Morgunblaðið - 08.11.2007, Page 11

Morgunblaðið - 08.11.2007, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 11 FRÉTTIR RÚMLEGA 30 ný störf hafa skapast hjá Eimskip á Austurlandi í kjölfar aukinnar starfsemi á Reyðarfirði. Fyrir störfuðu 40 manns hjá Eim- skip á Austurlandi, að sögn Guð- mundar Davíðssonar, fram- kvæmdastjóra Eimskips á Íslandi. Alls starfa því 70 manns hjá Eim- skip á svæðinu. Skrifað var undir flutningasamn- ing milli Alcoa Fjarðaáls og Eim- skips í fyrradag, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Eimskip sjá um flutning á rúmlega 220.000 tonnum, þar af innflutning á 180.000 tonnum og útflutning á 40.000 tonnum á ári, fyrir Alcoa Fjarðaál. Um er að ræða alla flutn- inga á rafskautum fyrir álver Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Jafnframt hafa félögin náð samkomulagi um 40.000 tonna álflutninga til Banda- ríkjanna og er því um að ræða flutninga upp á 260.000 tonn á ári. Samningar fyrirtækjanna tveggja á sviði flutningastarfsemi og þjónustu leiða af sér eitthvert umfangsmesta samstarf á sviði flutninga sem ráðist hefur verið í á þessu sviði hér á landi. Þau leiðu mistök urðu við birt- ingu fréttarinnar í gær að með henni birtist röng mynd. Um leið og rétt mynd er birt biður Morgun- blaðið alla hlutaðeigandi afsökunar á þessum mistökum. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Undirritun Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls (t.v.), og Guð- mundur Davíðsson, framkvæmdastjóri Eimskips á Íslandi, að lokinni und- irskrift hins umfangsmikla samnings aðilanna um flutninga. Eimskip skapar mörg ný störf BRÉF sýslumanna á Íslandi til danskra stjórnvalda frá því um 1700 til ársins 1890, um ástand lands og lýðs, eru mikill fjársjóður að mati dr. Astrid Ogilvie, veðurfarssagnfræð- ings við Stofnun norðurslóða- og há- fjallarannsókna í Boulder í Color- adoríki í Bandaríkjunum. „Þessi bréf eru algjör gullkista,“ sagði dr. Ogilv- ie í samtali við Morgunblaðið. Astrid Ogilvie hélt í gær fyrirlest- ur í húsnæði Háskólans á Akureyri; árlegan minningarfyrirlestur Vil- hjálms Stefánssonar, og greindi frá þverfaglegri rannsókn sem hún og fleiri vinna að um loftslag, sögu og mannvistfræði á norðanverðu Ís- landi. Bréfin sem hún nefndi voru skýrslur sem sýslumenn landsins héldu og sendu, í formi bréfa, til danskra stjórnvalda einu sinni til þrisvar á ári. „Bréfin eru til úr öll- um 22 sýslum landsins flestöll ár á ofangreindu tímabili, um 4000 alls. Þau eru varðveitt í Þjóðskjalasafn- inu og hafa aldrei verið gefin út og lítið notuð,“ sagði Ogilvie. Meginhluti bréfanna er ritaður á dönsku með gotnesku skrifletri sem í langflestum tilvikum þarf nokkra kunnáttu til að lesa úr, að hennar sögn. „Verkefninu er ætlað að gera almenna grein fyrir innihaldi bréf- anna og draga fram upplýsingar um veðurfar; hitafar og úrkomu, hafís og náttúruhamfarir auk upplýsinga um fiskveiðar, landbúnað og heilsufar. Sérstök áhersla verður lögð á teng- ingu við veðurmælingar sem hafa verið gerðar hér á landi frá því um 1780 auk gerðar tímaraða um hafís- komur, fiskveiðar og grassprettu.“ Astrid Ogilvie segir að umræddar gagnaraðir muni bæta yfirsýn um samband veðurfars og búsetu um- talsvert auk þess að vera mjög mik- ilvæg viðbót við upplýsingar um veð- urlag við upphaf iðnbyltingar. „Mikil ásókn er í íslenskar gagnaraðir frá þessum tíma. Úrvinnsla sýslu- mannabréfanna gefur tækifæri til mikilla endurbóta á þeim röðum sem þegar eru á markaði. Þetta er mjög spennandi verkefni og áhugavert.“ Ogilvie greindi einnig frá skoðun á þróun loftslags, sérstaklega með því að skoða veðurdagbækur. Nefndi hún sérstaklega slíkar dagbækur sem feðgarnir og nafnarnir, Jón Jónsson eldri og yngri, héldu sam- tals í nærri heila öld, frá 1747 til 1846. „Þessi gögn eru mjög gagnleg og mikilvæg, ekki síst nú þegar fólk hefur svo mikinn áhuga á veðurfari, loftslagsbreytingum og slíku.“ Jón og Jón voru báðir prestar í Eyjafirði og dagbækurnar skrifaðar víða um fjörðinn, eftir því hvar þeir bjuggu; á Möðruvöllum, Guðrúnarstöðum, Grund, Núpufelli, Möðrufelli og í Dunhaga. Hún sagði athuganir þeirra feðga mjög nákvæmar og ítarlegar. Þeir hefðu skráð niður veðrið daglega, hitastig, vind og skýjafar. Vikulega samantekt er að finna í bókum þeirra og loks sérstaka skýrslu fyrir hvert ár frá 1748 til 1768, þar sem einnig er fjallað um aflabrögð á sjó og hey- feng. Síðan nefna feðgarnir ýmislegt fleira þegar ástæða þykir til; í bók- um þeirra er t.d. að finna nákvæmar upplýsingar um öskufall í Eyjafirði í Heklugosinu 1766 og áhrif þess í Eyjafirði þegar gaus í Lakagígum 1783. Ýmsar samfélagslýsingar er einn- ig að finna. Jón eldri skrifar 1756, þegar mjög hart var í ári: „Margir áttu mjög erfitt […] Fátækt fólk þurfti víða að yfirgefa heimili sín […] og margir flæktust um en fáir áttu nokkuð aukalega til þess að fæða þetta fólk. Vegna þessa létust marg- ir úr hungri.“ Jón segir svo frá því 1761, þegar einnig var hart í ári, að fólk þurrkaði sjávargróður til matar. Einnig lýsti hann nákvæmlega hafís við landið og segir Ogilvie bækur þeirra feðga af- ar dýrmætar heimildir, bæði vegna þess hve nákvæmar þær eru og yfir hve langan tíma þær ná. Ogilvie greindi einnig frá forn- leifarannsóknum í Mývatnssveit sem hún tekur þátt í ásamt hópi fólks. Hún segir þegar komið í ljós að fólk hafi sest að í Mývatnssveit jafn- snemma og annars staðar á landinu, og þar hafi að öllum líkindum mun fleiri búið fljótlega eftir landnám en almennt hefur verið talið. Bréf sýslumanna til Dana eru gullkista Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fróðleikur Dr. Astrid E.J. Ogilvie ræðir við einn áheyrenda að fyrirlestr- inum loknum í gær. Í baksýn má sjá ljósmynd af Vilhjálmi Stefánssyni. Í HNOTSKURN »Astrid Ogilvie er bresk, afskosku og norsku foreldri. Hún hefur búið í Bandaríkj- unum í 12 ár þar sem hún starfar við Stofnun norður- slóða- og háfjallarannsókna í Boulder í Coloradoríki. »Ogilvie talar prýðilega ís-lensku. Tungumálið hefur hún bæði lært í skólum og af heimamönnum þegar hún dvaldi um skeið bæði á Græna- vatni í Mývatnssveit og Braut- arhóli í Svarfaðardal. KRISTÍN Sigþóra Björnsdóttir kennari lést á Hrafnistu í Reykjavík mánudaginn 5. nóvember sl., 88 ára að aldri. Kristín fæddist að Rútsstöðum í Svínadal í Húnavatnssýslu 1. mars 1919, dóttir hjónanna Þorbjargar Kristjánsdóttur, hús- freyju og síðar kennara og saumakonu, og Björns Magnússonar frá Ægissíðu á Vatns- nesi, kennara, bónda og síðar verkamanns. Kristín var í fóstri hjá afa sínum, Kristjáni Sigurðssyni, bónda að Reykjum við Reykjabraut, frá 3-11 ára aldurs og síðan tvö ár hjá móð- ursystur sinni í Skagafirði. Árið 1932 kom Kristín til Reykjavíkur og sam- einaðist fjölskyldu sinni. Kristín fór í gagnfræðaskóla í Reykjavík og síðar Kennaraskólann og lauk kennaraprófi 1938. Hún hélt smábarnaskóla í Reykjavík 1938-41, kenndi við Landakots- skóla 1941-45 og stundaði smábarna- kennslu í Reykjavík 1949-51 og var með eigin smábarnaskóla í Vogahverfi 1953-62. Kristín var kennari í Vogaskóla 1962-79 og stundakennari til 1985. Kristín samdi barnabókina Sóley sem kom út 1972 hjá Ríkisútgáfu náms- bóka. Kristín unni tónlist og hafði sjálf fagra söngrödd og sönggleði. Hún fylgdist vel með tónlistarlífinu í Reykjavík og lagði sinn skerf til styrktar ýmsu tónlistarstarfi, byggingu Tónlistar- húss, kórum, orgelsjóði o.fl. Ekki síst var kór Langholtskirkju henni afar kær. Eiginmaður Kristínar var Gísli heitinn Tómas Guðmundsson póst- fulltrúi. Þau eignuðust þrjú börn. Barnabörn Kristínar eru sjö og barnabörnin fjögur. Andlát Kristín S. Björnsdóttir VESTMANNAEYJABÆR og Vinnslustöðin hf. hafa komist að samkomulagi um þátttöku í forvali vegna útboðs á rekstri ferju, sem sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar við Bakkafjöru. Segjast báðir aðilar telja að við- skiptaleg tækifæri kunni að felast í eignarhaldi og rekstri ferjunnar. Í tilkynningu segir að Vest- mannaeyjabær og Vinnslustöðin séu sammála um að sú breyting, sem felist í tíðum og öruggum 30 mínútna ferðum milli Vest- mannaeyja og hafnar í Landeyjum, beri með sér mikil sóknarfæri fyrir Vestmannaeyjar, bæði íbúa og at- vinnulíf. Mikilvægt sé fyrir heima- menn að kanna af fullri alvöru for- sendur reksturs og eignarhalds ferjunnar með þátttöku í forvali fyrir útboð. „Þekking og reynsla þessara samstarfsaðila á skiparekstri, þjón- ustu og umsýslu er mikil,“ segir í fréttatilkynningu. Vinnslustöðin hf. er stærsta fyrirtækið í Eyjum. Heimamenn vilja reka Eyjaferju Kringlunni - sími 568 1822 – www.polarnopyret.se Tilboðsdagar 20% afsláttur af bolum fimmtudag til sunnudags Traustur kaupandi óskar eftir skrifstofu-, verslunar- og þjónustuhúsnæði fyrir a.m.k. einn milljarð. Húsnæðið mætti gjarnan vera í útleigu. Staðgreiðsla í boði. Nánari upplýsingar veita Sverrir Kristinsson og Þorleifur Guðmundsson fasteingasalar. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. M bl 9 33 71 5 Atvinnuhúsnæði fyrir a.m.k. kr. 1.000.000.000,- óskast

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.