Morgunblaðið - 08.11.2007, Síða 34

Morgunblaðið - 08.11.2007, Síða 34
34 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SAMÞYKKT hefur verið á kirkju- þingi sú tillaga biskups Íslands að heimila þeim prestum, sem það vilja, að staðfesta samvist samkynhneigðra para. Jafnframt staðfesti kirkjuþing með samþykkt tillögunnar „hefð- bundinn hjónabandsskilning“ kirkj- unnar, þ.e. að orðið hjónaband eigi aðeins við um samband karls og konu. Þessi niðurstaða kirkjuþings er kannski vonbrigði fyrir suma þá sem lengst vildu ganga og vildu að prestar fengju leyfi til að vígja samkynhneigð pör í hjónaband, að því tilskildu að á Alþingi yrðu sett ein hjúskaparlög. Ég er einn þeirra sem litið hafa svo á að rétt væri að samkynhneigðir fengju að vígjast hjónavígslu í kirkj- unni og lagði nafn mitt við tillögu þess efnis á prestastefnu sl. vor. Ég deili þeirri sýn dr. Sólveigar Önnu Bóasdóttur að það sé fyrst og fremst ástin á milli tveggja einstaklinga, sá ásetningur þeirra, að deila saman lífinu, og viljinn til að staðfesta þá ást og þann ásetn- ing lögformlega frammi fyrir mönnum (og Guði eftir atvikum), sem hljóti að liggja hjónabandinu til grundvallar í nútíma- samfélagi. Hins vegar geri ég mér grein fyrir því að þeir sem vilja halda í skilgreiningu hjóna- bandsins sem lögform- legs sambands karls og konu gera það væntanlega af ólíkum ástæðum og ekki endilega vegna afturhalds- semi eða andúðar á samkynhneigð. Málið snýst og um flóknari hluti en máltilfinningu og íhaldssemi gagn- vart málnotkun. Þrátt fyrir að hvergi í heilagri ritningu sé að finna texta sem kveða á um að Drottinn hafi stofnað hjónabandið og að það eigi við um samband karls og konu, þá er ljóst að kirkjan – og önnur trúarsamfélög einnig – hefur frá önd- verðu litið svo á að hjónabandið end- urspegli og sé á vissan hátt heilagur rammi um þá grundvallarreglu að karl og kona sameinist og myndi þannig grund- völl fyrir barneignir og fjölgun mannkyns, sbr. 1. Mós. 1:27-28. Í endur- skoðuðum drögum að ályktun kenning- arnefndar kirkjunnar um Þjóðkirkjuna og staðfesta samvist segir svo um viðhorf Lúthers til hjónabandsins:„Lúther leit á hjóna- bandið sem góða sköpunarreglu Guðs.“ Fylgjendur hjónabands samkyn- hneigðra líta svo á að samkynhneigð sé náttúra samkynhneigðra og þeim eðlislæg en engin „villa“ sem verður læknuð eða út rekin með særingum, m.ö.o. að samkynhneigð sé stað- reynd, út í hverja ekki sé nokkur ástæða til að amast. Samlífi og sam- búð samkynhneigðra er einnig stað- reynd og sem betur fer viðurkennd og samþykkt í íslensku samfélagi sem sjálfsagður og eðlilegur réttur sam- kynhneigðra. Nú hefur kirkjuþing samþykkt fyr- ir sitt leyti, að samkynhneigð pör fái að ganga upp að altarinu og fá sam- band sitt vígt af presti frammi fyrir Guði og mönnum. Það ER vissulega gríðarlega ánægjulegt spor og merki- legt í sögu réttindabaráttu samkyn- hneigðra og einstakt á heimsvísu. Það þarf ekki annað en skoða vefsíðu Am- nesty International og grennslast fyr- ir um stöðu samkynhneigðra víðs veg- ar um heim til að sannfærast um það. Staðfest samvist og hjónaband eru að öllu leyti rétthá að íslenskum lögum. Þjóðkirkjan hefur bæði með endur- skoðuðum drögum að ályktun kenn- ingarnefndar og með ályktun kirkju- þings staðfest og undirstrikað að ástir fólks af sama kyni og samvistir þeirra séu að evangelísk-lúterskum skilningi bæði mönnum og Guði þóknanlegar. Samkynhneigðum svíður – sumum hverjum a.m.k. – að þau skuli ekki vera lýst hjón frammi fyrir Guði og mönnum eins og maður og kona. Eins og fram hefur komið sé ég sjálfur enga meinbugi á því en það gera hins vegar margir og hafa fyrir því ólíkar ástæður og því verður að una. Við megum ekki gleyma því að kirkjuþing gengur mun lengra en prestastefna samþykkti í vor. Þá leit alls ekki út fyrir að kirkjuleg vígsla yfir staðfesta samvist samkyn- hneigðra liti dagsins ljós í bráð. Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, brýndi í ræðu sinni við þingslit „kirkjuþingsfulltrúa og reyndar ekki síður alla presta þjóðkirkjunnar, hvar í sveit sem þeir eru settir, til að láta hið jákvæða við þessa ákvörðun ráða hugsun sinni og orðum og minnast þess jafnan í starfi sínu fyrir kirkju og kristni, að engin keðja er sterkari en „Öllu er afmörkuð stund og sérhver hlutur undir himninum hefur sinn tíma“ Jón Ásgeir Sigurvinsson skrifar um niðurstöður nýliðins Kirkjuþings » [Samþykkt kirkju- þings] er vissulega gríðarlega ánægjulegt spor og merkilegt í sögu réttindabaráttu sam- kynhneigðra og einstakt á heimsvísu. Jón Ásgeir Sigurvinsson ÞAÐ er full ástæða til að fagna því framfara- spori sem tekið hefur verið á skíðasvæðum á landsbyggðinni. Í Hlíð- arfjalli, Böggviss- taðafjalli, Tindastól og Oddsskarði fyrir austan er nú unnið af krafti við að framleiða snjó eða koma upp tækjum til snjóframleiðslu. Ísfirðingar vinna af fullum krafti að undirbúningi snjóframleiðslu þar. Það blæs því byrlega fyrir skíðamönnum, keppendum og áhugafólki. Snjófram- leiðsla er undirstaða reksturs skíða- svæða hvar sem er, og eru skíðasvæði hér á landi engin undantekning. Á skíðasvæðum höfuðborgarsvæð- isins verður enn að treysta því að snjórinn komi að ofan. Skíðafólk í Reykjavík er orðið óþreyjufullt að bíða eftir að eitthvað fari að gerast í snjóframleiðslumálum í Bláfjöllum og Skálafelli. Ný og glæsileg stólalyfta „Kóngurinn“, sem reist var í Bláfjöll- um árið 2005, hefur að mestu verið lokuð og önnur mannvirki hafa fengið lágmarksviðhald þar sem fjármagn til viðhalds og reksturs hefur verið af skornum skammti. Snjóframleiðsla á Ís- landi er ekki ný af nál- inni, 1967 var fram- leiddur snjór í brekku við Lækjarbotna ofan Reykjavíkur. Um var að ræða einkaframtak Kristins Benediktsson- ar skíðakappa. Brekkan var mikið sótt af skíða- áhugafólki og keppend- um í greininni sem fögn- uðu því að komast á skíði. Snjóframleiðsla var oft rædd í skíða- hreyfingunni og sýndist sitt hverjum. Því var haldið fram að það hentaði ekki á Íslandi að framleiða snjó. En sem betur fer var hugmyndinni haldið á lofti, og í nóvember árið 1999 var framleiddur snjór í Hamragili og litlu síðar í Sleggjubeinsskarði. Næstu árin var snjóframleiðslan nán- ast forsenda reksturs skíðasvæðanna. Miklar vonir voru bundnar við að framleiðslan yrði efld, en svo varð ekki og nú er svo komið að búið er að loka skíðasvæðunum í Hamragili og Sleggjubeinsskarði. Skíðamenn í Reykjavík bíða þess með óþreyju að snjóframleiðslukerfi verið komið á laggirnar í Bláfjöllum og í Skálafelli. Búið er að kynna for- svarsmönnum skíðahreyfingarinnar í Reykjavík hugmyndir um uppbygg- inu á snjóframleiðslukerfum á svæð- unum. Vonir stóðu til að hægt væri að byrja á framleiðslu veturinn 2008, en fyrirséð er að það verður ekki. Í Reykjavík eru fimm skíðadeildir sem reka öflugt íþróttastarf, í skíðalands- liðinu, í FIS-liði Skíðasambandsins og undirbúningsliði Skíðasambands- ins eru reykvískir skíðamenn, skíða- menn sem hafa lagt á sig ótaldar ferð- ir til að komast á æfingar og í keppni. Fjölmennur hópur skíðamanna bíður þess með óþreyju að stærstu sveitarfélög landsins, sveitarfélög sem eiga aðild að Bláfjöllum láti sitt íþróttafólk ekki sitja eftir í að- stöðuleysi í fjöllunum hér syðra. Þau mannvirki sem eru til staðar á svæð- unum nýtast ekki sem skyldi, vegna þess að grunninn vantar. Grunninn sem var fundinn upp fyrir fjölda- mörgum árum með snjóframleiðslu sem er undirstaða skíðasvæða um all- an heim. Snjóframleiðsla – Til hamingju, skíðamenn Auður Björg Sig- urjónsdóttir biður um snjófram- leiðslukerfi fyrir höfuðborgarsvæðið Auður Björg Sigurjónsdóttir » Skíðamenn í Reykja-vík bíða þess með óþreyju að snjófram- leiðslukerfi verið komið á laggirnar í Bláfjöllum og í Skálafelli. Höfundur er formaður Skíðaráðs Reykjavíkur. ÞÚ sóttir um spennandi starf sem krefst 3 ára háskólamenntunar og ert komin(n) í atvinnuviðtal. At- vinnurekandanum líst vel á þig og býður þér starfið með þeim orðum að launin séu lág, ábyrgðin mikil og álagið gífurlegt. Svo klykkir hann út með því að segja að hann hafi enga mögu- leika á því að umbuna þér ef þú stendur þig vel, en ítrekar í stað- inn hversu mikilvægt starfið sé. Mundir þú ráða þig til hans? Við þessa sam- keppnisstöðu búa grunnskólarnir í dag þegar atvinnuleysið hefur aldrei verið minna og slegist er um fólk á vinnumarkaði. Þeir sem sækja um kennarastörfin hafa fyrir fjölskyldu að sjá, rétt eins og aðrir, og þegar það munar allt upp í helming á launaumslaginu getur hugsjónin þurft að víkja. Við höfum skapað þannig umhverfi að kennarar flýja unnvörpum inn á hinn almenna vinnumarkað og hverfa frá kennslu. Stór hluti grunnskólabarna býr við þann veruleika að skipta um um- sjónarkennara árlega, ef ekki oftar. Orka skólastjórnenda fer í að manna stöður í stað þess að vinna að áframhaldandi þróun. Einstaklings- miðað nám hefur þá einu þýðingu að meiri ábyrgð er sett á kennarana, oft án nokkurs stuðnings eða skiln- ings á ástandinu og oft á kostnað barna sem ekki kalla á athygli. Það sér hver maður að þessi þróun er ógnvænleg og við erum öll að tapa. Í raun furðulegt að ekki sé löngu búið að taka á þessu því þetta hefur áhrif á hvert heimili í landinu. Hvað ef næstu kjarasamningar leiða til verkfalls? Eigum við þá að setja upp litla skóla á hverjum vinnu- stað, eða skiptast á að kenna börnunum okkar heima? Það er nógu fá- ránlegt að það hafi gerst einu sinni, en í annað sinn væri óafsakanlegt fyrir eina af ríkustu þjóðum heims. Það er ekki nóg að vera með há- leitar hugmyndir um hvernig skóla- kerfið okkar eigi að vera og hvaða rétt börnin okkar eigi á góðri menntun. Við verðum að hugsa dæmið til enda og gera ráð fyrir að það kosti eitthvað líka. Kröfur um góða og vel menntaða kennara hljóta að kalla á launaumhverfi sem þeir sætta sig við, því það sama á við um þá og okkur hin. Er þetta nokkuð flókið? Launaumhverfi Þú ert ráðin(n) Ingibjörg Óðinsdóttir fjallar um samkeppnisstöðu grunnskólanna um fólk á vinnumarkaði Ingibjörg Óðinsdóttir kr. aðra leiðina til E vrópu + Nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandair.is Sölutímabil: 8. til og með 11. nóvember Ferðatímabil: 1. til og með 17. desember Takmarkað sætaframboð. Tilboðsverð frá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.