Morgunblaðið - 08.11.2007, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 08.11.2007, Qupperneq 36
36 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN EFTIR að hljóta dóm nýverið fyr- ir meiðyrði hélt Eiríkur Jónsson blaðamaður því fram í viðtali á Stöð tvö, hinn 4. nóvember sl., að hann virði sannleikann í starfi sínu. Því sama héldu ritstjórarnir Jónas Kristjánsson og Mikael Torfason fram fyrir héraðsdómi og Hæsta- rétti í meiðyrðamálum gegn mér, en þar kom Eiríkur líka við sögu. Þeir þrír hafa þó ítrekað afbakað sann- leikann og misnotað tjáningar- frelsið. Eftirfarandi saga er dæmi um það. Að kvöldi 14. mars 2005 hringdi Eiríkur í mig á vegum DV og sagði að á mér hvíldu 150 kærur og hvað ég hefði að segja við því. Ég spurði hvort hann hefði gögn um þetta en svo var ekki. Ég sagði honum að áburðurinn væri uppspuni og bað hann um að kanna þetta áður en hann birti frétt. Daginn eftir birtist stór for- síðumynd af mér, ásamt: „Feður segja sálfræðing plata af sér forræði. Formaður félagsins Ábyrgir feður segir þá ósátta við ráðgjöf sálfræðingsins dr. Gunnars Hrafns Birgissonar, sem þiggur laun frá hinu opinbera. Gunnar dragi taum mæðra og hafi fengið á sig 150 klögumál. Doktor Gunnar segist ekki andsnúinn ábyrgum feðrum.“ Næsta dag skrifar Eiríkur: „Frétt DV frá í gær um 150 klögu- mál sem borist hafa Ábyrgum feðr- um vegna lögbundinnar sér- fræðiþjónustu sálfræðings í forræðismálum hlýtur að vekja spurningar um framgöngu kerfisins. Doktor Gunnar Hrafn Birgisson sál- fræðingur er vafalaust hinn mætasti maður. En 150 klögumál segja sína sögu.“ Álíka óhróður um mig birtist svo í DV 3. og 6. júní og 21. október 2005 með ásökunum um mannréttinda- brot, hlutdrægni, svik og fleira í starfi hjá sýslumönnum og dóm- stólum við að leysa úr deilum for- eldra um börn þeirra. DV auglýsti og bauð borgun fyrir sögur allt að 7.000 kr. Að setja fé til höfuðs mér skilaði engu. Öðrum miðlum 365 var beitt. Aug- lýst var í Fréttablaðinu, skjáauglýs- ingar birtust og á Bylgjunni hljóm- aði: „Sálfræðingur með 150 klögumál á bakinu. Hefur þú lesið DV í dag.“ Áberandi skilti blöstu við í Bónus-verslunum. DV-menn stóðu fyrir þessu, könn- uðu ekki staðreyndir og birtu það sem þá lysti. Allt fyrir sölu DV. Úrræði mitt var að stefna rit- stjórum DV og útgáf- unni 365 miðlum ehf. Fyrir mig flutti málið Halldór H. Backman hrl. en lögmannsstofa Gests Jónssonar hrl. varði gagnaðilana. Hver ber ábyrgðina? Þegar greinar eru nafnlausar, eins og í þessu tilviki, þá teljast „útgefandi rits eða rit- stjóri“ næstir í ábyrgð- arröð. Lög leyfa ekki að ritstjóri og útgef- andi beri ábyrgðina saman. DV-menn gátu ekki rökstutt ummæli sín enda voru þau ómerkt með dómi í héraði 16. júní 2006. Ritstjórarnir voru dæmdir til að greiða 1.500.000 kr. í miskabætur fyrir meiðyrði og máls- kostnað. Þetta ku vera hæstu miskabætur sem dæmdar hafa ver- ið í meiðyrðamáli hér- lendis. Ritstjórarnir áfrýjuðu og ég gagnáfrýjaði með kröfu um að 365 miðlar yrðu gerðir ábyrgir umfram ritstjórana. Hæsti- réttur varð við því og dæmdi 365 til að greiða 1.200.000 kr. í bætur og málskostnað að auki. Þetta er í fyrsta sinn sem útgáfa hlýtur dóm vegna meiðyrða. Í dómi Hæstaréttar frá 11. októ- ber 2007 segir að almennt verði að gera þá kröfu til fjölmiðla að þeir byggi umfjöllun sína á vandaðri könnun á staðreyndum: „Slík vinnubrögð voru ekki við- höfð, heldur látið við það sitja að styðjast við einn heimildarmann, einkum um fjölda klögumála. Sá hafði að auki vegna félagsstarfa sinna þá stöðu að hætta var á að um- sögn hans drægi dám af óánægju þeirra félagsmanna, sem áttu aðild að ágreiningsmálum um forsjá barna eða umgengnisrétt, þar sem niðurstöður urðu þeim í óhag.“ Segir í dómnum að umfjöllun DV hafi náð yfir langt tímabil og falið í sér: „harðan og sérlega óvæginn áfellisdóm yfir honum (GHB). Margítrekað var staðhæft að 150 kvartanir hefðu beinst að honum eða hann væri með „150 klögumál á bak- inu“, en orðfærið var til þess fallið að vekja þann skilning að gagnáfrýj- andi (GHB) stæði frammi fyrir því að verða látinn sæta ábyrgð vegna margendurtekinna ávirðinga í starfi. Inn í þessa umfjöllun var jafnframt fléttað fullyrðingum um alvar- leg glöp og rangsleitni í einstökum tilvikum. Ummælin eiga það sammerkt að fela í sér fullyrðingar um stað- reyndir og verða ekki réttlætt með því að um gildisdóma hafi verið að ræða. Þau voru jafn- framt dregin upp á mjög áberandi hátt og til þess fallin að varpa rýrð á störf gagnáfrýj- anda (GHB). Mátti rit- stjórum og útgefanda vera fullljóst að atlaga blaðsins gegn gagn- áfrýjanda hlyti að bitna harkalega á honum þegar höfð eru í huga þau trúnaðarstörf, sem hann gegndi í við- kvæmum málum, og því enn ríkari þörf á vandaðri könnun stað- reynda.“ Hvers vegna að gera útgáfuna ábyrga? Af því að útgefendur stjórna þó þeir ritskoði yfirleitt ekki. Þeir ráða og reka ritstjóra og ákvarða með því á hvaða stigi sið- ferðis blaðamennska skuli vera. Því fleiri sem vinna meiðyrðamál, því minni líkur á spilltri blaða- mennsku. Frá 2005 hafa fallið 6 dómar vegna skrifa í DV með Jónas og Mikael við ritstjórn og máls- kostnaður talinn um 30 milljónir króna. Vonandi fer þetta að vega svo þungt að útgefendur kjósi að fjár- magna aðeins vandaða blaða- mennsku. Vönduð eða spillt blaðamennska Gunnar Hrafn Birgisson skrifar um siðferði í blaðamennsku » Þó útgef-endur rit- skoði yfirleitt ekki, ráða þeir og reka ritstjóra og ákvarða með því á hvaða stigi siðferðis blaða- mennska skuli vera. Gunnar Hrafn Birgisson Höfundur er sérfræðingur í klínískri sálfræði. AÐ UNDANFÖRNU hef ég und- irritaður staðið fyrir undirskriftum fyrir kjósendur á Reykjanesskaga þar sem íbúar skora á sveitarstjórn- armenn sína að leita allra leiða til að tryggja að meirihlutinn í Hitaveitu Suðurnesja haldist í eigu sveitarfé- laganna. Nokkrir hafa haft við mig samband og vænt mig um að engin al- mennileg rök liggi að baki þessari ákvörðun minni, önnur en að ég telji að meirihlutinn eigi að liggja hjá sveitarfélögunum og ég rugli saman þeim átökum sem átt hafa sér stað innan Orkuveitunnar og REI. Svo tel ég ekki vera og langar til að beina hér athyglinni að nokkrum þeim rökum sem meðal annars leiddu til ákvörð- unar minnar. 1. Með því að sveitarfélögin eigi meirihlutann ráðum við ferðinni og ákveðum hvað er gert auk þess sem við sjálf stjórnum hversu mikil áhætta er tekin varðandi nýtingu jarðhitageymisins. 2. Við njótum verðmætaaukning- arinnar sem fyrirsjáanlegt er að verði á komandi árum. Á sl. 30 árum hafa verðmæti HS aukist frá því að vera ekkert í það að vera u.þ.b. 60 milljarðar í dag. Þessi verðmæti eru til komin vegna þess að íbúar á Suð- urnesjum hafa borgað orkureikningana sína og góðir stjórnendur stýrt fyrirtækinu vel. Ríkið lagði aldrei neinn pening inn í fyrirtækið og segja má því að eðli- legast hefði verið að ríkið hefði afhent hann íbúum á Suðurnesjum eða sveitarfélögunum í stað þess að selja hann. Búast má við að verð- mætaaukningin eigi eftir að aukast veru- lega og því gætu þessi verðmæti sem verið er að selja frá okkur e.t.v. 10-faldast á næstu 30 árum. Mun hagkvæm- ara er því fyrir okkur að eiga þetta áfram. 3. Við þurfum að geta stjórnað hversu nærri jarðhitageyminum er gengið, þannig að tryggt sé að við fáum hita- veituvatn um ókomna tíð. Vel er hugsanlegt að einkaaðili sem færi með meirihluta gæti tekið ákvörðun um að taka óhóflega mik- ið úr jarðhitageyminum á stuttum tíma í ein- hvern iðnað, sem gæfi honum vel í aðra hönd og eyðileggja þar með heita vatnið fyrir okkur. Hann gæti reiknað það út að það væri peningalega hagkvæmara fyrir hann. 4. Sagt er að verðlag á heitu vatni muni ekki hækka umfram verðlag. Er það víst? Hvað ef ein- hverjir stuttbuxna- pólitíkusar væru sann- færðir um að slaka á þeim kröfum sem verð- lagseftirlitið vinnur eftir, hvað þá? Hversvegna eigum við hér á Suðurnesjum að vera ofurseld undir slíkt? Hvernig datt mönnum hjá Orkuveitunni að í lagi væri að leggja orku- lindir okkar inn í REI, á meðan ekki kom til greina að nýta þeirra eigin orkulindir í þessum sama til- gangi? 5. Samstaða sveitarfélaganna á Suðurnesjum hefur löngum verið til fyrirmyndar og HS notið velvildar þeirra sveitarfélaga sem fara með skipulagsmál þar sem orkulindirnar eru staðsettar. Það veit hver sem vill vita að í þeim málum er nú þegar byrjað að kveða við annan tón, Ég er hræddur um að mun erfiðara verði fyrir HS að fá leyfi fyrir rann- sóknum, svo ég tali nú ekki um fram- kvæmdaleyfi, ef einkaaðilar ná meirihluta í fyrirtækinu. 6. Útrás, hversvegna skyldu einka- aðilar sem vilja vera í útrás, vera að gera innrás og vilja eignast meirihlut- ann í HS? Sjálfsagt er að hinir frá- bæru starfsmenn HS aðstoði þessa menn og ráðleggi gegn hóflegu gjaldi, eins og ósk þeirra var í upphafi, en ekki taka frá okkur Suðurnesja- mönnum orkulindirnar og fyrirtæki sem við höfum byggt upp á 30 árum. 7. Hingað til hafa bæði virkjanirnar við Svartsengi og á Reykjanesi verið fjármagnaðar fyrir eigið fé HS, auk lána sem tekin hafa verið fyrir upp- byggingu orkuveranna þar sem orku- salan hefur verið tryggð fyrirfram. Ég fæ ekki séð að það hafi breyst og ekki ástæða til að halda því fram að sveitarfélögin þyrftu að fara að leggja fram aukið fé vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Almenningur á Suðurnesjum á að eiga meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja Hannes Friðriksson færir rök fyrir því að almenningur á Suð- urnesjum eigi meirihluta í Hita- veitu Suðurnesja »…og langartil að beina hér athyglinni að nokkrum þeim rökum sem meðal ann- ars leiddu til ákvörðunar minnar. Hannes Friðriksson Höfundur er íbúi í Reykjanesbæ. SEM fæddur og uppalinn Ak- ureyringur – og einnig brott- fluttur – þá fylgist ég ávallt náið með fregnum af hinum dönsku- skotna, gróðurríka og friðsæla höfuðstað Norður- lands. Á undanförnum mánuðum hafa borist fregnir af ein- staklingum og hópum sem hafa agnúast út í núverandi stjórn- endur bæjarins. Hafa fjölmiðlar etið þetta garg upp og birt ófá- ar fregnir af yfirlýs- ingum manna sem segjast vera óánægð- ir, hundfúlir eða sár- svekktir með þá er stýra bænum. Má gagnrýna þennan fréttaflutning því þar hefur verið slegið upp fregnum af óánægju fárra og lát- ið líta svo út að um sé að ræða óánægju margra. Nú síðast birtist klausa í hinu annars ágæta dag- blaði 24 stundum þar sem taldir voru upp nokkrar ákvarðanir stjórnenda bæjarins sem eiga að hafa vakið upp óánægju hjá hópum sem reynast vera laglega fámennir ef vel er að gáð. Almenn óánægja í bænum? Nei. Í blaðinu 24 stundum er í þætt- inum „Klippt og skorið“ (30. okt., bls. 13) nefnt að mörgum hafi þótt það „ansi dapurt framtak“ hjá bæjarstjóranum að grípa til aðgerða þannig að hátíðin Ein með öllu endaði ekki sem vígvöll- ur unglingadrykkju. Hve mörgum þótti það „ansi dapurt framtak“? Var það 75% bæjarbúa? Nei, miklum minnihluta þótti það vera „ansi dapurt framtak“. Stór meirihluti bæjarbúa var af- skaplega ánægður með að bæj- arstjórnin hafði dug og þor til að taka hagsmuni fjölskyldufólks fram yfir hagsmuni sjoppu-, fata- verslana- og veitingahúsaeigenda sem vildu selja bæjarbúum og gestum (oft drukknum unglingum) meira og enn meira af mishollum mat og spjörum. Það er nefnilega allt of sjaldan sem stjórnendur bæja og borga taka hagsmuni fólks fram yfir gróða- sjónarmið sölukarla. Því ber að hrósa og þakka fyrir þessa ein- urð sem bæjarstjórnin á Akureyri hefur sýnt í mörgum málum síð- ustu missera. Það er ákaflega mikils virði fyrir Akureyringa að hafa stjórnendur sem eru tilbúnir í orrahríð við verslunarglópa fyrir það eitt að tryggja hæfilega ró- semd og ásættanlega hegðan og umgengni í hinum fagra bæ. Þegar „allir“ þessir kjökrandi fýlupokar afhentu undir- skriftalista þar sem krafist var afsagnar bæjarstjórans þá náðu hinir rauna- mæddu glópar ekki einu sinni að fá 5% bæjarbúa til að skrifa undir þann lista! Þetta var hlægilegasta uppákoma ársins hjá sjálfhverfum búðareig- endum sem einblíndu meira á veltu einnar helgar en vellíðan unglinga og barna þessa lands. Þeir vildu hömlulausa Sódómu- helgi en fengu ekki, um það sá röggsamur bæjarstjórinn. Einnig var nefnt á sama stað að gríðarlegur styr standi um bæj- arstjórann af því hann þorir að standa til móts við annars ágætan verslunarmann sem vill reisa stór- verslun á hinum iðagræna Ak- ureyrarvelli. Bæjarstjórinn segir að það sé skynsamlegt að íhuga að nota svæðið sem útivistarsvæði fyrir bæjarbúa. Auðvitað! Frábær tillaga! Og hvar er þessi ógurlegi „styr“ sem er sagður láta allt bæjarfélagið vaða á súðum? Þetta er jú óánægja hjá þessum eina verslunarmanni en gríðarleg ánægja hjá ríflega flestum öðrum bæjarbúum sem sjá fram á ljúfar útivistarstundir í hjarta bæjarins. Svona mætti lengi halda áfram; nú síðast ómuðu fréttir af meintri óánægju í garð bæjarstjórnar vegna húss sem þurfti að færa. Jú, einn húseigandi var eðlilega óánægður, en voru bæjarbúar það almennt líka? Nei. Þannig hefur bæjarstjórnin á Akureyri einmitt haldið á lofti gildum lífsgæða og friðsæls lífs með einurð sinni á meðan galgop- arnir með undirskriftalistann tengdu neikvæð gildi við ímynd bæjarins. Þetta vekur mann í aðra rönd- ina til umhugsunar um tilurð fréttaflutnings: Er það frétt ef mjög lítill hluti af heild sé óánægður? Jú, kannski að það sé árennilegt fréttaefni fyrir þann penna er vill ólmur slá sér upp í athyglissýktan dans með prent- svertunni. En þeir er rita slíkar fréttir mættu gera meira af því að vega og meta hlutfall og heild og spyrja sig að því hvort meint óánægja sé almenn eða ekki. Væl og kjökur virðist eiga greiða leið í fjölmiðla þessi dægrin og er það leiðigjörn þróun. Nei, Akureyri er einstakur bær og á aðeins skilið hæfa stjórn- endur sem láta ekki sjónarmið fárra slá sig út af laginu. Bæj- arbúar eru heppnir að slíkt fólk sé nú við stjórnvölinn á Akureyri. Röggsöm bæjar- stjórn á Akureyri Hallgrímur Óskarsson skrifar um Akureyri og bæjarstjórnina þar Hallgrímur Óskarsson » Slegið hefurverið upp fregnum af óánægju fárra og látið líta svo út að um sé að ræða óánægju margra. Höfundur er verkfræðingur og fæddur og uppalinn á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.