daga,“ sagði löggan. Hann sagði þróunina góða, því auðvitað gæti verið stór- hættulegt að leggjast í slík ferðalög aftan í bílum.    Það er eiginlega að bera í bakka- fullan lækinn að tala fallega um Leikfélag Akureyrar! Aðsókn að sýningum félagsins hefur verið með ólíkindum síðustu misseri, ekki þótti líklegt að aðsóknarmetið að Full- komnu brúðkaupi yrði slegið á næst- unni en nú stefnir allt í að fleiri sjái Óvita á Akureyri en Brúðkaupið.    Ekkert er gefið eftir hjá Leikfélag- inu og nú stefnir það að því, í sam- starfi við Flugsafn Íslands og Ak- ureyrarbæ, að kom upp 400 manna „leikhúsi“ í Flugsafninu seinna í vet- ur og sýna þar Fló á skinni – til þess að þurfa ekki að hætta sýningum á Óvitum fyrir fullu húsi. Þetta er al- veg magnað.    Leikritið Ökutímar var frumsýnt í Rýminu um síðustu helgi og ég er illa svikinn ef það verður ekki vel sótt eins og allt annað sem LA setur upp þessi dægrin. Verkið er gott, umfjöllunarefnið er viðkvæmt og segja má að spilað sé á allan tilfinn- ingaskalann. Ekki skemmir heldur fyrir að mínu mati – þvert á móti – að hafa söngkonuna Lay Low með gítarinn á lofti í sýningunni. Hún samdi fallega músík sérstaklega fyr- ir sýninguna, og lögin eru væntanleg á disk fljótlega.    Tónlistarveisla verður á Græna hattinum um helgina og hefst reynd- ar strax í kvöld. Þá mætir enginn annar en Mugison á staðinn með hljómsveit sína og leikur og syngur; kynnir plötu sem kom út á dögunum; Múgíboogie. Ég verð að segja að það er löngu tímabært, og afar ánægju- legt, að fá þennan frábæra tónlistar- mann til bæjarins. Í hljómsveitinni með Mugison eru Pétur Ben gítar- leikari, Arnar Gíslason trommari, Guðni Finnsson bassaleikari og Dav- íð Þór Jónsson sem leikur á hljóm- borð.    Fönksveitin Jagúar verður svo með útgáfutónleika á Græna hattinum á laugardagskvöldið. Þar stendur Samúel Jón Samúelsson básúnuleik- ari í stafni en aðrir í sveitinni eru Ingi Skúlason á bassa, trompetleik- arinn Kjartan Hákonarson, Óskar Guðjónsson á sax, Ómar Guðjónsson gítarleikari og Einar Scheving trommari. Jagúar hefur ekki leikið á Akureyri síðan 2001.    Fundarsalur bæjarstjórnar í Ráð- húsi Akureyrar verður í hlutverki sýningarsalar héðan í frá; þó ekki eingöngu… Gallerí Ráðhús verður opnað í dag kl. 12.15 með sýningu Baldvins Ringsted þar sem hann sýnir myndverk úr stáli sem unnin eru upp úr þremur íslenskum þjóð- lögum. Baldvin, sem er fæddur á Ak- ureyri 1974, býr nú og starfar í Skot- landi.    Full ástæða er til að vekja athygli á því að í Málstofu í auðlindafræðum við Háskólann á Akureyri verður á morgun fjallað um djúpboranir á Kröflusvæðinu. Það er Bjarni Páls- son, verkefnisstjóri hjá Lands- virkjun, sem flytur erindi, sem hefst kl. 12.45 í anddyri Borga. Allir eru velkomnir. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Ljósmynd/Grímur Bjarnason Gaman Tónlistarkonan Lay Low setur skemmtilegan svip á sýningu Leikfélags Akureyrar á Ökutímum. geta ekki gengið neitt. Af hverju leggja þeir ekki bílnum á góðum stað og ganga á veiði- slóðirnar, þótt það taki einhvern tíma? Er þetta kannski orðið eins og með allt annað; fólk vill leggja bílnum sínum alveg við búðardyrnar þegar það skreppur inn til að kaupa í matinn og veiðimenn vilja geta keyrt upp að bráðinni á hálendinu, skotið hana helst út um bílgluggann og haft hana í matinn um kvöldið. Það er varla gaman að veið- unum ef ekkert er haft fyrir bráðinni. Skotveiðimenn eiga að taka meira til- lit til aðstæðna, eitt er að keyra um ef jörð er gaddfreðin en annars á aðeins að fara eftir traustum slóðum eða leggja bílnum og ganga á vit bráð- arinnar. Víkverji hefur líka heyrt af gæsa- veiðimönnum sem keyra um renn- blaut tún bænda í leyfisleysi og skilja svo ekkert í því að bændurnir skuli verða fokvondir yfir því. Gæsaskytt- urnar virðast ekki gera sér grein fyr- ir þeim skaða sem hlýst af því að spæna upp tún og þeirri vinnu sem þarf að inna af hendi til að koma þeim í samt lag aftur. Nú er sá árstímiþegar Víkverji verður alltaf undrandi á framferði samlanda sinna sem hafa áhuga á skotveiði. Skotveiðimenn segja sjálfa sig yfirleitt vera mikla náttúru- unnendur, þeir viti fátt betra en að vera úti í guðsgrænni náttúrunni og veiða bráð sína. Furðulegt þykir Vík- verja því að þessir menn kunni ekki að lesa í landið betur en virðist vera. Rignt hef- ur nánast stanslaust á öllu landinu síðan í byrjun september, það segir sig því sjálft að jarðvegur er blautur og viðkvæmur og þolir illa all- an átroðning, hvað þá að keyrt sé á honum á stórum bílum. Sumir, og ég segi sumir, skotveiðimenn virðast ekki skilja það og ana út um allt á jeppum sínum, festa sig svo í drullu, kalla þarf út björgunarsveit til að ná í þá með tilheyrandi kostnaði og hjól- förin sitja ein eftir þegar skytturnar halda til síns heima. Hjólför í við- kvæmum jarðvegi eru mörg ár að gróa og þau geta leitt til uppfoks og frekari gróðureyðingar. Það sem Víkverji skilur ekki er hvers vegna þessir náttúruunnendur            víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Enn stækkar iðnaðargeirinn með skráningu Erria omxgroup.com/nordicexchange Fjarskipti UpplýsingatækniVeiturHráefni Nauðsynjavörur Neysluvörur Orkuvinnsla Heilbrigðisgeiri Iðnaður Fjármálaþjónusta Við bjóðum Erria velkomið í Nordic Exchange. Erria býður skipaeigendum og rekstraraðilum um allan heim upp á alhliða skiparekstrarþjónustu, á skilvirkan og nútímalegan hátt. Erria verður skráð í Nordic Exchange í Kaupmannahöfn þann 8.nóvember. Erria flokkast sem smærra félag og tilheyrir iðnaðargeira.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.